Morgunblaðið - 30.04.1982, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982
MEYJASKEMMAN:
„Hún smýgur manni bein-
línis inn að hjartastað“
„Það er með nokkrum endemum
hvernig þessi söngleikur, Meyja-
skemman, kemur fram í sviðs-
ljósið," sagði Sigmundur. „Þeir fé-
lagarnir Dr. A.M. Willner og H.
Reihert sömdu leikinn. Handritið
sendu þeir svo til Heinrich Berté
tónskálds og mæltust til að hann
semdi tónlist við leikverkið. Berté
brást vel við en þegar til kom vildi
enginn taka verkið til sýningar.
Það var ekki fyrr en töluvert
löngu síðar að leikhússtjóri nokk-
ur dregur handritið upp úr skúffu
hjá sér og skoðar það nánar, að
skriður fer að komast á málið.
Honum leist ekkert á tónlistina
eftir Berté, en eitt lag sem Berté
hafði notað eftir Schubert féll
honum forkunnar vel. Leikhús-
stjórinn setti það skilyrði fyrir
uppfærslu að öll lögin yrðu eftir
Schubert, og því varð Berté að
hlíta þó honum þætti það súrt í
broti."
Er þá ekkert í þessu verki sem
er eftir Berté?
„Það er eiginlega ekkert nema
uppröðun og samhengi laganna —
það eru til yfir 700 sönglög eftir
Schubert, þannig að úr mörgum
var að velja, og vissulega hefur
Berté tekist að velja þau smekk-
lega.
Meyjaskemman var svo sýnd
1916 og varð strax mjög vinsæl
meðal almennings. Schubert var
þá þegar orðinn þekkt og virt
tónskáld en var þó ekki orðinn
mjög kunnur meðal almennings.
Verkið bögglaðist hins vegar fyrir
brjóstinu á gagnrýnendum í
Schubert gefur Hönnu dóttur Tschöll hirðglermeistara hýrt auga. (Sigurður
Björnsson og Katrín Sigurðardóttir í hlutverkum sínum.)
Giuditta Grisi, hirðóperusöngkona, hefur Franz von Schober barón grunaðan
um fjöllyndi í ástarmálum og veitir honum átölur. (Júlíus Vífill og Anna
Júlíana Sveinsdóttir.)
„Markmið okkar
skemmtileg sýning
var hugljúf og
— ekki annatV4
fyrstu, og reyndar hefur það viljað
loða við síðan. Maður getur vel
skilið það ef maður vill. Hugsaðu
þér t.d. ef Jónasi Hallgrímssyni
væri stillt upp í söngleik á svipað-
an hátt og Schubert í Meyja-
skemmunni! í fyrstu uppfærslun-
um var Schubert líka hafður mikið
aulalegri en hann er í þessari sýn-
ingu — í þessari uppfærslu er
fremur lögð áherzla á hið mann-
lega í fari hans.“
Hvernig finnst þér að þessi upp-
færsla hafi heppnast?
„Mér finnst að hún hafi heppn-
ast vel, þó það sé reyndar ekki
mitt að dæma um það. Þessi leik-
gerð Steiners er að ýmsu leyti
frábrugðin eldri uppfærslum, en
Meyjaskemm'an er gamalt verk
sem auðvitað ber merki síns tíma.
Það hefur mikið verið lagt í að
gera þessa sýningu sem best úr
garði og raunverulega má segja að
blóminn úr íslenskri söngvara-
stétt taki þátt í þessu. Þá eru mjög
góðir leikarar jafnvel í smáhlut-
verkum, Arni Tryggvason fer t.d.
á kostum í hlutverki leynilög-
reglumannsins og lífgar mikið
uppá þótt hann sé ekki lengi á
sviðinu.
Burðarásinn í þessu verki er
hins vegar tónlistin — þetta er
söngleikur fyrst og fremst. Það er
hreint ótrúlegt hvað tónlistin í
þessu verki á mikinn hlut í manni
— hún smýgur manni beinlínis
inn að hjartastað, eins og komist
er að orði í Meyjaskemmunni.
Þegar verið var að velja fólkið í
sýninguna stóðum við frammi
fyrir því að velja annaðhvort leik-
ara sem gætu sungið þokkalega
eða söngvara sem gætu leikið
þokkalega. Það má segja að síðari
leiðin hafi verið valin."
Og hvernig hefur söngvurunum
gengið að leika?
„Að öllu samanlögðu má segja
að þeir standi sig mjög vel. Það er
„Meyjaskemman er söngleikur þar sem söguþráðurinn er ástarsaga — kannski dálítið
grátbrosleg. Þar segir frá ástarraunum Schuberts — hann er ástfanginn af einni meyjanna í
meyjaskemmunni, Hönnu, dóttur Tschöll hirðglermeistara. Schubert bregður á það ráð að
semja til hennar ástaróð en er svo óframfærinn að hann biður Schober barón, góðvin sinn, að
syngja lagið fyrir hana í sinn stað. En Schober er ekki við eina fjölina felldur — Hanna fellur
aö vísu fyrir ástaróðnum en hún verður ástfangin af Schober, og Schubert situr eftir með sárt
ennið.
Þó þessi söguþráður sé skáldskapur eiga persónurnar í söngleiknum sér fyrirmyndir í
vinum og samtíðarmönnum Schuberts," segir Sigmundur Örn Arngrímsson, aðstoðarleikstjóri
Meyjaskemmunnar, er Þjóöleikhúsið sýnir um þessar mundir. Austurríkismaðurinn Wilfried
Steiner sá um að setja Meyjaskemmuna á svið, enda er hann höfundur þeirrar leikgerðar
verksins sem uppfærð hefur verið í Þjóðleikhúsinu. Hlutverk Sigmundar er hins vegar að
halda í horfinu og æfa inn nýja leikara, gerist þess þörf. Meyjaskemman hefur tvisvar áður
verið sviðsett hér á landi — fyrst 1934 og hafði Hljómsveit Reykjavíkur veg og vanda af, en
sýnt var í Iðnó. Árið 1939 var Meyjaskemman svo aftur sett á svið í Iðnó.
Frá brúókaupsatrióinu. Meyjarnar þrjár úr meyjaskemmunni standa fremst á myndinni. ( Kristján Viggósson, Júlíus
Vífill Ingvarsson, Jón S. Gunnarsson, Kristín Snædal Sigtryggsdóttir, og Elísabet Eiríksdóttir.)
óhætt að segja að þetta unga fólk
sem er að koma hér fram í fyrsta
sinn hafi skilað óhemjumikilli
vinnu og sýnt mikinn dugnað.
Hinu er ekki að leyna að margir
söngvarar eru hreinir nýliðar
hvað leiklist varðar og það er ekki
hægt að ætlast til að þeir geti leik-
ið eins og atvinnuleikarar."
Hvernig finnst þér að áhorfend-
ur hafi tekið verkinu?
„Mjög vel. Þetta er skemmtileg
og hugljúf sýning, en hér er að
sjálfsögðu ekki um þungt verk að
ræða. Meyjaskemman kallar ekki
á neinar bollaleggingar um lífið og
tilveruna. Sumir eru óánægðir
með það og fordæma verkið þess
vegna. Markmið okkar var hins
vegar hugljúf og skemmtileg sýn-
ing og ekki annað," sagði Sig-
mundur Örn.
— bó
„Það hefur verið létt
yfir áhorfendum“
„Jú, þetta er mitt fyrsta hlut-
verk á sviði. En söngnám á Ítalíu
er sem betur fer alhliða þannig að
ekki þurfa að verða skörp skil þeg-
ar farið er út í starfið sjálft,"
sagði Júlíus Vífill Ingvarsson, sem
fer með hlutverk Schober baróns í
Meyjaskemmunni, er blm. Mbl.
spurði hann hvernig honum hefði
fundist að taka við þessu hlut-
verki. „Ég hef haft ákaflega gam-
an af að taka þátt í þessu, einkum
og sérílagi hefur mér þótt gaman
að fá tækifæri til að leika, en það
hef ég ekki prófað áður nema í
leiklistardeild skólans á Ítalíu."
Hvað finnst þér um Meyja-
skemmuna sem söngleik?
„Meyjaskemman er óperetta
sem byggir jafnt á sönglist og
leiklist. Þetta er mjög sérstakur
stíll sem menn kynnast best með
því að gera sér ferð til Vínarborg-
ar. Ég hef oft komið þar í aðalóp-