Morgunblaðið - 22.04.1982, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1982
Dekkri mynd
en áður
blasir nú við
an vafalaust mikinn þátt í því að innflutn-
ingur stórjókst síðustu fjóra mánuði árs-
ins og þar með í auknum viðskiptahalla á
árinu.
Verdbólga — gengismál
og niðurgreiðslur
Þótt reynslan af aðhaldssamari stefnu í
gengismálum hafi verið jákvæð framan af
á síðastliðnu ári, bendir hún þó eindregið
til þess, að varanleg áhrif til hjöðnunar
verðbólgu náist ekki með þessum hætti,
nema samtímis komi til aðgerðir til þess
að draga úr víxlhækkunum launa og verð-
lags, eins og átti sér stað með skerðingu
verðbótagreiðslna í byrjun marzmánaðar.
Einnig skiptir það miklu máli um fram-
kvæmd slíkrar stefnu, hvort stjórnvöld eru
reiðubúin til þess að láta hana koma fram
í versnandi afkomu fyrirtækja, jafnvel svo
að verulega dragi úr atvinnu. Hvorugu var
til að dreifa síðastliðið haust. Ekki kom til
frekari skerðingar á verðtryggingu launa,
en þess i stað var samið um nokkrar
grunnkaupshækkanir í nóvember. Jafn-
framt þótti óumflýjanlegt að slaka á í
gengismálum og gera ýmsar aðrar ráðstaf-
anir til þess að bæta rekstrarstöðu at-
vinnuveganna.
Við þessar aðstæður fór verðbólga held-
ur vaxandi að nýju síðustu mánuði ársins.
Sú þróun hefur verið stöðvuð í bili, einkum
fyrir áhrif aukinna niðurgreiðslna búvöru-
verðs, sem lækkað hafa framfærslu- og
verðbótavísitölu. Að öllu óbreyttu virðist
nú allt benda til þess, að verðbólga verði í
ár svipuð og á síðastliðnu ári, þ.e.a.s. á
bilinu 40—45%. Hvort hún fer verulega út
fyrir þau mörk til hækkunar eða lækkunar
mun fyrst og fremst ráðast af niðurstöðum
þeirra launasamninga, sem nú eru að hefj-
ast, og öðrum ákvörðunum í launamálum
síðar á árinu.
Draga verður úr lánsfjár-
notkun opinberra aðila
Sé litið á þróun lánsfjármarkaðar og
opinberra fjármála á árinu 1981 er aug-
ljóst, að mikið vantaði á æskilegt aðhald í
þeim efnum. Atti lánsfjárþenslan tví-
mælalaust sinn þátt í aukningu eftir-
spurnar og innflutnings á síðara helmingi
ársins. En lítum á einstaka þætti þessara
mála.
Fjármál ríkissjóðs voru í góðu jafnvægi
á síðastliðnu ári. Rekstrarafgangur á
greiðslugrunni var þá í fyrsta skipti um
langt árabil, er nam 86 millj. kr., en 158
millj. kr. greiðsluafgangur gagnvart
Seðlabankanum. Alls batnaði staða ríkis-
sjóðs og ríkisStofnana gagnvart bankanum
á árinu um 118 millj. kr., og hafa skuldir
ríkissjóðs við hann ekki verið lægri í hlut-
falli við þjóðarframleiðslu síðan 1973. Þótt
hér sé vissulega um mjög mikilvæga þróun
að ræða, þar sem skuldasöfnun ríkissjóðs
við Seðlabankann var fyrir nokkrum árum
eitt meginvandamál í stjórn peningamála,
gefur afkoma ríkissjóðs út af fyrir sig ekki
nema takmarkaða mynd af þróun og áhrif-
um opinberrajjármála. Hefur lántökuþörf
vegna opinberra framkvæmda og fjárfest-
ingarlánasjóðs farið ört vaxandi á undan-
förnum árum, en miklum hluta hennar er
fullnægt með lántökum erlendis. Þannig
jókst lánsfjárþörf ríkisins vegna opinberra
framkvæmda um 65% frá fyrra ári, en
innlend fjáröflun aðeins um 34%, m.a.
vegna tregari sölu spariskírteina. Varð því
að jafna muninn með erlendum lántökum,
sem jukust um 129% i íslenzkum krónum,
eða rúm 50% miðað við sama meðalgengi
bæði árin. Opinber fyrirtæki, einkum raf-
orkufyrirtæki og hitaveitur, juku einnig
lántökur sínar erlendis verulega á árinu,
en flest þessara fyrirtækja hafa lítið eigið
fé til framkvæmda, og eru því mjög háð
erlendu lánsfé.
Hliðstæð þróun hefur átt sér stað í fjár-
mögnun fjárfestingarlánasjóða að undan-
förnu, en útlán þeirra jukust um 74% mið-
að við fyrra ár. Jafnframt varð lántöku-
þörf fjárfestingarlánasjóðanna hlutfalls-
lega meiri en hún hefur verið, eða 69% af
útlánum, en þar af voru 13% erlend lán og
56% innlend. Ein af ástæðum vaxandi
lánsfjárþarfar fjárfestingarlánasjóða að
undanförnu eru hlutfallslega lækkandi
framlög til þeirra úr ríkissjóði og af mörk-
uðum tekjustofnum.
Af því, sem nú hefur verið rakið, sést að
lánsfjárþörf vegna opinberra fram-
kvæmda og fjárfestingarlánasjóða hefur
að undanförnu verið langt umfram það
fjármagn, sem unnt hefur verið að fá inn-
anlands með verðbréfasölu eða eigin
sparnaði ríkis og opinberra aðila. Afleið-
ingin hefur orðið sú, að leitað hefur verið
eftir erlendum lánum umfram það mark,
sem samrímanlegt hefur verið efnahags-
legu jafnvægi. Utlit er fyrir, að erlend
lánsfjárnotkun opinberra aðila muni enn
aukast á yfirstandandi ári og hafa í för
með sér bæði innlend þensluáhrif og
aukna skuldabyrði. Það er því eitt hið
brýnasta verkefni í stjórn efnahagsmála
nú og á næstunni að draga úr lánsfjár-
notkun opinberra aðila, en efla um leið
innlenda fjármagnsmyndun, svo að hægt
sé að draga úr þörfinni fyrir sívaxandi
erlendar lántökur.
Mikil aukning
innlána og útlána
Er þá komið að þróun peningamála á
síðastliðnu ári, en hún endurspeglaði eins
og oft vill verða ýmis þeirra vandamála,
sem við var að etja á öðrum sviðum þjóð-
arbúskaparins. Fyrstu mánuði ársins virt-
ist nokkur kyrrð yfir þróun eftirspurnar í
kjölfar gjaldmiðilsbreytingar og efna-
hagsáætlunar ríkisstjórnarinnar, þar sem
lögð var áherzla á hjöðnun verðbólgu og
stöðugt gengi. Dró heldur úr útlánaaukn-
ingu bankanna fyrstu fjóra mánuði ársins
miðað við það, sem verið hafði árið áður. A
hinn bóginn var aukning innlána og pen-
ingamagns mjög mikil á fyrra helmingi
ársins. Atti peningaþenslan á þessu tíma-
bili annars vegar rætur að rekja til venju-
legrar árstíðarsveiflu í afurðalánum
Seðlabankans og lánsfjárþarfar ríkissjóðs,
en hins vegar í mikilli aukningu gjaldeyr-
isforðans, sem m.a. stafaði af innstreymi
erlends lánsfjár. I kjölfar bættrar lausa-
fjárstöðu jukust útlán innlánsstofnana
mjög ört, er kom fram á vorið, en ekkert
svigrúm var þá fyrir hendi til þess að
hamla gegn peningaþenslu.
Þegar komið var fram í júnímánuð var
hins vegar hægt að taka í notkun nýsett
lagaákvæði um sveigjanlega bindiskyldu
innlánsstofnana, en með stoð í því var 5%
sérstök bindiskylda lögð á herðar inn-
lánsstofnana, og kom hún í gildi í áföngum
mánuðina júní — ágúst. Ljóst er, að þessi
bindiskylda kom of seint til þess að hamla
nægilega gegn útlánaaukningu bankanna,
enda virðist eftirspurn eftir lánsfé hafa
farið vaxandi, þegar á árið leið, m.a. vegna
versnandi afkomu og aukinnar rekstrar-
fjárþarfar fyrirtækja. Þrátt fyrir það að-
hald, sem sveigjanlega innlánsbindingin
veitti að lausafjárstöðu innlánsstofnana,
dró tiltölulega lítið úr útlánaaukningu á
síðustu mánuðum ársins. Reyndist útlána-
aukning innlánsstofnana á árinu í heild
nálægt 69%, aukning peningamagns 62%,
en heildarinnstæðna í innlánsstofnunum
71%. Eru allar þessar stærðir allmiklu
hærri en nemur verðlagsbreytingum milli
áranna 1980 og 1981.
Hin mikla aukning innlána á síðastliðnu
ári á sér vafalaust að verulegu leyti þá
skýringu, að raunvextir af innlánum eru
nú hagstæðari en þeir hafa nokkru sinni
verið síðan 1972. Batnaði raunávöxtun
sparifjár mikið á síðastliðnu ári vegna
hjöðnunar verðbólgu og aukinnar notkun-
ar verðtryggðra reikninga, en 6 mánaða
vísitölureikningar, sem teknir voru upp
snemma á árinu, urðu brátt vinsælir með-
al sparifjáreigenda. Vegna mikillar aukn-
ingar innlána umfram verðbólgu hækkaði
meðaltal innlána sem hlutfall af þjóðar-
framleiðslu um 3,5% á árinu 1981. Varð
þetta hlutfall þá 27%, og hefur ekki verið
hærra síðan 1973. Á áratugnum
1960—1970 hafði þetta hlutfall hins vegar
verið mun hærra eða allt upp í 40%, og er
ástæða til þess að vona, að peningalegur
sparnaður sé smám saman að komast í
eðlilegt horf fyrir áhrif bættrar ávöxtun-
ar.
Á hinn bóginn er ljóst, að aukning inn-
og útlána stafaði að nokkrum hluta af pen-
ingaþenslu, sem átti rót sína að rekja til
gjaldeyrisinnstreymis, sem eingöngu
byggðist á erlendum lántökum. Þótt þess-
ari þróun fylgdi mikill vandi fyrir stjórn
peningamála, verður að telja mikilvægt, að
takast skyldi að bæta gjaldeyrisstöðuna á
árinu um meira en 400 millj., að gengis-
uppfærslu frátalinni, og skapa þannig
eignaaukningu á móti þeirri skuldasöfnun,
sem átti sér stað erlendis á árinu.
Mikið aðhald nauðsynlegt
Þróun lánsfjármála, það sem af er þessu
ári, og horfurnar fram á við benda til þess,
að þörf sé mjög mikils aðhalds, ef forðast á
áframhaldandi peningaþenslu, er leiði til
vaxandi jafnvægisleysis í þjóðarbúskapn-
um. Þörfin fyrir slíkt aðhald er enn meiri
vegna þeirrar óvissu, sem ríkir um þróun
útflutningstekna og þjóðarframieiðslu.
Hversu miklum árangri reynist unnt að ná
í þessu efni hlýtur þó að verða mjög háð
framvindu á öðrum sviðum efnahagsmála.
Ástandið á peningamarkaðnum hefur á
undanförnum mánuðum einkennzt af mjög
mikilli eftirspurn eftir lánsfé bæði til fjár-
festingar og neyzlu, sem virðist að miklu
leyti eiga rót sína að rekja til ótta við
vaxandi verðbólgu. Þrátt fyrir þann
árangur, sem náðist til lækkunar verð-
bólgu á síðasta ári og það markmið ríkis-
stjórnarinnar að draga enn úr verðhækk-
unum á þessu ári, bendir eftirspurn eftir
lánsfé og mikil þensla á fasteignamarkaði
og í innflutningi á varanlegum neyzluvör-
um til aukinnar verðbólgueftirvæntingar
almennings og fyrirtækja. Er líklegt, að
launasamningar þeir, sem nú standa fyrir
dyrum, valdi hér nokkru um. Frá sjónar-
miði almennrar hagstjórnar er mikilvægt,
að þá takist ekki aðeins að gera samninga,
er samrímanlegir séu minnkandi verð-
bólgu, heldur verði samið til nægilega
langs tíma, til þess að meiri vissa geti
skapazt um framtíðarþróun verðlags en
fyrir hendi hefur verið að undanförnu.
Eins og á síðastliðnu ári, er sérstök
hætta á peningaþenslu vegna útstreymis
fjár úr Seðlabankanum á þessum og næsta
ársfjórðungi. Kemur þar bæði til venjuleg
árstíðarbundin aukning á endurkaupum
og skuldum ríkissjóðs við Seðlabankann,
en auk þess miklar erlendar lántökur til
opinberra framkvæmda. Hefur Seðlabank-
inn leitazt við að hamla gegn þessari pen-
ingaþenslu með því að beita hinni sveigj-
aníegu bindiskyldu, sem tekin var upp á
síðastliðnu ári. Hafa þegar verið bundin
5% af heildarinnlánum innlánsstofnana
með þessum hætti, og er ætlunin að hækka
það hlutfall enn á næstu vikum, eftir því
sem nauðsynlegt verður talið með tilliti til
þróunar peningastærða. Þrátt fyrir þessa
bindingu og erfiða lausafjárstöðu inn-
lánsstofnana, hefur almenn útlánaaukning
þeirra farið fram úr settu marki, og ber
brýna nauðsyn til þess að þar verði breyt-
ing á sem allra fyrst. Að öðrum kosti er
óhjákvæmilegt, að Seðlabankinn grípi til
harðari ráðstafana, bæði með aukinni inn-
lánsbindingu og breyttum kjörum í við-
skiptum innlánsstofnana við Seðlabank-
ann, í því skyni að ráða hér bót á.
Efling innlends
sparnaðar
I lok síðastliðins árs rann út aðlögunar-
tími vaxtakerfisins að fullri verðtryggingu
skv. lögum um stjórn efnahagsmála frá
árinu 1979. Til þess að tryggja ótvíræða
framkvæmd þess meginákvæðis laganna,
að allt sparifé, sem bundið er til þriggja
mánaða eða lengur, skuli fullverðtryggt,
hefur nýlega verið ákveðið að taka upp
þriggja mánaða vísitölureikninga við hlið
þeirra sex mánaða reikninga, sem teknir
voru upp á síðastliðnu ári. Hefur með
þessu verið náð mikilvægum áfanga í
framkvæmd þeirrar stefnu að færa láns-
kjör til samræmis við verðlagsþróun.
Segja má, að framkvæmd lánskjarastefn-
unnar undanfarin ár hafi fallið í tvo far-
vegi. Annars vegar hafa almennir innláns-
og útlánsvextir verið hækkaðir með hlið-
sjón af verðbólgustigi, en hins vegar hefur
í vaxandi mæli verið tekin upp formleg
verðtrygging inn- og útlána í samræmi við
lánskjaravísitölu. I reynd hefur þróunin
orðið sú, að bein verðtrygging hefur náð æ
meiri útbreiðslu á lánsfjármarkaðnum. Er
nú svo komið, að öll útlánastarfsemi fjár-
festingarlánasjóða og lífeyrissjóða er með
fullri verðtryggingu, og hið sama gildir um
vaxandi hluta af inn- og útlánum inn-
lánsstofnana. Árangurinn hefur komið
greinilega fram í aukinni innlendri fjár-
magnsmyndun, og þá sérstaklega meiri
sparifjármyndun og bættri ávöxtun lífeyr-
issjóða.
Þrátt fyrir þennan árangur, er peninga-
legur sparnaður hér á landi enn allmiklu
minni en meðal annarra þjóða með sam-
bærileg lífskjör. Enn frekari efling inn-
lends sparnaðar er því brýnt verkefni,
enda er það ein mikilvægasta forsenda
þess, að unnt verði að draga úr þörfinni
fyrir erlent lánsfé. Eigi þetta að takast
getur orðið nauðsynlegt að láta raunvexti
af verðtryggðum lánum ráðast í vaxandi
mæli af framboði og eftirspurn á lánsfjár-
markaðinum hverju sinni. Þótt viðmiðunin
við verðlagsþróun hljóti að vera undir-
staða lánskjarastefnunnar á tímum mik-
illar verðbólgu, verður jafnframt að vera
svigrúm til breytinga á raunvöxtum, ef
tryggja á sæmilegt jafnvægi á lánsfjár-
markaðnum við hinar síbreytilegu aðstæð-
ur, sem þar ríkja.
Okkur eru settir
harðir kostir
Ég er þá kominn að lokum þessa máls,
þar sem fram hefur komið dekkri mynd af
stöðu og horfum efnahagsmála bæði hér á
landi og í umheiminum en við hefur blasað
um nokkurra ára skeið. Við langvarandi
lægð í hagvexti og alþjóðaviðskiptum hef-
ur nú bætzt stöðnun eða lækkun í fram-
leiðslu sjávarafurða, sem borið hafa uppi
hagvöxt hér á landi síðustu árin. Jafn-
framt hefur óhagstæðari þróun útflutn-
ingstekna samfara aukinni neyzlu valdið
því, að verulegur halli hefur myndazt á
viðskiptajöfnuði íslands við umheiminn.
Þegar á allt þetta er litið, er því aug-
ljóst, að Islendingum eru settir harðir
kostir varðandi hagstjórn og ráðstöfun
þjóðartekna á næstunni. Vegna skulda-
söfnunar erlendis er nauðsynlegt að gera
ráðstafanir til þess að koma sem fyrst á
jöfnuði í viðskiptum þjóðarinnar við út-
lönd, en að óbreyttum þjóðartekjum verð-
ur því marki ekki náð nema með lækkun
þjóðarútgjalda. Á hinn bóginn er mikil-
vægt, að aðgerðir til samdráttar komi ekki
niður á arðbærri fjárfestingu, er líkleg sé
til þess að auka þjóðarframleiðslu og at-
vinnu á komandi árum. Hér þarf því að
sameina almennt útgjaldaaðhald mark-
vissum aðgerðum til framleiðsluaukn-
ingar. Slík stefna er vissulega ekki auðveld
í framkvæmd, sízt á tímum samdráttar í
alþjóðaviðskiptum, sem býður upp á fá
tækifæri til aukins útflutnings. Ekki verð-
ur hins vegar séð, að um aðra vænlegri
kosti sé að velja, og því verði að einbeita
kröftunum að þessu verkefni.
Til þess að ná þessu tvíþætta markmiði
að auka framleiðslugetu þjóðarbúsins sem
mest, en draga um leið úr heildarútgjöld-
um þess, er nauðsynlegt að beita sam-
ræmdum aðgerðum á öllum sviðum efna-
hagsmála. Ég mun ekki ræða hér sérstak-
lega hinar þröngu skorður, sem þetta setur
ákvörðunum í launamálum og fjárráðstöf-
unum opinberra aðila. Á hinn bóginn vil ég
leggja sérstaka áherzlu á mikilvægi árang-
ursríkrar stefnu í lánsfjármálum, er stuðli
bæði að aukinni innlendri fjármagns-
myndun og beini fjármagninu um leið
markvisst að því að efla arðbæra fjárfest-
ingu og rekstur. Ekki má hika við að bæta
enn ávöxtun peningalegs sparnaðar, ef
aauðsynlegt reynist til þess að auka fram-
boð á innlendu lánsfé. Jafnframt verður að
endurskoða útlánastefnu fjárfestingar-
lánasjóða og reglur um erlendar lántökur í
því skyni að jafna aðstöðu atvinnurekstrar
og nýta til hins ýtrasta þau tækifæri til
framleiðsluaukningar, sem fyrir hendi eru.
Þótt nú sé andbyr í þjóðarbúskap ís-
lendinga, á hann ekki að verða tilefni
svartsýni, heldur hvatning til nýrra átaka.
Sem betur fer er íslenzkur atvinnurekstur
ekki þjakaður af langvarandi þrengingum
eins og fyrirtæki víða í nágrannaríkjun-
um. Tækifaeri til aukinnar framleiðslu eru
enn mörg hér á landi, og fjöldi fyrirtækja
og einstaklinga er tilbúinn til þess að nota
þau til hins ýtrasta, ef þeim eru búin til
þess viðunandi starfsskilyrði.