Morgunblaðið - 31.03.1982, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982
23
Myndasafn frá
Teigarhorni
í Bogasal Þjóðminjasafnsins
hefur verið sett upp stórmerk
sýning á ljósmyndum Nicoline
Weywadt og frænku hennar
Ilansínu Björnsdóttur á Teigar-
horni við Berufjörð.
Nicoline Weywadt
(1848—1921) varð fyrst ís-
lenzkra kvenna til að nema
ljósmyndaiðn í Kaupmanna-
höfn á árunum 1871—72 og
starfaði hún að iðn sinni fram
að aldamótum eða í um 30 ár.
Hún var næstelst dætra Niels-
ar P.E. Weywadt, faktors hjá
verzlun Örum & Wulff á Dúpa-
vogi, og Sophie Brochdorf,
dóttur Morten Hansen Tvede
sýslumanns, í S-Múlasýslu.
Hansína Björnsdóttir
(1884—1972) var systurdóttir
Nicoline, dóttir Súsönnu
Weywadt og Björns Eiríksson-
ar trésmiðs, er var lærður í
Kaupmannahöfn. Þriggja ára
gömul var hún sett í fóstur að
Teigarhorni til Nicoline og
móður hennar, er héldu saman
heimili eftir fráfall Weywadt
árið 1893. Hansína mun hafa
lært undirstöðuatriði ljós-
myndunar hjá Nicoline en sigl-
ir 1902 til frekara náms í
greininni. Hún kom aftur 1903
og naut góðs af þeirri aðstöðu
sem Nicoline hafði búið sér en
kom sjálf með eina nýjung í
malnum, sem var málað bak-
tjald. Ferill Hansínu í faginu
varð sýnu styttri en frænku
hennar því að hún hætti að
mestu að taka ljósmyndir eftir
að hún gifti sig 1911, Jóni Lúð-
víkssyni, sem var lærður hús-
gagnasmiður frá Noregi.
I upphafi ljósmyndaferils
Nicoline tíðkuðust svokallaðar
votar plötur (wetplate). Klór-
silfrið var þá borið á plötuna
rétt fyrir notkun og hún var
enn rök þegar henni var komið
fyrir í véiinni. Nauðsynlegt
var að framkalla plötuna
strax. Plöturnar voru seinvirk-
ar og myndirnar því teknar á
löngum tíma. Notuð voru því
svokölluð hnakkajárn til að
skorða höfuð fyrirsæta meðan
á myndatöku stóð.
Að sjálfsögðu var mynda-
takan mikið vandaverk við
þessar aðstæður og fékk Nicol-
ine það orð á sig, að hún væri
svo vandvirk að áður en hún
yrði ánægð væri fólk órðið
þreytt á að sitja fyrir. Nicoline
sigldi til Kaupmannahafnar
aftur árið 1888 til að kynnast
Myndlist
Bragi Asgeirsson
Ljósmynd af Nicoline Weywadt
eftir J. Holm Hansen.
Ljósmynd af Hansínu Björnsdótt-
ur talin eftir Nicoline Weywadt.
nýjungum í faginu og breytir
þá um aðferð og tekur eftir það
myndir á þurrar plötur. Þetta
var í samræmi við tækni-
nýjungar tímanna en ljós-
myndastofa Sigfúsar Ey-
mundssonar hafði einmitt tek-
ið þurrar plötur í notkun fimm
árum áður.
Það kom mér mjög á óvart
hve vel myndirnar eru teknar
og af næmri tilfinningu fyrir
myndbyggingu í landslagi en
þau atriði hafa sjálfsagt verið
kennd um leið og fagið. Þó ber
að athuga að Nicoline var ein-
ungis eitt ár ytra við nám sem
þætti ekki mikið nú á tímum,
þrátt fyrir allar tækni-
nýjungarnar. Nicoline hefur
þannig ótvírætt haft næmt
auga fyrir myndrænu hliðinni
auk þess að bera mikla virð-
ingu fyrir handbragðinu enda
verklagni fjölskyldu hennar
annáluð.
Það er óhætt að taka undir
orð Þórs Magnússonar í sýn-
ingarskrá: „Ljósmyndir Nicol-
ine Weywadt og frænku henn-
ar Hansínu Björnsdóttur á
Teigarhorni við Berufjörð eru
einstæðar frá sinni tíð. Bæði
er, að Nicoline varð fyrsta ís-
lenzka konan til að læra ljós-
myndaiðn, og svo hitt, að
myndir þeirra eru yfirleitt
með afbrigðum vel teknar og
myndefnið valið af slíkri kost-
gæfni, að myndirnar mega
kallast frábærar að gæðum.
Og enn kemur svo til hið mikla
heimildargildi þeirra um fólk,
mannvirki og umhverfi þar
eystra á þessum tíma."
Þór segir ennfremur: „Þess-
ari sýningu er einkum ætlað að
lýsa, á hve háu stigi ljósmynd-
un var hér á landi á þessum
tíma, en einnig vill Þjóðminja-
safnið minnast þannig eins af
frumherjum þessarar merku
iðn- og listgreinar hérlendis."
Þess má svo geta hér, að
frumbernska ljósmyndunar á
Islandi stóð í heil 20 ár og er
fyrst vitað um að Helgi Sig-
urðsson prestur á Jöfra hafi
fengist við þessa iðn árið 1846.
Henni lýkur svo árið 1866 er
Sigfús Eymundssen tekur til
starfa, en veruleg fjölgun varð
ekki í stéttinni fyrr en eftir
1895, enda er þá kominn nokk-
ur festa í myndatökur og um
það leyti eru opnaðar ljós-
myndastofur er reyndust lífs-
seigar í stærstu bæjum lands-
ins.
Fyrir 1895 er vitað um 36
einstaklinga er tóku myndir
hérlendis gegn greiðslu og
voru 5 þeirra útlendingar sem
nýttu aðeins ferð sína hingað
og tóku myndir til tekjuauka.
Af þeim 31 ljósmyndara sem
eftir stendur var tæpur helm-
ingur, eða 14, búsettir á Aust-
fjörðum!
Þetta var sem sagt sviðið er
hin vandvirka valkyrja Nicol-
ine Weywadt starfaði að iðn-
grein sinni og það er vissulega
heillandi að virða fyrir sér
þann hluta ævistarfs hennar
er getur að líta í Bogasal
Þjóðminjasafnsins.
Væntanlega þarf ekki að
hvetja fólk til að sjá þessa ein-
stæðu sýningu en menn athugi
jafnframt, að sýningin er ein-
ungis opin á hefðbundnum
opnunartíma Þjóðminjasafns-
ins.
Myndlistarmönnum, sem og
öðrum skal sérstaklega bent á
myndina af Jóni Þórarinssyni
og konu hans Ólöfu Finnsdótt-
ur með börn sín Karl Rikharð,
Finn, Önnu, Björn og Georg.
Mjög eiguleg sýningarskrá
hefur verið gefin út í tilefni
sýningarinnar og eru heimild-
irnar í þessum pistli sóttar í
hana.
Ur helmyrkri sorgar og sekt
ar í heiðríkju vonar og vilja
Bókmenntir
Guðmundur G. Hagalín
Ragnar I ngi Aöalsteinsson: Kg er
alkóhólisti.
Útgefandi: Ljóðhús, 1981.
Höfundur þessarar bókar er
ekki alger nýgræðingur á sviði
bókmenntanna. Árið 1974 kom frá
honum ljóðakverið Hrafnkela, og
þremur árum síðar annað, sem
heitir Undir Hólmatindi. Um báð-
ar þessar bækur skrifaði ég nokk-
ur orð í Morgunblaðið, fann að
þeim, en taldi þær bera því vitni,
að höfundur þeirra hefði til
brunns að bera skáldgáfu. Það
mun svo hafa verið sumarið 1978,
sem hann dvaldi tímakorn í húsi
Guðmundar heitins Böðvarssonar.
Þá kom hann til mín og sat á tali
við mig góða stund. Auðvitað
ræddum við þá um gamlar og nýj-
ar bókmenntir, og þótti mér hann
furðu fróður í þeim efnum og bera
gáfulegt skyn á þau mál.
Siðan hef ég ekkert frá honum
heyrt, en annað veifið hefur mér
orðið hugsað til hans. Datt mér
helst í hug, að hann hefði lagt
skáldskapinn á hilluna, en þó sveif
það að mér, að hann hefði ef til
vill ráðizt á því sviði á form og
efni, sem krefðist mikillar vinnu
og umhugsunar.
Svo var það þá fyrir fáum dög-
um, að ég fékk frá honum litla bók
og bréf, þar sem hann óskar þess
mjög eindregið, að ég riti um bók-
ina í Morgunblaðið. Bréfið er
skrifað á Staðarfelli í Dölum, þar
sem er framhalds þjálfunarstöð
handa drykkjusjúklingum. Bókin
heitir og Eg er alkóhólisti, og kápu-
myndin er fjögur staup, samstillt
þannig, að þau mynda kross!
Bókin er einungis 48 blaðsíður
og aðeins eitt erindi á hverri síðu.
Hún er fljótlesin, en hver skyn-
samur lesandi hygg ég að lesi
hana oftar en einu sinni. Skáld-
skapur? Hvort er ekki sá maður
gæddur skáldgáfu, sem lýsir jafn-
átakanlega og þarna er gert þeirri
lítt túlkanlegu kvöl, sem örvona,
en þó leitandi áfengissjúklingur
verður að þola, þar sem hin ofsa-
lega hvöt til víndrykkjunnar tekst
á við samvizku, ást og guðstrú
Ragnar Ingi Aðalsteinsson
manns, sem með þrátt fyrir allt
óspilltu eðli þráir að losna úr viðj-
unum og hlýða röddum þessara
mannlífsverðmæta?.
Mörg íslenzk skáld hafa sungið
áfenginu lof, en samt eru þau
fleiri en eitt og fleiri en tvö og
ekki þau sízt listfengu, sem vín
hefur leitt á banabeð fyrir aldur
fram. En vissulega þarf þrek og
manndóm tii að segja frá sam-
skiptum sínum við Bakkus eins
bert og af jafndjúptækri einlægni
og höfundur þessa ljóðaflokks ger-
ir. Og sov er það þá von mín, ég
vildi helzt segja vissa, að þessi
djarfa hreinskilni láti það á höf-
undinum sannast, sem segir í ein-
asta erindi þessa átakanlega játn-
ingarrits:
Ég er alkóhólisti, —
nú er brautin bein.
Nú birtist mér
hin undurfagra sjón,
er Ijómar dagsins
dýrð á hverri brún.
Dásamlegt
að vinna verk og þiggja
líf í laun.
Þú sem handan
broksins bíður mín,
með bros í augum
kem ég heim til þín.
Mýrum, 23. marz.