Morgunblaðið - 30.04.1982, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.04.1982, Qupperneq 1
56 SIÐUR 92. tbl. 69. arg. FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Styrjöld Argentínumanna og Breta talin óumflýjanleg Argentínumenn hafna tillögum Haigs og lýsa yfir 200 mílna ófridarsvæði Hinn nýskipaði landstjóri Arg- entínu á Falklandseyjum á götu í Port Stanley en hinir inn- fæddu virða hann ekki viðlits. Landflótta Falklendingar í Bretlandi segja, að landar þeirra sýni andstöðu sína við innrásarmennina með því að horfa undan eða niður fyrir sig þegar þeir mæta Argentínu- monnum. I.ondon, Washington, Huenos Aires, 29. apríl. Al*. KLUKKAN 11 fyrir hádegi í dag, fóstudag, gengur í gildi algert bann Breta við ferðum erlendra llugvéla og skipa innan við 200 mílur frá Falklandsevjum og er nú breska flotadeildin, 27 skip, þar af tvö flug- móðurskip, tilbúin til tafarlausra átaka. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Breta, sagði í dag á skyndifundi Neðri dcildarinnar, að Sameinuðu þjóðirnar gætu ekkert frekar gert og vísaði á bug kröfum stjórnarand- stöðuþingmanna um að draga flotann til baka. Argentínumenn höfnuðu í dag síðustu friðartillögum Haigs, utanrikisráðherra Bandaríkjanna, lýstu því yfir, að 200 mílur frá ströndum landsins væri ófriðarsvæði og virðist nú fátt geta komið í veg fyrir styrjöld milli þeirra og Breta. Al*-simam>nd. „Það er hámark ístöðuleysisins að rjúka til öll sem eitt og senda flotann á vettvang og að vilja svo ekki beita honum. Slíkar blekk- ingar hittu aðeins sjálf okkur fyrir," sagði Thatcher á fundi Neðri deildarinnar í dag þegar hún svaraði kröfu nokkurra Verkamannaflokksþingmanna um að flotanum yrði snúið við. Einn úr þeirra hópi, Reg Race, spurði þá hve mörgum mönnum hún væri tilbúin til að fórna á vígvellinum og svaraði Thatcher því á þessa leið: „Það er aðeins eitt, sem er mikilvægara friðinum, og það er frelsið og réttlætið. Ef aðrir hefðu ekki barist fyrir því handa okkur, gæti háttvirtur þingmaður ekki einu sinni spurt mig þessarar spurningar." Francis Pym, utan- ríkisráðherra, sagði við þessa um- ræðu, að ef Argentínustjórn féllist ekki á friðsamlega lausn, þá „verð- um við að beita valdi". Argentínustjórn hafnaði í kvöld siðustu friðartillögum Haigs, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og kvað þær „hvergi fullnægj- andi“. I þeim var lagt til, að Arg- entínumenn og Bretar kveddu her sinn á brott og að samstjórn þeirra og Bandaríkjamanna yrði á Falklandseyjum næstu fimm árin. Argentínumenn lýstu því einnig yfir, að 200 mílur frá ströndum landsins væru nú ófriðarsvæði og að breskar flugvélar og skip, sem færu inn í land- og lofthelgi þeirra yrðu tafarlaust skotin niður. Viðbrögð Breta og Bandaríkja- manna við þessari afstöðu Argent- ínumanna voru enn ekki kunn seint í gærkvöldi en ljóst er, að stríðslíkurnar hafa nú aukist um allan helming. Breska útvarpið vitnaði í dag í bandarískar leyniþjónustuheim- ildir og sagði, að nokkur hópur breskra landgönguliða hefði geng- ið á land á Falklandseyjum fyrir þremur dögum til að undirbúa töku þeirra og í dag gáfu ónefndir embættismenn bresku ríkisstjórn- ar í skyn, að slík aðgerð væri nú yfirvofandi. Aðspurður hvort hún yrði um heigina svaraði einn því til, að hún kynni að „koma fyrr. Sum dagblaðanna segja, að stefnt sé að árás á Port Stanley. Svo er ekki. Við eigum margra annarra kosta völ.“ Þessi orð eru túlkuð þannig, að Bretar ætli sér að taka fyrst Vestur-Falkland og hluta af Austur-Falklandi og þrengja smám saman að argentínska her- liðinu í höfuðstaðnum. Sjá ið.. .Rússar ganga á á bls. 15. lag- Við munum taka U upp merkið aftur sögöu fyrstu Samstöðumennirnir sem fengu frelsi í gær Varsjá. 29. apríl. AP. IIERSTJORNIN i Póllandi lét í dag lausa fyrstu fangana af þeim 1000, sem hún hefur tilkynnt, að fái frelsi á næstunni. Fjórir leiðtogar Samstöðu, sem fara huldu höfði, gáfu í dag út yfirlýsingu og greindu frá stofnun nýrrar landsnefnd- ar í stað þeirrar, sem var fyrir herlögin. Jafnframt hvöttu þeir til viðræðna við stjórnvöld að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Meðal þeirra fyrstu til að fá frelsi í dag voru 35 Samstöðumenn, sem haldið hefur verið í Bialoleka- fangelsi í Varsjá, og voru fimm þeirra með rautt og hvítt armbindi Samstöðu þegar þeir yfirgáfu fang- elsið. „Okkur var bara sagt að taka saman pjönkurnar og hypja okkur á brott,“ sagði einn mannanna. „Nú munum við taka upp merkið aftur og berjast fyrir endurreisn Sam- stöðu.“ Jan Kulaj, leiðtogi bænda innan Samstöðu, var meðal þeirra, sem var sleppt í dag en ekkert var sagt um örlög Lech Walesa. Kona hans, Danuta, sagði í dag í viðtali við AP-fréttastofuna, að hún ætti ekki von á að fá að sjá mann sinn bráðlega. I yfirlýsingu Samstöðuleiðtog- anna fjögurra segir, að eitt megin- skilyrðið fyrir samstarfi við stjórn- völd sé að Walesa verði látinn laus því að án hans verði engin lausn fundin á vandamálum þjóðarinnar. ,Við erum reiðubúnir að grípa til þeirra ráða, sem duga til að neyða stjórnvöld til viðræðna við Sam- stöðu undir forystu Walesa," sagði í yfirlýsingunni en hana undirrita Zbigniew Bujak, leiðtogi Samstöðu í Varsjá, Wladyslaw Frasyniuk, fyrir Slesíu, Bogdan Lis, fyrir Gdansk, og Wladyslaw Hardek fyrir Suður- Pólland. Þeir hvetja einnig til 15 mínútna verkfalls í öllum verk- smiðjum 13. maí nk., á fimm mán- aða afmæli herlaganna, og skora á alla bílstjóra að stöðva farartækin í eina mínútu þann sama dag og þeyta hornin. Eins og siðvenja er í ríkjum kommúnista ætlar pólski herinn að sýna mátt sinn og megin á hátíðis- degi verkalýðsins, 1. maí, og telja margir, að ef til átaka komi þá kunni það að verða mjög afdrifaríkt fyrir ástandið í landinu um næstu framtíð. Bandarískir þingmenn vilja stuðning við Breta Washinglon. 29. apríl. Al*. UTANRÍKISMÁLANEFND banda- rísku fulltrúadeildarinnar sam- þykkti í dag ályktun þar sem skorað er á Bandaríkjastjórn að sýna Bret- um „fullkominn stuðning" í Falk- landseyjadeilunni ef ekki tekst að finna á henni friðsamlega lausn. í öldungadeildinni hefur einnig verið borin fram álvktun um stuðning við Breta „með öllum tiltækum ráðum" og gerast þar æ fleiri fylgismenn hennar. I ályktun utanríkismálanefnd- arinnar, sem nú kemur til at- kvæða í fulltrúadeildinni, segir, að Bretar séu „dyggur bandamaður, sem hefur staðið við hlið Banda- ríkjamanna í gíslamálinu og endranær á erfiðleikastundu". Bent er á, að Bandaríkjastjórn hafi lagt sig í líma við að leysa deiluna með samningum og sagt, að ef það beri engan árangur eigi hún að styðja Breta heilshugar og réttmætar kröfur þeirra. Flutn- ingsmaður ályktunarinnar, Steph- en J. Solarz, demókrati frá New York, sagði í dag í umræðum um hana, að afstaöa Bandaríkja- manna myndi hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir framtíðarsam- skipti þeirra við Breta og önnur Vesturlönd. í umræðum í öldungadeildinni í dag um stuðningsyfirlýsingu við Breta sagði Joseph Biden, öld- ungadeildarþingmaður fyrir Dela- ware, að stjórnin ætti að búa sig undir að beita öllum ráðum til að tryggja brottflutning Argentínu- manna frá Falklandseyjum og sjálfsákvörðunarrétt íbúanna. Þessi ályktun hefur ekki enn verið lögð fram formlega en í dag lýstu margir þingmenn yfir stuðningi sínum við hana. Evrópuráðið skor- aði í dag á Argentínumenn að fara á brott frá Falkiandseyjum og taka aftur upp eðlilega samninga við Breta um framtíð þeirra. 20 þjóðir af 21 greiddu áskoruninni atkvæði en Spánverjar sátu hjá. Á MIÐNÆTTI bárust þær fréttir, að Bandaríkjastjórn væri að undirbúa stuðnings- yfirlýsingu viö Breta þar sem friðsamleg lausn væri útilok- uö. Forseti valinn í E1 Salvador San Salvador. 29. apríl. Al*. DR. ALVARO Magana, bankastjóri ríkisbankans í Kl Salvador, var í dag kjörinn forseti landsins með 36 atkv. gegn 17 en sjö sátu hjá. Dr. Magana naut stuðnings fjögurra flokka af fimm og var það aðeins hinn öfga- sinnaði hægriflokkur D’Aubuisson, fyrrv. majórs, sem honum var and- vígur. Dr. Alvaro Magana er hagfræð- ingur að mennt, íhaldsmaður en hlynntur þeim umbótum, sem Duarte, fyrrv. forseti, hefur beitt sér fyrir. Hann hefur oft verið ráðunautur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og talinn mjög hæfur maður á því sviði. Kristi- legir demókratar studdu hann og er talið, að úr þeirra hópi verði a.m.k. tveir af þremur varaforset- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.