Morgunblaðið - 22.04.1982, Side 11

Morgunblaðið - 22.04.1982, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1982 11 Meinafræðideild HÍ fær tækjagjöf frá Svölunum SVÖLURNAR — félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja, hefur gefið IVleinafræðideild Rannsóknarstofu Háskólans, nánar tiltekið litninga- rannsóknardeild, tvær smásjár og frystikistu, þar sem hægt er að geyma viðkvæm efni, sem nauðsyn- leg eru til rannsóknanna. Tækin eru að verðmæti meira en 80 þúsund krónur. Litningarannsóknardeild Rann- sóknarstofu Háskólans fæst við sjúkdómsgreiningar hjá einstakl- ingum, sem grunaðir eru um vissa meðfædda sjúkdóma. Tveir megin- þættir starfseminnar eru annars vegar sjúkdómsgreiningar hjá vansköpuðum börnum og hins veg- ar greining litningasjúkdóma á fósturskeiði. Stærsti hluti starf- seminnar felst nú í rannsókn á legvatni frá þunguðum konum, sem af ýmsum ástæðum geta átt á hættu að fæða börn með þá sjúk- dóma, sem litningarannsókn getur greint. Litningarannsóknir hafa farið fram hér á landi síðan 1967 en legvatnsrannsóknirnar hófust ekki hér á landi fyrr en 1978. Þess- ari starfsemi hefur verið þröngur stakkur sniðinn til þessa og þess vegna er tækjagjöfin frá Svölun- um ákaflega mikilvægur þáttur í eflingu þessarar starfsemi að sögn Skátamessur SKÁTAGUÐSÞJÓNUSTA verður í dag í Dómkirkjunni á vegum skáta- félagsins /Egisbúa. Hún hefst kl. 11.00, prestur er séra Þórir Steph- ensen og orgelleikari Marteinn H. Friðriksson. Skátarnir munu á und- an ganga fylktu liði um Vesturbæinn og fjölmenna í kirkjuna. Skátar í Skjöldungum í Voga- og Heimahverfi hafa skátaguðs- þjónustu í Langholtskirkju kl. 10.30. Prestur verður séra Sigurð- ur Haukur Guðjónsson. Þá munu skátar í Dalbúum í Laugarneshverfi fjölmenna í æskulýðsguðsþjónustu í Laugar- neskirkju kl. 11.00. Prestur verður séra Jón Dalbú Hróbjartsson. Skátarnir munu safnast saman við DAS kl. 10.30 og ganga síðan fylktu liði til kirkju. Eftir hádegi munu skátafélög austast í Reykjavík hafa dagskrá í Elliðaáahólma. Jóhanns Heiðars Jóhannssonar læknis. Svölurnar er, eins og fyrr segir, félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja, sem nú er á sínu 8. starfsári. Einn megintilgangur fé- lagsins er að vinna að mannúðar- málum og góðgerðarstarfsemi. Auk þess eru haldnir mánaðarleg- ir fræðslu- og skemmtifundir fyrir félagsmenn. Undanfarin ár hefur félagið beitt sér fyrir aðstoð við fjölfötluð börn, einkum með því að styrkja sérkennara og fóstrur til fram- haldsnáms erlendis. Þá hefur fé- lagið einnig gefið tæki á sjúkrahús í Reykjavík. Fjáröflun félagsins byggir á sjálfboðavinnu félagsmanna, sem hafa varið ómældum tíma og kröftum í þágu ofangreindra mannúðarmálefna. Tekjuleiðir fé- lagsins eru tvær, annars vegar jólakortasala og hins vegar kaffi- sala. 1. maí ár hvert hafa Svölurn- ar kaffisölu í Súlnasal Hótel Sögu þar sem félagsmenn sjálfir standa fyrir veitingum. Aðsókn hefur verið mikil undanfarin ár og ekki sakar að minna á að jafnframt kaffi og meðlæti gefst kostur á að kaupa miða í happdrætti með glæsilegum vinningum. Heiðursfélagi Ægisbúa Hrefna Tynes átti nýlega sjötugsafmæli og þá gerði m.a. skátafélagið /Eg- isbúar hana að heiðursfélaga. Mvndin sýnir stjórn Ægisbúa og Hrefnu Tynes, er henni hafði verið afhent viðurkenningin. Alhlióa f ramleióslu og þjónustuf yrirtæki i vélaog þjónustuiónaói í rösklega hálfa öld hefur Landssmiðjan átt þátt i stórstigum framförum til sjávar og sveita, i sjávar- útvegi, iðnaði og landbúnaði. Verkin eru víða og tala sinu máli um hugvit og verkkunnáttu. Landssmiðjan á lika sinn þátt i að innleiða reynslu og hugvit erlendis frá. Fyrir- tækið hefur umboð fyrir vörur margra þekktra erlendra framleiðenda véla, tækja og áhalda, svo sem Alfa-Laval og Atlas Copco. Þannig býr Landssmiðjan yfir innlendri og erlendri reynslu og þekkingu, sem nýtist i flestum greinum atvinnulífs á íslandi og má því segja, að fátt sé okkur óviðkomandi. Hafðu þetta i huga næst þegar verk þarf að vinna, og kannaðu hvort þú getur ekki notið góðs af LANDSSMIÐJUNNI. LANDSSMIÐJAN, alhliða framleiðslu- og þjónustufyrirtæki i véla- og járniðnaði. LANDSSMmXAN Q20-6-80

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.