Morgunblaðið - 30.04.1982, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 30.04.1982, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982 19 Nýja skip- ið fær nafn- ið Keflavík llli) nýja skip skipafélagsins Víkur hf. cr va-ntanlegt til landsins seinni hluta maímánaAar. Finnbogi Kjeld, forstjóri Víkur, sagði í samtali við Morgunblaðið að nýja skipið hlyti nafnið Keflavik, en það hét áður ('harm og var í eigu danskra aðila. Keflavík verður afhent í Svendborg í Danmörku í næsta mánuði. Keflavík er tæplega 4000 dwt að stærð, 94 metra langt milli stafna, en lengd milli lóðlína er 85 metrar. Breidd skipsins er 15,7 metrar. INNLENT Einar Ben til veiða í næstu viku TtMiAKINN Kinar Benediktsson fer væntanlega til veiða á miðvikudag eða fimmtudag í næstu viku. Níels Ár- sælsson skipstjóri á Kinari Benedikts- syni sagði í samtali við Morgunblaðið i gær, að nauösynlegum breytingum á togaranum væri nú að Ijúka, en eig- endur skipsins hefðu enga fyrir- greiðslu getað fengið í bönkum hér- lendis til breytinganna og ennfremur hefðu þeir ekki getað fengið útgerðar- lán. Níels kvað þetta vera bagalegt, en sjálfir hefðu eigendurnir getað lagt fram fé til breytinganna, auk þess sem mörg fyrirtæki hefðu verið þeim hjálpleg og veitt ýmsa fyrir- greiðslu. Sagði Níels að þeir hefðu getað farið fyrr til veiða, en nú stæði yfir þorskveiðibann bátaflot- ans. 1. maí hátíðarhöld- in í Stykkishólmi Stykkishnlmi. 29. apríl. 1. maí verður haldinn hátíðlegur í félagsheirailinu i Stykkishólmi og hefst hann klukkan 14 með leik Lúðrasveitar Stykkishólms undir stjórn l)aða Kinarssonar. Ræðu dags- ins flytur síðan Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir frá Reykjavík. Þá verð- ur kynning á rithöfundinum Hall- dóri Laxness á vegum Leikfélagsins Grímnis í Stykkishólmi. Jassband úr Stykkishólmi leikur síðan. Um kvöldið verður dansleikur og þar leikur hljómsveitin Stykk fyrir dansi. Malcolm McDowell og Mary Steenburger í hlutverkum sínum í myndinni. „í kapphlaupi við tím- ann“ í Austurbæjarbíói Austurbæjarbíó hefur tekið til sýningar bandarísku kvikmyndina „Kapphlaup við tímann". Myndin er framleidd af Warner Brothers og í aðalhlutverkum eru Malcolm McDowell, David Warner og Mary Steenburger. Stjórnandi myndarinnar er Nicholas Mayer. Á frummálinu heitir myndin „Time after time“. Rannsóknum lokið í Helguvík „Jarðvegsrannsóknum er nú lokið í Helguvík og verða niðurstöður send- ar til réttra aðila á næstu dögum,“ sagði Guðmundur Sigurösson hjá Orkustofnun i samtali við Morgun- blaðið í gær. Sagði Guðmundur, að rannsókn- irnar hefðu tekið rúmlega tvær vikur og þeim hefði lokið 24. apríl síðastliðinn. Kvað hann rann- sóknirnar hafa gengið vel, að öðru leyti en því að erfitt hefði verið að fara um svæðið, sökum bleytu. Sök- um þessa hefðu sumsstaðar orðið skemmdir á jarðvegi, en þær yrðu lagaðar um leið og betur viðraði og jarðvegur þornaði. Handtekinn vegna inn- brots í Toll- vörugeymsl- una um jólin TVÍTUGUR piltur í Reykja- vík hefur játað að hafa, ásamt bróður sínum á 16. ári, brotist inn í Tollvörugeymsl- una um síðustu jól og stolið |>aðan mörgum heimilistækj- um og hljómflutningstækj- um. Hafði lögreglan grunað pilt og var hann handtekinn í gær og hefur játað stuldinn. Um siðustu jól var rofið gat á einn útvegg Tollvörugeymslunnar og farið inn í geymslur fjögurra fyrirtækja. Var þaðan stolið ýmis konar raftækjum til heimilisnota og hljómflutningstækjum og er verðmæti þeirra talið nema tugum þúsunda króna. Reyndust þeir hafa verið tveir bræður að verki og hefur tekist að hafa upp á nær öllu þýfinu. Piltarnir hafa báðir komið áður við sögu hjá lögregl- unni. Ekki hefur enn tekist að upp- lýsa innbrotið í verslunina Gull og silfur í Reykjavík, en maður, sem var í haldi grunaður um verknað- inn, hefur nú verið látinn laus. Engar sannanir voru fyrir hendi og neitaði hann öllum sakargift- um. Rauði kross íslands: Viðræður við pólska flóttamenn 15. maí Fulltrúar frá Rauða krossi ís- lands munu fara utan til Austur- ríkis hinn 15. mai næstkomandi, til viðræðna við flóttafólk frá Póllandi er kynni að vilja setjast Stykkishólmur: Tónskólanum slitið í kvöld Slykkishólmi, 29. apríl. í Tónlistarskólanum í Stykkishólmi hafa verið 65 nemendur í vetur. Ilafa þeir stundað bæði píanóleik, blást- urshljóðfæraleik og gítarleik. Kennarar hafa verið þrír og skólastjóri hefur verið Davíð Þór Einarsson. Nú verða lokatónleikar um leið og skólaslit í félagsheimil- inu í Stykkishólmi í kvöld, föstu- dag, klukkan 20.30. Allir eru vel- komnir til að hlusta á hvernig nem- endum hefur farið fram í vetur. Einnig verða þar afhent skírteini. Víkur hf.: að hér á landi, að því er Jón Ás- geirsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Mikill fjöldi landflótta Pólverja er í Austurríki, og hafa íslensk stjórnvöld, sem kunnugt er, boð- ist til að veita tuttugu til tuttugu og fimm þeirra landvist hér sem pólitískum flóttamönnum. Eru hinir fyrstu raunar þegar komnir, eins og áður hefur verið skýrt frá í Morgunblaðinu, hjón með eitt barn. Jón Ásgeirsson sagði, að byrjað yrði á því að kanna hverjir hefðu áhuga á að fara til íslands, eftir að hafa fengið fyrstu upplýsingar um land og þjóð. Síðan yrði svo rætt við hvern einstakan um hugs- anlega flutninga til íslands. Af flóttamönnunum frá Víet- nam, sem komnir voru til íslands en hurfu síðan sporlaust í Kanada, sagði Jón ekkert frekar að frétta, eftir að þeir loks gáfu sig fram á ný. Samkvæmt síðustu fréttum væri mál þeirra til athugunar hjá Rauða krossinum í Kanada.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.