Morgunblaðið - 30.04.1982, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982
5
Akureyri:
Kristinn G. Jóhannsson
sýnir í Rauða húsinu
Akureyri.
KRISTINN G. Jóhannsson
listmálari hefur opnað myndlist-
arsýningu í Rauða húsinu. Þar
sýnir hann 7 svartlistarsyrpur,
alls um 40 myndir.
Flestar eru myndirnar
dúkristur af ýmsum mynstr-
um á hlutum í Minjasafninu á
Akureyri, svo sem útskurði á
rúmfjöl og hurð, prjónlesi og
vefnaði, og vinnur listamaður-
inn úr þessum mynstrum á
margvíslegan hátt. Aðeins ein
mynd er til af hverri dúkristu.
Auk mynstranna eru nokkrar
svarthvítar teikningar.
Sýningin er opin daglega kl.
16—20 fram á sunnudaginn 2.
maí.
Sv.P.
Skólasýningu Asgríms-
safns lýkur 2. maí nk.
SKÓLASÝNINGU Ásgrímssafns
sem opin hefur verið sl. þrjá mánuði
lýkur sunnudaginn 2. maí.
Sýningin, sem er mjög fjöl-
breytt, er öllum opin. Ásgríms-
safn, Bergstaðastræti 74, verður
opið kl. 13.30—16.00 á sunnudag.
Safnið verður síðan lokað um hríð
meðan nýrri sýningu verður komið
fyrir.
Davíð afgreiddi mál-
ið innan sólarhrings
ÞORSTEINN Haraldsson, Melbæ
vid Sogaveg, kom með eftirfarandi
bréf á ritstjórn Mbl. og bað um að
það yrði birt. Fer það hér á eftir:
„Við, sem búum við Sogaveg,
höfum lengi öslað drullupolla og
for. Ófrágengin gangbraut fram-
an við húsin norðanmegin við göt-
una er sannkölluð hryggðarmynd.
Ibúarnir hafa lengi gengið í
geitarhús borgarinnar að leita
ullar — mætt fyllstu kurteisi,
fengið klapp á bakið, en engar
framkvæmdir.
Með langlundargeði og þolin-
mæði hefur baráttunni fyrir
mannsæmandi umhverfi verið
haldið áfram. Það var þó ekki fyrr
en mánudaginn 26. apríl, að und-
irrituðum hugkvæmdist að af-
henda Davíð Oddssyni afrit af
bréfi sínu til borgarstjóra og önn-
ur gögn varðandi gangbraut
þessa. Tæpum sólarhring síðar var
málið komið á borð borgarráðs.
Fyrir tilstuðlan þeirra Davíðs og
Alberts Guðmundssonar, sem
flutti málið ásamt honum, er
gangbrautin komin á teikniborð-
ið.
Þó svo sum okkar séu fylgjandi
löngu tímabæru kvennaframboði
og einhverjir íbúanna styðji litlu
flokkana (eins og gengur), breytir
það ekki því að við kunnum að
þakka það sem vel er gert.
Það hefur verið sagt um Davíð,
að hann eigi að halda sig að leik-
ritagerð og frá borgarmálefnum.
Víst er að maðurinn skrifar góð
leikrit — en ofangreint dæmi sýn-
ir, að hann er jafnframt mannteg-
und, sem sízt er of mikið af í
opinberum stöðum.
Þorsteinn Haraldsson,
Melbæ við Sogaveg."
„Ibúarnir hafa lengi gengið í geitarhús borgarinnar til að leita ullar,“ segir m.a. i bréfinu, en jafnframt aó fyrir
tilstuðlan Davíðs og Alberts Guðmundssonar, sem flutti málið með honum, sé gangbraut við Sogaveginn nú
komin á teikniborð.
Úr fórum borgarstiórnar 1978—1982:
Glundroði 1 Æskulýðsráði
Ofstjórn nefnda og ráöa hjá
vinstri mönnum í borgarstjórn-
inni í Reykjavík hefur gert allt
stjórnkerfi borgarinnar þungt í
vöfum og seinvirkt. í hverri nefnd
og ráöi þurfa þrír stjórnmála-
flokkar þar aö auki aö bræöa
saman ólík sjónarmið og koma
niöurstööunni í gegnum kerfiö til
endanlegrar samþykktar flokks-
• bræöra sinna í borgarráöi og
borgarstjórn, því er ekki aö furöa
þótt mál séu afgreidd seint og illa
og stundum aldrei.
Æskulýösmál ættu aö vera
laus viö stjórnmála- og persónu-
deilur innan meirihluta borgar-
stjórnarinnar. Þaö segir því sína
sögu aö vinstri fulltrúar í Æsku-
lýösráöi, sem bera ábyrgö á
æskulýösmálum borgarinnar,
hafa frá upphafi rifizt innan ráös-
ins.
Fundargeröir Æskulýösráös
eru opinberar heimildir um
starfshætti vinstri flokkanna hjá
Reykjavíkurborg. Þeim sem vilja
kynnast svokölluöu „samstarfi"
þessara flokka, mun vafalaust
þykja fróölegt aö sjá hvernig þaö
hefur veriö í reynd samkvæmt
skráöum fundargeröum. Þar sem
mikiö hefur veriö bókaö á heilu
kjörtímabili, veröur aö nægja aö
taka nokkur dæmi af handahófi.
Fundur 18. desember 1978
Tekin var fyrir tillaga frá for-
manni Æskulýösráðs, Sjöfn Sig-
urbjörnsdóttur, en upphaf henn-
ar var á þessa leið:
Æskulýðsráó Reykjavíkur
lýsir megnustu vanþóknun á
þeirri róðabreytni Rauð-
sokkahreyfingarinnar aö
selja vín og leyfa vínneyzlu í
Tónabæ á fjölskyldu-
samkomu samtakanna þar
4. nóv. sl.“
Fulltrúar Alþýöubandalagsins
brugöust skjótt viö og fluttu til-
lögu, sem hófst þannig:
„Vió undírrituð leggjum til
aö tillögu Sjafnar Sigur-
björnsdóttur veröi vísað frá.“
Fulltrúi Framsóknarflokksins
lét ekki sitt eftir liggja og flutti
þriöju tillöguna og má af því
marka, aö hann hafi haft sér-
skoðun á málinu, þótt ekki sé vel
Ijóst, hver hún var.
Þaö voru síöan sjálfstæðis-
menn, sem skáru úr ágreiningi
vinstri mannanna meö því að
samþykkja tillögu formannsins.
Fundur 12. febrúar 1979
Fulltrúar Framsóknarflokksins
og Alþýöubandalagsins fluttu til-
lögu, þar sem segir m.a.:
„Meö vísan til áður yfirlýstr-
ar stefnu fulltrúa í Æsku-
lýösráöi mótmælir ráöió
harölega þeim fyrirætlunum
aó leggja Útideild niöur.“
Hér mótmæla fulltrúar tveggja
vinstri flokka í Æskulýðsráöi
fyrirætlunum vinstri manna í
borgarráði harðlega.
En oddviti vinstri manna í
Æskulýösráöi, fulltrúi Alþýðu-
flokksins, var ekki á sama máli
og lét m.a. bóka:
„Á fundi, sem 8 borgar-
fulltrúar meirihlutans héldu
fyrir viku, var samþykkt m.a.
með atkvæðum alþýðu-
bandalagsmanna aö leggja
niður starf Útideildar mest-
an hluta árs 1979.“
Fulltrúar Alþýöubandalagsins
og Framsóknarflokksins svöruöu
þessari bókun meö nýrri bókun,
mjög langri, þar sem þeir ávíta
sína menn í borgarstjórn fyrir
þaö m.a. aö ráöast á garöinn þar
sem hann sé lægstur og aö hafa
ekki samráö við þá, sem málum
séu kunnugastir, þ.e.a.s. flokks-
bræöur sína í Æskulýösráöi. Um
þetta segir orörétt í bókuninni:
„Viö teljum aö finna megi
aðrar leiöir til sparnaðar en
aö ráöast á garöinn þar sem
hann er lægstur, og aö í
þessu sambandi hefói veriö
happasælla aö hafa samráö
viö þær stofnanir, sem mál-
inu eru kunnugastar.“
Fundur 26. marz 1979
Fundum Æskulýösráös er aö
sjálfsögöu stjórnaö af formanni
þess, og eins og fram er komiö
gegnir fulltrúi Alþýðuflokksins
formennskunni. Eitthvaö hlýtur
því aö hafa veriö á undan gengiö,
þegar fulltrúar hinna samstarfs-
flokkanna létu gera svohljóöandi
bókun:
„Aö gefnu tilefni óskum viö
undirrituð eftir aö framvegis
veröi fariö aó fundarsköpum
á fundum ráósins. Auglýstir
dagskrárliöir fái sitt rúm á
fundum ráösins, málfrelsi
fundarmanna sé tryggt og
aö athugasemdir og bókanir
séu færöar til bókar sé þess
óskað.“
Ekki veröur þetta skiliö ööru
vísi en svo, aö vinstri menn hafi
svipt hvern annan málfrelsi, brot-
iö fundarsköp o.s.frv.
Fundur 23. apríl 1979
Bókun, sem fulltrúi Alþýöu-
bandalagsins lét gera á þessum
fundi, er athyglisverö þótt efniö
sé ekki merkilegt, svo vel sem
hún lýsir því hvaö vinstri menn
hafa eytt kröftum sínum í „sam-
starfinu" mikla í borgarstjórn
Reykjavíkur. Bókunin hljóöar svo
í heilu lagi:
„Ég fer hér með fram á þaö
aö í framtíöinni veröi liöur-
inn önnur mál jafnan síöasti
liöur á dagskrá á fundum
ráösins."
Þessi bókun á heima í afreka-
skrá vinstri meirihlutans í borgar-
stjórn Reykjavíkur!
Fundur 21. ágúst 1979
Þaö gæfi ekki rétta mynd af
samstarfi vinstri manna i Æsku-
lýösráöi aö geta ekki um neina
tillögu, sem þeim tókst að veröa
sammála um. Hér veröur ein slík
nefnd. Svohljóöandi bókun var
samþykkt:
„Æskulýösráó mótmælir
harölega þeim drætti, sem
oröið hefur á ákvöróun borg-
arráös um aó ráóa í stööu
framkvæmdastjóra ráösins.
Jafnframt krefst Æskulýðs-
ráö þess, aó málió veröi af-
greitt á næsta fundi borgar-
ráðs, þ.e. á föstudag nk. Vill
Æskulýösráð í þessu sam-
bandi minna á óþolandi
seinagang borgarráös á af-
greiöslu samþykktar Æsku-
lýðsráös Reykjavíkur varö-
andi Tónabæ, en afgreiðsla
borgarráðs á því máli hefur
nú staðið í tæpt ár og er
ólokiö enn.“
Þessa tillögu sem er í raun
árás á vinstri meirihlutann i
Borgarráöi, studdu sjálfstæöis-
menn og var hún því samþykkt
meö öllum greiddum atkvæöum.
Fundur 28. ágúst 1979
Svo var komiö vinstra sam-
starfinu á þessum fundi, aö full-
trúi Framsóknarflokksins lét gera
um þaö bókun aö vinnubrögö
Sjafnar Sigurbjörnsdóttur í til-
teknu máli væru „óheiöarleg og
lýstu vanviröu vió borgarfulltrú-
ann Kristján Benediktsson“.
Hér hefur veriö rakinn stuttur
kafli úr samstarfssögu vinstri
manna í borgarstjórn Reykjavík-
ur meö þeirra eigin oröum. Lengi
mætti halda áfram aö segja svip-
aöa sögu úr Æskulýösráöi og
öörum nefndum og ráöum undir
stjórn vinstri manna. Um slíkt
stjórnarfar hefur lengi veriö not-
aö oröiö glundroöi og er þaö enn
i fullu gildi.