Morgunblaðið - 25.04.1982, Side 23

Morgunblaðið - 25.04.1982, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1982 23 Skattar ríkisins á einstaklinga frá 1977 Á I’ESSII súluriti kemur fram hlut- fall álagðra skatta ríkisins á einstakl- inga 1977 til 1981 — súla I sýnir hlutfall skatta af tekjum fyrra árs og súla 2 sýnir hlutfall skatta af tekjum þess árs, þegar greiðsla skattanna er innt af hendi. Upplýsingarnar eru fengnar úr skýrslu fjármálaráðherra til Alþingis um ríkisfjármál 1981. Eins og af súluritinu sést, hækkar hlutfallið verulega á árinu 1978. Það ár tók vinstri stjóm, undir forsæti Olafs Jóhannessonar, við landstjórn- inni. Eitt fyrsta verk hennar var aö gefa út bráðabirgðalög um afturvirka skatta. Álagningu tekju- og eigna- skatta það ár var lokið, en i bráða- birgðalögunum var mælt fyrir um það, að tekjuskattur skyldi hækkað- ur um 6% og lagöur skyldi á viðauki við eignaskatta einstaklinga. Þessir viðaukaskattar hafa síðan verið inni- faldir í tekju- og eignasköttum. Frá 1977 hefur skattbyrði eigna- skatta einstaklinga tvöfaldast, en tekjuskattbyrðin aukist um rúm 50%, ef tekið er mið af tekjum þess árs, sem fólk er að greiöa skattana, en það er augljóslega eðlilegasti mæli- kvarði skattbyrðarinnar frá sjónar- hóli skattgreiðenda. Eins og kunnugt er, hefur ríkis- stjórnin nú lagt fram frumvarp til laga um skyldusparnaó, sem enn eykur skattbyrðina. Borgarmálaskoðanakönnun Heimdallar: 88,2% aðspurðra telur óeðlilegt að borgin ráðstafi „of stóru húsnæði“ BIRTAR HAFA VERIÐ niðurstöður úr borgarmálaskoðanakönnun, er Heimdallur, samtök ungra sjálfstæðismanna, gengust fyrir meðal borgarbúa á aldrinum 20 til 25 ára nýlega. Samband var haft við 379 einstaklinga á þessum aldri í Reykjavík, og samþykktu 378 þeirra að svara þeim spurningum er bornar voru fram í skoðanakönnuninni, segir í frétt er Morgunblaðinu hefur borist frá stjórn Heimdallar. Meðal niðurstaða úr skoð- anakönnuninni má nefna, að 72,8% aðspurðra kváðust hafa verið andvígir fjölgun borg- arfulltrúa úr 15 í 21. Fylgjandi fjölguninni kváðust 22,6% vera. Spurt var, hvort það fyrirkomulag að hafa pólitísk- an borgarstjóra eins og var á valdatíma sjálfstæðismanna, hefði reynst betur eða verr en núverandi fyrirkomulag. 30,4% sögðu það hafa reynst verr en núverandi fyrirkomu- lag, 42,0% betur, 17,7% töldu það svipað og 4,6% svöruðu ekki. 50% kváðust nota stræt- isvagna oft, 32,5% sjaldan, 17,5% ekki. 24% aðspurðra töldu næsta byggingasvæði eiga að vera við Rauðavatn og Selás, 55% norður með strönd- inni frá Grafarvogi yfir Korp- úlfsstaðaland, og 21% svaraði ekki eða hafði ekki skoðun. Þá kom fram, að 21% töldu að þeim tveimur milljónum nýkróna er varið var til úti- taflsins hefði verið vel varið, 71,8% töldu því illa varið, 7,2% svöruðu ekki. Spurt var um „punktakerfið" við lóða- úthlutun. 38,4% töldu það jákvætt, 43,5% neikvætt og 6,2% töldu það engu breyta. 11,9% svöruðu ekki. 9,9% að- spurðra töldu, að fjölgun laun- aðra nefnda og ráða í Reykja- vík á yfirstandandi kjörtíma- bili væri æskileg. 80,9% töldu þróunina óæskilega, 4% svör- uðu ekki. 71,8% töldu eðlilegt að fólki væri leyft að leggja video-kapla milli húsa, 24,2% töldu svo ekki vera og 4% höfðu ekki skoðun. 3,5% töldu eðlilegt, að „of stórt húsnæði" væri tekið leigunámi, 88,2% töldu það óeðliiegt, 8,3% höfðu ekki skoðun á málinu. Ýmsar fleiri spurningar voru lagðar fram í könnuninni og verður nánari grein gerð fyrir þeim í Mbl. síðar. LjÓNm. Mbl.: Krislján gosdrykkjaiðnaði. Nýlega hefur verið hafin stórfelld framleiðsla á „sérstöku kornsýrópi", sem kemur algjörlega í stað sykurs og er um 15 af hundraði ódýrara. Notkunin eykst jafnhratt og nýjar verk- smiðjur taka til starfa og fram- boðið eykst. Mikilvægi þessarar þróunar má sjá af því, að gos- drykkjaframleiðendur þar í landi nota 25—30 af hundraði allrar sykurframleiðslunnar, en það er svipað hlutfall og hérlendis. Má reikna með, að notkun þessa sér- staka kornsýróps breiðist fljótlega út til V-Evrópu og fleiri landa, þegar hægt verður að fullnægja síaukinni eftirspurn. Önnur þróun, sem hefur haft áhrif til minnkunnar sykurneyzlu er mikil umræða um óhollustu sykurs. Því hefur aukizt notkun cyclamats og sakkaríns í stað sykurs, sérstak- lega hjá gosdrykkjaframleiðend- unum. Má í því sambandi benda á, að sykurneyzla á íbúa í Bandaríkj- unum minnkaði um 10 af hundraði á árunum 1970—1980. Síðustu misseri hefur þessi þróun verið enn örari.“ Örn Hjaltalín kemst að þeirri niðurstöðu í greinargerð sinni, að til þess að sykurverksmiðja gæti borið sig þyrfti verðlag að vera nálægt þremur finnskum mörkum á kíló. Ef verksmiðja gæti ekki selt um 10 þús. tonn á ári, sem er ársnotkun Islendinga, yrði kostn- aðarverð hvers kílós enn hærra. Síðan segir hann: „Nú er heimsmarkaðsverð með flutningskostnaði hingað t.d. á þýzkum sykri FIM 1,80—2,00 á kíló. Þetta er það verð, sem gos- drykkjaframleiðendur kaupa syk- ur á í 50 kg sekkjum. Þegar líður fram á árið og væntanlegra áhrifa metuppskerunnar 1982 fer að gæta er líklegt, að heimsmarkaðs- verðið lækki verulega. Lækki það t.d. um 20—30 af hundraði þá yrði verðið FIM 1,35—1,65 á kíló með flutningskostnaði hingað. Yrði þá verðið svipað og það var yfirleitt á árunum 1977 og 1979. Af framan- sögðu held ég að glögglega megi sjá, að rekstur sykurverksmiðju hérlendis er því miður vonlaus. Takist svo hrapallega til, að við reisum sykurverksmiðju, munum við í framtíðinni líklega búa við miklu hærra sykurverð en ella. Óttast iðnrekendur mjög, að þegar í ljós kemur, að rekstrargrund- völlur fyrir sykurverksmiðju er ekki fyrir hendi, verði innflutn- ingur sykurs bannaður og innlendi sykurinn verðlagður þannig, að verksmiðjan geti borið sig. Væri hér því enn eitt dæmið um ranga fjárfestingu, sem halda niðri lífskjörum og auka á verðbólgu- vanda okkar Islendinga.“ Er nú ekki ástæða til, að þeir menn, sem unnið hafa að undir- búningi sykurverksmiðjunnar í Hveragerði á kostnað skattgreið- enda, komi fram með einhver and- mæli við þessum röksemdum manns, sem hefur verulega þekk- ingu á sykurmarkaðnum, bæði hér og erlendis? Og er ekki ástæða til, að alþingismenn, em eiga að taka ákvörðun um sykurverksmiðju í Hveragerði, hagnýti sér slíka þekkingu þegar þeir taka ákvörð- un um, hvort farið skuli út í þess- ar framkvæmdir eða ekki? Svepparækt I þessum umræðum í vetur um ný fyrirtæki hefur að vísu ekki verið fjallað um svepparækt, en í athyglisverðri grein eftir Bjarna Helgason á Laugalandi í Borgar- firði, sem birtist í Morgunblaðinu 17. apríl sl. kemur fram, að Orkustofnun hefur gert skýrslu um svepparækt á íslandi, orku- þörf svepparæktunar og hugsan- lega stórræktun á sveppum hér á landi. Bjarni Helgason, sem hefur ræktað sveppi að Laugalandi í Borgarfirði í tvo áratugi, fjallar um þessa skýrslu Orkustofnunar í fyrrnefndri grein og segir: „Skýrsluhöfundur Orkustofnunar kemst að þeirri niðurstöðu, að markaður ætti að vera fyrir 375 tonn af sveppum hér á landi á ári á næstu árum, þrátt fyrir þá stað- reynd, að heildarneyzla lands- manna á nýjum og niðursoðnum sveppum nemi nú ekki nema 50 tonnum á ári. Núverandi neyzla á nýjum sveppum nemur um 1V4 tonni á mánuði og er rúmlega helmingur þess magns innlend framleiðsla og á hún eftir að aukast hlutfallslega á næstu mán- uðum. Nú er ekki nema von, að framtakssamir einstaklingar renni hýru auga til svepparæktar, þegar skýrslugerðarmenn opin- berrar stofnunar komast að þeirri niðurstöðu, að hér sé ónýttur markaður fyrir hundruð tonna af sveppum árlega, að ónefndum möguleikum „sem gætu falist í út- flutningi ætisveppa í stórum stíl“. En lítum á, hvernig þessi niður- staða er fengin. Tekið er meðaltal neyzlu 15 annarra þjóða og það lagt til grundvallar útreikn- inganna án þess að gefa því nokk- urn gaum, að í sumum þessara landa er aldalöng hefð á sveppa- neyzlu og að neyzluvenjur þessara þjóða eru ólíkar neyzluvenjum okkar, sem erum því vanastir að borða kjöt og fisk og reyndar hvattir til þess með niðurgreiðslu á landbúnaðarvörum öðrum en grænmeti og sveppum. Ég á bágt með að trúa því með allri virðingu fyrir skýrsluhöfundi, að lands- mönnum opinberist skyndilega á næstunni, að þeir skuli sjöfalda sveppaneyzlu sína til þess að ná einhverju meðaltali úti í löndum, eða vegna þess, að skilyrði kunna að vera fyrir hendi hér á landi til aukinnar svepparæktar." Síðan segir Bjarni Helgason: „Rétt er að auka þá framleiðslu á ferskum ætisveppum hérlendis svo ekkí þurfi að flytja þá inn og mun hún reyndar aukast á næst- unni, en hins vegar er fjárhags- lega varhugavert að framleiða hér sveppi til niðursuðu í stórum stíl á sama tíma og Danir og Hollend- ingar, reyndir svepparæktendur, berjast í bökkum með sína fram- leiðslu vegna samkeppni frá lönd- um, eins og Formósu, en þar er framleiðslukostnaður lítill og verðið þar af leiðandi lágt... Það er ætíð skynsamlegt, að rasa ekki um ráð fram og opinberum aðilum er ekki sízt skylt að gefa sér raunhæfar forsendur, svo að niðurstöðurnar verði marktækar, en kasti ekki glýju í augu þeirra, sem leggja trúnað á þær. Það er álíka villandi að halda því fram, að hér verði markaður fyrir 375 tonn af sveppum á næstu árum og að staðhæfa að hér megi setja á markað hlutfallslega eins mikið af svínakjöti og í Danmörku, eða kjúklingakjöti og í Bandaríkjun- um, einungis vegna þess, hverning neyzluvenjur þessara tveggja þjóða hafa mótast.“ Hér hafa verið nefnd þrjú dæmi um nýjar atvinnugreinar, sem skýrslur hafa verið samdar um og áætlanir gerðar um, ýmist á veg- um opinberra aðila, eða í mjög ná- inni samvinnu við opinbera aðila, eða ætlast er til, að opinberir aðil- ar leggi fram verulega fjármuni til. Hér hafa þrír einstaklingar, sem hver og einn hefur víðtæka þekkingu á sínu sviði komrð fram á sjónarsviðið og andmælt þessum áætlunum og talið, að þær séu ekki á rökum reistar. Óneitanlega virðist þetta segja nokkra sögu um það út í hvaða farveg iðnþróun á Islandi er að komast, og ekki að ástæðulausu, að fyrrverandi for- maður Félags ísl. iðnrekenda var- ar við því, sem hann kallar „skrifborðsiðnþróun".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.