Morgunblaðið - 31.03.1982, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982
29
skipt, jafnt starfsfólks sem við-
skiptamanna.
Það var ekki bara á vettvangi
útgerðar og fiskvinnslu, sem sózt
var eftir starfskröftum Ólafs. I
byggðarlagi sínu naut hann mikils
trausts manna og menn sóttust
eftir að hafa hann með í ráðum og
fela honum forustustörf. Þar átti
hann sæti í stjórnum ýmissa
fyrirtækja, en lengst og mest
starfaði hann á vegum Hafnar-
fjarðarkirkju, í safnaðarstjórn og
sem safnaðarfulltrúi, og í stjórn
Sparisjóðs Hafnarfjarðar átti
hann sæti um 30 ára skeið.
Stjórnmálin lét Ólafur sig
miklu skipta. Hann fyllti sæti á
framboðslista sjálfstæðismanna,
ef það þótti henta, en óskaði ekki
eftir forustu. I stjórn fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði
sat hann um áratuga skeið. Hygg
ég, að þeir séu ekki margir, sem
um jafnlangan tíma hafa innt af
hendi störf fyrir sjálfstæðismenn
í Hafnarfirði, oft þau störf sem
ekki voru eftirsóttust.
Ólafur Tr. Einarsson var hlé-
drægur maður. Hann var afar
hreinskiptinn, fáorður og gagn-
orður, hógvær og óáleitinn við
aðra. En þeim mun hjálpsamari
þeim, sem einhvers þurftu með og
til hans leituðu. Hann mun áreið-
anlega minnisstæður öllum þeim,
sem áttu við hann samskipti og
orðheldnari maður en ólafur Tr.
Einarsson var er vandfundinn.
Ólafur Tr. Einarsson var
ókvæntur og barnlaus. En í kring-
um hann var systkinahópurinn og
systkinabörnin og um þau hugsaði
hann eins og þau væru hans eigin
börn.
Mér er sagt, að þau fáu ár, sem
við móðurafi minn, Einar Þorg-
ilsson, áttum saman, hafi ég mjög
sótt til hans. Þegar afi minn, Ein-
ar, var látinn, tóku synir hans við
hlutverki hans, en þeir áttu heim-
ili með móður sinni, Geirlaugu
Sigurðardóttur og fjölskyldum
sínum, á meðan hún lifði. Það
samband, sem þá þegar skapaðist
milli mín og móðurbræðra minna,
styrktist eftir því sem árin liðu og
breyttist úr umhyggju fyrir litlum
snáða í samstarf um velferð þess
veganestis, sem þeim hafði verið
trúað fyrir af foreldrum sínum.
Þegar nú frændi minn, Ólafur
Tr. Einarsson, er genginn, eru
honum færðar þakkir fjölskyld-
unnar, allra barnanna, og við biðj-
um honum Guðs blessunar á landi
lifenda, og ég veit að hann þakkar
samferðamönnum sínum öllum.
Matthías Á. Mathiesen
I dag verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju Ólafur
Tryggvi Einarsson, framkvæmda-
stjóri og útgerðarmaður. Hann
andaðist föstudaginn 22. marz,
eftir nokkuð langt stríð við erfið-
an sjúkdóm, 78 ára að aldri.
Með Ólafi er genginn einn af at-
hafnamestu útgerðarmönnum
þessa lands. Þessi hógværi og hlé-
drægi maður hefur staðið í fylk-
ingarbrjósti fyrir elzta útgerðar-
fyrirtæki á Islandi nær 60 ára
tímabil.
Ólafur var fæddur í Hafnarfirði
24. febrúar 1904, sonur hjónanna
Geirlaugar Sigurðardóttur og Ein-
ars Þorgilssonar, útgerðarmanns
og síðar alþingismanns. Foreldrar
Ólafs lögðu grundvöll að miklum
atvinnurekstri, bæði til sjós og
lands fyrir hart nær 100 árum,
bæði með útgerð, fiskvinnslu og
verzlun, og varð þetta fyrirtæki
eitt af umsvifamestu útgerðarfyr-
irtækjum á landinu, og hefur
starfað óslitið síðan.
Árið 1924 keyptu þeir togarann
Surprise GK-4 og árið 1930 létu
þeir smíða togarann Garðar GK-
25, sem var stærsti togari, sem ís-
lendingar höfðu látið smíða. Þeir
tóku þátt í nýsköpun togaranna
1947 og fengu þeir annan Surprise.
Það má því segja, að fyrirtæki
þetta átti stóran þátt í að byggja
upp atvinnulíf Hafnarfjarðar og
hefur ævinlega rekið starfsemi
sína með miklum myndarbrag. Nú
á fyrirtækið 2 stóra fiskibáta, Fífil
GK og Faxa GK.
Ólafur stundaði nám við
Flensborgarskólann í Hafnarfirði
og síðan Verzlunarskóla íslands.
Brautskráðist þaðan árið 1922.
Var um skeið við verzlunarnám í
Kaupmannahöfn. Eftir það starf-
aði hann við fyrirtæki föður síns
og tók við forstöðu þess ásamt
bróður sínum, Þorgils Guðmundi,
við lát föður þeirra 1934.
I íslenzkum sjávarútvegi hafa
gengið yfir ár velgengni og erfið-
leika, og þá reyndi mikið á Olaf oft
á tíðum að stýra framhjá boðaföll-
um, en það sýnir mannkosti Ólafs,
að allir sem viðskipti áttu við
hann, hvort heldur var starfsfólk
eða viðskiptamenn, treystu orðum
hans jafn vel og um skriflegan
samning væri að ræða.
Ég kynntist Ólafi eftir að ég tók
að mér að vera oddviti útvegs-
manna 1944. Hann var mikils met-
inn í samtökum, var í stjórn
Landssambands ísl. útvegsmanna,
Fél. ísl. botnvörpuskipaeigenda og
innkaupadeildar LÍU. Þar nutu
hæfileikar hans sín mjög vel.
Hann var ekki margmáll, en ein-
arður og fastur fyrir og lagði
ávallt gott til allra mála.
Ólafur var einnig í stjórnum
annarra útgerðarsamtaka og þar
naut sín vel sú staðgóða þekking,
sem hann hafði aflað sér og upp-
lifað á löngum starfsferli.
Það er trú mín, að Ólafs verði
minnst með virðingu og vinarhug
og hans sárt saknað og mest af
þeim, sem þekktu hann best.
Sverrir Júlíusson
Fundum okkar Ólafs Tryggva
Einarssonar bar saman fyrir rétt-
um 37 árum. Ég leit strax svo til,
að þar færi mikilhæfur og traust-
ur drengskaparmaður. Mér var
kunnugt um, að hann nyti óskor-
aðs trúnaðar þeirra aðila, er hann
hafði forsjá með eða vann fyrir.
Fyrirtæki þau, er hann átti hlut
að, uxu í áliti, þá er nafns hans var
getið.
Síðari kynni færðu mér sanninn
um, að ekkert hafði verið ofsagt
um mannkosti Ólafs Tryggva og í
engu var hann minni en bestu um-
sagnir tjáðu.
Við unnum saman í sóknar-
nefnd Hafnarfjarðar um fjölda
mörg ár. Þar kynntist ég honum
gjörla og vinnubrögðum hans.
Hlédrægur en ráðhollur lagði
hann einatt gott til málanna og
var mannasættir. Hann var mikill
kirkjunnar maður. Átti sæti í
sóknarnefnd mjög lengi og var
safnaðarfulltrúi meðan hann gaf
kost þess. Þeir, sem kirkju sóttu í
Hafnarfirði á undanförnum ára-
tugum, nutu þess að vera boðnir
velkomnir í hús drottins til helgra
stunda af þessum prúða, látlausa
og hógværa manni. Þá heilsa
bannaði honum þangaðkomu, varð
sjónarsviptir. Eitthvað það á
braut horfið, er minnti á festu,
varanleika og föðurkennd.
Nú er Ólafur Tryggvi kvaddur
síðustu kveðju. Fyrir hönd Hafn-
arfjarðarkirkju færi ég þessum
látna öðlingi innilega þökk fyrir
hans miklu, góðu og athyglisverðu
þjónustu, er hann lét kirkju sinni í
té og safnaðarlífi. Minning hans
mun lengi vara í þakklátum huga
þeirra, er kynntust honum eða
nutu fyrirgreiðslu hans og vel-
vilja.
Hér er í sannleika góður maður
genginn. Því er skarð fyrir skildi.
Áutt sæti og ekki auðfyllt. Starfs-
ins maður, stilltur vel á brott vik-
inn. Hélt sinni reisn uns yfir lauk.
Við þökkum tilveru hans og
samfylgdina og árnum honum
velfarnaðar á vegum bjartrar
framtíðar.
Eiríkur Pálsson
Ég kynntist Ólafi Tr. Einars-
syni strax á fyrstu árum mínum í
Hafnarfirði. Var það bæði á vett-
vangi hinna daglegu starfa í at-
vinnulífinu og í félagsstörfum í
Sjálfstæðisflokknum. Það var gott
að eiga skipti við Ólaf. Hann var
alltaf hreinn og beinn, sagði hvort
honum líkaði betur eða verr en var
ekki með óþarft málæði eða hálf-
velgju. Orð hans stóðu og honum
var hægt að treysta.
Ólafur var mikill reglumaður í
lífi og starfi. Hann hafði ákveðnar
skoðanir og kynnti sér málin til
hlítar og voru ákvarðanir hans
byggðar á rökum og festu, þó
gætti ávallt velvilja, þegar taka
þurfti tillit til annarra.
Meðan ég starfaði hjá Sjálf-
stæðisflokknum í Hafnarfirði var
Ólafur í stjórn Fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna. Alltaf var
gott til hans að leita og þægileg
tilfinning að eiga hann að bak-
hjarli. Hann var alltaf boðinn og
búinn til starfa, var viðræðugóður
og tillögur hans reyndust farsælar
í sambandi við lausn mála.
Ólafur leitaði ekki eftir því að
komast til áhrifa en ég held að það
hafi verið sama hvar hann kom til
starfa að til hans var leitað um að
taka að sér ýmis trúnaðarstörf, þá
var öruggt að þau voru unnin og
vel af hendi leyst.
Ólafur var raungóður maður og
stór í sniðum. Hjálparhönd var
honum ljúft að rétta en slíku vildi
hann ekki flíka. Hann vildi ekki
láta sinn hlut eftir liggja og vinum
sínum var hann ákaflega tryggur.
Góður drengur er genginn með
Ólafi Tr. Einarssyni, þar horfir
byggðarlagið og samfélagið í heild
á eftir einum sínum besta syni.
Honum ber að þakka og blessun-
arbænir fylgja honum á nýjum
vegum. Aðstandendum flytjum við
samúðarkveðjur.
Páll V. Ilaníelsson
Nú að leiðarlokum, þegar við
kveðjum Óla frænda, eins og við
frændsystkinin kölluðum hann,
koma margar endurminningar
upp í hugum okkar.
Þessi hægi og trausti frændi og
vinur hafði meiri áhrif á okkur en
maður gerir sér grein fyrir í fljótu
bragði. Allt frá því að við förum
að muna eftir okkur þá skipar
„Ommuhús” fastan og sterkan
sess í lífi okkar.
í „Ömmuhúsi" að Strandgötu 25
átti amma Geirlaug heima á efri
árum sinum og bjó hún þar ásamt
tveimur sonum sínum og einni
dóttur, þeim Dagbjörtu, sem var
elzt þeirra systkina, Þorgils Guð-
mundi, giftur Viktoríu Sigur-
jónsdóttur, og Ólafi Tryggva.
I „Ömmuhús" komum við
frændsystkinin til að heimsækja
ömmu Geirlaugu, þiggja góðgerðir
í búrinu hjá Birtu frænku og ræða
síðan við og leita ráða hjá frænd-
um okkar Óla og Guðmundi.
Snemma byrjaði ég að leita ráða
og ræða málin við Öla frænda. Að
ég sem barn hallaði mér að honum
var sjálfsagt vegna þess að ég
fann traustan vin og leiðbeinanda
til að koma í stað föður míns sem
lézt er ég var 10 ára gamall, að
minnsta kosti upp frá því var það
þessi frændi minn sem fyllti í þá
mynd sem mig vantaði.
ÓIi frændi var alla tíð ókvæntur
og barnlaus, en sérstaklega var
hann barngóður heimilismaður og
þess nutu systkinabörn og systk-
inabarnabörn hans í ríkum mæli.
Þegar við vorum yngri kom
hann til okkar í barnaafmælin og
þá var kíkt út um næsta glugga til
að vita hvort hann væri ekki á 48
eins og við kölluðum bílinn hans
og það brást ekki, Óli fór með
okkur í bíltúr, en þá var heilt
ævintýri að keyra suður að
Straumi eða upp að Vatnsenda.
Það má segja að hann hafi opnað
fyrir okkur heiminn sem þá virtist
svo stór.
Það var oftast fjölmennt í
„Ömmuhúsi", því þannig vildi
amma Geirlaug hafa það. Það var
sama hvort okkur bar að rétt fyrir
hádegi, kaffitíma eða kvöldmat,
allir urðu að þiggja góðgerðir, svo
að oft var mannmargt við borð-
stofuborðið í „Ömmuhúsi". Bræð-
urnir, eins og þeir Óli og Guð-
mundur voru stundum kallaðir,
stjórnuðu þessu með ömmu ásamt
Birtu og svona átti þetta að vera.
Við hugsum öll með hlýju til baka
til þessara daga.
Þegar maður óx úr grasi og fór
til skólagöngu og síðan út í lífið
sjálft þá leitaði ég oft til Ólafs
frænda míns. Þegar ég valdi að
fara í Verzlunarskólann þótti hon-
um vænt um það, því það var skól-
inn sem þeir bræðurnir höfðu
gengið í og héldu æ síðan mikilli
tryggð við.
Þegar skólanámi lauk og unga
fólkið, systkinabörnin, uxu upp
urðu samskipti á jafnari grund-
velli eíns og hjá fullorðnu fólki,
því þótt Óli frændi væri formfast-
ur og hefði sínar ákveðnu lífsskoð-
anir, þá hlustaði hann ætíð vel og
var mjög sanngjarn í sínum niður-
stöðum. Hann dæmdi ekki fyrir-
fram og var tilbúinn til að veita
liðsinni og gefa tækifæri ef við-
komandi gat rökstutt sitt mál og
ekki sízt ef viðkomandi hafði trú á
sínum málstað. Það var Óla ætíð
mikilsvert. Þetta allt sannast þeg-
ar horft er til þess fjölda fyrir-
tækja sem Ólafur gerðist stofnað-
ili að, þó ekki ætlaði hann sér
stóran hlut frá borði, en var meira
að hugsa um að ljá lið sitt ef það
mætti verða til framgangs góðum
og áhugaverðum málum.
Ég ætla ekki með þessum fáu
línum að rekja atvinnusögu Ólafs.
Það munu aðrir gera, en eins vil ég
minnast þó sérstaklega. Það var á
vordegi árið 1960 að ég kom til
fundar við Ólaf og tjáði honum að
ég hefði hug á því að stofna hluta-
félag ásamt tengdaföður mínum
Sveinbirni Árnasyni, og var ætl-
unin að fást við innflutningsverzl-
un. Ég reifaði málið fyrir Ólafi,
lýsti undirbúningi, spurði hvernig
honum litist á og hvort hann
mundi fús til að styðja þetta með
því að gerast hluthafi.
Ólafur spurði ýmissa spurninga
og ræddi þetta mál við mig um
góða stund og sagði síöan i sínum
fáu orðum: „Mér finnst rétt að
ungir menn velji sér verkefni og
takist á við þau. Þú skalt reikna
með mér sem hluthafa." Hann
hafði aldrei mörg orð um hlutina
en hann meinti og stóð við það
sem hann sagði. E. Th. Mathiesen
hf. var síðan stofnað 30. júní 1960
og Ólafur Tryggvi var einn af
stofnendum þess. Hann sat í
stjórn fyrirtækisins frá stofnun
ásamt Sveinbirni Árnasyni og
undirrituðum og var Ólafur
Tryggvi formaður stjórnar frá
upphafi allt til síns dauðadags.
Áldrei bar skugga á þetta sam-
starf okkar þriggja enda hefði
undirritaður ekki getað setið í
stjórn með meiri heiðursmönnum
en þeim Ólafi Tryggva og Svein-
birni. Og ég veit að þeir nutu sam-
starfsins í ríkum mæli og mátu
hvorn annan mikils. Ég færi Ólafi
sérstakar þakkir okkar Svein-
bjarnar fyrir einstakt samstarf.
Það var mikils virði fyrir mig
sem ungan mann að byrja at-
vinnurekstur með því að hafa
slíka félaga sem Ólafur og
Sveinbjörn hafa verið. Þeir Ólafur
og Sveinbjörn bundust með þessu
samstarfi órjúfandi vináttubönd-
um sem ég veit að hvorugur hefði
viljað fara á mis við.
Ekki get ég minnst á Óla
frænda án þess að inn í þá mynd
komi bæði heimili mitt og fjöl-
skylda.
Óli hafði ætíð verið tryggur vin-
ur og gestur foreldra minna á
heimili þeirra að Suðurgötu 23 og
sú tryggð'hélzt áfram eftir að við
Erna hófum búskap þar og enn
var Óli frændi hjá okkur að
Smárahvammi 18, ásamt börnum
okkar og skyldmennum síðasta
gamlárskvöld, til að kveðja árið
sem var að líða og fagna komandi
ári.
Við Erna gerðum okkur ljóst að
þetta myndu verða síðustu ára-
mótin sem við ættum saman með
honum, því engum gat dulist að
hverju dró. Hann vissi að hverju
stefndi hröðum skrefum og hann
tók því með sínu yfirvegaða æðru-
leysi og karlmennsku. Allt skyldi
vera eins og það hafði verið þar til
hans dagar væru á enda.
Það er dýrmætt hverri fjöl-
skyldu og hverju samfélagi að éiga
slíka menn sem Ólafur Tryggvi
var. Hann hafði unnið sitt dags-
verk af trúmennsku. Við kveðjum
hann nú með þökk fyrir allt það
sem hann gaf lífi okkar. Allt sem
hann gaf af sjálfum sér án þess að
ætlast til endurgjalds. Hann mun
uppskera eins og hann sáði. Ég vil
að leiðarlokum þakka Óla frænda
sérstaklega frá okkur Ernu og
börnunum fyrir vináttuna og sam-
verustundirnar.
Blessuð sé minning hans.
Einar Þ. Mathiesen
5VAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Hvernig stendur á því, að margir svokalladir kristnir menn eru
enn fullir af hleypidómum gagnvart öllum gyðingum? Mér skilst,
að kristin trú eigi rætur í gyðingdómi og að fyrstu áhangendur
kristinnar trúar hafi verið gyðingar. Hvers vegna hafa þá svo
margir mótmælendur andúð á gyðingum?
Eg er feginn, að þér skrifið „svokallaðir kristnir
menn“, því að eg trúi því ekki, að sannkristinn maður
eigi að hafa andúð á neinum manni. Að vísu eru til
kristnir menn, sem hýsa hleypidóma gagnvart til-
teknum ættbálkum. Mönnum er eðlilegt að vera hlið-
hollir þeim sem talar, lítur út og hagar sér eins og
þeir sjálfir. En það var eitt einkennið á kristnum
mönnum í frumkirkjunni, hve kærleiksríkir þeir voru,
ekki aðeins í garð „bræðra", heldur allra. Á hvíta-
sunnu voru menn frá öllum menningarheimi þess
tíma saman komnir í Jerúsalem. Heilagur andi féll
yfir þá alla jafnt.
Hvað má valda því, að sumir hafa horn í síðu gyð-
inga? Ef til vill er ein ástæðan öfund, enda vitum við,
að gyðingar eru bráðgáfaðir og skara yfirleitt alls
staðar fram úr, sem þeir láta til sín taka.
Önnur ástæða getur verið sá misskilningur, að það
hafi verið gyðingar, sem krossfestu Krist. Það er ekki
rétt. I raun og veru voru það Rómverjar, sem tóku
hann af lífi. En á vissan hátt komum við þar öll við
sögu. Biblían segir: „Vér fórum allir villir vega sem
sauðir, en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður
á honum.“
Fólk margra kynflokka átti hlut að máli, þegar
Kristur var krossfestur. Það gildir einu, hvers konar
ranghugmyndir menn gera sér um gyðinga, þær verða
ekki réttlættar með Biblíunni.
Biblían segir: „Ekki er greinarmunur.“