Morgunblaðið - 22.04.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.04.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1982 15 Er samband milli valíum- neyzlu og heilarýrnunar? BREZKIR sérfræðingar hafa uppgötvað samskonar heilaskrmmdir hjí fólki sem neytt hefur valíums langtímum saman, og hjá stórdrykkju- mönnum og alkóhólistum. Telja sérfræðingar sérstakrar aðgæzlu þörf við notkun valíums og vara við notkun lyfsins nema stutt tímabil í senn. Valíum er vinsælt róandi lyf og í hópi mest notuðu lyfja í veröldinni. Samkvæmt niðurstöðum heilarannsókna á 20 sjúklingum, sem notað höfðu valíum að staðaldri í fimm til tíu ár, reyndust aðeins fimm óskadd- aðir á heila. Fimm aðrir reyndust með alvarlegar heilaskemmdir, heila- rýrnun eða heilakorknun, eins og vart hefur orðið hjá alkóhólistum, og hjá helmingi sjúklinganna var að finna viss breytingamerki, sem talin voru benda til rýrnunar heila. Stjórnandi rannsóknanna var Malcolm Lader, prófessor í lyfja- sálfræði hjá Institute of Psychi- atry í Lundúnum. Hann lét svo um mælt, að hér væri um byrj- unarathuganir að ræða, undir- búningsrannsókn, og mætti ef til vill segja að þær væru ekki marktækar í þessu sambandi. Hann sagði að ekki væri hægt að útiloka að heilaskemmdirnar væru til komnar af öðrum ástæðum. Jafnframt gæti svo verið að því fólki sem á annað borð væri líklegt til að neyta ró- andi lyfja, væri hættara við breytingum í heila. „En þangað til við vitum nákvæmlega hverj- ar orsakir skemmdanna eru ætt- um við að sýna sérstaka aðgæzlu við notkun róandi lyfja langtím- um saman," sagði Lader. Lader sagði það nú almennt viðurkennt, að ýmsir yrðu fljótt háðir valíum, þótt í litlum og eðlilegum skömmtum væri. Hon- um hefur reiknast til að í Bret- landi séu 250 þúsund manns, sem hafi neytt róandi lyfja í yfir sjö ár, og í Bandaríkjunum sé ein milljón manna, sem þannig sé komið fyrir. „Ef tölur okkar eru réttar, gæti það þýtt að í Bret- landi séu eitthundrað þúsund manns með heilarýrnun af þess- um sökum," sagði Lader. „Þessir 20 sjúklingar sem við rannsökuðum eru hvorki alkó- hólistar, eiturlyfjaneytendur, né neytendur annarra lyfja, við höfum gengið úr skugga um það. Þeir eru flestir miðaldra hús- mæður, sem tekið hafa valíum- skammtinn sinn þrisvar á dag í fimm ár eða lengur. Þær eru yngri en alkóhólistar, sem orðið hafa heilarýrnun að bráð, aðal- lega á aldrinum 29 til 49 ára. Ein mesta heilarýrnunin fannst í 34 ára karlmanni," sagði Lader. Lader og lið hans urðu slegnir af niðurstöðum athugana sinna, og spurðust fyrir um það hjá ýmsum lyfjaframleiðslufyrir- tækjum, hvort sambærilegar niðurstöður hefðu fengist í þeirra rannsóknum, en hafa eng- in svör fengið. Og á nýlokinni ráðstefnu, þar sem Lader kynnti niðurstöður sínar, urðu fulltrúar lyfjaframleiðenda til að gagn- rýna athuganir Laders harðlega. Lífefnafræðingur Hoffman La Roche, sem framleiða valíum, sagði engar hættur fylgjandi lyf- inu ef rétt væri með það farið. Lader svaraði til, að þótt „til- raunadýrin" hefðu verið sér- staklega valið úrtak, þá væri ekki hægt að daufheyrast við þeim möguleika, að samband væri á milli valíumneyzlu og heilarýrnunar. Lyfin væru nyt- samleg þegar aðgát væri höfð, en alltof algengt væri, að fólk sem einu sinni hefði fengið róandi lyf, fengi nýja og nýja lyfseðla, þótt lækni sæi það ekki nema fyrsta sinni. ()bserver. Lafði Díana mun eignast son Nafngift Banana ekki gild Salisbury, Zimbabwr. 20. apríl. AP. SALISBURY heitir því nafni enn aö þvi er haft er eftir borgarstjóranum í þess- ari höfuðborg landsins. Sagði hann ennfremur að „mjög fljótlega" yrði haldinn fundur í borgarráðinu, þar sem blökkumenn sitja í meirihluta, og ákvörðun tekin um hugsanlega nafnbreytingu. Forseti landsins, Canaan Banana, hafði lýst því yfir að nafn borgarinn- ar væri Harara. Sú nafngift virðist eftir þessu að dæma ekki vera gild, a.m.k. ekki enn. AÐ SÖGN brezkra blaða mun Iafði Díana prinsessa af Wales eignast dreng í sumar, og allt bendir til að hún verði léttari á sjálfan afmælisdaginn sinn, 1. júlí nk. Blöðin herma að kvenlæknir hirðarinnar, George Pinker, hafi rannsakað prinsessuna ný- verið og þá hefði í ljós komið að hún bæri dreng undir belti, og væri hann heilbrigður á alla lund. Hvort sem barnið verður prins eða prinsessa, verður það númer tvö í röð erfingja krún- unnar, næst á eftir föður sín- um, Karli prins drottningar- syni. Af hálfu hirðarinnar hefur engin staðfesting verið gefin á fregnum blaðanna um kyn væntanlegs barns Díönu. ERUM FUUTTIR í nýja húsiö viö tiliöina TIL ÍSLANDS Lestun í erlendum höfnum AMERÍKA PORTSMOUTH Junior Lotte 3. maí Mare Garant 14. maí Junior Lotte 24. maí Mare Garant 4. júni NEW YORK Mare Garant 22. april Junior Lotte 4. mai Mare Garant 15. mai Mare Garant 5. júni HALIFAX Hofsjökull 10. mai Selfoss 28. maí BRETLAND/ MEGINLAND ROTTERDAM Eyrarfoss 26. april Alafoss 3. mai Eyrarfoss 10. mai Alafoss 17. maí ANTWERPEN Eyrarfoss 27. apríl Alafoss 4. mai Eyrarfoss 11. mai Alafoss 18. maí FELIXSTOWE Eyrarfoss 28. april Álafoss 5. mai Eyrarfoss 12. maí Álafoss 19. maí HAMBORG Eyrarfoss 29. april Álafoss 6. mai Eyrarfoss 13. mai Alafoss 20. mai WESTON POINT Helgey 4. mai Helgey 18. maí NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 26. april Dettifoss 10. mai Dettifoss 24. mai KRISTIANSAND Mánafoss 3. maí Mánafoss 17. mai Mánafoss 31. mai MOSS Dettifoss 27. april Mánafoss 4. mai Dettifoss 11. mai Mánafoss 18. mai GAUTABORG Dettifoss 28. april Mánafoss 5. maí Dettifoss 12. mai Mánafoss 19. mai KAUPMANNAHÖFN Dettifoss 29. april Mánafoss 6. mai Dettifoss 13. mai Mánafoss 20. mai HELSINGBORG Dettifoss 30. april Mánafoss 7. mai Dettifoss 14. maí Mánafoss 21. mai HELSINKI Múlafoss 5. mai Irafoss 17. mai RIGA Múlafoss 7. mai Irafoss 19. mai GDYNIA Mulafoss 8. mai Irafoss 20. mai HORSENS Irafoss 26. april Múlafoss 10. mai THORSHAVN Mánafoss 29. april VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR - framog til baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriöjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP SÍMI 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.