Morgunblaðið - 30.04.1982, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982
Sjúkrahús Keflavíkur:
Reyndustu Ijósmæðurnar
segja upp vegna óánægju
með ráðningu deildarstjóra
TV/KK af reyndustu Ijósmæðrum við Sjúkrahús Keflavikur, þær Kagnheiður
Brynjólfsdóttir og l>óra l'orgilsdóttir, hafa nú sagt upp störfum vegna óánægju
með ráðningu deildarstjóra við fæðingardeildina þar. Eins og fram hefur
komið í fréttum Morgunblaðsins hafa 1.019 konur á svæði læknishéraösins
ritað undir mótmæli vegna þessa og krafizt skýringa hjá stjórn sjúkrahússins.
Astæður þessarar óánægju eru ur eitt og einn stjórnarmanna skil-
þær að fyrir skömmu var staða
deildarstjóra á fæðingardeild
sjúkrahússins auglýst laus til um-
sóknar og var þar um nýja stöðu að
ræða. Var hún auglýst eins og
venja er innan sjúkrahússins, að
sögn Alberts K. Sanders, eins af
stjórnarmönnum sjúkrahússins.
Tvær umsóknir bárust, frá Sól-
veigu Þórðardóttur og Ragnheiði
Brynjólfsdóttur. Hafði Ragnheiður
19 ára starfsreynslu sem Ijósmóðir
og hefur tekið á móti tæplega 3.000
börnum, en Sólveig eins árs
starfsreynslu, en er hjúkrunar-
fræðingur að mennt auk þess að
vera ljósmóðir. Hjúkrunarforstjóri
sendi stjórn sjúkrahússins ummæli
um umsækjendur og taldi þá báða
hæfa, en mælti með ráðningu
Ragnheiðar vegna reynslu hennar.
Atkvæðagreiðsla innan stjórnar-
innar fór síðan á þann veg að Sól-
veig fékk 3 atkvæði af 5, Ragnheið-
Opið hús í Val-
höll á morgun
Sjálfstæðisfélögin í Keykjavík
standa fyrir opnu húsi í Valhöll, Háa-
leitisbraut 1, á morgun, laugardaginn
I. mai.
Formaður 1. maí-nefndar sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík setur
samkomuna klukkan 16.15.
Strengjasveit Tónlistarskólans í
Reykjavík leikur undir stjórn Mark
Reedmans. Magnús L. Sveinsson,
formaður Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur, flytur ræðu. Elísabet
Erlingsdóttir syngur lög við ljóð eft-
ir Halldór Laxness við undirleik Jór-
unnar V'iðar. Margrét S. Einarsdótt-
ir sjúkraliði flytur ávarp. Hafliði
Jónsson leikur á píanó og Magnús
Kjartansson hljómlistarmaður ann-
ast tónlistarflutning. Kynnir verður
Ásdís Loftsdóttir. Veitingar eru
ókeypis.
Allt sjálfstæðisfólk er velkomið á
samkomuna, sem haldin er undir
kjörorðinu „Stétt með stétt".
aði auðu.
Sólveig Þórðardóttir skipar
þriðja sætið á lista Alþýðubanda-
lagsins í Keflavík til komandi
sveitarstjórnarkosninga, en að
sögn Alberts K. Sanders eru engar
líkur á því að hér hafi verið um
pólitískt mál eða stöðuveitingu að
ræða.
I bréfi, sem mótmælunum fylgdi,
segir meðal annars að undirritaðar
telji ákvörðun meirihluta stjórnar
sjúkrahússins jaðra við siðleysi og
að þeir ættu ekki að hrekjast fyrir
annarlegum sjónarmiðum, gleyma
því að gæta hófs og virða að vettugi
almennar reglur um val starfs-
fólks, meðal annars um reynslu og
starfsaldur.
Sagði Albert ennfremur að
stjórn sjúkrahússins hefði enn ekki
rætt málið formlega, en það yrði
væntanlega tekið fyrir í næstu
viku.
Akureyri:
Hjúkrunar-
fræðingar
segja upp
Hjúkrunarfræðingar á Akureyri
héldu fund um kaup og kjör í gær.
Á fundinum kom fram mikil
óánægja með stöðu mála og var
samþykkt samhljóða að segja upp
störfum frá og með 1. maí með
þriggja mánaða uppsagnarfresti.
Fundinn sátu 40 hjúkrunarfræð-
ingar.
Sáttanefnd ríkisins:
Spurt og
svarað um
garðyrkju
Athygli er vakin á því, að
lesendur geta haft samband
við ritstjórn Morgunblaðsins
í síma 10100 á milli kl. 11 og
12 á morgnana og komið á
framfæri fyrirspurnum um
garðyrkjumál.
Morgunblaðið hefur fengið
Hafliða Jónsson, garðyrkju-
stjóra, til að svara spurning-
um lesenda og munu fyrstu
svörin birtast fljótlega. Veit-
ir hann svör við spurningum
varðandi blómarækt, trjá-
rækt, sem og ræktun mat-
jurta.
Rétt er að geta þess, að
nauðsynlegt er að nafn og
heimilisfang spyrjenda fylgi
með.
Frá fundi Vöku.
Formaður stúdentaráðs úr
röðum Vöku eftir 12 ára hlé
ÞANN 24. apríl sl. var haldinn að-
alfundur Vöku, félags lýðræðis-
sinnaðra stúdenta við Háskóla ís-
lands. Aðalfundur var haldinn
óvenju seint að þessu sinni vegna
þeirrar óvissu sem ríkti um mynd-
un meirihluta í Stúdentaráði en er
nú lokið meö endumýjuðu sam-
starfi Vöku og Félags umbóta-
sinna.
Aðalfundurinn var með hefð-
bundnu sniði. Stjórn Atla Eyj-
ólfssonar skilaði skýrslu um
störf stjórnar félagsins á liðnu
ári og lagðir voru fram endur-
skoðaðir reikningar félagsins. I
stjórn Vöku fyrir næsta starfsár
voru kosnir: Formaður Sigur-
björn Magnússon, ritstjóri Vöku-
blaðsins Oli Björn Kárason, og
fimm meðstjórnendur, þau
Margrét Jónsdóttir, Pétur Gunn-
arsson, Kristján Jónsson, Karl
Konráð Andersen og Hannes
Heimisson.
Á fundinum kom fram að
Vökumanna bíða mörg verkefni.
I sumar verður haldinn í fyrsta
sinn hér á landi aðalfundur Evr-
ópusamtaka lýðræðissinnaðra
stúdenta (European Democratic
Students, EDS) en Vaka er aðili
að þessum samtökum. Hingað
koma 35—40 erlendir stúdentar
frá 15—17 Evrópulöndum. Al-
menn ánægja var með að tekizt
hafði að mynda meirihluta í
Stúdentaráði og sérstaklega að
Vökumaður er nú formaður Stú-
dentaráðs eftir um 12 ára hlé. Er
það Gunnar Jóhann Birgisson,
hann var efsti maður á lista
Vöku í Stúdentaráðskosningun-
um í vor, segir í frétt frá Vöku.
Fundurinn var fjölsóttur og um-
ræður fjörugar.
Geir Hallgrímsson í útvarpsumræðunum:
Tókum einvígisáskor-
un Alþýðubandalagsins
— Við heyrðum það í ræðu Svav-
ars Gestssonar hér fyrr í kvöld, að
hann lítur á sveitarstjórnarkosn-
ingarnar sem átök milli Alþýðu-
bandalagsins og Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðismenn taka þessari einvig-
isáskorun, sagði Geir Hallgrímsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins, í út-
varpsumræðunum á Alþingi i gær-
kvöldi. Hann sagði Sjálfstæðisflokk-
inn berjast fyrir frelsi einstaklingsins
til orðs og æðis en Alþýöubandalagið
sækja fram undir kúgunar- og mið-
stýringarstcfnu kommúnismans.
— Alþýðubandalagið ætlaði að
reyna að sameina andstæðinga
sjálfstæðismanna um eitt framboð
gegn þeim i sveitarstjórnarkosn-
ingunum í nágrannabyggðum
Reykjavíkur, en það tókst ekki,
sagði Salome Þorkelsdóttir (S) í
ræðu sinni. Taldi hún einsýnt, að
tekist yrði á miili Sjálfstæðisflokks
og Alþýðubandalags í komandi
sveitarstjórnarkosningum.
Halldór Blöndal (S) sagði það
vera í rökréttu framhaldi af lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins, að full
eining hafi náðst meðal sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík um framboð
til borgarstjórnarkosninga, sömu
sögu væri að segja um Akureyri og
hvarvetna annars staðar. Taldi
hann margt benda til þess, að sú
verði gifta flokks og þjóðar, að
Sjálfstæðisflokkurinn rísi upp
sterkari en nokkru sinni fyrr.
Svavar Gestsson, formaður Al-
þýðubandalagsins, taldi, að „milli-
flokkarnir" skiptu engu máli í kom-
andi sveitarstjórnarkosningum,
átökin væru á milli Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðubandalagsins.
Vil vita hver er af-
staöa Jafnréttisráðs
— segir Þorsteinn Halldórsson
— í ÖLLll þessu tali um jalnrétti, sem
mér finnst oft vera nokkur þvæla, datt
mér í hug að kanna hvort Jafnréttisráð
myndi vilja líta á þetta mál kvenna-
framboðanna, sagði Þorsteinn Hall-
dórsson, tvítugur piltur úr Kópavogi,
•m kærði kvennaframboð í Keykja-
Ákvörðun um frestun tekin síðar
vík og á Akureyri til Jafnréttisráðs, en
ráðið tekur kæruna til meðferðar nk.
miðvikudag.
— Mér sýnist í fljótu bragði ekki
frekara jafnrétti á ferðinni í
kvennaframboðunum en annars
staðar og þótt þær hafi sagt að
karlmenn séu meðal stuðnings-
manna, þá er á framboðslistann að
líta, þar eru eingöngu konur og
hvaða jafnrétti er það? Þess vegna
vildi ég kanna hvaða afstöðu Jafn-
réttisráð, sem starfar á kostnað
skattborgaranna, tæki til þess arna,
enda eru til sérstök lög um jafnrétti,
sagði Þorsteinn Halldórsson einnig.
Mætum að sjálfsögðu á boðaða sáttafundi, segir Þorsteinn Pálsson
SÁTTANEFND ríkisins ákvað á
fundi sínum í gær að halda skyldi þá
sáltafundi í kjaradeilu ASÍ og VSÍ,
sem þegar hefur verið boðað tii,
þrátt fyrir beiðni VSÍ um frestun við-
ræðna fram yfir kosningar. I>ví
verða fundir á mánudag með félög-
um og samtökum innan ASÍ og á
þriðjudag með sáttanefndum ASl og
VSÍ. Sáttanefndin mun síðan taka
frekari afstöðu til frestunarbeiðn-
innar eftir þá fundi.
Morgunblaðið hafði samband
við Þorstein Pálsson, fram-
kvæmdastjóra Vinnuveitendasam-
bandsins, vegna þessa. Sagði hann
að fulltrúar Vinnuveitendasam-
bandsins myndu að sjálfsögðu
mæta á sáttafundi, sem sátta-
semjari boðaði til, það væri bæði
skylt að lögum og eins teldu þeir
það eðlilegt að hlýða því kalli. Það
hefði reyndar verið tekið fram við
sáttasemjara þegar honum hefði
verið afhent yfirlýsing VSÍ. Hitt
væri annað mál, að fundirnir yrðu
alveg jafn tilgangslausir og áður.
Þess væri ekki að vænta að þar
yrði um neinn árangur að ræða
frekar en á fyrri fundum. Afstaða
VSÍ byggðist einfaldlega á því að
þeir vildu ekki halda áfram að
hlekkja fólkið í landinu með því að
mæta stöðugt til funda og láta líta
svo út sem einhverjar alvöruvið-
ræður væru í gangi, eftir að marg-
ir helztu forystumenn ASI hefðu
lýst því opinberlega yfir, að úrslit
samninganna fengjust ekki fyrr
en eftir 22. maí. VSÍ teldi að það
væri rangt að blekkja almenning í
landinu með því að halda ein-
hverju öðru fram. Það réðist síðan
eftir þessa fundi hvert framhaldið
yrði, það væri ekkert hægt að
segja um það á þessu stigi. Það
væri alfarið á valdi sáttasemjara
að boða til sáttafunda.
„Hann og sáttanefndin verða að
meta það, okkar ósk var sett fram
vegna þess að það var orðið ljóst
að margir helztu forystumenn
verkalýðshreyfingarinnar ætluðu
sér ekki að semja á næstunni og
því vildum við ekki vera að halda
uppi þessum blekkingaleik.
Ákvörðun um framhaldið er á
valdi sáttasemjara og henni hlýð-
um við,“ sagði Þorsteinn.
Samningar um
Blöndu aö takast
ATVINNUMÁLANEFND Sameinaðs
Alþingis sat á fundi i mest allan gær-
dag og fjallaði meðal annars um
Blönduvirkjun.
Eggert Haukdal, formaður
nefndarinnar, sagði seint í gær-
kvöldi, að málin hefðu þokast
áfram og kvaðst hann halda að
samningar væru að takast. Sagði
Eggert að annar fundur væri
boðaður hjá nefndinni klukkan 8
árdegis í dag.