Morgunblaðið - 25.04.1982, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 25.04.1982, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1982 7 HUGVEKJA eftir séra Ólaf Skúlason dómprófast l*ú vorgyðja svífur úr suftrænum geim á sólgeisla vængjunum breiAum lil ísalands fannþöktu fjallanna heim að fossum og dimmbláum heiðum, ég sé hvar í skýjum þú brunar á braut, ó, ber þú mitt Ijóð heim í ættjarðar skaut. Þannig yrkir Steingrímur, og hversu mörg hjörtu önnur en hans eins hafa ekki glaðzt og fundið orkugjafa við söng og hljómkviðu vorsins. „Vorgyðj- an“, sem heldur norður um höfin til þess að færa íslands börnum þá gleði, sem því fylgir að horfa á bak dimmu vetrar og kulda skammdegis, er ætíð hinn mesti aufúsugestur. En það er brothætt, vorið okkar. Hversu oft höfum við ekki haldið, að það sé nú endanlega komið og hafi haslað sér völl það tryggilega, að ekkert hniki því framar fyrr en sumarið sjálft leysi það af hólmi, og þó orðið að sjá það víkja fyrir enn einum voninni. Fyrstu hlýju dagarnir eru teknir sem alvarleg vísbend- ing, og vonbrigðin, sem þeim oft fylgja, herða aðeins vissuna um það, að næstu sólardagar boði komu sumars í faðmi vorsins. Og eru þetta e.t.v. töfrar þess um leið? Óvissan, vonin þrátt fyrir endurtekin vonbrigði, draumur- inn, sem við íklæðum hjúpi raunveruleikans? Og segir þá ekki líka postulinn sjálfur: „Því að von er sést, er ekki von. Því að hver vonar það, sem hann sér? En ef vér vonum það, sem vér sjáum ekki, þá bíðum vér þess með þolinmæði." Og sagan er full dæma af fólki, sem glataði ekki voninni, þrátt fyrir erfiðleikana, sem aðra buguðu. Spámaðurinn Jeremía var einn slíkra. Hann var í fangelsi fyrir hispursleysi sitt við konung, og nú var óvina- her kominn að borgarmörkunum eins og bergmál af orðum og gjörðum spámannsins. Mér finnst svo oft, að við ætt- um að láta þessa hijóðlátu en þó máttugu von ráða meiru hjá okkur en raun ber vitni. Það eru alltof margir, sem annað hvort forðast að þiggja þann styrk, sem færir með sér frið, eða hafa ekki hugmynd um það, hvar hans er að leita. Jesaja spámað- ur sagði: „Fyrir afturhvarf og rósemi munuð þér frelsaðir verða," og hvað er rósemi annað en von, sem við látum móta viðbrögð, þannig að í stað fums og fáts komi yfirvegun og að- gæzla? Hvað er afturhvarf ann- að en að líta í spegil og viður- kenna það, að í því er engin bót, að finna ætíð afsakanir fyrir sjálfan sig í ásökunum á aðra? Afturhvarfið er að átta sig á því, eins og glataði sonurinn, að eina ráðið er að leita aftur til föður- Vorsins von köldum vetrarkrumlum, sem ógna blómum og brumi trjánna. Vorið er ætíð ævintýri og á það sammerkt með barninu. Enginn veit, hvaða stigu barnið velur sér eða lendir á, og fáir munu slíkir bjartsýnismenn, jafnvel þótt þeir telji sig sjá góða innviði í lund og gerð barnsins síns, að þeir viðurkenni ekki þær hættur allar, sem heft geta för þess og lagt það jafnvel lágt við foldu. Og eins er það með vorið, hversu mörg sannindamerki, sem við þykjumst þó hafa séð um end- anlega komu þess, þá erum við aldrei viss. Ekki einu sinni nú, hinn fyrsta sunnudag í sumri. Og þó höfum við liðna daga litið fagnandi til himins og glaðzt yf- ir sólargeisla, sem freistar okkar til að skilja yfirhafnir eftir, eða rokið út í garðinn til að fjar- lægja skjól það, sem að hausti var búið blómum og jurtum, full- viss um það, að nú sé öllu óhætt, og börnin leika sér í vorleikjun- um, í parís og með bolta. Bogin bök verða rétt og ygglibrún hverfur fyrir seiðmagni vorsins, sem brosið eitt sæmir. Fáir fagna slíkum aufúsugestum eins og við vordögum. Fáir gestir eru þá einnig ótryggari á skör eða eirðarlaus- ari á rúmbrík. Allt í einu horfn- ir, og tjóir þá lítt að kalla á eftir þeim: Nei, bíddu aðeins, ég var búinn að undirbúa glæsimóttök- ur, farðu ekki.“ En, það er horf- ið, og skjólið sem fyrr skýldi við- kvæmum gróðri er nauðsynlegt á ný, ef hægt á að vera að bjarga frá falli og forða frá tortímingu. Og samt rænir ekkert okkur og allir væntu þess, að fjand- menn hertækju landið, svo að eignir yrðu einskis virði og fólkið jafnvel fært í herleiðingu eins og svo oft tíðkaðist þá. Og Jeremía átti frænda, sem hét Hanameel og vissi vel um óvinaherinn, sem hann átti ekki von á að væri hægt að hrekja til baka. Þess vegna vænti hann þess, að land hans yrði senn einskis virði. Hann hélt til Jeremía og bauð honum forkaupsréttinn að land- inu. Og Jeremía tók honum ekki með hæðnishlátri, heldur gerði sér lítið fyrir og keypti af honum landið og gekk tryggilega frá öllu með vottum og undirskrift og vó andvirðið, sautján sikla silfurs, og afhenti frænda sínum. Það þarf ekki að efa það, að margir, nei, flestir hafa talið hann vitskertan. Þarna var hann í fangelsi sjálfur og óvinaher á næstu grösum. En Jeremía átti sér aðrar ástæður fyrir kaupun- um. Hann þurfti ekki akurinn, en hann notaði hann til þess að prédika yfir öðrum. Og boðskap- ur hans var sá, að Guð mundi ekki yfirgefa fólk sitt. Það ætti aðeins að snúa sér að honum og treysta honum og við þjónustuna við Guð mundi það öðlast styrk. Þess vegna sagði hann í nafni Guðs: „Enn skulu hús verða keypt og akrar og víngarðar í þessu landi.“ Jeremía glataði ekki voinni, þrátt fyrir allt hið neikvæða. Hann vænti vors, þótt aðrir litu gulnaða liti haustsins. Hann hefði getað sungið með okkur: Þú, vorgyðja svífur. „Því að í voninni erum vér hólpnir orðnir,“ sagði Páll löngu síðar ins og biðja hann fyrirgefingar 08 þiggja blessun hans, þ.e. að láta vonina ríkja til að ógnir hverfi. Vorið kemur. Það getur munað einhverjum dögum, og stundum þarf það að hopa á hæl fyrir ágangi vetrar, sem ófús víkur fyrir geislum þess. En hvernig sem veður er á sumardaginn fyrsta, þá bjóðum við sumarið velkomið með geisla í augum og von í hjarta, eins og við syngjum og höfum sungið um vorgyðjuna, sem svífur að sunnan og flytur þann söng, sem skyldari er von- inni en flest annað. Og í þeim boðskap heyrum við líka vitnis- burð Jeremía um það, að Guð vitji lýðs síns og yfirgefi hann aldrei, jafnvel þótt við munum hann svo sorglega sjaldan. En Guð vitjar okkar og Guð vekur okkur. Megi hann vitja okkar nú í blíðum blænum eins og spá- mannsins forðum, sem frekar átti þó von á honum í stormi eða eldi. Minni hvert fagurskrýtt blóm á viðkvæmu vori á hann, sem allt hefur skapað og skapar enn. Styrki hvert hret, sem blóminu ógnar, von okkar um bjartari tíma, svo að við verðum aldrei rænd fullvissu trúarinnar á hann, sem yfir öllu vakir, og svo elskar, að hann gefur allt. Varðveitum því vonina í fullri þolinmæði á nýbyrjuðu sumri, sem við væntum, að Guð láti gjöfult reynast, fólki og fénaði, landi og byggð. Verði sumarið gleðilegt vegna trúarinnar á hann, sem allt gjörir gott og þann frið varðveitir og gefur, sem enginn rænir. X3 Félag AwÞ bókagerðarmanna Vantar þig? Húsgögn á allt heimilið fást hjá xrit d Aðalfundur KM- Félags bókagerðarmanna veröur haldinn í dag að Hótel Loftleiðum (Víkingasal), kl. 13.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. húsgögn, Kangholtsvegi 111, símar 37010—37144 (tlB) Veróbreíamarkaöur Fjárfestingarfelagsins GENGI VERÐBRÉFA 25. APRÍL 1982 VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1970 1. flokkur 1970 2 flokkur 1971 1. flokkur 1972 1. flokkur 1972 2. flokkur 1973 1 flokkur A 1973 2. flokkur 1974 1 flokkur 1975 1. flokkur 1975 2 flokkur 1976 1. flokkur 1976 2. flokkur 1977 1 flokkur 1977 2 flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur 1981 2. flokkur Sölugengi pr. kr. 100.- 8.349,32 6.730,64 5.965,37 5.169.69 4.385,42 3.203,88 2.951,15 2.037,30 1.671,01 1.258.69 1.192,24 956,68 887,33 741,01 601,61 473,43 399,05 308,48 231,25 181,75 156,13 115,97 Meöalávöxtun ofangreindra flokka um- fram verötryggingu er 3,7—5%. VEÐSKULDABRÉF ÓVERÐTRYGGO: Sölugengi m.v. nafnvexti 12% 14% 16% 18% 20% (HLV) 40% 1 ár 68 69 70 72 73 82 2 ár 57 59 60 62 63 77 3 ár 49 51 53 54 56 73 4 ár 43 45 47 49 51 71 5 ár 38 40 42 44 46 68 VEÐSKULDABRÉF MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU: Sölugengi nafn- Ávöxtun m.v. vextir umfram 2 afb./ári (HLV) verðtr. 1 ár 96,49 2% 7% 2 ár 94,28 2% 7% 3 ár 92,96 2'/2% 7% 4 ár 91,14 2W/o 7% 5 ár 90,59 3% 7% 6 ár 88,50 3% 7’/4% 7 ár 87,01 3% 7'/4% 8 ár 84,85 3% 7%% 9 ár 83,43 3% 7%% 10 ár 80,40 3% 8% 15 ár 74,05 3% 8% VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLAI^ RÍKISSJÓÐS ugengi pr. kr. 100.- B — 1973 C — 1973 D — 1974 E — 1974 F — 1974 G — 1975 H — 1976 I — 1976 J — 1977 1. fl. — 1981 2,419,77 2.057,88 1.744,97 1.193,71 1.193,71 791,83 754,48 574,05 534.19 106,01 TÖKUM OFANSKRÁÐ VERÐBRÉF í UMBOOSSÖLU Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavík lónaðarbankahúsinu Simi 28566 Skólar í Englandi Pantanir á sumarnámskeið í Englandi veröa afgreiddar næstu vikur. Beztu og vönduöustu skólarnir. Mímir ) Brautarholti 4. Sími 10004 (kl. 1—5 e.h.). T3ílamatl:adutinn s^-taitisgotu 12-18 SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ: Datsun Bluebird 1981 Brúnn, ekinn 15 þús. 5 gira, út- varp. Skipti á ódýrari. Verö 140 þús. Toyota Tercel 1980 Ljósbrúnn, ekinn 28 þús. Verö 86 þús. Honda Accord 1980 Vinrauður, ekinn 40 þús., út- varp, segulband. Verö 128 þús. Mazda 323 1981 Sport Grænsanz, ekinn 6 þús. 5 gíra. Verö 123 þús. Volvo GL 244 1981 Brúnn, ekinn 12 þús. Sjálfskipt- ur, aflstýri. Verð 190 þús. Subaru 1800 4x4 1982 piat Ritmo 1980 Grænn, ekinn 5 þús. Verð 158 Grænn, ekinn 16 þús. Verð 80 ÞÚS. h(is Peugeot 504 dísel 1981 Citroen GS 1978 Grænn, ekinn 100 þús., útvarp, Brúnn, ekinn 39 þús. Utvarp, segulband. Verö 190 þús. segulband. Verö 72 þús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.