Morgunblaðið - 30.04.1982, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982
Byggingahappdrætti SAA:
Kanna vatnasvæði Köldukvíslar
og þykkt Köldukvíslarjökuls
Hér má sjá Landsvirkjunarmenn á leið til starfa sinna á Köldukvíslarjökli.
STARFSMENN Landsvirkjunar
eru um þessar mundir að kanna
vatnasvæði Köldukvíslar og
þykkt jökulsins, því Kaldakvísl
er mikilvægur liður i miðlunar-
kerfi Landsvirkjunar.
Leiðangursstjóri í þessari
ferð er Helgi Björnsson jarð-
eðlisfræðingur á Raunvísinda-
stofnun Háskólans, en þykkt
jökulsins er einmitt mæld með
svokallaðri jöklasjá sem Helgi
hefur fundið upp og smíðað.
Þegar er búið að mæla
Tungnárjökul og Eyjabakka-
jökul á sama hátt.
Það eru um 10 manns, sem
stunda þessar rannsóknir og
búist er við að þær taki nokkr-
ar vikur, en þeim verði lokið ursmenn hafa þegar dvalið
um miðjan maí en leiðang- tvær vikur þarna efra.
Nettohagnadur 3 milljónir
l'ng stúlka, Jóhanna Vilhjálms-
dóttir, dregur út miða hinna heppnu
í byggingahappdrætti SAA.
Rennur til byggingar
„Þetta happdrætti tókst í alla
staði mjög vel, og við áætlum að
nettóhagnaður nemi tæplega þremur
milljónum króna, eða 300 milljónum
g.kr.“ sagði Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins í gær.
Dregið var í byggingahapp-
drætti SÁÁ hjá borgarfógeta hinn
7. þessa mánaðar, og hafa nokkrir
vinningshafa þegar sótt vinninga
sína, en 11 bifreiðar voru í vinn-
ing.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
sagði, að selst hefðu um 100 þús-
und miðar, að andvirði um 4,5
milljónir króna. Áætlaður kostn-
nýrrar sjúkrastöðvar
aður við hina nýju sjúkrastöð
SÁÁ í Grafarvogi væri 11 milljón-
ir króna, og kæmi hagnaðurinn af
happdrættinu sér því vel. Teikn-
ingu og hönnun sjúkrastöðvarinn-
ar miðaði vel, framkvæmdir hæf-
ust nú í vor, og áætlað væri að
ljúka framkvæmdum innan árs.
„Við erum afskaplega þakklát
öllum þeim fjölda fólks er veitti
okkur lið í þessari fjáröflunarher-
ferð okkar. Fénu verður varið til
starfs í baráttunni við áfengis-
vandamálið, sem er eitt mest að-
kallandi verkefni í heilbrigðismál-
um okkar Islendinga um þessar
mundir," sagði Vilhjálmur að lok-
um.
Innra-Hólmskirkja
90 ára — afmælisins
minnst á sunnudag
INNRA HÓLMSKIRKJA er 90 ára
um þessar mundir, en hún var vígð
27. marz 1892. Afmælisins verður
minnzt nk. sunnudag (2. maí). Hátið-
arguðsþjónusta verður í kirkjunni kl.
14. Biskup íslands, herra Pétur Sigur-
geirsson, prédikar. Guðrún Tómas-
dóttir syngur einsong við undirleik
Fríðu Lárusdóttur og kirkjukór sókn-
arinnar syngur undir stjórn Baldurs
Sigurjónssonar orgelleikara.
Að lokinni hátíðarguðsþjónust-
unni bjóða hreppsnefndir Innri-
Akraneshrepps og Skilmanna-
hrepps til kaffiveitinga í félags-
heimilinu Miðgarði. Þar verður
rakin saga kirkju og staðar á
Innra-Hólmi, þá mun Guðrún
Tómasdóttir syngja einsöng og
ávörp verða flutt.
Innri-Hólmur er með allra elztu
kirkjustöðum á landinu. Þar reistu
írskir menn kirkju löngu fyrir
kristnitöku. Kirkja var lögð niður á
Innra-Hólmi 1815, en reist að nýju
1891 fyrir forgöngu Árna Þor-
valdssonar hreppsstjóra á Innra-
hólmi, og var kirkjan vígð í marz
árið eftir, eins og fyrr greinir.
Kirkjusmiður var Jón Mýrdal
skáldsagnahöfundur.
Til hátíðarinnar á sunnudag er
boðið öllum sóknarbúum og öðrum
velunnurum kirkjunnar.
Prestur Innra-Hólmskirkju er
séra Jón Einarsson, prófastur í
Saurbæ, og formaður sóknarnefnd-
ar er frú Ragnheiður Guðmunds-
dóttir, húsfreyja á Ásfelli.
Ferming í Ar-
bæjarkirkju
Fermingarbörn í Árbæjarkirkju,
Kirkjuhvolsprestakalli, sunnudaginn
2. maí. Prestur er séra Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir.
Anna Lára Pálsdóttir,
Lækjarbraut 3, Rauðalæk.
Hrafnhildur Björnsdóttir,
Lyngási.
Jónas Benóný Guðmarsson,
Meiri-Tungu.
Sigríður Ólafía Gísladóttir,
Meiri-Tungu.
Sigríður Þ. Sæmundsdóttir,
Lækjarbraut 14, Rauðalæk.
Steinar Jónsson,
Lyngási.
Sverrir Norðfjörð Bergsson,
Lyngási.
Hollenskir dagar á
Hótel Loftleiðum
HOLLENSKUR þjóðdansaflokkur,
Schermer Dansers að nafni, mun
næstu kvöld skemmta að Hótcl Loft-
leiðum, en þar verða Hollenskir dag-
ar með túlípönum, músík og dansi
fram á sunnudagskvöld.
Þessi þjóðdansaflokkur sam-
anstendur af 18 körlum og konum,
áhugafólki sem hefur farið víða og
sýnt hollenska dansa. Flokkur
þessi var stofnaður árið 1948 og
tilgangurinn var að endurvekja
áhuga fólks fyrir þjóðdönsum og
þjóðbúningum, en hollenskir þjóð-
búningar eru með þeim skraut-
legri er þekkjast. Sérstaklega er
höfuðbúningur dansaranna at-
hyglisverður en þar er skraut úr
skíra gulli.
Flokkurinn hefur sem fyrr segir
sýnt í mörgum löndum svo sem
Danmörku, Frakklandi, Ítalíu,
Þýskalandi, Englandi og Suður-
Afríku. Flestir dansararnir eru
bændur sem eiga býli sín rétt utan
við Alkmaar, en þar eru hinir
frægu Hollensku ostar m.a. fram-
leiddir. Með hópnum eru tveir
harmónikuleikarar og er vart að
efa að mikil kátína mun ríkja í
sölum Hótels Loftleiða meðan
Hollendingarnir staldra við.
Á hverju kvöldi verður happ-
drætti. Vinningurinn er far fyrir
tvo til Amsterdam. Hollensku
dagarnir standa sem fyrr segir
fram á sunnudagskvöld.
Hollendingar brugðu á leik á Lækjartorgi í hádeginu á miðvikudag og
fylgdist fjöldi fólks með þessari óvæntu uppákomu. (Ljósm. köe.)
27. mars sl. voru afhentir i Langholtskirkju vinningar vegna Sunnudags-
gátu Kórs Langholtskirkju og eru nöfn vinnenda þessi:
Svava Bjarnadóttir, Melbæ 5, Reykjavík, Magna Sigfúsdóttir, Hjálmholti
2, Reykjavík, Auðbjörg Ilíanna Árnadóttir, Varmalandi, Mýrasýslu, Krla
Ingibjörg Guðjónsdóttir, Grettisgötu 24, Reykjavík, Ásdís M. Gilsfjörð, Vall-
holti 4, Olafsvík.
Kosningaskjálfti gerir
vart við sig í Garðinum
(.arói, 29. apríl.
Kosningaskjálfti er nú farinn að
gera vart við sig hjá listunum tveim-
ur sem bjóða fram í hreppsnefnd-
arkosningunum 22. maí nk. I-list-
inn, sem er listi vinstri manna i
byggðarlaginu, sem kalla sig óháða
borgara, hcfir gefið út blað sitt,
Skiphól, og opnað kosningaskrif-
stofu. H-listinn, sem er listi sjálf-
stæðismanna og annarra frjáls-
lyndra hyggst opna skrifstofu nú á
næstu dögum og í bígerð er að gefa
út málgagn.
Að þessu sinni mun verða kosið
í barnaskólanum en .undanfarin
20 ár hafa kosningar farið fram í
þingstað hreppsins sem er sam-
komuhúsið. Er þetta ákvörðun
I-listans sem telur að óeðlilegt sé
að kosið sé í öðrum sal samkomu-
hússins og að kvenfélagskonur
selji kaffi í hinum salnum eins og
í undanförnum kosningum.
I síðustu hreppsnefndarkosn-
ingum var opin talning eftir að
kjörfundi lauk og safnaðist þá
saman mikill fjöldi Garðmanna í
samkomuhúsinu og fylgdist með
talningunni. Þetta verður ekki
hægt að þessu sinni og er líklegt
að þetta sé megin ástæðan fyrir
því að vinstri meirihlutinn vildi
ekki láta kjósa í samkomuhúsinu.
I kosningunum 1978 fékk I-list-
inn 233 atkvæði en H-listinn 204
atkvæði. Búast má við að titring-
urinn í kosningaslagnum fari
vaxandi með degi hverjum hér
frá. Hafa listarnir ákveðið að
hafa sameiginlegan fund 13. maí
nk. fyrir væntanlega kjósendur
en í kosningum þar sem tveir list-
ar eru í kjöri eins og hér er, má
segja að hver kjósandi ráði yfir
meira en einu atkvæði eða a.m.k.
að vægi hvers atkvæðis sé mikið.
Ef ekki er kosið H þá er kosið I
eða öfugt. Arnór