Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982
+
Eiginmaöur minn, faöir okkar og afi,
HELGI TRYGGVASON,
bókbandsmeistari,
Langholtsvagi 206,
sem andaöist 20. marz sl., veröur jarösunginn fimmtudaginn 1.
apríl frá Dómkirkjunni kl. 13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeir sem vildu minnast hans, eru
beönir aö láta líknarstofnanir njóta þess.
Ingigeröur Einarsdóttir
og börn.
+
Móðir okkar, tengdamóöir, systir, amma og langamma,
RAGNHEIÐUR ÁRNADÓTTIR
fré Tröllatungu,
andaöist mánudaginn 29. mars.
Jaröarförin auglýst síöar.
Börn, tengdabörn, systir, barna-
börn og barnabarnabörn.
Faöir minn,
EINAR ÁSMUNDSSON,
andaöist aö Sólvangi 30. mars.
Ingimundur Einarsson
og aörir vandamenn
Kveöjuathöfn um
ÁSTU JÓNSDÓTTUR
frá Laugabóli
veröur haldin í Dómkirkjunni fimmtudaginn 1. apríl kl. 3. Jarösett
veröur síöar i heimagrafreit aö Laugabóli.
Þeir, sem vilja minnast hennar, eru beönir aö láta Styrktarfélag
lamaöra og fatlaöra njóta þess.
Axal Kristjánsson.
+
Utför fööur okkar, tengdaföður, afa og langafa,
KRISTJÁNS EINARSSONAR
frá Lýsuhóli,
til heimilis aó Stekkjarholti 5, Ólafsvík,
fer fram frá Ólafsvíkurkirkju föstudaginn 2. apríl kl. 2 e.h.
Jarðsett veröur að Hellnum.
Hulda Kristjánsdóttir,
Stefán Kristjánsson, Guöbjörg Ólafsdóttir,
Einar Kristjánsson, Björg Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+ Faðir okkar og tengdafaöir.
JENS STEFANSSON,
Tómasarhaga 42,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni kl. 13.30, föstudaginn 2. apríl.
Þórir Jenason, Jenný Ingimundardóttir,
Haraldur Jensaon, Hulda Guðmundsdóttir,
Ásta Jenadóttir, Erlendur Jónaaon,
Erna Jenadóttir, Sigurður Kriatjánsson,
Hólmfriður Jensdóttir, Jón Bogason.
Útför systur okkar,
GUÐNÝJAR HALLDÓRSDÓTTUR,
Suóurgötu 15, Hafnarfirói,
fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 1. apríl kl. 15.00.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast
hennar, er bent á líknarstofnanir.
Fyrir hönd systkinanna,
Rúna Halldórsdóttir.
+
Hjartans þakkir til allra sem vottuöu okkur samúö viö andlát
móöur okkar, tendamóöur, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR,
Ásmundarstöðum.
Jóhanna Siguróardóttir,
Gunnhildur Siguröardóttir, Árni Jónsson,
Sverrir Sigurósson,
Jakobína Siguróardóttir, Eiríkur Eiríksson,
Vilborg Siguróardóttir, Óskar Mar,
Björn Sigurósson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Minning:
Ólafur Tr. Einars-
son útgerðarmaður
Fæddur 24. febrúar 1904. sonar, útgerðarmanns, en hann
Dáinn 22. marz 1982. lést 22. mars sl. liðlega 78 ára að
aldri.
í dag fer fram frá Hafnarfjarð- Ólafur Tryggvi var fæddur að
arkirkju útför Ólafs Tr. Einars- Óseyri við Hafnarfjörð 24. febrúar
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför
METTU EINARSDÓTTUR,
Huldulandi 18.
Jóhannes Guómundsson
og fjölskyldur.
+
Hjartanlega þökkum viö öllum þeim sem auösýndu okkur samúö
og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu
og langömmu,
ODDNÝJAR MAGNÚSDÓTTUR,
Stigprýði, Eyrarbakka.
Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki i Ási, Hveragerði og á
Grund, Reykjavík.
Jón Þórarinsson,
Geirlaug Þórarinsdóttir,
Magnea Þórarinsdóttir,
Lilja Þórarinsdóttir,
Magnús Þórarinsson,
Einar Þórarinsson,
Guórún Guöjónsdóttir,
Eggert Guójónsson,
Guðmundur Friðriksson,
Ólafur Guólaugsson,
Sígurbjörg Guömundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför
fööur okkar, tengdafööur og afa,
SIGURDAR GfSLASONAR,
Rauöarárstíg 22.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
BJÖRNS JÓNSSONAR,
Sogavegi 148.
Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Landspítalans á lyflækn-
ingadeild 3B, eldri spítaians, fyrir góöa umönnun.
Guólaug Gísladóttir,
Grettir Björnsson,
Jón G. Björnsson,
Marínó Björnsson,
Siguróur I. Björnsson,
Árni Björnsson,
Erna Geirjónsdóttir,
Elín Hjartardóttir,
Jóhanna Sveinsdóttir,
Guörún Guömundsdóttir,
Bryndís I. Jónsdóttir,
barnabörn og aörir aóstandendur.
Lokað
Verslanir okkar, skrifstofa og saumastofa, veröa lok-
aöar í dag kl. 1—3 vegna jaröarfarar
Sigurbjörns Guöjónssonar
og
Sigurkarls Sigurbjörnssonar.
Karnabær, Austurstræti, Lauga-
vegi, Hverfisgötu, Fosshálsi og
Glæsibæ, Bonaparte, Bonansa,
Garbo, Steinar hf.
Lokað
Skrifstofa og endurskoðunarstofa félagsins veröa
lokaöar í dag, miðvikudag 31. marz, frá kl. 13.00
vegna útfarar
Sigurbjörns Guðjónssonar og
Sigurkarls Sigurbjörnssonar.
Meistarafólag húsasmiða.
Vegna útfarar
ÓLAFS TR. EINARSSONAR,
útgerðarmanna, Hafnarfirói,
verða skrifstofan og verslunín lokaöar í dag.
Einar Þorgilsson og Co. hf.,
Verslun Einars Þorgilssonar hf.
1904, eitt níu barna þeirra hjóna
Geirlaugar Sigurðardóttur og Ein-
ars Þorgilssonar, útgerðarmanns
og alþingismanns, en af börnum
þeirra lifa enn fjórar dætur. Ólaf-
ur var aðeins 6 ára gamall þegar
foreldrar hans fluttust inn í Hafn-
arfjörð, en faðir hans hafði þá
flutt starfsemi sína þangað og
byggt þar myndarlegt verzlunar-
hús og keypt íbúðarhús Þorsteins
Egilssonar, sem hafði þá verið
reist fyrir nokkrum árum.
Á fjölmennu athafnaheimili
foreldra sinna ólst Ólafur upp og
hóf nám við Flensborgarskóla, þar
sem hann lauk gagnfræðaprófi. í
framhaldi af því stundaði hann
nám við Verzlunarskóla íslands og
lauk prófi þaðan 1922. Að því
loknu var hann um skeið við verzl-
unarnám í Kaupmannahöfn,
ásamt og með bróður sínum, Þorg-
ils Guðmundi.
Einar Þorgilsson, var á sínum
tíma einn af brautryðjendum í ís-
lenzku atvinnulífi. Hann hóf út-
gerð árið 1886 og varð síðan um-
svifamikill á því sviði. Rak hann
fyrst útgerð árabáta og síðan
þilskipaútgerð, lengst af með
Bergi Jónssyni, skipstjóra, sem
var meðeigandi hans að Kútter
Surprise. Arið 1924 urðu þáttaskil
í útgerð Einars. Synir hans, þeir
Þorgils Guðmundur og Ólafur
Tryggvi, voru komnir til sam-
starfs við hann og þeir feðgar réð-
ust í kaup á togara frá Englandi,
sem nefndur var Surprise eftir
þeim happasæla kútter, sem Einar
hafði átt.
Samhliða útgerð sinni hafði
Einar Þorgilsson rekið fiskvinnslu
og verzlun og var öll starfsemi
hans í örum vexti og með miklum
blóma og kom því fljótt að því, að
skipastóllinn var aukinn. Árið
1930 réðust þeir feðgar í kaup á
togaranum Garðari, sem þá var
stærsti togari, sem íslendingar
höfðu eignast.
Starfsemi þeirra feðga var nú
orðin svo umfangsmikil, að þeir
fengu til liðs við sig tvo tengda-
syni Einars, þá Árna M. Mathie-
sen, sem varð verzlunarstjóri
fyrirtækisins, og Sigurð Magnús-
son, sem varð bókhaldari.
Eftir lát Einars Þorgilssonar
1934 tók Ólafur Tr. Einarsson við
forustuhlutverki í hópnum og nú
síðustu árin orðinn einn og sá sem
brúaði bilið á milli kynslóðanna,
skilar nú þessu elsta útgerðarfyr-
irtæki í landinu jafn traustu og
öruggu og þegar hann kom þar til
starfa fyrir tæpum 60 árum.
Samhliða framkvæmdastjóra-
hlutverki sínu allan þennan tíma
tók Ólafur mikinn þátt í samtök-
um útvegsmanna og fiskframleið-
enda. Framleiðsla fyrirtækisins
var ævinlega með þeim hætti, að
hún var eftirsótt, enda vöruvönd-
un númer eitt. Naut fyrirtækið
starfa fjölda fólks til sjós og lands
og afburða verkstjórnar þeirra
Hannesar Jóhannessonar, Elíasar
Halldórssonar, en lengst af í
þeirra tíð Þorbjörns Eyjólfssonar.
Þrátt fyrir hlédrægni ólafs
hlóðust trúnaðarstörf á hann hjá
félögum hans og átti hann um
margra ára skeið sæti í stjórn
Landssambands ísl. útvegsmanna,
Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda,
svo og samtaka fiskframleiðenda.
Þrátt fyrir tímafrek störf á
þessu sviði lét Ólafur ekki fyrir-
tæki sitt líða fyrir það og starfs-
dagurinn var því oft æði langur.
Það var ekki verið að hugsa um
sumarfrí, það var heldur ekki tek-
in hvíld yfir helgar. Það mundi á
nútímamáli vera sagt, að hann
hafi eiginlega alla ævi verið á
bakvakt, án þess þó að fá nokkuð
fyrir það greitt, það taldi hann svo
sjálfsagt.
Það er alkunna, hversu öll út-
gerð er háð tíðum sveiflum. Það
segir því sína sögu betur en mörg
orð, að öll þessi umbrotaár stjórn-
aði Ólafur útgerðarfyrirtækjum
sínum á svo farsælan hátt, að þau
hafa ávallt notið óskoraðs trausts
allra þeirra, sem við þau hafa