Morgunblaðið - 16.04.1982, Page 18

Morgunblaðið - 16.04.1982, Page 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982 Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Af bókum og höfundum Ævisaga Josephine Baker eftir Lynn Haney Nýlega kom út í Bandaríkjunum ævisaga söngkonunnar Josephine Baker og nefnist hún á frummálinu „Naked at the Feast". Söngkonan var mestan hluta ævinnar starfandi í Frakklandi en feröaöist víöa um heiminn til aö skemmta fram til hins síöasta. Hún lést áriö 1975, 68 ára aö aldri. Josephine Baker var fædd í St. Louis i fylkinu Missouri í Banda- ríkjunum og aöeins atta ára gömul fór hún að vinna fyrir sér sem þjónustustúlka. Hún haföi mikið yndi af dansi og söng og þrettán ára gömul réöi hún sig í farand- söng- og dansflokk. Þar kom í Ijós aö hún haföi góöa söngrödd og ekki siöur þaö, að henni tókst aö halda áheyrendum gagnteknum með sviðsframkomu sinni. Þegar Baker var 16 ára gömul tókst henni að brjóta sér leið inn á Broadway, sem ekki var lítið áhlaupaverk fyrir þeldökka stúlku á þeim tíma. Hennar biöu þó ekki sömu möguleikar í Bandaríkjunum, og margra annarra samtíöar- manna hennar, vegna hörundslit- arins. Hún söölaöi því um, og hélt til Parísar nítján ára gömul og þar sló hún rækilega í gegn, ef svo má að oröi komast. Það var engin listakona dáöari þar á þriöja ára- tugnum og um hana sagöi annar bandarískur listamaður búsettur í París á þessum árum, Ernest Hem- ingway, „hún er sú stórkostlegasta kona, sem nokkur maöur hefur augum litið eöa mun líta“. Á miöjum aldri sneri Josephine Baker sér aö öörum viðfangsefn- um, hún tók þátt í frönsku and- spyrnuhreyfingunni og lét til sín taka misrétti kynþáttanna í Banda- rikjunum. Hún tók tólf kjörbörn af mis- munandi kynþáttum og ól þau upp á setri í Frakklandi, sem kallað er „Dordogne". Með því hugöist hún sýna fram á, aö ólíkir kynþættir, meö sitt hvorn húðlitinn og sitt hvora trú og menningu gætu búið saman í sátt og samlyndi. Hún þurfti aö fara aö skemmta aftur til að sjá hópnum farborða og ferðaðist til borga Bandaríkjanna og til ísrael til aö afla tekna. Jose- phine Baker lést áriö 1975 eins og áöur segir, þremur dögum eftir aö hún hélt hátíölegt 50 ára afmæli sitt sem skemmtikraftur. Þaö kvöld hafði hún dansaö upp á borði í næturklúbbi til kl. 3 um nóttina. Læknisfræöilega var sagt aö hún heföi látist úr heilablóðfalli. En einn vinur hennar sagöi aö „La Bakaire", eins og Frakkar kölluöu hana, heföi dáiö „úr gleði". Ævisaga Margrétar prins- essu, eftir Nigel Dempster Sagan, sem dálkahöfundurinn Nigel Dempster hefur skrifað um Margréti prinsessu og heitir „Princess Margaret" er nýkomin út í Bretlandi og selst vel eftir því sem sögur herma. Höfundurinn hefur í þessari samantekt sinni stuöst viö blaöa- greinar allt frá bernsku prinsess- unnar, opinber skjöl svo og frá- sagnir gamallar vinkonu, en sú kona á son, sem fallið hefur fyrir eiturlyfjunum og hefur meöal ann- ars selt myndir af prinsessunni til aö afla tekna til lyfjakaupa. Nigel Dempster er dálkahöfund- ur, eins og áöur segir, þ.e. slúö- urdálkahöfundur hjá Daily Mail. Þó höfundur vilji halda fram heiöar- leika og hlutleysi viö skráningu sögunnar þykir hún bera mikinn keim af dálkaskrifum hans. Það gefur auga leiö aö Margrét prinsessa hefur staöiö nokkuð í skugga eldri systur sinnar, Elísa- betar drottningar, enda voru þær aðeins litlar telpur þegar frændi þeirra, hertoginn af Windsor, af- salaði sér konungdómi, vegna „konunnar, sem hann elskaði", Wally 'Simpson. Viö þaö varö hin unga Elísabet sjálfkjörinn ríkisarfi bresku krúnunnar. í bókinni er á þaö minnst, sem sjálfsagt þætti ekki í frásögur fær- andi hjá öðrum smábörnum og óvitum, aö Margrét prinsessa hafi bitið systur sína Elísabetu. Og birt eru ummæli litlu prinsessunnar þegar hún í sakleysi sínu Sþyr árið 1939: „Hver er þessi Hitler, sem eyðileggur allt?" Um tvítugsaldurinn er Margréti prinsessu lýst sem gullfallegri stúlku, kátri og lífsglaöri. En áriö 1955 varö hún fyrir miklu áfalli, hún fékk ekki að giftast mannin- um, sem hún var ástfangin af, Pet- er Townsend höfuösmanni, en hann var fráskilinn og eldri en hún. Eftir þetta áfall telur höfundur bókarinnar aö allt hafi meira og minna fariö úr skorðum hjá Mar- gréti prinsessu. Hjónabandiö meö Antony Armstrong-Jones, sem síðar varö jarlinn af Snowdon, hafi fyrirfram verið dauöadæmt og aö það hafi verið jarlinn, sem fljótt fór aö leita félagsskapar annarra kvenna og halda fram hjá, gagn- stætt því sem haldið var fram í fréttum þar sem prinsessan var talin sú seka. Þaö var þvi einmana og yfirgefin eiginkona sem leitaöi félagsskapar viö unga manninn Roddy Llewellyn á sínum tíma og sjálfsagt muna margir eftir frétta- myndum frá feröum þeirra til eyja í Karabíska hafinu. Eftir prinsess- unni eru höfö þau ummæli um fyrrverandi eiginmann sinn, að hann hafi verið „djöfullega kænn". Margrét prinsessa hefur haft mörgum opinberum skyldum aö gegna og komið fram víða fyrir hönd konungsfjölskyldunnar. í bókinni er sú spurning almennings borin upp hvort Margrét prinsessa vinni fyrir kaupinu sínu, sem er £82.000 á ári. En þær raddir heyr- ast alltaf öðru hvoru um kóngafólk. Margrét prinsessa sagði ein- hverju sinni á meðan þau Snow- don voru enn hjón, „aö þau væru hæstlaunuöu trúðar Evrópu". Bera þau ummæli vott um þó nokkra kímnigáfu, ef rétt er haft eftir. Rithöfundurinn Ngaio Marsh látinn Góöar leynilögreglusögur eru ekki á hverju strái, því er nú verr og miöur og mikil eftirsjá aö höf- undum, sem skrifað hafa góðar slíkar bækur. Þaö eru ekki svo mjög mörg ár síðan drottning slíkra bókmennta, Agatha Christie, kvaddi þennan heim og nú er önnur kona, rithöf- undur sem margir töldu veröugan arftaka hennar, einnig látin. Ngaio Marsh lést í lok febrúar sl. á Nýja Sjálandi, 82 ára aö aldri og eftir hana liggja 33 leynilögreglusögur, sem skrifaðar hafa veriö undan- farna hálfa öld. Ngaio Marsh var fædd og uppalin á Nýja Sjálandi og hlaut viö skírn Maora (frum- byggjar Nýja Sjálands) nafn, sem þýtt getur þrennt, þ.e. Ijós á tré, tré meö hvítum blómum eöa hygg- inn. Þess má geta, aö algengt var aö börn hvítra manna á Nýja Sjá- landi hlytu nöfn Maora. Ngaio eyddi mestum hluta ævi sinnar á Nýja Sjálandi, hún var menntuö í leikhúsfræöum og ákaf- ur aðdáandi Shakespeare. Hún var sviðsleikkona um hríö, leikstjóri og varö fyrirlesari viö leiklistardeild Canterbury háskóla á Nýja Sjá- landi áriö 1948. En árið 1934 kom út eftir hana fyrsta leynilögreglusagan, „A Man Lay Dead" og gagnrýnendur líkja henni viö þær Agöthu Christie og Dorothy Sayers. Ngaio Marsh var sæmd heið- ursnafnbótinni „Dame" fyrir störf sín og stuðning viö leiklistina á Nýja Sjálandi og leikhús viö Cant- erbury háskólann ber nafn hennar. Og þá er það írska kvöldið með ósvikinni frskri stemmningu, frskum mat og frskum kaffidrykk á eftir - hvað annað? Sumarbækllngurinn liggur frammi og kvlkmyndasýning verður f hliðarsal allt kvöldið. Upplífgandi fordrykkur verður framreiddur í anddyri og Jón Ólafsson leikur á píanóið á meðan setið er til borðs. latseðill Snaggaraleg írlandskynning Tískusýningin er frá Partner og Módelsamtökln að sjálfsögðu eidhress. írskir þjóðdansar verða sýndir af Þjóðdansafélagi Reykjavfkur. Eld- og sverðgleyparnir Stromboli og Silvia hrella áhorfendur með djörfum uppátækjum. Spurningakeppnin heldur áfram og nú mætast Vörubflstjór- afélagið Þróttur og Starfsmannafélag Reykjavfkur. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar Aðgöngumiðar eru seldir og afgreiddir f anddyri Súlnasal- ar milli kl. 16.00 og 18.00 í dag og næstu daga. Þú velur þér borð um lelð og þú sæklr mlðana og munið að koma ttmanlega þvi alttaf þurfa einhverjir frá að hverfa. Sfminn f miðasölunni er 20221 og að sjálfsögðu er aðeins rúllugjald. Hver aðgöngumiðl gildir sem happdrættis- miðl. Vinningur er sólarlandaferð fyrir tvo að verðmæti kr 20.000.- Kynnir: Magnús Axelsson Stjórnandi: Siguröur Haraldsson. Húsið opnar kl. 21.00 fyrir þá gesti sem ekki snæða kvöldverð. Hittumst á Sólarkvöldi - Par er Qörið! Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.