Morgunblaðið - 22.04.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1982
19
Guðmundur
á biðskák
við Wedberg
GUÐMUNDUR Sigur
jónsson, stórmeistari, tek-
ur nú þátt í alþjóðlegu
skákmóti í Noregi. 1 fyrstu
umferð tefldi Guðmundur
viö Norðurlandameistar-
ann, Knut Helmers, og
sömdu þeir um jafntefli. I
gær tefldi Guðmundur við
Thomas Wedberg frá Sví-
þjóð og fór skák þeirra í
bið. „Hún endar líklega
með jafntefli, en um tíma
hafði ég mjög vænlega
stöðu,“ sagði Guðmundur í
samtali við Mbl.
Fjórir stórmeistarar taka
þátt í mótinu, ásamt Guð-
mundi tefla Gríinfeld, ísrael,
Steen, Bretlandi og Kraid-
mann, ísrael. Þá eru 12 al-
þjóðlegir meistarar, og er Sví-
inn Lars Karlsson þeirra
kunnastur. Keppendur eru 28
og verða tefldar 9 umferðir
eftir Monrad-kerfi.
Stjórn Landssambands lög-
reglumanna vill vekja athygli á
síðustu sérkjarasamningum fé-
laga innan BSRB, þar sem fram
kom að stjórnvöld töldu ekki
grundvöll fyrir kauphækkun nema
sem svaraði 0,6%—0,7%, þó ca.
1% hækkun hafi náðst, með mikl-
um erfiðismunum, við lok samn-
inga.
Þá vill stjórnin benda á niður-
stöðu Kjaradóms, þar sem þeir
hópar, sem hafa krafist hækkana
með miklum þrýstingi, m.a. upp-
sögnum, fá ca. 6—7% hækkun eða
tvo launaflokka yfir heildina.
Stjórn LL hefur hingað til talið
að lögreglumenn verði að vera til
eftirbreytni, m.a. með því að virða
lög og rétt og eigi því ekki að
þurfa að beita hótunum eða óeðli-
legum þvingunum til þess að fá
leiðréttingar á launum sínum. Síð-
an 1974, er lögreglumenn urðu rík-
isstarfsmenn, hafa þeir dregist
verulega aftur úr þeim stéttum er
þeir voru samhliða 1974.
Ef heldur fram sem horfir
munu lögreglumenn verða að
endurskoða stefnu sína í launa-
Lánskjaravísitala:
Hefur hækk-
aÖ um 44,35%
á einu ári
SEÐLABANKI íslands hefur
rciknað út lánskjaravísitölu
fyrir maímánuð 1982 og
reyndist hún vera 345 stig.
Hún hefur hækkað frá apríl-
mánuði úr 335 stigum, eða
um 2,99%.
Á einu ári, þ.e. maí til maí, hef-
ur lánskjarasvísitala hækkað úr
239 stigum í 345 stig, eða um lið-
lega 44,35%.
Ef hins vegar hækkunin milli
aprílmánaðar og maímánaðar er
framreiknuð um tólf mánuði
þýddi það um 42,41% hækkun
lánskjaravísitölu.
Til samanburðar má geta þess,
að vísitala byggingarkostnaðar
hækkaði á tím^bilinu apríl 1981 til
apríl 1982 um 48,83%, eða úr 682
stigum í 1.015 stig.
Á tímabilinu 1. marz 1981 til 1.
marz 1982 hækkaði framfærslu-
vísitala hins vegar um liðlega
41,1%, eða úr 102 stigum í 144 stig.
Grindavík:
• •
Oryggisgirðing
verði fjær byggð
„VIÐ FÓRUM fram á, að fram-
kvæmdum yrði frestað við byggingu
girðingar umhverfis radarmöstrin og
urðu Islenzkir aðalverktakar góðfús-
lega við þeirri beiðni. Við (orum
fram á, að girðingin verði færð 180
metrum fjær byggðinni en fyrirhug-
að var og ég vona að svar við þessari
beiðni okkar verði jákvætt," sagði
Jón Hólmgeirsson, bæjarritari í
Grindavík, i samtali við Mbl.
Islenzkir aðalverktakar höfðu
hafið framkvæmdir við byggingu
girðingar umhverfis radarmöstur
þegar farið var fram á frestun
framkvæmda þar til tekin hefði
verið afstaða til erindis Grindvík-
inga. „Það er brýn nauðsyn að
setja girðingu umhverfis radar-
möstrin, því þau geta verið fólki
stórhættuleg. Við deilum ekki um
girðinguna, heldur viljum við að
hún verði færð fjær byggðinni, ef
kostur er,“ sagði Jón Hólmgeirs-
son. Þá sagði Jón, að ekki færi á
milli mála, að girðingin, eins og
hún var fyrirhuguð, hefði verið
innan varnarsvæðisins.
Stjórn Landssambands lögreglumanna:
„... lögreglumenn verða
að endurskoða stefnu
í launamálum sínum“
STJÓKN Landssambands lögreglu-
manna hefur sent frá sér eftirfar-
andi ályktun um kjaramál lögreglu-
málum og fylgja fram kröfum sín-
um í samræmi við árangur ann-
arra félaga.
Akureyri:
Saga frumsýnir ísl. leikrit
LKIKKLURBURINN Saga á Akureyri
frumsýnir á laugardagskvöldið í fé-
lagsmiöstöðinni Ilynheimum nýtt ís-
lenskt leikrit er nefnist „Anna Lisa“.
Höfundur er Helgi Már Barðason
og er þetta fyrsta leikverk hans í
fullri lengd. Leikstjóri er Þröstur
Guðbjartsson, lýsingu hannaði Við-
ar Garðarsson og söngva sömdu
þau Jóhanna Birgisdóttir og Helgi
Már Barðason. Hlutverk í leiknum
eru alls 11, en með helstu hlutverk
fara Sóley Guðmundsdóttir, Adolf
Erlingsson, Guðbjörg Guðmunds-
dóttir og Sigurður Ólason.
í frétt frá Sögu segir að „Anna
Lísa“ sé öðrum þræði gamanleikrit
og fjalli um unglinginn og sam-
skipti hans við fjölskyldu, vini og
umhverfi. Leikritinu er skipt í þrjá
meginþætti og segir hver þáttur frá
Önnu Lísu og vinum hennar á mis-
munandi aldursskeiðum.
Sýningar í Dynheimum verða
fjórar, en síðan leggur klúbburinn
upp í leikför um Norðurland og sýn-
ir á Hvammstanga 1. maí, Hofsósi
2. maí, í Hrísey 8. maí og á Grenivík
9. maí.
í ágúst áformar klúbburinn að
fara í leikför með „Önnu Lísu" til
Danmerkur og verður verkið vænt-
anlega sýnt í Reykjavík í leiðinni.
í Leikklúbbnum Sögu eru nú um
20 félagar, allir á aldrinum 14—22
ára.
Frá æfingu á Önnu Lísu.
Hágæðahúsgögn fyrir fólk
sem gerir kröfur
Heimsþekkt merki, Lubke-boröstofusett og Eilersen-sófasett.
Geysigott úrval af húsgögnum
Sófasett — boröstofusett — eldhúsgögn — veggeiningar —
kommóöur — forstofuhúsgögn — blómasúlur — blaöagrind-
ur, o.fl., o.fl.
Munid sérpöntunarþjónustu á húsgögnum frá Eilersen og
LUbke
Vid bjóöum ykkur velkomin í breytta og stærri verzlun.
TV'
ILJI
Bláskógar
ARMULI 8
SÍMi: 86080
1972
«2 AFMÆLI$SYNING
ÍBLÁSKOGUM
í dag kl. 2—5