Morgunblaðið - 31.03.1982, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 31.03.1982, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982 Matthías Á. Mathiesen: Óútfylltir viðbótar- víxlar fram í tímann Hér fer á eftir niðurlag ræðu Matthía.sar Á. Mathiesen, fv. fjár- málaráðherra, í umræðu um frum- varp að ián.sfjárlögum, sem flutt var á Alþingi 23. marz sl.: Þegar lánsfjárlögin voru sam- þykkt 1977 og 1976, þá var um að ræða frumvarp til laga með 6 greinum árið 1976 og 7 greinum 1977. Frumvarp til lánsfjárlaga fyrir árið 1982 er hvorki meira né minna en komið upp í 29 greinar. Hvað segir þetta okkur? Jú, þegar frumvarpið er skoðað, þá liggur í augum uppi, að hér er ekki ein- göngu um að ræða frumvarp til laga um heimild til erlendrar lán- töku. Hér er um að ræða frumvarp um ráðstafanir í efnahagsmálum, það, sem við köllum hér í þingsöl- um bandorm. Hér er um að ræða hreinar breytingar á ótal mörgum lögum, hér er m.a. um að ræða breytingar á fjárlögum, sem nýbú- ið er að samþykkja. Hér er um að ræða ábyrgðarheimildir vegna framkvæmda, sem alls ekki hafa verið teknar ákvarðanir um. Hér er um að ræða niðurskurð á fram- lagi til fjölmargra stofnsjóða og þannig mætti lengi telja. Frumvarpið var lagt fram í nóv- embermánuði. Forsendur þess vóru þær hinar sömu og fjárlaga, þ.e. miðað er við sömu reiknitölu um verðþróun milli ára. Þegar það verður samþykkt eru forsendurn- ar í efnahagslifinu orðnar ger- breyttar og frumvarpið verður því pappírsgagn og ekkert annað en pappírsgagn. Það er pappírsgagn að því leyti að allar tölur, sem í því eru, verða rangar, ekki í neinu samræmi við það, sem er að ger- ast. Þær eru ekki einu sinni settar fram í neinu samræmi við það, sem var að gerast, þegar frum- varpið var lagt fram, hvað þá að það sé í nokkru samræmi við það, sem hefur gerst síðan, og er enn að gerast. Fram eru komnar breytingartil- lögur frá stjórnarliðum sem ríkis- stjórnin hefur óskað eftir við stuðningsmenn sína að fluttar yrðu. Enn hækka erlendar lántök- ur. Enn er verið að leggja nýja pinkla á ríkið í einu eða öðru formi. Það er verið að samþykkja viðbótarvíxla fram í tímann og það meira að segja svo, að menn hafa ekki hugmynd um hvaða töl- ur standa á þeim víxlum. Þannig eru þessi vinnubrögð og það er í hlutarins eðli, að svo er komið sem ég vék að hér áðan. Ríkið tekur meir og meir til sín, fólkið hefur minna hjá sér. Við erum með miklu meiri erlendar lántökur en talið er forsvaranlegt. Breytingartillögur okkar stjórn- arliða eru: „Fjármálaráðherra skal leita samninga við þá lífeyrissjóði sem lögbundnir eru eða njóta viður- kenningar fjármálaráðuneytisins, sbr. 1. tölul. d-liðar 30. gr. 1. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eign- arskatt, að þeir verji á árinu a.m.k. 40% af ráðstöfunarfé sínu til kaupa á skuldabréfum með fullri verðtryggingu til langs tíma af ríkissjóði, Byggingarsjóði ríkis- ins, Byggingarsjóði verkamanna, Framkvæmdasjóði Islands og fjárfestingarlánasjóðum. Við telj- um að þessum málum sé best kom- ið með samkomulagi við þessa að- ila. Þannig var það þegar sjálf- stæðismenn fóru með þessi mál og við teljum, að þannig eigi þetta að vera. Á þingskjali 517 flytjum við breytingartillögu þar sem gert er ráð fyrir heimild til handa ríkis- stjórninni að lækka ríkisútgjöld um 120 millj. kr. Skömmu eftir að fjárlög eru samþykkt, þá sækir ríkisstjórn um heimild til þess að lækka ríkisútgjöldin. Þetta stafar að sjálfsögðu af því að láns- fjáráætlun og ákvarðanataka í efnahagsmálum eru ekki gerðar á þeim tíma sem þær skal gera. Fjárlög, lánsfjáráætlun og ráð- stafanir í efnahgsmálum fyrir ár- ið 1982 átti að taka allar í desem- bermánuði. Ef það hefði verið gert, þyrfti ríkisstjórnin ekki hér og nú að sækja um heimildir til þess að lækka ríkisútgjöldin um 120 millj. kr. En það sem okkur sýnist þó öllu verra er, að Alþingi fær ekki vitneskju um það með hvaða hætti eða hvernig þessi lækk- un ríkisútgjalda skuli eiga sér stað. Við óskuðum eftir því í fjárhags- nefnd að við fengjum sundurliðun á þeim niðurskurði eða þeirri lækkun ríkisútgjalda, sem hér er áformuð, en það var ekki mögu- leiki á því að fá þær upplýsingar. Hér á Alþingi vinna menn marga daga, margar vikur í sambandi við fjárlagagerð, hvernig þeir geti skynsamlegast nýtt það fjármagn, sem til ríkissjóðs rennur. Svo er komið og ætlað að lækka ríkis- útgjöldin með einu pennastriki um 120 millj. kr., án þess að þingið fái nokkuð um framkvæmdina að vita. Við teljum því eðlilegast og flytjum breytingartillögu, þess efnis, að við upphaf hinnar nýju greinar, sem þar er lagt til að orð- ist svo: „Þrátt fyrir ákvæði fjár- laga ársins 1982 er ríkisstj. heim- ilt að fengnu samþykki fjárveitinga- nefndar að lækka ríkisútgjöld um 120 millj. kr.“ Við viljum freista þess að fá þessari tillögu breytt þannig, að sú þingnefnd, sem mest hefur að segja um fjárlagagerð, verði hér með í ráðum. Ég vil síðan ítreka það sem ég sagði hér í upphafi ræðu minnar, að vinnubrögð þeirra sem nú fara með fjármálastjórnina eru nú ekki í samræmi við þá gagnrýni, sem þeir létu fram koma þegar frum- smíði lánsfjáráætlunar og láns- fjárlaga var hér til meðferðar á Alþingi, enda er framkvæmd mála öll í samræmi við það. Svipmynd frá Alþingi í bakgrunni: Jósef H. Þorgeirsson (S) og Friðjón Þórðarson, dómsmálaráð- herra. Framar: Jón Helgason forseti Sameinaðs þings, Birgir (sleifur Gunn- arsson (S) og Salome Þorkelsdóttir (S). Fremst til hægri sést á vanga Olafs G. Einarssonar, formanns þingflokks sjálfstæðismanna. Iðnaðurinn og tollafgreiðslugjaldið: Leggst tollafgreiðslu- gjaldið á aðföng iðnaðar? BIRGIR ísleifur Gunnarsson (S) og Friðrik Sophusson (S) lögðu eftirfarandi spurningar fyrir fjármálaráðherra í fyrirspurnatíma: • 1. Að hve miklu leyti er tollafgreiðslugjald lagt á aðföng til iðnaðar skv. reglugerð sem sett hefur verið um það efni? • 2. Hvað er gert ráð fyrir að tollafgreiðslugjald á aðföng til iðnaðar gefi ríkissjóði mikið í tekjur á þessu ári? Birgir Isleifur Gunnarsson (S) Birgir ísleifur Gunnarsson (S) sagði forsvarsmenn stjórnarliða hafa verið óspara á yfirlýsingar, þess efnis, að létta beri ýmsum gjöldum af íslenzkum iðnaði. Það hafi því komið á óvart, að hið nýja tollafgreiðslugjald hafi í fram- kvæmd verið lagt á ýmiskonar að- föng iðnaðar, hráefni, vélar og varahluti. Þessvegna eru framan- ritaðar spurningar fram bornar. Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, sagði að í þessu efni væri framfylgt ákvæðum viðkomandi laga. Meginreglan væri sú að ekki kæmi 1% tollafgreiðslugjald á að- föng iðnaðar, heldur krónutölu- gjald eftir verðmæti innflutnings þó ekki á vörum frá EFTA-ríkjum. Ekki liggja fyrir, sagði ráðherra, neinar tölulegar upplýsingar um þennan þátt gjaldheimtunnar sér- staklega, en hann er ekki stórvax- vitnaði til talsmanna iðnaðar, sem teldu hér verulega skattheimtu á ferð, bæði á hráefni, vélar og vara- hluti. Jafnvel svo mikla, að 1% eftirgjöf í launaskatti hyrfi í sum- um tilfellum í þessa nýju skatt- heimtu ríkisstjórnarinnar. Þenn- an þátt viðkomandi reglugerðar þarf því að taka til tafarlausrar endurskoðunar, því hér er útkom- an önnur í framkvæmd en til var stofnað af þingheimi. Ragnar Arnalds (Abl.) sagði Birgi ísleif of trúgjarnan á orð tals- manna iðnaðarins. Framkvæmdin væri í samræmi við lög, sem þing- heimur hefur sett, og ætti því að kunna skil á. Friðrik Sophusson (S) vitnaði til frumvarps um hliðstætt efni, sem vísað var til ríkisstjórnar 1979, með því fororði, að ríkisstjórn léti vinna nýtt frumvarp um tolleft- irgjöf, varðandi iðnað. Þetta boð- aða frumvarp hefur ekki komið fram. Ríkisstjórnin hefur brugðizt í þessu efni, þrátt fyrir fögur orð. Þá vitnaði hann til fyrirheita um tollkrít sem átti til að koma þegar haustið 1980 en er enn ókomin. Einnig þar væri um hrein brögð að ræða í garð iðnaðarins og ann- arra, sem innflutningi sinntu. Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, sagði ekki nýtt, þótt mál drægjust á langinn. Hinsvegar gæti hann glatt þingmennina með því að tollkrítarfrumvarp væri vætanlegt fyrir vikulokin. Hvað líður ákvæðum stjómarsáttmálans?: 130 atvinnulausir í Keflavík á miðri vertíð í febrúar 1980 vóru skráðir 16 atvinnulausir í Keflavik. í febrúar 1981 57. í febrúar 1982 132, þótt vertíð sé í fullum gangi, sagði Karl Steinar Guðnason, i fyrirspurnatima á Alþingi í gær. Krafðist Karl Steinar svara af hálfu Gunnars Thoroddsen, forsætisráðherra, hvenær framfylgt yrði ákvæði i stjórnarsáttmála frá í febrúar 1980, þess efnis, „að undirbúið verði öflugt átak i atvinnumálum á Suðurnesjum“. Hver er árangur af starfi nefndar þeirrar, sem ríkisstjórnin skipaði loks í þetta mál 24. júni 1981? Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, svaraði efnislega. Mér hefur borist skýrsla frá nefnd- inni, dagsett 22. marz, en hún hóf störf 2. júlí sl. Nefndin hefur rætt við atvinnumálanefndir á Suðurnesjum, en hún telur meg- inhlutverk sitt að „styðja frum- kvæði heimamanna til nýrrar eða aukinnar atvinnustarfsemi", en ekki að leysa úr fjárhags- vanda fyrirtækja, sem fyrir eru. Nefndin hefur óskað eftir upp- iýsingum um eftirtalin málefni: 1) Uttekt á jarðhitasvæðum á Reykjanesi, sem Orkustofnun vinnur að. 2) Úttekt á hafnar- stæðum á Suðurnesjum, m.a. með tilliti til efnaiðnaðar á svæðinu. 3) Nefndin hefur látið vinna frumáætlun um hugsan- lega áfangauppbyggingu Sjóefnasamstæðu, þ.e. saltverk- smiðju o.fl. 4) Framkvæmda- stofnun vinnur að því að endur- vinna upplýsingar um rekstur, búnað og fjárfestingu í frysti- húsum á Suðurnesjum, sem unn- ar vóru 1978. 5) Iðntæknistofn- un vinnur að athugun á hag- kvæmni þess að reisa plast- tunnuverksmiðju og steinsteypu- einingaverksmiðju á Suðurnesj- um. 6) Nefndin er nú að ræða við forvígismenn fiskimjölsverk- smiðja. Karl Steinar Guðnason (A) taldi hér fátt nýtt fram koma. Nefnd- in hefði aðeins hugað að verk- efnum, sem heimamenn hafi verið með á athugunarstigi, en ekki sinnt heildarúttekt né til- lögugerð, og alls ekki því, sem máli skiptir, þ.e. fjármagnsútveg- un, til að gera hugmyndir að veruleika. Hversvegna skipaði ríkisstjórnin ekki þessa könnun- arnefnd fyrr en í júlí 1981? Og hversvegna eru atvinnumál Suð- urnesja í utanríkismálakafla stjórnarsáttmálans? Atvinnu- leysi er vaxandi í Keflavík — og þeir atvinnulausu fá litlar úr- bætur í sundurlausum þönkum könnunarnefndarinnar. Það er þörf bráðra aðgerða til að mæta vanda hinna atvinnulausu í Keflavík. Þar vóru eitt sinn 11 frystihús. Nú aðeins 3. Og ástandið í vetur er verra en nokkru sinni í atvinnumálum Keflvíkinga. Ríkisstjórnin ætti að sjá sóma sinn í að standa við orð sín í eigin stjórnarsáttmála — tími er til kominn, sagði Karl Steinar að lokum. Flugstöðin: Nefndarálit kemur fljótlega, — sagöi utanríkisráðherra NEFND sú, sem utanríkisráð- herra skipaði 13. nóvember sl. til að athuga undirbúning (hönnun) fyrirhugaðar flugstöðvarbygg- ingar á Keflavíkurflugvelli, hefur undanfariö unnið að upplýsinga- öflun og könnunarstörfum, og vonast er til að hún skili áliti inn- an skamms. Samkvæmt skipun- arbréfi nefndarinnar á hún að skila tillögum um þetta efni. Eng- in ákvörðun liggur fyrir um hvern veg lánsfjármögnun byggingar- innar verður hagað. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um áfanga- skiptingu byggingarinnar. Starf- semi nefndarinnar hefur miðast við fyrirliggjandi hönnun. Ofanritað kom fram í svari Ólafs Jóhannessonar, utanrík- isráðherra, við fyrirspurnum frá Karli Steinari Guðnasyni í gær. Karl Steinar Guðnason (A) þakkaði svörin og kvað nauð- synlegt, að umrædd nefnd skil- aði áliti hið bráðasta. Aðstaða starfsfólks og farþega, sem um flugstöðina fara, er óviðunandi, sagði Karl og ekki verjandi, og það styttist í þann tíma sem fjárframlag mótaðila stendur til boða. Það er því ekki hægt að una því að mál þetta dragist enn úr hömlu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.