Morgunblaðið - 22.04.1982, Síða 32

Morgunblaðið - 22.04.1982, Síða 32
Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 Síminn á afgreiðslunni er 83033 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1982 Jarðfræðileg greinargerð lögð fram í gær: Mikill fjöldi sprungna og mis- gengja á RauÖavatnssvæðinu — byggingar á sprungum í hættu vegna umbrota „LITLAK LÍKUK eru 0 siúrum skjálftum eða eldsumbrotum er eigi upptök sín á Kauðavatnssvæðinu en ekkert bendir til þess að umbrotum sé lokið á Keykjanesskaga og er mjog líklegt að við umbrot verði hreyftngar á sprung- um á Kauðavatnssvæðinu, einkum ef umbrotin eiga upptök sín á Krísuvík- ursveimnum. Kinnig er rétt að benda á að við mikil umbrot, sem eiga upptök sín á öðrum sprungusveim en þeim sem Kauðavatnssvæðið tengist, eða t.d. við stóran skjálfta á Suðurtandi geta orðið hreyfingar á sprungum á Kauða- vatnssvæðinu. l»ví er afar mikilvægt að koma í veg fyrir að byggingar lendi á sprungum." Þetta eru niðurlagsorð greinar- gerðar Halldórs Torfasonar, jarðfræðings, um sprungukort af Rauðavatnssvæðinu, sem lögð var fram á fundi framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar í gær. Það er stefna vinstri flokkanna í borgar- stjórn Reykjavíkur, að framtíð- arbyggð borgarinnar rísi á þessu svæði, sem ýmist er nefnt Austur- svæði eða Rauðavatnssvæði í skipulagsumræðum. Þegar nýtt aðalskipulag var gert um þetta svæði tók Halldór Torfason saman stutta greinargerð, þar sem aðeins var safnað saman þekktum upp- lýsingum um jarðfræði þess. Þar kom fram, að gera þyrfti mun ít- arlegri rannsókn á svæðinu, ekki síst með tilliti til sprungna. Grein- argerðin um þá rannsókn var sem sé lögð fram í gær. Jarðfræðingurinn lýsir svæðinu þannig: „Rauðavatnssvæðið (og Norðlingaholt) er þakið grágrýti, sem á upptök sín á Mosfellsheiði. Svæðið er á sprungubelti eða sprungusveim, sem hefur megin- stefnuna norðaustur-suðvestur. Sprungusveimur þessi nær frá Krísuvík og áfram til norðausturs upp í Mosfellssveit. Mikill fjöldi sprungna og misgengja er á svæð- inu norðan Rauðavatns, eins og glöggt kemur fram á kortinu. Áberandi misgengi takmarkar Selás að austan og gengur þaðan áfram gegnum Grafarheiðina. Einnig er áberandi misgengi um Rauðvatn austanvert. Norðantil á Reynisvatnsheiði má sjá gapandi sprungu. Opin sprunga fannst í golfvellinum við Grafarholt við gerð hans og greinileg misgengis- sprunga liggur um þvert Grafar- holt og eru Bullaugun tengd henni. Við framkvæmdir bæði í Breið- holti og Selási hafa fundist opnar sprungur undir jarðgrunninum (jökulruðningi). Rauðavatnssvæðið er á elsta hluta sprungusveims, sem liggur til norðausturs og er framhald á virku umbrotasvæði á Reykjanes- skaga (Krísuvíkursvæðið). Um- merki um ungar hreyfingar á Rauðavatnssvæðinu eru fá, enda yfirleitt erfitt að greina hreyf- ingar í jökulruðningi, en í holu 5 (af sex, sem gerðar voru á mis- munandi stöðum á svæðinu, þar sem talið var að finna mætti sprungur innsk. Mbl.) var greini- legt að bæði jökulruðningurinn og jarðvegurinn ofan á honum höfðu hreyfst, sigið um 40—50 sm.“ Sjá kort af sprungusveimum á Keykjanesskaga á bls. 13. MorfDinbladid/ Kristján Örn Klíasson. Dekksta mynd í efnahagsmálum um árabil, segir Jóhannes Nordal: 20% af þjóðartekjum til greiðslu erlendra skulda Erlendar skuldir hækka í 40% af þjóðartekjum — 3-7% samdrætti í framleiðslu sjávarafurða spáð ÞJOÐARTEKJUR á mann standa nú nánast í stað. l'ltlit er fyrir að útflutningstekjur vaxi lítið á næst- unni og allar líkur benda til að greiðslubyrði af erlendum lánurn þyngist úr 16,6% af tekjum þjóðar- búsins i 20% og að hlutfall erlendra skulda af þjóðarframleiðslu hækki upp í 40% úr 37% sl. ár. Þetta kom fram i ræðu Jóhannesar Nordals, bankastjóra Seðlabankans og for- manns bankastjórnar, á aðalfundi bankans í gær. Þar dró Seðlabanka- stjóri upp dökka mynd af stöðu og horfum í efnahagsmálum fslendinga og vitnaði m.a. til spár Þjóðhags- stofnunar sem gerir ráð fyrir að framleiðsla sjávarafurða geti dregist saman á þessu ári um 3—7% eftir því hver loðnuaflinn verður. Jóhannes kvað minnkandi hagvöxt að mestum hluta koma til vegna minnkandi aflaaukningar, en fram- leiðsla sjávarafurða jókst aðeins um 2% á sl. ári eftir að hafa aukizt að meðaltali nálægt 13% árlega fjögur árin þar á undan. Kvað Jóhannes mjög ótryggar horfur í afkomu þjóðarbúsins og aukning þjóðarútgjalda væri um- fram vöxt þjóðartekna. „Á undanförnum þremur árurn," sagði Jóhannes, „hefur verið um sáralitla aukningu raunverulegra þjóðartekna að ræða, og að því er virðist hreina stöðnun í þjóðartekj- um á mann. Engar horfur eru á bata á þessu ári og jafnvel ekki þótt lengra sé litið fram í tímann." Það kom fram í ræðu Jóhannesar að 10% samdráttur varð i íbúða- byggingum á sl. ári á sama tíma og opinberar framkvæmdir hafi aukizt um 4% en fjármagn í þær er að miklum hluta sótt í erlendar lán- tökur og lA hluti viðskiptahallans er vegna hærri vaxtagreiðslna erlendis, eða sem nemur 200 milljónum kr. Kvað Jóhannes viðskiptahalla sl. árs hafa verið jafnaðan eða rétt rúmlega það með erlendum lántök- um til langs tíma umfram afborgan- ir og erlendar skuldir hafa aldrei verið hærri eða sem nemur 37,2% af þjóðarframleiðslu ársins samanbor- ið við 34,7% árið áður og var það nýtt skuldahalamet þá. Sjá bls. 16, 17 og 18. Dómstóll í Bandaríkjunum: Islenzk kona framseld Grunuð um U/2 milljón kr. fíkniefnasmygl IKIMAKI í San Iliego í Kaliforniu í Kandaríkjunum kvað upp fyrir helgi úrskurð, þar sem fallizt var á að ís- lcnzk kona, sem yfirvöld hér á landi hafa krafizt framsals á vegna innflutn- ings á fíkniefnum, skuli framseld ís- lenzkum stjórnvöldum. Konan hefur haldið uppi hörðum vörnum gegn framsali og mun hafa áfrýjað úrskurði dómarans. Tildrög þessa máls eru þau, að ár- ið 1979 varð uppvíst, að allt að sex kílóum af hassi hafði verið smyglað inn í landið í undirvagni bifreiðar. sem var í eigu konunnar. Þá er kon- an grunuð um að hafa flutt inn og dreift 'h kg af hassolíu. Andvirði þessa magns í dag nemur um l'h milljón króna, eða sem nemur 150 milljónum gkróna. Þann 18. júní 1979 var gefinn út handtökuúr- skurður af Sakadómi í ávana- og fíkniefnum, en þá sátu nokkrir menn í gæzluvarðhaldi vegna máls þessa. Hins vegar kom í Ijós, að konan hafði forðað sér tii Bandaríkjanna. íslenzk stjórnvöld kröfðust framsals á henni og var hún eftirlýst vestra, en fór huldu höfði í tvö ár. Hún var handtekin síðastliðið haust og hefur barizt gegn því, að framsalskrafan næði fram að ganga. Handtökuúr- skurðurinn var fyrir skömmu kærð- ur til Hæstaréttar, sem vísaði mál- inu frá þar sem frestur til kæru væri löngu liðinn, en í niðurstöðu Hæstaréttar segir: „Eins og mál þetta er í pottinn búið, þykir ástæða til að taka það fram, að eigi er sýni- legt, að hinn kærði úrskurður sé haldinn neinum þeim göllum, er varði ómerkingu hans.“ Lesendaþjónusta Morgunblaðsins: Spurt og svarað um garðyrkju GAKÐYRKJA, hvort sem er til nytja eða yndisauka, er stunduð af fjölda manna og stöðugt fleiri bætast í hópinn. Margs er að gæta við ræktun matjurta, trjáa, runna og blóma og ýmsar spurningar leita á hugann. Morgunblaðið mun því næstu vikurnar veita lesendum sínum þá þjónustu að koma spurningum þeirra um garðyrkju á framfæri við kunnáttumann og leita svara við þeim. Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri, hefur góðfúslega fallist á að svara spurningum lesenda, jafnt um blómarækt, trjárækt og rækt- un matjurta. Lesendur geta hringt til ritstjórnar Morgunblaðsins í síma 10100 milli kl. 11 og 12 árdegis, mánudaga til föstudaga, og verða svör við spurningum þeirra birt fljótlega. Nauðsynlegt er að nafn og heimil- isfang spyrjenda sé tekið fram.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.