Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982 Álit alkóhólista á áfengismálum Eftir Steingrím Nikulásson bryta l'að cr nú svo komið málum okkar íslcndinga að i hreint þjóðarmorð stefnir ef á heldur sem horfir, ekki bara áfengi heldur líka þau ógrvnni fikniefna sem jafnt ungir sem aldnir nota. Ég segi aldnir, því vitað er að börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Mig svíður í dag, og kemur til með að sviða þangað til ég er kom- inn sex fetin niður, ef ekki þá hundrað fáðmana, vegna drykkju- skapar míns og þeirra vonbrigða, sem ég hefi valdið ástvinum og yel- unnurum mínum, með því að halda áfram drykkjuskap svo lengi sem raun er á. En maður er reynslunni ríkari, þó sár $é. Þess vegna leitar hugur minn til að rita þessar línur, ef ske kynni að eitthvað gott mætti af því leiða. Þessi sjúkdómur, „alkóhólismi", er ólæknandi, en má halda í skefjum aðeins á einn veg, með því að neita alkóhóli í hvaða formi sem er, og er það eini sjúk- dómurinn sem ég þekki þar sem sjúklingurinn er yfirlæknirinn. Enginn hættir að drekka nema hann vilji það sjálfur. Nú er það svo að drykkjusiðir fólks eru ákaflega misjafnir, sumir helga sig þessum voða og sjást ekki fyrir í neinu fyrr en Almættið tekur í taumana og sker í þyrnum stráða ógæfubraut, því Bakkus skilur ekk- ert eftir nema sár, og falska skemmtan, og styttir mannsævina. Mín drykkja hefur verið hundavaðs- drykkja sem þúsundir Islendinga stunda í dag, og leggja stóran hluta tekna sinna í öfugan blóðbanka, banka sem borgar út sár vonbrigði og faiskar vonir. Mikið hefur verið rætt um vímugjafa og ritað og það ekki að ófyrirsynju. Hart er deilt og allir hafa nokkuð til síns máls og sitt sýnist hverjum eins og gengur og gerist, enda í fyllsta hluta mann- legt. Að ausa hvern annan ásökun- um, um það hvar þessi eða hinn ógæfumaðurinn hefði átt að vera eftir að hann framdi ódæðisverkið er út í hött, því verður einfaldlega ekki breytt. Það eru fyrirbyggjandi ráðstafanir sem vænlegastar eru til árangurs. í lofti, láði og legi ræður óvinur- inn, sem fært hefur til foldar beint eða óbeint fleiri sjúklinga en nokkur annar sjúkdómur sem við þekkjum „drykkjusýki", og hefur svo sannar- lega gert frá því að ég man eftir mér. Atgerfismenn á öllum sviðum þjóðiífsins eru fórnarlömb, einnig núna konur því er nú verr. Enginn kemur í stað góðrar móður barna sinna og góð móðir hefur bjargað mörgu drykkjumannsheimilinu. Núna er því hinsvegar svo farið , sorglegt en satt, að ekki má í milli sjá í örtvaxandi „jafnrétti kynj- anna“, hvor aðilinn er atkvæðameiri í helgöngu vímugjafanna, og það setur þann stein í götuna að olnbogabörnum fjölgar að sama skapi sem þau missa elsku bestu mömmu í greipar Bakkusar. Góð móðir er sú dásamlegasta, fórnfús- asta og elskulegasta vera sem geng- ur um jörðina, það er eitt af því fáa sem ég veit með vissu, og hugsa ég nú til móður minnar, móður 11 harna, hlýjum þakklátum hug fyrir allt sem hún hefir gefið mér. Hún er einhver stórkostlegasti persónuleiki sem ég hefi kynnst, fyrirmynd reglusemi og mannkærleika og góðra siða, og er ég frumburðurinn. Hún hefir fellt mörg tár mín vegna. „Hættu að drekka vín, elsku Steini minn.“ Hún býr við Hverfisgötu og er 83 ára, skuldar engum neitt, en er ávalit veitandinn hvern sem að garði ber, hvort heldur það eru ung- ir eða aldnir, ríkir eða fátækir. Hún er ímynd alls þess besta sem eina móður getur prýtt, fyrirmynd hreinleika og reglusemi í lífi og starfi. Þessi skrif mín þykja nú kannski of persónuleg, en ég tek þetta dæmi vegna þess að móðirin eða konan bak við manninn er meira leiðandi afl í uppeldi barna sinna, því heimil- ið er jú kastali fjölskyldunnar. Góð húsmóðir hefur bjargað mörgu drykkjumannaheimilinu. Nú með tilkomu AA-ljósberans frá Amer- íku, Guðna Þórs Asgeirssonar, sem flutti hingað boðskap kærleikssam- takanna AA til íslands frá USA þar sem þau eru upprunnin frá „Bob og Bill“, kemur nú að því gamla mál- tæki okkar íslendinga að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og lítill neisti kveikir mikið bál. Varla hefði þessi sonur elds og ísa, „alkóhólistinn Guðni Þ. Ásgeirsson" sem búsettur var í USA getað fært fósturjörð sinni til gróðursetningar betri boðskap en AA. Að makleikum langar mig til að minnast fyrsta islenska AA- mannsins, brautryðjandans Guðna Þórs Ásgeirssonar frá Flateyri. Guðni heitinn var stórkostlegur hugsjónamaður, sem elskaði land sitt og þjóð, enda reisti hann sér óbrotgjarnan minnisvarða fyrir ljósburð AA frá Bandaríkjunum til Islands og er hlutur hans svo stór- kostlegur að hann bókstaflega brýt- ur blað í íslenskri þróunarsögu til bætts mannlífs á öllum sviðum þjóðlífsins svo að þúsundir heimila og einstaklinga skilja nú myrkrið frá ljósinu og lifa lífinu lifandi. Hann sáði því frækorni og sá hug- sjónir sínar rætast þúsundfalt. Megi öllum þeim, sem tekist hefur að eiga AA að leiðarljósi, minnast Guðna í bænum sínum, með ævarandi þakk- læti fyrir að fleyta stórkostlegasta meðali og því eina sem heldur, AA, norður yfir íslandsála til gamla Fróns. Enginn skyldi gleyma kempunni Steinari Guðmundssyni, bókstaf- lega lýsandi vita í baráttu óvirkra alkóhólista fyrir AA sem grundvelli endurhæfingastöð var SÁÁ, sem sagt „Dr. Pirro" Islendinga. Að hugsa sér í dag öll ljósin í myrkrinu: Villa, Nóa, Gunnar, Alla, Gretti, Oddnýju, Jósef o.fl. „Þeir geta það. Þá get ég það.“ í dag er ég Steingrimur Nikulásson óruglaður, Guði sé lof fyrir hvern dag. í hinu risavaxna brennivíns- flóði og sölu sem ég tók allt of lengi þátt í, hrýs mér svo sannarlega hug- ur þegar ég í dag allsgáður skynja að rúmlega 200 þúsund manna þjóð drekkur og reykir fyrir 56 þúsund milljónir gamalla króna á árinu 1981. Við byggjum öldurhallir á heims- mettíma fyrir tugir milljóna, meðan bjargræðisbátarnir liggja bundnir við landfestar. Ef þetta er ekki gangan gegnum „Rauðahafið" þá veit ég ekki hvað: En hún snýst nú samt, sagði ítalinn Galíleó, á sínum tíma og hún gerir það enn. En eftir skúr kemur skin. Nú þessar 56 þús- und milljónir gamalla króna „ríkis- kassablóðkróna", spanna sama geira og stærsti útgjaldaliður ríkisfjár- laganna, heilbrigðis- og trygg- ingamál. Fróðlegt væri að heyra hvað tryggingafélög greiða eða meta þau tjón, sem rakin eru til ölvunar við akstur og á ég þar við dauðsföll og örkuml fyrst og fremst, og allan þann gífurlega kostnað sem því fylgir. Sálarsárin verða aldrei bætt, þau liggja langt út fyrir þá einstakl- inga sem í eldlínunni standa og kem ég þá að því aftur að alkóhólismi er fjölskyldusjúkdómur og mörgu móð- urhjartanu blæðir fyrir drykkjusýki barna sinna og maka. Ég sagði skin eftir skúr, já, vissulega. Lögreglustjóraembættið í Reykja- vík með dómsmálaráðherra í broddi fylkingar hefir sýnt þessum málum athyglisverðan skilning og áhuga með skipun Guðfinns Sigurðssonar í embætti fulltrúa í áfengisvarnar- málum og er það sannarlega þakkarvert. Guðfinnur hefur starf- að við þetta til reynslu þar til nú frá 25. júlí ’79 með stórkostlegum árangri enda gjörkunnugur þessum „Kæri Jón og aðrir Jón- ar, farið þið í meðferð og lærið að þekkja sjálfa ykkur til þess að lifa lífinu Iifandi.“ málum frá öllum hliðum og er ein- lægur AA-maður, og er góður dreng- ur og má vissulega vænta mikils af honum og störfum hans. Einnig Grétars Norfjörðs í afbrotavarn- armálum og fyrirbyggjandi ráðstöf- unum lögreglunnar. Okkur ber öll- um að þakka og virða að verðleikum störf sem þessi. Þetta stingur svo sannarlega í stúf við það sem mér berst í hendurnar núna er ég er að rita þessar línur sem sagt DV 18. mars 1982. Þar skrifar Jón Sveins- son: „Hefur drykkjumönnum fjölgað í Miðbænum?" Ég segi nei. Óskemmtileg auglýsing fyrir land og þjóð, ég myndi segja ömurleg áminning hvernig Bakkus gengur til verka, og málið er einmitt það sem var að renna úr penna minum. Það er ekki málið að sparka í þann sjúka heldur lækna. Hann á nefnilega ekki við, hugsunarhátturinn: „Þetta hendir mig ekki.“ „Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ Hvað landkynn- inguna snertir þá liggur hún ekki á bekkjum hvorki Lækjartorgs né Hlemms því að svo sannarlega eru það ekki þessir útigangsmenn sem hægt er að fela sig bak við og fela það sem úrskeiðis fer, sem við þurf- um að skammast okkar fyrir. Þessar geigvænlegu tölur eru alltof háar, og mætti gjarnan renna brot af þeim til lögreglustjóraembættisins. Bjarki Eiíasson, yfirlögreglu- þjónn og formaður fangahjálpar- innar Verndar, hefur í gegnum árin sýnt þessum málum velvilja og skilning og á þakkir skildar. Hins vegar hafa Bjarki og Sigurjón Sig- urðsson, lögreglustjóri, haft á orði að þeir væru alltof liðfáir til að halda uppi allsherjarreglu. Friðjón, dóms- og Dalagoði, virðist mjög virkur og ákaflega athugull í öllum mannlegum samskiptum og styður við bakið á þeim sem illa hafa lent í lífinu, og er það að mínum dómi leiðin til bætts mannlífs. Þjóðar- morð, sagði ég í upphafi greinar minnar, ef heldur sem horfir. Kæri Jón og aðrir Jónar, farið þið í meðferð og lærið að þekkja sjálfa ykkur til þess að lifa lífinu lifandi. (Íu4 gefi mér leéruleysi til «é sætta mig virt þaé, sem ég f* ekki breytt, kjark til aé hreyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. *r % Bakarí opnar í Mosfellssveit Fyrir nokkru tók til starfa fyrsta bakaríið í Mosfellssveit og nefnist það Mosfellsbakarí og er til húsa að Urðarfelli 3. Á boðstólum er mikið úrval af brauðum og kökum. Eigendur eru bræðurnir Ragnar og Rafn Hafliðasynir og eru þeir á myndinni ásamt starfsfólki sínu, Ellý Björnsdóttur, Kristjáni Skarphéðinssyni, Ásthildi Davíðsdóttur og Hrönn Samsonardóttur. Reglugerð um línu- og netasvæði felld úr gildi Sjávarútvegsráðuneytið hefur gef- ið út reglugerð, sem fellir úr gildi þau sérstöku línu- og netasvæði fyrir Suðvesturlandi, sem sett voru í byrj- un árs. Reglugerð þessi gildir aðeins þann tíma, sem þorskveiðibann um páska stendur, eða frá kl. 18.00 5. apríl til kl. 12.00 13. apríl 1982. Aðgefnu tilefni vekur ráðuneyt- ið athygli á, að áðurgreint tímabil eru allar netaveiðar, aðrar en grásleppuveiðar, bannaðar. Rektorskjör við Háskóla Islands Eftir Bergþór Skúlason Sú nýbreytni var tekin upp við síðasta rekstorskjör árið 1979 að halda prófkjör til að leita eftir frambærilegum mönnum er áhuga hefðu á embættinu. Dr. Guðmundur Magnússon var kos- inn rektor og lýkur fyrsta kjör- tímabili hans bráðlega. Þar sem Guðmundur hefur lýst yfir áhuga á að gegna embættinu áfram hefur kjörstjórn ákveðið að halda ekki prófkjör nú í vor. Forsaga málsins Samkvæmt reglugerð fyrir Háskóla íslands frá 1979 er kjörstjórn heimilt að halda prófkjör. Þar er ekkert kveðið á um það hvort henni beri að halda það né við hvaða tækifæri. Nú þegar kjörtímabili Guð- mundar er lokið og hann hefur gefið kost á sér í annað sinn, hefur sú spurning eðlilega kom- ið upp hvort ekki skuli haldið prófkjör og með því stefnt að því að gera þau að reglu við rekt- orskjör. Það yrði þá haldið við lok hvers kjörtímabils, ekki bara þegar rektor fer frá. En af hverju alltaf? Hvers vegna alltaf? Við síðustu kosningar til rekt- ors var prófkjöri beitt til að auglýsa eftir kandidötum til embættisins og tókst fram- kvæmd þess vel. En gildi próf- kjörs er langtum meira en bara leita eftir frambjóðendum til embættisins. Með því má einnig opna umfjöllun um ýmis mál- efni skólans sem lítill gaumur er gefinn í dag svo sem stefnumót- un, gerð fjárlagabeiðna, og al- mennan rekstur. Með þessu fyrirkomulagi yrði prófkjör vettvangur umræðna sem bæði nemendur og kennarar tækju þátt í. Og ef rektor hefði áhuga á að sitja lengur, opnar prófkjör honum nýja leið til að viðra hugmyndir sínar um skólann og stöðu hans. Enginn maður gæti hugsað sér betri stuðningsyfir- lýsingu en rífandi fylgi í próf- kjöri að lokinni opinskárri og gagnrýnni umfjöllun um stefnu hans og gerðir. Er stúdentum treystandi? En gegn þessu hefur heyrst sú mótbára að stúdentum sé ekki treystandi til að fjalla um þessi mál. Það gæti leitt til „blokka- myndana" meðal þeirra og kom- ið í veg fyrir eðlilega stjórnun skólans. Eg leyfi mér að telja þessa skoðun fáranlega og lít svo á að hún stafi af þröngsýni og hræðslu við framfarir og breytingar sem eru að eiga sér stað í þjóðfélaginu. Þó málflutn- ingur stúdenta út á við hafi ver- ið rétt si svona undanfarin ár hefur reynslan af þátttöku þeirra í ýmsum ráðum og nefnd- um í skólanum verið með ágæt- um. Enda er það ekkert skrítið því í raun eiga stúdentar hér einna mestra hagsmuna að gæta. Að mörgu leyti eru við-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.