Morgunblaðið - 30.04.1982, Side 16

Morgunblaðið - 30.04.1982, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982 17 Otgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 7 kr. eintakið. A flótta frá samsæri Alþýðubandalagsins Oftast er nauðsynlegt að grípa til róttækra ráðstafana til að afhjúpa pólitísk launráð og samsæri. Það er svo sannarlega djúpt í árinni tekið hjá Vinnuveitendasambandi íslands, þegar samningaráð þess sendir sáttasemjara ríkisins bréf og mælist til þess við hann, að kjaraviðræðunum, sem nú fara fram verði frestað fram yfir kjördag, 22. maí næstkomandi, en samningstímabilið rennur út hinn 15. maí. í ríkisfjölmiðlum er gefin röng mynd af þessum tilmælum, þegar þess er látið ógetið í frásögn af þeim, af hvaða tilefni vinnuveitendur grípa til þessa örþrifaráðs. Tilefnið er skýrt og einfalt: ýmsir helstu forystumenn Alþýðu- sambandsins komu að sögn Þjóðviljans saman til fundar í verka- lýðsráði Alþýðubandalagsins síðasta sunnudag og ályktuðu, að úr- slit í kjarabaráttunni réðust á kjördegi 22. maí og það væri of seint að átta sig eftir lokun kjörstaða þann dag, hins vegar myndi árangur í kosningabaráttunni ráða úrslitum í kjarabaráttunni. Menn þurfa ekki einu sinni að lesa neitt á milli línanna í þessari ályktun, hún er skýr og ótvíræð. Verkalýðsráð Alþýðubandalagsins er þeirrar skoðunar, að niðurstaða í kjaramálum fáist ekki hjá sáttasemjara heldur í sveitarstjórnakosningunum. Af þessum sök- um telja vinnuveitendur „sáttaumleitanir við svo búið tilgangslaus- ar“ fyrr en eftir kjördag 22. maí. Að sögn Þjóðviljans er Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðu- sambandsins, í stjórn verkalýðsráðs Alþýðubandalagsins. Eftir að vinnuveitendur höfðu sent tilmæli sín til sáttasemjara vegna álykt- unar verkalýðsráðsins, leituðu fjölmiðlar álits Ásmundar Stefáns- sonar. I sjónvarpinu sagðist hann vera „dolfallinn" og í Morgun- blaðinu „furðu lostinn". Hvað veldur þessari forundran forseta ASÍ? Hann segir: „Það er ekkert nýtt að Alþýðubandalagið sendi frá sér yfirlýsingu um það, sem gerist í kjaramálunum og VSÍ er fullkunnugt um að ASÍ og Alþýðubandalagið eru sitt hvor aðilinn." Ásmundur Stefánsson undrast það sem sé mest, að vinnuveitendur skuli taka mark á Alþýðubandalaginu! Síðustu daga hefur flest bent til þess, að Alþýðubandalagið ætl- aði sér að snúa kosningabaráttunni upp í kjarabaráttu á fölskum forsendum og slá einkaeign sinni á forystumenn ASÍ og alla samn- inganefnd þess. Að frumkvæði Vinnuveitendasambandsins hefur sjálfur alþýðubandalagsmaðurinn Ásmundur Stefánsson, forseti ASI, skýrt frá því, að þessi slagorðaflaumur Alþýðubandalagsins sé marklaus eins og allt annað sem kemur frá forystusveit þess og málgagni. Hefur nú fokið í flest skjól hjá Svavari Gestssyni, sem var sérstaklega hylltur á sunnudagsfundi verkalýðsráðsins, þegar tíundaðir voru félagsmálapakkarnir — keyptir fyrir fé skattgreið- enda. Menn eru lagðir á flótta frá þessu kosningasamsæri Alþýðu- bandalagsins — hið eina sem eftir stendur af baráttumálum þess fyrir kosningarnar er krafan um byggð á sprungusvæðinu í heiðun- um fyrir norðan Rauðavatn. Hræðsla framsóknarmanna * Iapríl 1977 samþykktu framsóknarmenn og kratar í borgarstjórn Reykjavíkur þá tillögu sjálfstæðismanna um aðalskipulag, að framtíðarbyggð höfuðborgarinnar skyldi rísa með ströndinni í átt til Korpúlfsstaða og Úlfarsfells. Sumarið 1978 settust framsókn- armenn og kratar í samstjórn með kommúnistum í borgarstjórn- inni og til að afsanna glundroðakenninguna féllust þeir á þá kröfu kommúnista, að horfið skyldi frá skipulagshugmyndunum frá því í apríl 1977. Var framtíðarbyggð flutt í austur að Rauðavatni. Nú er innan við mánuður til borgarstjórnarkosninga og hræðsla framsóknarmanna við samflotið með kommúnistum í skipulags- málum orðin meiri en hræðslan við glundroðakenninguna, enda orðið of seint að afsanna hana eftir allt sem á undan er gengið. Á forsíðu Tímans, málgagns Framsóknarflokksins, birtist þessi fyrir- sögn í gær: „Hætt við að byggja á Rauðávatnssvæðinu? „Annað kemur ekki til greina ef sýnt ér að ekki sé skynsamlegt að taka svæðið til byggingar," segir Kristján Benediktsson." Og Kristján mælir svo sannarlega af eigin reynslu, þegar hann bendir á það í viðtali við málgagn sitt, að það þurfi ekki nema einfalda samþykkt í borgarstjórn til að breyta ákvörðun um forgangsröð nýrra bygg- ingarsvæða. Framsóknarmenn eru greinilega hræddastir við álit kjósenda á áformunum um að byggja á sprungusvæðinu við Rauðavatn. Sú hræðsla stjórnar afstöðu Kristjáns Benediktssonar nú — það þarf svo sannarlega meira til en venjulegan framsóknarleikaraskap, ef Kristjáni Benediktssyni á að takast á þremur vikum að sannfæra menn um það, að kommúnistar muni ekki ráða atkvæði hans að kosningum loknum, haldi vinstri menn meirihluta sínum. Laxness og Hamsun mestu rithöfundará Norðurlöndum — segir dr. Wilhelm Friese prófessor við Tiibingen-háskóla í V-Þýskalandi Doktorsritgerö hans fjallaði um norrænar nútímabókmenntir, með sérstöku tilliti til islensku höfundanna Kambans, Laxness og Gunnars Gunnarssonar. „Halldór Laxness og Knut Ham- sun eru að mínum dómi mestu rit- höfundar Norðurlanda, og ekki langt frá þeim gæti ég sett Per Lager- quist,“ sagði dr. Wilhelm Friese, prófessor við Tiibingen-háskóla i Vestur-Þýskalandi í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í vik- unni, en dr. Friese er hér staddur í tilefni þess að háskóli hans hefur sæmt Laxness heiðursdoktors- nafnbót i tilefni áttræðisafmælis hans. „Halldór Laxness er mesti „prósahöfundur" Norðurlanda, og tvímælalaust einn hinna „stóru" í heiminum," sagði dr. Friese enn- fremur. „En þó ég nefni þá Ham- sun og Laxness í sömu andrá sem mestu höfunda Norðurlanda, þá er ekki þar með sagt að þeir séu svo líkir eða verk þeirra, Hamsun er meiri rómantíker en Laxness, sem er raunsærri, og skrifar oft meira í ætt við hina gömlu sagnahefð." Að sögn dr. Friese er Halldór Laxness mjög vel þekktur í Þýska- landi, þar sem hann er eini rithöf- undur Norðurlanda, sem margar bækur hafa verið gefnar út eftir. Auk þess væri hann svo að sjálf- sögðu mjög þekktur fyrir þau verk sín er sjónvarpsmyndir hafa verið gerðar eftir, Brekkukotsannál og Paradísarheimt. „í báðum tilvik- um var um að ræða mikinn „suc- cess“ og þessar myndir hafa verið endursýndar, svo sem Paradísar- heimt nú í tilefni áttræðisafmælis- ins. Þá hygg ég einnig að heiðurs- doktorsnafnbótin nú muni gera Laxness enn kunnari í Þýskalandi en áður, enda hefur verið frá því skýrt í öllum helstu blöðum Vestur-Þýskalands," sagði dr. Fri- ese. Friese sagðist að sjálfsögðu ekki vita hve mikið Laxness væri lesinn í Þýskalandi, en það væri þó vafa- lítið talsvert. Hitt kvaðst hann aftur geta fullyrt, að hinar oft á tíðum einkennilegu söguhetjur í verkum hans, sem Islendingar teldu ef til vill erfitt að koma yfir á önnur tungumál, ættu ekki síður erindi og hljómgrunn meðal þýskra lesenda en íslenskra. Ekki væri þó víst að Þjóðverjar legðu sama mat á sögupersónurnar og íslendingar. Þjóðverjar litu frem- ur á þær sem hreinar skáldsagna- persónur, á meðan íslendingar á hinn bóginn teldu þær raunveru- legri, svo sem hinn fræga mann Jón Hreggviðsson. „Gerpla er í mínum huga besta bók Laxness," sagði dr. Friese, er blaðamaður gat ekki stillt sig um að spyrja hvort hann ætti sér uppáhaldsbók eftir Nóbelsskáldið. „Sjálfsagt eru mér tiltölulega fáir sammála í þessu," hélt hann áfram, „ekki hvað síst í Þýskalandi. En ástæða þess er í og með sú að menn verða að þekkja til fornsagnanna til að geta notið hennar. Sá er ekki hefur lesið j Fóstbræðrasögu eða Ólafs sögu hélga og ýmsar fleiri, hann á erfitt með að setja sig inn í þann heim er Gerpla gerist í. En Gerpla samein- ar kosti sagnanna fornu og nútíma skáldsagna, í því liggur styrkur hennar." Prófessor Wilhelm Friese kvaðst fyrst hafa hitt Laxness fyrir um það bil þrjátíu árum, þá í j Áustur-Berlín. Síðan hefðu þeir haldið nokkru sambandi sín á milli, og Laxness meðal annars sent honum bækur sínar er Friese bjó enn fyrir austan. „Þetta er hins vegar í annað skipti sem ég kem til íslands," sagði hann, „fyrra skipti var árið 1974, þegar hér var minnst 1100 ára afmælis landnáms. Núna er tilgangur ferð- arinnar fyrst og fremst að afhenda skáldinu heiðursdoktorsskjalið, en það var gert í sendiráði Vestur- Þýskalands. Ég flutti þar stutta ræðu þar sem ég fór orðum um skáldið og verk hans, og Laxness þakkaði svo fyrir, kvað sér heiður og ánægju að þessari viðurkenn- ingu, og lét í ljós von um að hann gæti komið til Tubingen áður en um of langt liði. Þá flutti ég einnig fyrirlestur um Laxness og Hamsun í Árna- stofnun, og hef heimsótt hann á heimili þeirra hjóna. Mér verður þessi fyrirlestur vafalaust lengi minnisstæður, vegna þess að mér til mikillar undrunar var Laxness einn áheyrenda, sat á fremsta bekk og hlýddi á. Ég minnist þess ekki að hafa áður flutt fyrirlestur um rithöfund og verk hans að hon- um sjálfum áheyrandi, og mér hafði verið sagt að hann myndi ekki koma sjálfur. Ég varð því mjög undrandi er hann birtist. En hann tók öllu vel, er ég ræddi við hann á eftir, og eins er ég heim- sótti hann, líka því sem ég sagði um sum æskuverk hans, sem ég fór hörðum orðum um, sum hver. Hann sagði sjálfur að sér þætti athyglisvert að heyra hvað öðrum fyndist um æskuverk sín, en að þeim mætti ýmislegt finna! Nei, ég breytti fyrirlestrinum ekkert þótt Laxness væri meðal áheyrenda, en ég skal þó viðurkenna að mér datt það aðeins í hug, að breyta því, þar sem ég var hvað gagnrýnastur! Ég átti þó ekki auðvelt með það svona fyrirvaralaust, svo ég lét allt flakka! Og hann tók því öllu vel, ég kunni vel að meta það. Daginn eft- ir var ég svo boðinn til hans í mat, og þar ræddum við lengi dags um allt milli himins og jarðar, það var ágætur dagur!" Dr. Friese sagði að lokum, að vaxandi áhugi væri fyrir norræn- um bókmenntum við Tubingen- háskóla. Þar væru nú 10 nemend- ur, og færi heldur fjölgandi. Hóp- urinn væri þó að vísu ekki stór miðað við stúdentafjöldann í skól- anum, sem væri um 5000. í Tvib- ingen, sem er ekki mjög langt frá Stuttgart, eru um 22000 stúdentar. Innflutningsgjöld lækkuð á bifreiðum og bifhjólum Fjármálaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um sérstakt gjald af bif- reiðum og bifhjólum sem leysir af hólmi eldri reglur um innflutn- ingsgjald. Breytingin felur í sér að gjaldið fellur niður af litlum og sparneytnum bifreiðum, en lækkar af öðrum ökutækjum í 5—30%. Breytingar þessar munu hafa í för með sér um 6—14% verðlækkun á bifreiðum og bifhjólum. Á blaðamannafundi er fjármála- ráðherra, Ragnar Arnalds, efndi til kom fram að samkvæmt þeim regl- um, sem gilt hafa til þessa, hefur verið greitt 50% innflutningsgjald af fólksbifreiðum er hafa 2200 rúm- 24 prósent vörugjald fellt niöur á sjálfvirk- um gagnavinnsluvél- um til að bæta stöðu samkeppnisiðnaðar sentimetra sprengirými eða stærra, en 35% gjald af öðrum fólksbifreið- um. Gjald verður framvegis krafið í samræmi við stærð sprengirýmis eða eigin þyngd bifreiðar sem hér segir: Sú flokkun sem innflytjanda er hagstæðust ræður gjaldtökunni. Þannig gæti bifreið orðið gjaldfrjáls vegna þess hve létt hún væri þótt stærð sprengirýmis gæfi annað til kynna, og öfugt. Þá eru bifreiðir með rafmagnsknúinni aflvél gjaldfrjáls- «r. Fjármálaráðherra sagði gjald- lækkun þessa lið í aðgerðum ríkis- stjórnarinnar til niðurfærslu verð- lags. Hér væri um að ræða hluta af víðtækri áætlun um lækkun inn- flutningsgjalda en töluverðs ósam- ræmis gætti í álagningu innflutn- ingsgjalda á hina ýmsu vöruflokka. Þá sagði ráðherra gjaldalækkun þessa framhald þeirra aðgerða ríkis- stjórnarinnar frá sl. sumri, að stuðla að sparnaði í notkun erlendra orkugjafa m.a. með auknum inn- flutningi á sparneytnum bifreiðum en þá var innflutningsgjald lækkað úr 50% í 35%. „Rekstur bifreiða er verulegur útgjaldaliður hjá flestum fjölskyldum og bifreiðin löngu orðin almenningseign", sagði ráðherra. „í þessu sambandi má einnig minna á að í ágúst og febrúar sl. voru gjöld á ýmsum mikilvægum heimilistækjum lækkuð verulega. Má þar nefna kæli- skápa, þvottavélar, ryksugur og hrærivélar, en 24% sérstakt vöru- gjald hefur einnig verið fellt niður af þeim öllum svo og varahlutum í þau. Auk þess var sérstakt vörugjald fellt niður í mars sl. af uppþvottavélum, en áður hafði tollur á þeim verið lækkaður verulega." Fjármálaráðuneytið hefur nýlega gefið út auglýsingu um breytingu á auglýsingu nr. 8/1981 um niðurfell- ingu og/eða endurgreiðslu aðflutn- ingsgjalda af aðföngum til sam- keppnisiðnaðar, sem gefin var út í ársbyrjun 1981. „Með breytingu á síðastnefndri auglýsingu er enn eitt spor stigið í þá átt að létta opinberum gjöldum af aðföngum iðnaðarins til að komast hjá uppsöfnun ýmissa gjalda sem hafa neikvæð áhrif á samkeppnis- stöðu hans, bæði að því er varðar framleiðslu fyrir innlendan og er- lendan markað", sagði Ragnar Arn- alds. „Hér er m.a.’ um að ræða snún- ings- og vökvadælur ýmiss konar, tæki til alls konar mælinga, raf- magns- og rafeindatæki til prófana, skoðana, greininga og sjálfvirkra stillinga svo og hluta til þessara tækja. Breyting þessi er liður í heild- arendurskoðun á auglýsingu nr. 8/1981 sem nú er unnið að í fjár- málaráðuneytinu. Ljóst er að eigi iðnaður svo og at- vinnuvegirnir almennt að standa samkeppnisaðilum sínum erlendis jafnfætis að því er varðar hagnýt- ingu sjálfvirkra gagnavinnsluvéla og eininga þeim tilheyrandi við fram- leiðslu og þjónustustörf, verður ekki hjá því komist að létta gjaldtöku af tækjum þessum. I þessu skyni hefur verið ákveðið að fella niður 24% sér- stakt vörugjald til þess að auðvelda fyrirtækjum að taka slíkan búnað í þjónustu sína. Þótt ráðstafanir þær sem hér hafa verið nefndar og aðrar sem á undan hafa geiigið, feli í sér verulegar gjaldalækkanir á mikilvægum neysluvörum almennings og aðföng- um atvinnuveganna, verður fyrst og fremst að líta á þær sem lið í endur- skoðun tekjuöflunarkerfis ríkisins, einkum að því er aðflutnings- og vörugjöld varðar. Nefnd er nú starf- andi til þess að vinna að endurskoð- un þessara mála og er þess vænst að hún ljúki störfum í haust og skili þá tillögum um breytta skipan þessara mála.“ 1 Kigin þyngd í kg. 0- 70« SprengirÝmi í cm'* 0-1000 Gjald í % 0 II 701- 800 1001-1300 5 III 801- 900 1301-1600 10 IV 901-1100 1601-2000 15 V 1101-1300 2001-2300 20 VI 1301-1500 2301-3000 25 VII 1500- 3001- 30 „Kristján viðurkennir allt sem við höfum sagt um Rauðavatnssvæðið“ segir Davíð Oddsson „VITANLEGA erum við að láta kanna Rauðavatnssvæð- ið og gera þessar jarðfræði- athuganir til þess að taka mark á þeim niðurstöðum, sem út úr þeim koma. Ef þær leiða tii þess að ekki þyki skynsamlegt að taka svæðið til byggingar, þá munum við framsóknarmenn ekki telja neitt sjálfsagðara en að leita annarra leiða með næsta byggingarsvæði Reykjavík- urborgar. Annað kemur ekki til greina í okkar huga.“ Þetta eru ummæli Kristjáns Benediktssonar, borgar- fulltrúa framsóknarmanna og eins og af oddvitum meiri- hluta vinstrimanna í borgar- stjórn Reykjavíkur. Birtust þau á forsíðu Tímans í gær undir fyrirsögninni: Hætt við að byggja á Rauðavatnssvæð- inu? Kristján Benediktsson er for- maður framkvæmdaráðs Reykja- oddvita Aiþýðubandalagsins, og Davíðs Oddssonar, borgarstjóra- efnis sjálfstæðismanna, og leitaði álits þeirra á orðum Kristjáns og stöðu málsins í framhaldi af þeim. „Það er athyglisvert, að Krist- ján Benediktsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, skuli sjá sig knúinn til þess nú, 23 dögum fyrir kosningar, að viðurkenna loksins að allt það sem við sjálfstæðis- menn höfum sagt um Rauðavatns- svæðið sé satt og rétt,“ sagði Dav- íð Oddsson í upphafi. Það hefur komið fram í fjölmiðl- um í dag að Alþýðubandalagið heldur fast við að fara þarna upp í sprungusvæðin og ég er í engum vafa um að Kristján Benediktsson mun eftir kosningar eins og hingað til fylgja því í því máli. Það hefur sýnt sig alfarið að Alþýðu- bandalagið ræður ferðinni gagn- vart Framsóknarflokknum í skipulagsmálum," sagði Davíð. Það verður einnig að hafa í huga, að Framsóknarflokkurinn, Kristján Benediktsson, stóð að strandskipulagi með okkur sjálf- stæðismönnum. Hann lét knýja sig upp í Rauðavatnsheiðarnar og „Rauðavatnssvæð- ið ekki óbyggilegta — segir Sigurjón Pétursson víkurborgar, en hinn 21. apríl sl. var þar lögð fram greinargerð frá Halldóri Torfasyni, jarðfræðingi. Kemst hann þar að þeirri niður- stöðu, að mikill fjöldi sprungna og misgengja sé á Rauðavatnssvæð- inu og afar mikilvægt sé að koma í veg fyrir að byggingar lendi á sprungum. Sigurður Harðarson, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur og fulltrúi Alþýðu- bandalagsins þar, hefur sagt, að það breyti engu um skipulagið þó sprungum fækki eða fjölgi á Rauðavatnssvæðinu. I tilefni af ummælum Kristjáns Benediktssonar um tvísýnar horf- ur varðandi byggð á Rauða- vatnssvæðinu sneri Morgunblaðið sér til þeirra Sigurjóns Pétursson- ar, forseta borgarstjórnar og „Kristján hefur barist gegn öll- um ofangreindum sjónarmiðum. En þó að hann viðurkenni þetta nú, þá er það ennþá athyglisverð- ara að hann slær úr og í. Talar um að kannski verði hætt við svæðið, að hans mati o.s.frv. Ég er ekki í neinum vafa um að það vakir ekki annað fyrir Kristjáni Benedikts- syni en það, að slá ryki í augu kjósenda í þessu máli fram yfir kosningar. Hann hefur rölt fylg- ispakur á eftir Alþýðubandalag- inu í þessum efnum sem öllum öðrum og þessvegna er málflutn- ingur hans langt frá því að vera trúverðugur. Við verðum að at- huga að það er búið að eyða millj- örðum gamalla króna, tugum milljóna nýkróna, í að skipuleggja á þessu óbyggingarhæfa svæði. hefur barist gegn öllum sjónar- miðum, sem við höfum komið fram með og þessi málflutningur hans er svo sannarlega ekki trú- verðugur og reyndar allt að því ósvífinn í garð reykvískra borg- ara. Ég er ennþá jafnsannfærður og áður um að síðasta tækifæri, sem borgarbúum gefst til að koma í veg fyrir að byggðin verði færð upp á Rauðavatnsheiðar, er hinn 22. maí næstkomandi ög ekki eftir það. Þetta hjal Kristjáns Bene- diktssonar breytir engu um það,“ sagði Davíð Oddsson að lokum. „Eg vil fyrst segja, að fyrirsögn- in í Tímanum er ekki alveg í sam- ræmi við það sem Kristján segir," sagði Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar og oddviti Alþýðu- bandalagsins. „Rannsóknir hafa ekki leitt neitt í ljós um að Rauða- vatnssvæðið sé óbyggilegt. Það hefur aðeins verið gerð athugun á legu sprungnanna. Önnur svæði, sem byggt hefur verið á í Reykja- vík, eru öll sprungin, en þetta er í fyrsta sinn, sem byggingarsvæði á höfuðborgarsvæðinu er kannað á þennan hátt og fólk á ekki að láta þessa könnun hræða sig. Með þessari athugun á legu sprungn- anna verður hægt að staðsetja mannvirkin eftir því hvernig þær liggja," sagði Sigurjón Pétursson. Miðstjórn ASÍ: jT VSI gengur þvert á ákvæði bráðabirgðasamkomulagsins EFTIRFARANDI ályktun var sam- þykkt samhljóöa á fundi miðstjórnar ASÍ í dag, 29. apríl: Miðstjórn Alþýðusambands ís- lands lýsir furðu sinni á og mót- mælir harðlega þeirri fáheyrðu ósvífni, sem fram kemur í kröfu Vinnuveitendasambands íslands um frestum samningaviðræðna fram yfir sveitarstjórnarkosn- ingar. Með þessari samþykkt gengur Vinnuveitendasambandið þvert á ákvæði bráðabirgðasamkomulags- ins frá nóvember sl., sem kveður á um að viðræðum skuli fram haldið eigi síðar en 15. mars, með það fyrir augum að samningar náist fyrir 15. maí. Áður hefur Vinnu- veitendasambandið þrásinnis aftrað eiginlegum viðræðum og tekið sér frest á fresti ofan. Mið- stjórn Alþýðusambandsins krefst þess að Vinnuveitendasambandið haldi deilumálum sínum við ein- staka stjórnmálaflokka á öðrum vettvangi, þannig að ekki trufli gang samningaviðræðna. Eftir þennan síðasta tafaleik Vinnuveitendasambandsins er það enn brýnna en áður, að félögin svari kalli 72ja manna samninga- nefndar og afli sér nú þegar verk- fallsheimilda. Það virðist vilji Vinnuveitendasambandsins að gefa í engu eftir, nema verkafólk sýni að það sé reiðubúið til þess að fylgja eftir kröfum sínum af full- um þunga. Miðstjórn Alþýðu- sambands íslands öeinir því til verkafólks um land allt, að það skipi sér í órofa fylkingu gegn kjaraskerðingarkröfum Vinnu- veitendasambandsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.