Morgunblaðið - 30.04.1982, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 30.04.1982, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982 ÞESSA viku hefur staðið yfir í Reykjavík svonefnt Evrópumót hvítasunnumanna. Hittast hér til fundahalda fulltrúar safnaða hvitasunnumanna í Evrópulönd- um. Eitt aðalverkefni þeirra hér er að skipuleggja næsta Evrópu- þing hvítasunnumanna, sem halda á í Þýskalandi árið 1984. Morgunblaðið ræddi stutt- lega við tvo fulltrúa á mótinu, annan frá Rúmeníu og hinn frá Ungverjalandi. — Þetta er í fyrsta sinn, sem ég er á íslandi, en þetta er greinilega forvitnilegt land og hér býr gott fólk og hæfileikamikið, sagði Trand- afir Sandru, sem býr í Búkar- est. — Eg er prestur í kirkju hvítasunnumanna í Búkarest og er auk þess ritstjóri tíma- rits kirkju okkar og stjórna einnig eins konar námskeiða- haldi í guðfræði. Ég kom til starfa í hvíta- sunnuhreyfingunni eftir stríðið, en kirkja hvítasunnu- manna hóf að starfa í Rúm- eníu 1922 þegar fyrsta kirkjan var opnuð. Starfið var ýmsum erfiðleikum bundið framan af og hófst eiginlega ekki að marki fyrr en eftir stríð þegar okkur var leyft að starfa að fullu frelsi. Núna eru hjá okkur 800 kirkjur, en auk hvítasunnumanna eru í Rúm- eníu m.a. rétttrúnaðarsöfnuð- ir og söfnuðir mótmælenda. Er mikill áhugi á kirkju og kristni? — Hann hefur verið mjög vaxandi síðustu árin og það höfum við glöggt fundið. Allar kirkjur eru opnar og stöðugt fjölgar trúuðu fólki. Við fáum að starfa svo lengi sem við förum að lögum og eigum ekki í útistöðum við yfirvöld, sem láta okkur afskiptalaus. Þetta hafa verið ánægju- legir dagar hér í Reýkjavík og okkur er það mikils virði að geta farið og hitt trúbræður Trandafir Sandru frá Rúmeníu okkar frá öðrum löndum, það er alltaf mikilvægt að taka þátt í samstarfi sem þessu. Einnig var rætt stuttlega við Attila Fabián, en hann býr í Búdapest í Ungverja- landi: — Ég hef tekið þátt í starfi hvítasunnumanna í Ungverja- landi frá 1962 er ég var 17 ára, en faðir minn var einnig prestur og hef ég verið um nokkurra ára skeið prestur í einum söfnuði hvítasunnu- manna. Við höfum gott samband við Norðurlöndin, aðallega Svía og Finna, en einnig önn- ur lönd í Evrópu. Við höfum t.d. fengið gesti heim og þeir hafa prédikað hjá okkur og við ferðumst til annarra landa til að taka þátt í sam- starfi og sjá hvernig aðrir söfnuðir skipuleggja sitt starf. í samanburði við mót- mælendur eru hvítasunnu- menn kannski ekki margir, en þeim fer fjölgandi og af þeim l-jósm. Krislján Kirkjum hvítasunnu- manna fer fjölgandi — segja tveir fulltrúar þeirra frá Ungverjalandi og Rúmeníu Frá Evrópuþingi hvítasunnumanna: Attila Fabían frá IJngverjalandi söfnuðum sem telja má full- orðinsskírendur eru söfnuður hvítasunnumanna í öðru sæti næst á eftir baptistum. Áður fyrr máttu þessir kristilegu söfnuðir ekki starfa í landinu, en við eigum nú heilbrigð og eðlileg samskipti við ríkisstjórn og yfirvöld og eftir síðari heimsstyrjöldina hefur fjölda safnaða verið leyft að taka til starfa í Ung- verjalandi. Mér hefur verið það mikil ánægja að kynnast Islending- um, hér býr gott og rólegt fólk og hér virðist ekki ríkja sá asi og flýtir sem stundum verður vart í sumum öðrum löndum, og sláum við þá botninn í spjall við fulltrúa hvítasunnu- manna, enda voru þeir á leið að hitta forseta íslands, en síðan biðu þeirra frekari fundahöld. Lýkur fundum þeirra hér á laugardag, en á kvöldin hafa þeir tekið þátt í samkomum í kirkju Fíladelf- íusafnaðarins í Reykjavík. Fulltrúar hvítasunnusafnaða frá mörgum Evrópulöndum þinga þessa viku í Reykjavík. Færði Grímseyjar- kirkju góða gjöf GÍSLI Sigurbjörnsson forstjóri af- henti biskupi fslands, herra Pétri Sigurgeirssyni, nýlega gjöf að upp- hæð kr. 20.000 til Grímseyjarkirkju og með gjöfinni fylgdi eftirfarandi bréf. „Á þessu ári eru sextíu ár liðin frá því að Elli- og hjúkrunarheim- ilið Grund tók til starfa. Séra Sigurbjörn Á. Gíslason, einn stofnenda og formaður stjórnarnefndar til æviloka, lét sér annt um fólkið í Grímsey og þótti vænt um það. Meðfylgjandi ávísun er gjöf til kirkjunnar í Grímsey til minn- ingar um hann og samstarfsmenn. Með bestu kveðju frá okkur á Grund til fólksins í Grímsey og herra biskupsins, sem um langt árabil var prestur þess.“ íslenska kirkjan þakkar þessa Verðmæti Spánar- samningsins 170 millj. króna EINS OG Morgunblaðið skýrði frá í gær, þá hefur Sölusamband ísl. fiskframleiðenda nú gengið frá sölu á 6000 tonnum af saltfiski af þessa árs framleiðslu til Spánar. Verðmæti samningsins er á milli 15 og 16 milljónir dollara eða 160 til 170 milljónir króna að því er Morgunblaðinu var tjáð í gær. myndarlegu gjöf og þann hlýhug sem að baki liggur. Stjórn Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar með Gísla Sigurbjörnsson í far- arbroddi hefur hlynnt að mörgum góðum málum um langt skeið og gefið þar fordæmi og vakið marga til meðvitundar um félagsleg og kirkjuleg mál. (Fréll frá Biskupslofu.) Ingólfsstræti 18 s. 27150 Viö Ljósheima Urvals 3ja herb. ibúð í lyftu- húsi með útsýni. í Háaleiti Góð 3ja herb. íbúð. í Hraunbæ Úrvals 4ra herb. ibúð. Viö Sörlaskjól Falleg 3ja herb. kjallara- íbúð. Samþykkt. Tvöfalt verksmiðjugler. Harðviðar- eldhús. Sér hiti. Sér inn- gangur. Viö Njálsgötu Snyrtileg 3ja herb. íbúð á hæö í steinhúsi. Sala eöa skipti. 4ra herb. m. bílskúr Góö endaibúð á annarri hæö viö Hvassaleiti. Laus í júlí. Einkasala. Akveöin sala. Við Eyjabakka Úrvals 4ra herb. íbúð á þriðju hæð (efstu). Víðsýnt útsýni. Laus 1. sept. Auk annarra eigna á söl- uskrá. Benedikt Halldórsson sölustj. Hjalti Steinþórsson hdl. Gústaf Þór Tryggvason hdl. SIMAR 21150-21370 SOIUSTJ LARUS Þ VAL0IMARS L0GM J0H Þ0ROARS0N HDl Til sölu og sýnis yfir helgina: Parhús við Hávallagötu meö 6 herb. ibúö á tveim hæðum 64x2 fm. Kjallari um 75 fm með einstaklingsíbúð, þvottahúsi og geymslum. Trjá- garöur. Þetta er góö eign, vel byggö og vel meö farin. Laus í júlí nk. Úrvalsíbúð við Austurbrún ofarlega í háhýsi. 2ja herb. um 56 fm. Stórkostlegt útsýni. Nánari uppl. á skrifst. Suður íbúð við Sléttahraun á 3. hæö um 105 fm. Ný eldhúsinnrétting, nýleg teppi, þvottahús á hæðinni. Laus strax. Gott verö. Bílskúrsréttur. 4ra herb. íbúð við írabakka á 3. hæö rúmir 90 tm. Tvennar svalir, góö sameign. Verö aöeins kr. 850 þús. Laus eftir óskum kaupanda. Höfum á skrá fjölda fjársterkra kaupanda. AtMENNA FASTEIGHASALAH LAUGAVEG118 SIMAR 21150-21370 endur athugið Erum þátttakendur aö alþjóölegri matvælasýningu í París í haust. Tökum aö okkur ýmsar kynningar á ísl. matvælum, svo sem auglýsingar, bæklingadreifingar, vörukynningar o.s.frv. Þessi sýning er stærsta sinnar tegundar í Evróþu meö rúmlega 200.000 gesti frá yfir 120 löndum. Frekari upplýsingar veita: í Reykjavík: Kristján Einarsson (91) 24015. í Grimsby: Hilmar F. Foss (90 44) 472 44721. Fylkir LTD, Wharncliffe Road, Fish Docks, Grimsby, England, tlx.: 527173.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.