Morgunblaðið - 30.04.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982
15
Svíþjóð:
Verkalýðsfélögin hóta
allsherjarverkfalli
Stokkhólmi, 29. apríl. Krá (•uórinnu'Kagnarsdóttur, fréttaritara Mbl.
SÆNSKII verkalýössamtökin hóta allsherjarverkfalli, ef atvinnurekendur
neita að greiða launþegum sjúkradagpeninga fyrir 3 fyrstu veikindadagana
en þá kröfu ætla samtökin að leggja fram um miðjan mai. Ríkisstjórnin mun
sennilega taka ákvörðun um það innan skamms um að fella niður alla
sjúkrasamlagsgreiðslur fyrir þessa daga. Striðið um sjúkradagpeningana
hefur staðið í marga mánuði, einnig innan ríkisstjórnarinnar. Nokkrir þing-
menn Miðflokksins hafa meðal annars hótað að fella tillöguna en Thorbjörn
Fálldin, forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, hefur barizt harðlega
fyrir að vinna tillögunni fylgi.
Verkalýðssamtökin, bæði LO þannig kjör launþeganna. Hingað
(ASÍ) og TCO (BSRB) hafa mót- til hafa bæja- og ríkisstarfsmenn
mælt eindregið þessari ákvörðun haft sjúkradagpeninga frá fyrsta
ríkisstjórnarinnar að skerða veikindadegi, en verkamenn frá 2.
Komust
undan
HELMSTEDT — Þrír Austur-
Þjóðverjar óku þungri dráttarvél
gegnum stálgirðingu á landamær-
unum við Helmstedt á fimmtudag
og komust heilu og höldnu til
Vestur-Þýzkalands.
Minni verð-
bólga
BtíSSEL - Verðbólgan í EBE-
löndunum í marz var minni en
hún hefur verið í tvö ár. Verð á
neyzluvöru á tólf mánaða tímabili,
sem lauk 31. marz, hækkaði um
11,7%, sem er minnsta hækkun á
ári síðan hún nam 11,4% á árs-
grundvelli í september 1979.
Kuldakast í
Júgóslavíu
BELGRAD — Vorsáningu hefur
seinkað í Júgóslavíu vegna kulda-
kasts og spáð er uppskerubresti,
snjóað hefur í nokkra daga í vest-
ur- og miðhluta landsins, svo að
hættulegt er að aka á ýmsum veg-
um, og í Sarajevo hefur mælzt
minnsti hiti á þessari öld í april-
lok, við frostmark.
veikindadegi. Ef allar sjúkrasam-
lagsgreiðslur verða felldar niður
fyrir fyrstu þrjá veikindadagana,
samsvarar það um það bil 3.000
króna (sænskra) tekjuskerðingu
fyrir hvern verkamann í Svíþjóð.
Launþegasamtökin munu krefj-
ast þess að atvinnurekendur taki
nú á sig kostnaðinn vegna sjúkra-
dagpeningagreiðslna. Að öðrum
kosti er hótað allsherjarverkfalli.
LO og TCO hafa komið sér saman
um að láta þessar kröfur ganga
fyrir öllum öðrum kröfum og þær
munu ekki hafa áhrif á launakröf-
ur í væntanlegum samningum
verkalýðsfélaganna og ríkisstjórn-
arinnar. En með þessari hótun
sinni vonast verkalýðsfélögin lík-
lega til að ríkisstjórnin dragi til
baka tillögur sínar.
I dagblöðunum í dag birtir
Miðflokkurinn stórar auglýsingar,
sem kynna hvers vegna landið hafi
ekki ráð á að borga sjúkradagpen-
inga fyrir launþega. Miðflokkur-
inn leggur áherzlu á, að þessar
sparnaðarráðstafanir komi verst
niður á hátekjufólki en valdi lág-
launafólki tiltölulega litlum baga.
Ef tillögur jafnaðarmanna um
söluskattshækkun næðu fram að
ganga, segir Miðflokkurinn, kæmu
þær harðast niður á láglaunafólk-
inu og barnafjölskyldur yrðu þá
fyrir mestri tekjuskerðingu.
Mitterrand
hvetur Dani
til samstarfs
Kaupmannahörn, 29. april. Al’.
FRANCOIS Mitterrand Frakklandsfor-
seti hvatti danska þingið i ræðu i dag til
að vinna að nánari tengslum Kvrópurikja
til að vega upp á móti vaxandi valdatog-
streitu austurs og vesturs og kallaði KBK
„meiriháttar friðarafl".
Hann varði kjarnorkustefnu Frakka
og kvað kjarnorkuvopnabirgðir þeirra
nauðsynlegar til að þeir gætu varðveitt
sjálfsákvörðunarrétt sinn ef til átaka
kæmi.
„Frakkar vilja aðeins verja sig,“
sagði Mitterrand. „Ekkert ríki ætti að
bíða þangað til því verður ógnað.”
Hann hrósaði Dönum fyrir að verja
1% þjóðartekna til aðstoðar við þróun-
arríki og sagði að ein alvarlegasta
hættan, sem heimurinn stæði and-
spænis, væri vaxandi klofningur ríkra
þjóða og fátækra.
Þetta er 16. utanlandsferð Mitterr-
ands síðan hann varð forseti fyrir 11
mánuðum. í kvöldverðarboði skálaði
hann fyrir Danmörku sem „eina land-
inu sem Frakkland hefði aldrei átt í
stríði við.“
ííeUrJlorkSiincö
Rússar ganga á lagið í
Falklandseyjadeilunni
Argentínumenn hafa nú af þvi
vaxandi áhyggjur, að þeir séu að
einangrast á alþjóðavettvangi
vegna innrásar sinnar í Falklands-
eyjar. Við þessu hafa herforingj-
arnir brugðist með því að hefja
eins konar hræðsluherferð gegn
fulltrúum vestrænna ríkja i Buen-
os Aires og er þá klifað á því sýknt
og heilagt, að stríð við Breta hefði
í fór með sér mjög aukin áhrif Sov-
étmanna í Argentinu, sem eru þó
ekki lítil fyrir.
Herforingjar jafnt sem hátt-
settir embættismenn Argentínu-
stjórnar hafa að undanförnu út-
málað það mjög fyrir sendi-
mönnum Bandaríkjastjórnar og
Vestur-Evrópuríkja, að Argent-
ínumenn eigi brátt ekki um ann-
að að velja en treysta samband
sitt við Sovétríkin og þessum
áróðri hefur einnig verið lekið til
erlendra fréttamanna. „Þeir
einu, sem hagnast á þessu, eru
Sovétmenn, og þeir, sem tapa
mestu, eru Bandaríkjamenn," lét
einn háttsettur maður í hernum
hafa eftir sér.
Sovétmenn hafa vissulega séð
sér leik á borði í Falklandseyja-
deilunni og þeir telja það þjóna
hagsmunum sínum best að taka
undir allar landakröfur Argent-
ínu. I Pravda, málgagni sovéska
kommúnistaflokksins, er stefna
Breta kölluð „fallbyssupólitík"
og Haig, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sem unnið hefur
að lausn málsins, kallaður
„senditík breska heimsvalda-
sinna". Stjórnarfarinu í Argent-
ínu hefur að vísu verið lýst sem
hálffasísku einræði en Sovét-
menn láta sig það litlu skipta og
þeir eru ekki eina kommúnista-
ríkið, sem það gerir.
Kúbumenn, sem til þessa hafa
kynnt landið sem griðastað fyrir
útlæga vinstrimenn frá Argent-
ínu, hafa nú ákveðið að taka upp
nánari samskipti við herfor-
ingjastjórnina í Buenos Aires og
nýskipaður sendiherra þeirra
þar, Emilio Aragones Navarro,
lét svo ummælt á blaðamanna-
fundi sl. laugardag, að nú væri
kominn tími til að styðja við
bakið á Argentínustjórn.
Verslunarviðskipti Sovétríkj-
anna og Argentínu hafa stórvax-
ið á síðustu árum og einkum eft-
ir að Argentínumenn brutu í
raun á bak aftur kornsölubann
Carters á Sovétríkin vegna inn-
rásarinnar í Afganistan. Korn-
kaup Sovétmanna í Argentínu
tvöfölduðust í fyrra og voru 15,7
milljónir tonna, eða 11% af út-
flutningi argentínskra landbún-
aðarafurða. Ýmsir áhrifamenn í
Argentínu hafa litið með ugg til
þessarar þróunar og talið það
varasamt að gerast of háðir ein-
um kaupanda. Innrásin í Falk-
landseyjar var þó ekki fyrr um
garð gengin er gerðir voru samn-
ingar um enn nánari samskipti
þjóðanna í efnahagsmálum.
Viðskiptin við Sovétmenn hafa
verið Argentínumönnum mjög
hagstæð. Á síðasta ári fluttu
þeir út vörur þangað fyrir 3,4
milljarða dollara en keyptu á
móti aðeins fyrir 67 milljónir.
Þessu vilja Sovétmenn breyta og
hafa m.a. þess vegna fengið að
koma upp tveimur fyrirtækjum
til að gera út á fiskveiðar við
strendur Suður-Argentínu.
Sjötta apríl sl., fjórum dögum
eftir innrásina í Falklandseyjar,
var svo samið um, að Sovétmenn
sæju Argentínumönnum hér eft-
ir fyrir úraníum í kjarnorkuver-
ið í Buenos Aires en Bandaríkja-
menn, sem höfðu áður gert það,
hættu því þegar Argentínustjórn
neitaði að undirrita samninginn
um takmörkun kjarnorkuvopna.
I Argentínu hafa margir af því
áhyggjur, að hugsanleg stríðs-
átök gætu auðveldlega breiðst út
og hefur Jæssi ótti magnast við
fréttir um sovéska kafbáta á
Suður-Atlantshafi og þær full-
yrðingar, að Sovétmenn veiti
argentínska hernum upplýsingar
um ferðir bresku herskipanna.
Sendiherra vestræns ríkis í
Buenos Aires segir, að Rússar
séu „eins og sjálfgefið var, flækt-
ir í þessa deilu" og að líklegt sé,
að þeir hefji bein afskipti af
henni ef stríð brýst út. Argent-
ínumenn voru að vísu mjög
óánægðir með að Rússar skyldu
sitja hjá í atkvæðagreiðslu ör-
yggisráðsins, þegar Argentínu-
menn voru hvattir til að hverfa
með her sinn frá Falklandseyj-
um, en með tilliti til yfirlýsinga
Rússa að undanförnu virðast
þeir ætla að styðja enn betur við
bakið á herforingjunum en
hingað til.
Jesus Iglesias Rouco, dálka-
höfundur við óháða, argentínska
dagblaðið La Prensa, velti því
fyrir sér í fyrri viku hvort her-
foringjastjórnin myndi biðja um
hjálp Rússa ef hún sæi fram á
algeran ósigur sinn í Falklands-
eyjadeilunni. Rouco varaði al-
varlega við slíkum aðgerðum og
sagði, að afleiðingar þeirra á al-
þjóðavettvangi myndu koma
fyrst og fremst niður á Argent-
ínumönnum sjálfum. „Okkur er
ekki aðeins lífsnauðsyn að forð-
ast slíka beiðni, heldur ættum
við líka opinberlega og afdrátt-
arlaust að hafna aðstoð Rússa
þótt þeir bjóði hana," sagði
Rouco. — Sv.
Galtieri hershöfðingi og forseti Argentínu á fundi með ráðherrum sínum
nokkrum stundum eftir innrásina i Falklandseyjar. Stjórnarfarið í Arg-
entinu er oftast nær kennt við fasisma en nú bregður svo við, að
herforingjarnir njóta mests stuðnings frá kommúnistaríkjunum með Sov-
étríkin og Kúbu í broddi fylkingar.
ÍSLANDS
Lestun í erlendum
höfnum
AMERÍKA
PORTSMOUTH
Junior Lotte 5. maí
Mare Garant 14. mai
Junior Lotte 24. maí
Mare Garant 4. júni
NEW YORK
Junior Lotte 7. mai
Mare Garant 15. mai
Mare Garant 5. júni
HALIFAX
Hofsjökull 10. mai
Selfoss 28. mai
BRETLAND/
MEGINLAND
ROTTERDAM
Alafoss 3. mai
Eyrarfoss 10. mai
Álafoss 17. mai
Eyrarfoss 24. maí
ANTWERPEN
Alafoss 4 mai
Eyrarfoss 11. maí
Álafoss 18. mai
Eyrarfoss 25. maí
FELIXSTOWE
Alafoss 5. mai
Eyrarfoss 12. mai
Alafoss 19. mai
Eyrarfoss 27. mai
HAMBORG
Álafoss 6. mai
Eyrarfoss 13. mai
Alafoss 20. maí
Eyrartoss 28. mai
WESTON POINT
Helgey 5. mai
Helgey 18. mai
NORÐURLÖND/
EYSTRASALT
BERGEN
Dettifoss 10. mai
Dettifoss 24. mai
Dettifoss 7. júni
KRISTIANSAND
Mánafoss 3. maí
Mánafoss 17. mai
Mánafoss 31. maí
MOSS
Mánafoss 4. mai
Dettifoss 11. maí
Mánafoss 18. mai
Dettifoss 26. maí
GAUTABORG
Mánafoss 5. mai
Dettifoss 12. mai
Mánafoss 19. mai
Dettifoss 27. maí
KAUPMANNAHÓFN
Mánafoss 6. maí
Dettifoss 13. mai
Mánafoss 20. mai
Dettifoss 28. mai
HELSINGBORG
Mánafoss 7. maí
Dettifoss 14. mai
Mánafoss 21. mai
Dettifoss 29. maí
HELSINKI
Condor 5. mai
Irafoss 17. maí
Múlafoss 1. júni
RIGA
Irafoss 13. mai
Múlafoss 3. júni
GDYNIA
Irafoss 14. mai
Mulafoss 3. júni
HORSENS
Múlafoss 10 mai
Irafoss 24. mai
THORSHAVN
Mánafoss 27. mai
VIKULEGAR
STRANDSIGLINGAR
- framog til baka
frð REYKJAVÍK alla mánudaga
frá iSAFIROI alla þriöiudaga
frá AKUREYRI alla fimmtudaga
EIMSKIP
SlMI 27100