Morgunblaðið - 31.03.1982, Side 32
Sími á ritstjórn og skrifstofu:
10-100
Síminn á afgreiðslunni er
83033
2tt*t£xwblaí>ib
MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982
Neyðarfæði í björg-
unarbáta „lúxusvara“
MATUR í björgunarbáta fiskiskipa
er nokkurs konar lúxusvara, ef
dæma má eftir tollmeðferð á slíkri
vöru. Fyrst er lagt á 3% jöfnunar-
gjald, síðan kemur 24% vörugjald og
loks 32% tímabundið innflutnings-
gjald. Samanlagt gerir þetta 68%.
Þessar upplýsingar koma fram í nvj-
asta fréttabréfi Verzlunarráðs Is-
lands.
Þetta vekur ekki aðeins furðu, að
neyðarbúnaður eins og matur í
björgunarbáta skuli vera svo hátt
tollaður, heldur er einnig skringi-
legt til þess að vita hvað olli því.
Upprunalega voru greidd miklu
lægri gjöld af mat til björgunar-
báta, vegna þess að það þótti
sanngjarnt. Uppistaðan í matnum
var kjöt. Rannsóknir leiddu síðan í
Ijós, að heppilegra var að nota
sojamjöl, sem m.a. er næringarrík-
ara, og úr því voru bakaðar kökur.
Þar með skipti engum togum.
Björgunarmaturinn var flokkaður
undir kex í totlskránni og þá hlóð-
ust gjöldin á. Einnig 32% vernd-
artollur fyrir islenzkan kexiðnað.
En þörfin fyrir hollan og nær-
ingarríkan mat, ef sjómenn lenda í
háska, hefur ekki breyzt. Um leið
og útgerðin vill reyna að tryggja
öryggi sjómanna, er henni refsað
með hærri gjöldum, segir enn-
fremur í fréttabréfi Verzlunarráðs
Islands.
Vorhugur1
trillukörlum
á Eskifirði
Ljósm.
Vorhugur er kominn í smábátaeigendur á Eskifirði, enda hagur þeirra að
vænkast. Verið er að útbúa smábátalægi innst i firðinum, en aðstöðu-
leysi hefur háð útgerð þeirra. Flestir hafa kosið að geyma báta sína á
þurru landi yfir vetrarmánuðina og því orðið að láta sér nægja að dytta
að bátunum, þegar veður hefur gefíð.
Siglufjörður:
Hundrað manns sagt
upp kauptryggingu
hjá Þormóði ramma
UM KITTHUNDRAÐ manns hefur
nú verið sagt upp kauptryggingu í þrjá
daga hjá frystihúsi Þormóðs ramma í
Siglufírði. Vinna mun því liggja niðri
að mestu hjá fyrirtækinu þar til á
föstudag er fískur berst á land að
nýju.
Að sögn Sæmundar Árelíussonar,
framkvæmdastjóra Þormóðs
ramma, stafar þessi uppsögn af því,
að ekki hefur borizt nægur fiskur á
land. Annar togari fyrirtækisins,
Stálvík, hefur verið á karfaveiðum
fyrir sunnan land vegna þorskveiði-
banns og mun sigla með aflann til
Cuxhaven. Sagði Sæmundur að erf-
itt og óhagkvæmt væri að vinna
karfann í frystihúsinu, þar sem
ekki væru til vélar til að handflaka
hann. Þá fengist lítið verð fyrir
hann og væri olíukostnaður í meðal
veiðiferð um 180 þúsundir króna en
fyrir 100 lestir af karfa fengjust að-
eins tæpar 300 þúsundir og ætti þá
eftir að greiða launakostnað áhafn-
ar og ýmislegt annað. Því hefði ver-
„Engin fjárveiting
til aö hafa sendi-
herra í Nigeríu“
ÞAÐ ERU ekki til fjárveitingar til að
hafa sérstakan sendiherra í Nígeríu,
sagði Olafur Jóhannesson, utanríkis-
ráðherra, er Mbl. spurði hann álits á
ályktun Samlags skreiðarframleið-
enda, þar sem skorað er á ríkisstjórn-
ina að koma á nánara stjórnmálasam-
bandi við Nígeríu með því að skipa
sérstakan sendiherra Islands fyrir
Afríkuriki með aðsetri í Nigeriu.
Ólafur sagði að sendiherra þess-
ara ríkja sæti áfram í London.
Hann sagði einnig, að skreiðar-
markaðurinn væri nú fremur
ótraustur í Nígeríu, en úrslitum í
málinu réði að fjármagn til þessa
væri ekki fyrir hendi.
ið gripið til þess ráðs að sigla með
aflann þangað, sem betra verð feng-
ist fyrir hann. Sæmundur sagði
ennfremur að nú væri hinn togar-
inn, Sigluvík, á þorskveiðum, en
gengi treglega og hefði svo verið að
undanförnu. Á föstudag fengist svo
fiskur af afla Siglfirðings, sem er í
eigu ísafoldar, og hæfist þá vinna
að nýju.
Arnarflug
flýgur fyrir
Air France
BOEING 720-þota Arnarflugs
hefur undanfarna daga verið í
leiguflugi fyrir franska ríkis-
flugfélagið Air France. Flogið
hefur verið áætlunarflug til ým-
issa staða í Evrópu eins og
Frankfurt, Genf og Manchester
út frá París.
— Þetta flug kom til vegna
verkfalls flugvélstjóra hjá Air
France, sem vildu með verk-
falli sínu mótmæla fyrirætl-
unum um að taka Boeing
737-þotur inn í áætlun Air
France, en þær vélar eru
mannaðar tveimur flugmönn-
um, en engum flugvélstjóra,
sagði Halldór Sigurðsson,
sölu- og markaðsstjóri hjá
Arnarflugi, í samtali við Mbl.
— Air France greip því til
þess ráðs, að leigja vélar frá
einum 15 evrópskum flugfé-
lögum, þar á meðal Arnar-
flugi og Lufthansa, svo ein-
hver séu nefnd. Þá má geta
þess, að þetta er í fyrsta sinn,
sem Arnarflug flýgur fyrir
Air France, sagði Halldór
ennfremur.
Leiguþota í innanlandsflugi
Ljðfnnynd Mbl. RAX.
Þcssa Boeing 727 þotu eru Flugleiðir með á leigu
vegna verkefnis fyrir Kabo Air í Nígeríu. Því verkefni
er nú lokið og því er þotan notuð í innanlandsfíugi og
mun meðal annars flytja farþega á milli Reykjavíkur
og Akureyrar um páskana. Hefur þessi þota komið
sér vel í innanlandsfluginu nú vegna óhappsins á
dögunum, að sögn forráðamanna Flugleiða. Eftir
páska mun þotan síðan fara aftur til Nígeriu til að
leysa af hólmi þotu Flugleiða, sem þar er nú staðsett.
Mun sú þota koma hingað heim til skoðunar. Að því
loknu verður leiguþotunni skilað aftur.
Heimamenn í Deildartungu:
Skemmdarverk unnin
á Deildartunguhver
llvanneyri 30. marz.
HEIMAMENN í Deildar-
tungu telja að nú hafí verið
unnin skemmdarverk á
Deildartunguhver. Hefur
skuröur verið grafínn í
gegnum hveraugu, sem
Náttúruverndarráð hafði
friðlýst.
Hefur þessi skurður verið
grafinn af verktakafyrirtæki,
sem sér um framkvæmdir
vegna Hitaveitu Akraness og
Borgarfjarðar, til þess að sam-
eina vatn úr hvernum. Ekki var
borað í hverinn heldur rennur
úr áðurnefndum hveraaugum
100 gráðu heitt vatn og átti að
safna því saman án þess að aug-
un yrðu skemmd. Ekki hafa
heimamenn orðið varir við
menn frá Náttúruverndarráði á
staðnum. Hverinn var tekinn
eignarnámi af eigendum hans í
Deildartungu og mun nú hafa
verið afhentur Hitaveitu Akra-
ness og Borgarfjarðar og hafa
heimamenn því ekki beinna
hagsmuna að gæta í þessu máli.
Mun það því fremur núverandi
eigenda hans og Náttúruvernd-
arráðs að sjá til þess að ekki
verði unnar skemmdir á hvern-
um.
Ófeigur
Utanríkisráðherra
í opinbera heim-
sókn til Kína
ÓLAFUR Jóhanncsson, utanríkisráð-
herra og frú, Hörrtur Helgason, ráöu-
neytisstjóri í utanríkisráóuneytinu og
hans frú, fara í opinbera heimsnkn til
Kína þann 21. apríl nk.
Ferðin er farin í boði kínverska
utanríkisráðherrans og ríkisstjórnar
Kína, en utanríkisráðherra og föru-
neyti verða alls 16 daga í ferðinni.
Að sögn utanríkisráðherra hafa ís-
lendingar og Kínverjar verið í
stjórnmálasambandi í um 10 ár.