Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982
25
Fyrir nokkrum mánuðum samdi
Gísli Sigurðsson ágætt og ítarlegt
viðtal við Dr. Gary Athelstan frá
Minneapolis, sérfræðing í endur-
hæfingu við Minnesota-háskólann.
Varð úr því skrifi tveggja síðna
grein, með myndum, í Lesbókinni.
Nú vantar aðstoð Gísla með allan
þann flókna orðaforða sem fylgdi
ýmsum lýsingum í sambandi við
árið í fyrra sem helgað var þeim
fötluðu — the International Year
of the Disabled.
Nú á nefnilega grein þessi að
vera um kvenmann sem jafnast á
við Gary hvað íslenzkt ætterni
snertir og hefur verið „kollega"
hans í endurhæfingar-deild
læknaskólans við Minnesota-
háskólann. Hún heitir Mildred
Olson, útskrifuð frá háskólanum í
Minneapolis sem Medical Techno-
logist og starfandi í þeirri grein og
við þá stofnun í rúmlega 30 ár.
Hún hætti störfum um síðustu
áramót — ári á undan aldurs-
takmörkunum sem sett eru við há-
skólann, 68 ára. Hún starfar
áfram samt sem sjálfboðaliði, að
taka saman plögg sem bundin eru
langa starfsferlinum.
Gary, sem flutti sex fyrirlestra
Mildred
starf í
Eftir Valdimar
Björnsson
á íslandi í september og október í
fyrra, var ættfærður í Lesbókar-
greininni — sonur Arnolds Ath-
elstan, sem er sonur Gunnlaugs
Tryggva heitins Aðalsteinssonar,
fæddur Akureyringur sem fer-
mdist af séra Matthíasi, og
Svanhvítar konu hans Jóhanns-
dóttur frá Seyðisfirði. Svanhvít er
enn vel á lífi í Minneapolis og
verður hún 91 árs núna 30. marz.
Mildred er af sænskum og ís-
lenzkum ættum. Elmer Olson, fað-
ir hennar, var kominn af sænskum
Bergþór Skúlason
horf þeirra heilbrigðari og for-
dómalausari en kennaranna,
manna sem kenna sömu greinar
ár eftir ár og eru aðeins að
vinna fyrir kaupinu sínu. Það er
skiljanlegt að slíkir menn freist-
ist oft til að staðna. í raun er
það nemendum sjálfum einna
mest í hag að kennslan sé góð og
skili þeim þekkingu sem geti
orðið þeim til halds og trausts í
lífsbaráttunni, menntun sem
skilur eitthvað eftir sig. Stúd-
entar hafa allt annað sjónar-
horn á það sem er að gerast í
skólanum, engu ómerkilegra en
kennaranna og hafa látið margt
gott af sér leiða. Þar má benda á
árangur námsnefnda, en starf
Olson — merkt
'Htóösiáp*-'
innflytjendum sem hurfu frá
kornmyllurekstri í vesturhluta
Svíþjóðar að freista gæfunnar í
Vesturheimi. Var setzt að á
bóndabæ fyrir norðan þorpið
Minneota í Minnesota, í Swede
Prairie township eða hrepp í Yell-
ow Medicine county. Móðir
Mildreds — hjónin bæði látin
fyrir nokkru — var Jónína Sigríð-
ur, dóttir Sigurbjörns Kristjáns-
sonar og konu hans, Oddnýjar Sig-
urðardóttur. Faðir Sigurbjörns
var Kristján Guðmundsson frá
Laugalandi í Eyjafirði og móðirin,
Júdit Sigurðardóttir skáldkona
frá Ljósavatni, komin af séra Stef-
áni Olafssyni í Vallanesi. Sigur-
björn og Oddný bjuggu á Þor-
brandsstöðum í Vopnafirði og
þeirra er til fyrirmyndar. Þar
hefur samvinna kennara og
nemenda á jafnréttisgrundvelli
leitt til endurskoðunar á náms-
efni öllum til góðs.
Reynslan almennt góð
Það er ljóst af reynslu undan-
farinna ára að prófkjör gegna
langtum stærra hlutverki í
starfsemi stóru pólitísku flokk-
anna en raða mönnum á lista til
kosninga. Það sést best á því að
prófkjör er að verða fastur liður
í starfsemi allra flokka. Viðvar-
anir um mögulegar klíkumynd-
anir eða upphlaup hafa reynst
rangar og ef eitthvað er, komið í
veg fyrir klíkumyndun og opnað
menn fyrir umræðu fyrir því
sem þeir eru að gera. Það hefur
sýnt sig vera mögulegt að koma
í veg fyrir baktjaldamakk við að
koma mönnum frá eða öðrum
að. Menn sem hafa sýnt sig
hæfa í starfi, eða tekist að vekja
traust fólksins, eiga greiðan að-
gang að listum og embættum
sem þeim ber. Pólitísk umræða
er tvímælalaust opnari og heið-
arlegri í dag eftir að prófkjör
komu til. Menn sem vilja gefa
kost á sér verða að standa sig í
starfi og vita hvað þeir eru að
tala um.
Það er krafa okkar sem í lýð-
ræðisþjóðfélagi búum að um-
fjöllun um mál skólans verði
opnuð og gerð að föstum lið í Hfi
skólans, jafnt kennurum sem
nemendum til gagns.
þaðan fluttu þau vestur með börn-
um sínum á áttunda tug síðustu
aldar.
Sér til dægrastyttingar gæti
Mildred Olson vel skemmt sér
bara með því að lesa hólgreinar og
þakkarávörp sem fylgdu athöfn-
um henni til heiðurs þegar hún
sagði af sér. En hún hefur nóg að
gera, að taka saman skýrslur um
aðferðir og uppfinningar sem
starf hennar hefur leitt í ljós. Þó
hún hafi unnið samfleytt i 34 ár
við háskólann, þegar allt er tekið
til greina, þá hafa 45 ár ævinnar
verið í opinberri þjónustu. Eftir að
hún lauk gagnfræðaskólanámi við
Minneota High School fékk hún
kennaraskólamenntun, kenndi sex
ár í smærri barnaskólum í heima-
sveitinni og við skólann í Bird Is-
land. Hún vann fyrir sér öll náms-
árin við háskólann, og á þeim fjór-
um árum voru störf hennar við
matreiðslu og á rannsóknar-
stofum við læknadeild háskólans.
Eftir að hún fékk gráðu sína sem
Medical Technologist byrjuðu
margvíslegar rannsóknir á alvar-
legum hjarta-aðkenningum —
myocardial infraction, meðferð á
þeim sem hafa orðið fyrir meiðsl-
um á mænunni, betri þekking á
nýrna- og hjartakvillum, og margt
fleira svipaðs efnis.
Verkahringur Mildreds í opin-
beru starfi hefur náð út fyrir há-
skólann sjálfan. Var hún, til dæm-
is, fimm og hálft ár í nefnd skip-
aðri af ríkisstjóranum — the Gov-
ernor of Minnesota — sem dæmdi
um atvinnuhæfileika fatlaðs fólks
til starfa á ríkisskrifstofum og
stofnunum.
Eins og stendur í mörgum ís-
lenzkum ættarskrám, er Mildred
ógift og barnlaus. Hún hefur átt
heima skammt frá háskólanum í
mörg ár, að 2101 East River Terr-
ace í Minneapolis. Þar varð hún
strax leiðandi meðlimur Heklu-
klúbbsins, félags íslenzkra kvenna
í Minneapolis og St. Paul, og var
um tíma forseti félagsins. Eftir-
minnilegt atvik í forsetatíð henn-
ar var ferðalag sem hún skipu-
lagði fyrir félagssystur í stórum,
leigðum áætlunarþíl, út í heima-
sveitina í og nálægt Minneota,
rúmum 160 mílum fyrir suðvest-
an. Hún gerði kort yfir „sögu-
staði" handa hverjum farþega,
þarmeð af svæðinu austarlega í
Minneota sem „útlendingar" köll-
uðu Reykjavík. Næst á ferðaáætl-
un Mildred Olsons er að komast til
þeirrar höfuðborgar, að sjá ísland
í fyrsta skipti — og að fara í reið-
túra á íslenzkum hestum, sem hún
hefur oft séð í kvikmyndum.
Sandgerði:
K-listinn tilkynn-
ir framboð sitt
K-listinn í Sandgerði, sem eru
framboðssamtök óháðra borgara og
Alþýðuflokksins, boðaði til fundar sl.
sunnudag, þar sem gengið var frá
framboðslista vegna væntanlegra
sveitarstjórnarkosninga.
Listann skipa eftirtaldir fram-
bjóðendur:
1. Jón Norðfjörð, framkvæmda-
stjóri. 2. Sigurður Friðriksson,
rafvirkjameistari. 3. Gunnar Jóns-
son, skrifstofustjóri. 4. Grétar Mar
Jónsson, skipstjóri. 5. Egill Ólafs-
son, slökkviliðsmaður. 6. Jórunn
Guðmundsdóttir, húsmóðir. 7.
Kristinn Lárusson, verkamaður. 8.
Kolbrún Leifsdóttir, húsmóðir. 9.
Brynjar Pétursson, verkstjóri. 10.
Hörður Kristinsson, verkamaður.
11. Óskar Gunnarsson, húsasmíða-
meistari. 12. Gunnar Guðbjörnsson,
húsasmíðameistari. 13. Elías Guð-
mundsson, verkamaður. 14. Sig-
ríður Árnadóttir, húsmóðir.
Framboðsfulltrúar K-listans til
sýslunefndar verða: Aðalmaður:
Bergur Sigurðsson, verkstjóri.
Varamaður: Ólafur Gunnlaugsson,
trésmiður.
Keflavík:
Framboðslisti
Alþýðuflokksins
FRAMBOÐSLISTI AIU^^^ús
í Keflavík
ingarnar í maí nk. hefur^PBPm'ð-
inn og er hann þannig skipadur:
1. Ólafur Björnsson, útgerðar-
maður, Austurgötu 11. 2.Guðfinn-
ur Sigurvinsson, skrifstofumaður,
Háaleiti 13. 3. Hannes Einarsson,
húsasm.meistari, Ásgarði 10. 4.
Hreggviður Hermannsson, læknir,
Smáratúni 19. 5. Gunnar Þór
Jónsson, kennari, Heiðarbóli 7. 6.
Guðrún Ólafsdóttir, form.
Verkakvennafélagsins, Greniteig
8. 7. Jóhanna Brynjólfsdóttir,
hjúkrunarforstjóri, Mánagötu 5. 8.
Anna Margrét Guðmundsdóttir,
skri fstofomáður, Birkiteig 27. 9.
VilhjáTjnur" Keti 1 sson, skólastjóri,
Heiðarbrútr'S.'10. Þórhallur Guð-
jónsson, húsasm.meistari, Lyng-
holti 17.11. Hrafnhildur Gunnars-
dóttir, verkakona, Háholti 5. 12.
Jóhannes Sigurðsson, eldvarnar-
eftirlitsmaður, Langholti 21. 13.
María Jónsdóttir, verkakona, Mið-
garði 1. 14. Óli Þór Hjaltason, for-
stjóri, Heiðargarði 7. 15. Gott-
skálk Ólafsson, tollgæslumaður,
Heiðarbakka 1. 16. Jón Ólafur
Jónsson, bankamaður, Græna-
garði 7. 17. Karl Steinar Guðna-
son, alþingismaður, Heiðarbrún 8.
18. Ragnar Guðleifsson, kennari,
Mánagötu 11.
Borgarnes:
Framsóknarmenn til-
kynna framboðslistann
FRAMBOÐSLISTI Framsóknar-
flokksins til sveitarstjórnarkosninga
í Borgarnesi 1982 hefur verið ákveð-
inn og skipa hann eftirtaldir:
1. Georg Hermannsson, fulltrúi.
2. Guðmundur Guðmarsson, kenn-
ari. 3. Jón Agnar Eggertsson,
form. Verkalýðsfél. Borgarness. 4.
Brynhildur Benediktsdóttir, hús-
móðir. 5. Indriði Albertsson,
mjólkurbússtjóri. 6. Halldóra
Karlsdóttir, húsmóðir. 7. Hans
Egilsson, vélstjóri. 8. Þorsteinn
Theódórsson, byggingameistari. 9.
Ingibjörg Sigurðardóttir, kennari.
10. Guðrún Helga Andrésdóttir,
húsmóðir. 11. Jóhann Waage, for-
stöðumaður. 12. Árndís F. Krist-
insdóttir, skrifstofum. 13. Rúnar
Guðjónsson, sýslumaður. 14. Guð-
mundur Ingimundarson, deildar-
stjóri.
Til sýslunefndar: Aðalm. Elís
Jónsson, rekstrarstjóri. Varam.
Gísli V. Halldórsson, verksmiðju-
stjóri.
Seltjarnarnes:
Alþýðubandalagið
býður fram sjálfstætt
í fyrsta sinn í 20 ár
FRAMBOÐSLISTI til bæjarstjórnar á
Seltjarnarnesi hefur verið ákveðinn
og skipa hann eftirtaldir. Þess má
geta að Alþýðubandalagið hefur ekki
boðið fram sjálfstætt á Seltjarnarnesi
í um 20 ára skeið:
1. Guðrún K. Þorbergsdóttir,
framkvæmdastjóri, Barðaströnd 5.
2. Þórhallur Sigurðsson, leikari,
Tjarnarbóli 6. 3. Helga Þórhalls-
dóttir, læknir, Selbraut 34. 4. Björn
Pétursson, kennari, Skólabraut 15.
5. Guðmundur Hafsteinsson, sjó-
maður, Hofgörðum 25. 6. Ása Ragn-
arsdóttir, leikari, Tjarnarbóli 12. 7.
Ragnhildur Helgadóttir, skóla-
safnvörður, Sæbraut 6. 8. Egill Sig-
urðsson, ljósmyndari, Bollagörðum
17. 9. Osk Magnúsdóttir, kennari,
Sæbóli. 10. Sæunn Eiríksdóttir,
fulltrúi, Hofgörðum 7. 11. Jensey
Stefánsdóttir, húsmóðir, Vallar-
braut 19. 12. Gísli Auðunsson,
skipaskoðunarmaður, Lindarbraut
2. 13. Njörður P. Njarðvík, dósent,
Skerjabraut 3. 14. Auður Sigurð-
ardóttir, verslunarmaður, Bergi.