Morgunblaðið - 25.04.1982, Síða 42

Morgunblaðið - 25.04.1982, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRIL 1982 Spennandí og áhrifamikil mynd um áhrif eiturlyfja — segir Samúel Ingvarsson um kvikmyndina Krossinn og hnífsblaðið sem nú er sýnd í Reykjavík SAMHJÁLP hvílasunnumanna, sem hefur undanfarin ár rekið meðferð- arheimili fyrir áfengissjúklinga i Hlaðgerðarkoti, hefur jafnframt því starfi sínu sinnt nokkurri útgáfu- starfsemi. Bækurnar Krossinn og hnifsblaðið, Hlauptu, drengur, hlauptu og Láttu mig gráta hafa ver- ið seldar í miklum upplögum. Verið er nú að innrétta sérstaka félagsmiðstöð í húsnæði Sam- hjálpar í Reykjavík, að Hverfis- götu 42. Er þar ætlunin að opna í haust og bjóða upp á aðstöðu og dagskrá fyrir þá unglinga, sem mikið leita í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Síðustu mánuði hafa Samhjálp- armenn sýnt kvikmynd eftir sög- unni um Krossinn og hnífsblaðið. Mbl. ræddi stuttlega við Samúel Ingvarsson hjá Samhjálp, sem annast hefur þessar sýningar og spurði hann um tilgang þeirra. — I vetur hef ég ferðast nokkuð um landið með þessa kvikmynd og sýnt hana meðal nemenda 7.-9. bekkjar grunnskóla og í nokkrum framhaldsskólum. I myndinni greinir frá flokkum óaldarungl- inga í New York og hvernig presti nokkrum, sem fær þá köliun að starfa meðal þeirra, tekst að vinna traust þeirra. Unglingarnir eru eiturlyfjaneytendur og helsta iðja þeirra eru rán og gripdeildir og flokkarnir berjast hverjir gegn öðrum. Við teljum að ísienskir ungl- ingar, sem komist hafa í nokkra snertingu við áfengi og ýmsa vímugjafa, hafi gagn af því að sjá mynd sem þessa, en hún er eins konar ábending eða viðvörun til þeirra um hvaða líferni getur beð- ið þeirra ef þau ánetjast vtmugjöf- um. En hæfir myndin íslenskum að- stæðum? Vinnum einnig fyrir- byggjandi starf — Auðvitað er þetta bandarísk mynd um bandaríska unglinga, en ég held að allir séu sammála um að á Islandi er nokkurt eiturlyfja- vandamál fyrir hendi og öðru hvoru berast fregnir um alvarleg ofbeldisverk. Við teljum að Sam- hjálp eigi að vinna fyrirbyggjandi starf og þess vegna höfum við ráð- ist í bókaútgáfu og sýnum nú þessa kvikmynd til að gefa mynd af því hvað ofnotkun eiturlyfja og áfengis getur haft í för með sér. Samhjálp hefur að aðalmarkmiði að hjáipa áfengissjúklingum og þeim sem orðið hafa undir í bar- áttunni við ofneyslu lyfja, en einn- ig teljum við skyldu okkar að reyna að vinna fyrirbyggjandi starf. Og Samúel greinir nokkru nán- ar frá þeirri sögu er myndin fjall- ar um: — David Wilkerson heitir bandarískur sveitaprestur, sem finnur sig knúinn til að vinna meðal afbrotaunglinga þegar hann sér hvernig 7 unglingar voru dæmdir fyrir morð á einum jafn- aldra sinna. Honum tókst ekki að ná sambandi við unglingana í dómssalnum og verður fyrir mikl- um vonbrigðum, telur að ekkert þýði fyrir sig að reyna að komast unglingarnir litu á hann sem sinn mann og óvin yfirvalda. Hann vinnur traust þeirra og kynnist kjörum unglinga götunnar í Har- lem- og Brooklyn-hverfunum, en þar eru hvers kyns glæpir og bar- dagar daglegt brauð. Unglingarnir virðast hörð og hrjúf á yfirborð- inu, mega ekki sýna tilfinningar og í myndinni er aðallega fjallað um einn foringja þeirra, Nicky Cruz, sem allir óttast. Ber umhyggju fyrir afbrotaunglingum David Wilkerson reynir að ná til unglinganna í einmanakennd þeirra og með boðskap sínum um kærleika og trú kemst hann smám saman að þeim og þau sjá að þar er á ferðinni maður sem vill bera umhyggju fyrir þeim. Þetta er leikin mynd, framleidd af World Films og leikur Pat Boone Wilk- erson og Erik Estrada Nicky Cruz og er hún sýnd með íslenskum texta. Hvað fannst unglingum hér um þessa mynd? — Þau hafa mörg tjáð sig um að þetta sé í senn spennandi og áhrifamikil mynd og vel upplýs- andi um þennan heim ungling- anna. Áður en ég sýni myndina hef ég kynnt hana nokkrum orðum og rætt t.d. um eiturlyf og áfeng- isneyslu, bent á þá skaðsemi, sem sannað er að geti hlotist af neyslu þessara efna og hvatt unglingana til að tileinka sér efni hennar, þ.e. þá viðvörun, sem þar kemur fram. Þessar kvikmyndasýningar í skólunum hafa verið í samvinnu við skóiastjóra og nemendafeiög. að þeim, en síðar kom í ljós að AAalpersóna myndarinnar, Nicky Cruz, þjarmar hér að öðrum foringja óald- arflokks: Ég gæti drepið þig, en ég get líka látið það vera og ég ætla ekki að drepa þig í þetta sinn. DOLAV 700 lítra rúmtak. Fáanleg fyrir snúnings- lyftara eöa meö losanlegum hjólum. Eitt sponsgat eöa alsett götum á botni og hliöum. Krókagöt á hornum. DOLAV einkaumboð á íslandi Klapparstíg 29 101 Reykjavík S. 91-24620 — 26488 PLASTKÖR DOLAV plastkörin eru nú þegar í notkun í fiskverkunarstöövum um allt land. Yfir 2000 kör. Vinsældir DOLAV karanna er engin tilvilj- un. Þau eru ódýr, sterk, auðveld í þrifum og viðhaldi, létt (40 kg) og meðfærileg. Fjölhæf: Hvort sem er í saltfiskverkun, skreiöarverkun, til geymslu á fiski í mót- töku o.fl. o.fl. Tæknilegar upplýsingar: Oaldarflokkarnir í hverfum New York-borgar börðust hverjir gegn öðrum og ofbeldi hvers konar og blóðsúthellingar voru daglegt brauð, en sveitapresturinn David Wilker- son vann traust unglinganna og hafði áhrif á að þau breyttu um stefnu. Ég hef fengið að kynna myndina í bekkjum og síðan er hún sýnd utan skólatíma, síðdegis eða um kvöldið og er seldur aðgangur. Hafa unglingarnir sótt myndina mjög vel, um það bil 60% þeirra, en færri í þeim framhaldsskólum sem ég hef heimsótt. Búið er að sýna hana meðal unglinga á Reykjavíkursvæðinu, Snæfellsnesi og Borgarfirði, á Suður- og Norð- urlandi og ráðgert að fara til ísa- fjarðar eftir nokkrar vikur. Síðustu sýningar í Reykjavík Er þetta einkum mynd fyrir unglinga? — Nei, ég tel hana eiga jafnmik- ið erindi til fullorðinna og því höf- um við fengið Gamla bíó á leigu til að sýna hana nokkrum sinnum í vikunni. Verður myndin sýnd frá mánudegi til fimmtudags, kl. 17, 19:15 og 21:30 þessa fjóra daga. I þessum sýningum er að sjáifsögðu nokkur fjárhagsleg áhætta fólgin fyrir Samhjálp, en við teljum myndina eiga erindi og því viljum við gefa fólki kost á að sjá hana hér. jt- Atvinnuljósmyndari í ísrael, með áhuga á hjólreiðum, tónlist og ferðalögum. Hann er 28 ára: Eliezer Hadashi, 6 Aminadav Street, Kamat Gan 52 342, ISRAEL Átján ára japönsk skólastúlka, getur ekki um áhugamál: Hiromi Aoshia, 16—3 Nishikusabuka-cho, Shizuoka-city, Shizuoka-pref. 420, JAPAN Fimmtán ára japönsk skólastúlka með áhuga fyrir Íslandi: Shoko Kimura, 662—39 Kamisugeta-cho, Hodogaya-ku, Yokohama-shi, Kanagawa-ken, 240 JAPAN Átján ára vestur-þýzk stúlka með áhuga á ferðalögum, íþróttum, tónlist, frímerkja- og póstkorta- söfnun. Skrifar á ensku, frönsku eða þýzku: Eva-Maria Stolberg, P.O. Box 1746, D-4670 Liinen, W-GERMANY.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.