Morgunblaðið - 30.04.1982, Page 14

Morgunblaðið - 30.04.1982, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982 Charliegate ógnar stjórninni í Dublin Dyflinni, 29. apríl. AF. ÍRSKA þingið kemur væntanlega saman til skyndifundar í kjölfar fundar, sem leystist upp í gær- kvöldi eftir að lögmaður Charles Haughey forsætisráðherra var sýknaður af ákærum um tilraun til að kjósa tvisvar í þingkosningun- um í febrúar. Þingmenn Verkamanna- flokksins og Fine Gael hrópuðu „Watergate" og „Charlie-gate" þegar John O’Connell þingforseti neitaði að samþykkja að Haug- hey svaraði fyrirspurnum um sýknu lögmannsins, Pat O’Conn- ors, sem var einnig kosninga- stjóri hans. Þingmenn stjórnarandstöð- unnar mótmæltu úrskurði Donal Kearneys, héraðsdómara í Dyfl- inni, og Jim Mitchell, fyrrver- andi dómsmálaráðherra, kallaði hann „árás á lýðræði í landinu". Þeir mótmæltu einnig úrskurði þingforseta og leiðtogi Fine Gael, Garret FitzGerald, kvaðst mundu fara fram á að beitt yrði afbrigðum við þingsköp svo að umræður gætu farið fram um málið á þingi. Þar með gæti stjórn Haugheys fallið í atkvæðagreiðslu um van- traust, en hún nýtur stuðnings óháða sósíalistans Tony Gregor- ys og þriggja marxista. Flokkur Haugheys, Fianna Fail, hefur 81 þingsæti af 165 og Fine Gael og Verkamannaflokk- urinn 78, en eitt þingsæti hefur verið óskipað síðan Richard Burke úr Fine Gael var skipaður fulltrúi íra í stjórnarnefnd EBE. Gregory, marxistarnir þrír og óháði sósíalistinn Jim Kemmy eru í oddaaðstöðu. Hitlers minnzt á torgi í Moskvu? Moskvu, 29. apríl. AR MISHEPPNUÐ tilraun virðist hafa verið gerð á Pushkin-torgi í Moskvu til að minnast afmælis Adolfs Hitlers 20. apríl að sögn sovézkra sjónarvotta. Sjónarvottum ber ekki saman um fjölda þátttakenda og tölur þær sem eru nefndar eru á bilinu 5 til 50. Þeim ber heldur ekki saman um hvort þessir meintu fasistar hafi verið klæddir einkennis- búningum eða borið einhver ein- kennismerki. Ekkert bendir til þess að þeir hafi verið félagar í fjölmennari samtökum, og hingað til hafa ekki borizt fréttir um vel skipulagða hópa fasista í Sovétríkjunum. Sovézkur borgari, sem leið átti fram hjá torginu 20. apríl um kl. 8 að kvöldi veitti óvenjumiklum mannfjölda eftirtekt og spurði eitt þeirra ungmenna, sem þar voru saman komin, hvers vegna svona margt fólk hefði safnazt saman. „Af því Hitler á afmæli," svaraði eitt ungmennanna. Annar sjónarvottur sagði að ekkert hefði orðið af fyrirhuguð- um mótmælum á torginu því þar hefðu verið samankomnir óvenju- margir „harðjaxlar", sem voru sagðir félagar í íþróttaklúbbi hersins. Samkvæmt sovézkri heimild vissu „harðjaxlarnir" fyrir fram um ráðgerðan fasistafund og söfn- uðu liði til að lúskra á hópi meintra Hitlerssinna. Sjónarvottar sögðu að lögreglu- lið hefði verið nærstatt, en lítið gert til að leysa upp fundinn. Sagt var að komið hefði til handalög- mála. Eitt vitnið heyrði í flautum lögreglunnar í miðri mannþröng- inni og það gaf til kynna að höfuð- paurarnir hefðu verið handsamað- ir. Vörður deyr af skotsárum Vatnssalerni Kemisk vatnssalerni fyrir sumarbústaöi, hjólhýsi og báta. Atlas hf Ármúla 7. - Sími 26755. Pósthólf 493 - Kevkjavík. Vín, 26. apríl. AF. AUSTURRÍSKUR öryggisvördur, Peter Siegl, lézt í dag af skotsárum, sem hann fékk í byggingu þar sem skrifstofa frönsku verzlunarsendi- nefndarinnar er til húsa við Reisn- erstrasse í Vin í dag. Vörðurinn fannst alvarlega særð- ur í blóðpolli i lyftu i byggingunni. Skothylki, sem fannst náíægt hon- um, var úr skammbyssu, sem hann ba,- ásamt riffli. Hugsanlegt er að vörðurinn háfi verið yfirbugaður, afvopnaður, og honum síðan ýtt inn í lyftuna og hann skotinn með eigin vopni. Einnig er kannaður'sá möguleiki að um slys eða sjálfsmorð hafi verið að ræða. Vopnaðir lögreglumenn leituðu í nálægum byggingum, en fundu engar vísbendingar. Umferð var bönnuð á svæðinu umhverfis bygginguna, mikil leit var gerð að hugsanlegum tilræðismanni og fólk krafið um persónuskilríki. Þetta dularfulla mál fylgir í kjölfar samræmdra sprengjuárása í síðustu viku á franska sendiráðið og skrifstofu flugfélags og ann- arra árása á frönsk mannvirki í Frakklandi og víðar. Árásirnar eru taldar runnar undan rifjum hryðjuverkamannsins Carlos, eða Ilich Ramirez Sanches. Jafnframt hringdi maður nokk- ur í lögregluna og sagði að hann hefði komið fyrir sprengju í franska sendiráðinu, sem mundi springa í loft upp kl. 18 að ísi. tíma, en fresturinn rann út án þess að nokkur sprengiug yrði. Engin sprengja fannst 1 sendiráð- inu. Ekkert samkomulag um fjárlög Reagans Krá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Mbl. í Washington, 29. apríl. TII.RAUN Ronald Rcagans Bandaríkjaforseta til að ná samkomulagi við þingmenn um fjárlög fyrir árið 1983 fór út um þúfur á miðvikudag. Hann fór sjálfur á fund til O’Neills demókrata og forseta fulltrúadeildar þingsins og leitaði lausnar á samningaviðræðum sem staðið hafa í margar vikur. Þeir töluðust við í þrjár klukkustundir en komust ekki að samkomulagi. Fjárlaga- nefndir beggja þingdeilda munu nú reyna að semja eigin fjárlög sem þingið getur samþykkt. Kaupsýslumenn tóku fréttunum illa og óttast er að vextir muni nú hækka enn og tefja fyrir uppsveiflu i hagkerfinu. Reagan mun ávarpa þjóðina í sjónvarpi í kvöld og væntanlega gera henni grein fyrir ástandinu og horfum í efnahagsmálum. Demókratar hafa farið fram á jafn- langan tíma í sjónvarpi en þeir óttast að forsetinn muni kenna þeim um ógnarástandið sem þegar ríkir í landinu. Reagan lagði fjárlagafrumvarp fyrir árið 1983 fyrir þingið í febrú- ar. Hvorki demókratar né hans eigin flokksmenn voru ánægðir með frumvarpið þar sem fyrir- sjáanlegur halli á fjárlögum 1983 og á næstu árum var gífurlegur. Þegar var hafist handa við að Veður Akureyri -3 alskýjaó Amsterdam 11 skýjaó Aþena 15 rigning Barcelona 17 heióskfrt Bertin 12 skýjaó BrUssel 10 rigning Chicago 15 skýjaó Dublin 10 skýjaó Feneyjar 1« þokumóóa Frankturt 14 skýjaó Ftereyjar 3 sfcýjaó Gent 17 heióskfrt Helsinki 8 skýjaó Hong Kong 22 skýjaó Jerúsalem 26 skýjaó Jóhannesarborg 20 skýjaó K aupmannahðtn 12 rigning Kairó 28 skýjaó Laa Palmas 21 lóttskýjaó Lissabon 23 heióskirt London 14 skýjaó Loe Angeles 22 skýjaó Madrid 22 heióskfrt Mallorca 27 léttskýjaó Malaga 26 Mttskýjað Mexicoborg 27 heióskirt Miami 26 rigning Moskva 12 heióskirt NýjaDelhi 29 skýjaó New York 13 heióskfrt Osló 12 heióskirt París 18 skýjaó Perth 28 heióskirt Reykjavík 1 slydda Rió de Janeiró 25 rigning Róm 18 heióskirt San Francisco 17 heióekirt Stokkhólmur 8 rigning Sydney 20 skýjað Tel Aviv 25 skýjaó Vancouver 14 skúrir Vinarborg 13 heióskfrt endurbæta frumvarpið í þing- nefndum en það leiddi ekki til neins. Starfsmannastjóra Hvíta hússins var falið að ræða við þing- menn og reyna að ná samkomulagi um frumvarp sem þingið gæti samþykkt. Þessar viðræður stóðu lengi og í millitíðinni sagði Reag- an að hann væri reiðubúinn að líta á hugmyndir þingmannanna, þó sérstaklega demókrata í fulltrúa- deildinni, en þar eru þeir í meiri- hluta. Hann sagði þá geta breytt frumvarpinu töluvert og hann væri reiðubúinn „að ganga mílu til viðbótar" til að mæta þeim á miðri leið. Hann fór þessa mílu á miðviku- dag en það reyndist til einskis. O’Neill sagði að viðræðurnar hefðu mistekist vegna „grundvall- ar- og hugsjónaágreinings" demó- krata og forsetans. Viðræðurnar hafa fyrst og fremst snúist um skatta- og vísi- töluhækkun ellilífeyris. Sam- kvæmt framboðshliðarefna- hagsstefnu Reagans má ekki beita skattahækkunum til að afla ríkinu fjár og demókratar vilja ekki lækka lífeyrinn en hann er veiga- mikill hluti af fjárlögum. Baker kenndi demókrötum um að samkomulag náðist ekki. Þeir hafa lagt til mun minni niður- skurð á fjárlögum en repúblikar og vilja hærri skattahækkanir. Baker sagði að sáttatilraunir hefðu farið út um þúfur þegar þeir höfnuðu tilboði Reagans um að draga þriðju tekjuskattslækkun hans, sem stendur til að komi til framkvæmda í júlí 1983, um 90 daga gegn því að þeir kæmu til móts við tölur repúblikana varð- andi niðurskurð og skattahækkan- ir á miðri leið. Richard Bollings, frjálslyndur fulitrúadeildarþing- maður demókrata frá Missouri og fulltrúi O’Neills í viðræðunum sagði hins vegar að í tilboði Reag- ans hefði einnig falist að draga vísitöluhækkun á ellilífeyri, sem á að koma til í júlí, í þrjá mánuði. Ef hallinn á fjárlögum verður ekki leiðréttur mun ríkið keppa við einkageirann um lán og halda vöxtum himinháum. Þeir hafa lækkað nokkuð að undanförnu og eru nú 16,5%, en talið er að þeir geti rokið upp í 22% ef ekki rofar til með fjárlögin. Seðlabankinn hefur fylgt mjög strangri pen- ingastefnu undanfarið og verð- bólga hefur lækkað, en ef ástandið heldur svona áfram verða veru- legir erfiðleikar í bíla- og bygg- ingariðnaði og mikið atvinnuleysi. Mun þrýstingur á bankann um að hliðra til aukast og hætta verður á að verðbólgan rjúki aftur upp úr öllu valdi. Verður hægt að koma í veg fyrir lungnabólgu og hliðstæða kvilla? Kak'igh, NorAur Karólínu, 29. apríl. AF. TEKIST hefur að einangra efni, sem gæti ieitt til þess að bólusetja mætti fólk gegn ákveðinni tegund af lungnabólgu og öðrum hliðstæðum kvillum, að því er vísindamenn telja. Vísindamennirnir segja að þeir hafi fundið prótín, sem er bakter- íum nauðsynlegt við fjölgun. Geti þeir komið í veg fyrir áhrif þessa prótíns á bakteríurnar geti þær ekki dafnað og valdið skaða í mannslíkamanum. Segja þeir ennfremur að sá möguleiki sé fyrir hendi að bólu- setja fólk gegn áhrifum þessa prótíns, og gera það þar með óvirkt. Þannig yrði komið í veg fyrir sjúkdóma sem spretta upp af tengslum við þessa ákveðnu teg- und prótíns. Rannsóknir þessar hafa staðið yfir í meira en 20 ár við háskólann í Norður-Karólínufylki. Var niðurstaða vísindamannanna þriggja, Ping-Chuan Hus, Wallace Clydes og Allen Colliers, birt í ný- legu vísindatímariti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.