Morgunblaðið - 23.05.1982, Síða 1

Morgunblaðið - 23.05.1982, Síða 1
76 SÍÐUR 110. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Argentínumenn orðnir uggandi Huenos Aires og London, 22. maí. Al*. NÚ ÞEGAR Falklandseyjadcilan hefur magnast og alvarleg átök þegar orðið virðist það æ aigengara að argentínskir borgarar velti því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum þessi deila hófst. Tvær grímur eru farnar að renna á marga, sem telja, að yfirvöldum væri nær að helga sig öðrum mikilvægari málefnum en stríösrekstri. „Fjöldi fólks hefur ekki nægan mat að borða,“ sagði auglýsingastjóri, sem rætt var við. „Það er út í hött að hefja styrjöld á meðan ástandið er þannig heima fyrir.“ Leigubílstjóri sem stöðvaði bíl sinn og hrópaði til vegfar- Frelsi — Brezkur landgönguliði þiggur tebolla hjá falklenzkri fjölskyldu eftir uppgöngu brezka landgönguliðsins á föstudagsmorgun. Uppgangan kom Falklendingum og argentínska hernámsliöinu á óvart. sím»mynd ap. Einni brezkri freigátu sökkt og 20 er saknað London, 22. maí. AP. ARGENTÍNSKAR flugvélar sökktu brezku freigétunni „Ardent" í hinum hörðu orrustum um Falklandseyjar é föstudaginn, um 20 er saknað af éhöfninni og talið að 30 hafi særst, að því er John Nott landvarnaréðherra tilkynnti í dag, laugardag. „Ardent" var með 175 manna áhöfn og var eitt fimm brezkra herskipa, sem löskuðust í loftárásum Argentínumanna á Falklandssundi. Nott sagði að annað skip hefði lask- azt alvarlega og væri með ósprungna sprengju í vélarúminu, en vopn þess væru óskemmd. Minniháttar tjón hefði orðið á hinum herskipunum þremur og þau væru í viðgerð. Yfirmaður varnarráðsins, Sir Ter- ence Lewin, sagði að skipin hefðu laskazt þegar þau vörðu landgöngu- skip og kaupskip við hina háskalegu landgöngu í gær. Um tjónið sagði Lewin að það væri „ekki meira, kannski minna, en búast mátti við“. Nott endurtók að Argentínumenn hefðu misst 9 Mirage-þotur, 5 Sky- hawk-flugvélar, 2 Pucara-flugvélar og 4 þyrlur. Hann sagði að Bretar hefðu misst eina Sea Harrier-þotu og tvær Gazelle-þyrlur. Eftir missi „Ardent" hafa Bretar misst 25 menn og 57 eru særðir. Landgangan tókst vel í alla staði, sagði Nott, og Bretar mættu lítilli sem engri mótstöðu. Hann varaði við því að meiri bardagar væru fram- undan, en sagði að hættulegustu að- gerðinni, uppgöngunni á eyjarnar, væri lokið. „Þeir berjast núna frá öruggri bækistöð og hættustund fyrstu uppgöngunnar er að baki. Við erum komnir aftur til Faiklandseyja með öflugt lið og við ætlum að tryggja að árás borgi sig ekki.“ Um 2.500 brezkir hermenn réðust á land og í dag treystu þeir fótfestu sína við höfnina San Carlos, sauð- fjárræktarbú þar sem 30 Falklend- ingar búa, í aðeins 80 km fjarlægð frá meginliðsafla Argentínumanna, 4.500 mönnum í höfuðstaðnum Port Brezkt herskip af sömu gerð og „Ardent“ Stanley. En brezku hermennirnir bjuggu sig undir að mæta meirihátt- ar gagnárás. Press Association hafði eftir leyniþjónustuheimildum að búizt væri við að argentinsku hermennirn- ir í Port Stanley reyndu að sækja með stuðningi skriðdreka til brezka landgönguliðsins við San Carlos „innan 30 klukkustunda“. Frétta- stofan sagði að búizt væri við nýjum argentínskum loftárásum. Meðan ráðizt var í land á fjórum stöðum og fótfestu náð við San Carl- os héldu brezk herskip uppi árásum á skotmörk umhverfis Port Stanley og Harrier-þotur réðust til atlögu gegn stöðvum umhverfis Fox Bay á Vestur-Falklandi, þar sem um 1.500 argentínskir hermenn munu vera til varnar. Við San Carlos streymir liðsauki búinn Scorpion-skriðdrek- um og Rapier-eldflaugum í land. Sjá nénar bls. 23. anda hafði eftirfarandi fram að færa. „Það er nær enga vinnu að hafa hér. Þeir sem hafa atvinnu gera ekki betur en svo að lifa af henni. Við höfum verið án þessara eyja í 149 ár. Við getum alveg verið án þeirra í 149 ár til viðbótar.“ Hann bætti síðan við: „Stríð gegn Bretum er það síðasta sem við þurfum. Við erum að drepa gæsina, sem verpti gull- egginu.“ „Fólk utan Argentínu gerir sér ekki grein fyrir því hversu mikilvægt þetta mál er í land- inu,“ sagði Ronald Briant, for- stjóri breska verslunarráðs- ins, sem styður Argentínu- menn í deildinni, þrátt fyrir breskan uppruna. „Börnum er kennt það strax í skóla, að breskir sjóræningj- ar hafi hrifsað Malvinas (Falklandseyjar) úr höndum landstjórans og flutt íbúana upp á meginlandið. Argent- ínumenn velta því oft fyrir sér undanfarið hvort Bretar telji þá vera einhverja indíána, sem auðvelt sé að eiga við,“ sagði Briant. Almenningur í Argentínu er samt í heildina tekið bjartsýnn á að her þeirra tak- ist að sigrast á Bretum. „Við munum gersigra þá,“ sagði gamall maður er hann hlust- aði á útvarpsfréttir þar sem skýrt var frá síðustu atburð- um á eyjunum. Landganga brezku hermannanna kom Argentínumönnum á óvart Ixindon, 22. maí. AF. FRÉTTAMENN brezku sjónvarps.slöövanna BBC og ITN, sem voru um borð i brezku flotadeildinni, sem réðist til landgöngu á Falklandseyjum, hafa sent frá sér lýsingu á uppgöngunni. Þeir segja uppyönguna hafa komið Falklend- ingum og argentínskum hermönnum á óvart. Aðstæður voru hinar ákjósan- legustu, alskýjað, hellirigning og rok, segir fréttamaður BBC. Hann gekk á land með fallhlífadeild af ferjunni Norland í þröngum firði, og skipin úti fyrir vörðu uppgöngu- sveitirnar með stanzlausri skot- hríð á stöðvar í landi. „Aðeins einni uppgöngusveitinni var veitt mótspyrna. Kom til snarps bardaga, nokkrir Arg- entínumenn féllu og aðrir voru teknir til fanga. Þeir voru fluttir um borð í Canberra, sem breytt hefur verið í spítalaskip, og þar gert að sárum manna. Argentínu- mennirnir voru flestir táningar. Linnulausum árásum var haldið uppi á Canberra meðan bjart var og oft munaði hársbreidd að skotin hæfðu skipið. Freigáturnar börð- ust hatrammri baráttu við flugher Argentínu, og var það blóðugur bardagi," segir fréttamaður BBC. „Þrjár Pucara-flugvélar, sem gerðar eru til að leita uppi skæru- liða, svipuðust um eftir landgöngu- liðunum, þar sem þeir reyndu að hreiðra um sig upp til fjalla. Ein þeirra varð fyrir skoti frá herskipi og sá ég flugmanninn bjarga sér á síðustu stundu í fallhlíf þegar vélin steyptist í ljósum logum til jarð- ar,“ sagði fréttamaður BBC. Fréttamaður óháðu stöðvarinn- ar, ITN, segir þúsundir landgöngu- liða hafa tekið þátt í uppgöngunni, fyrsti landgöngupramminn hafi siglt að landi klukkan 6.30 að stað- artíma, eða kl. 8.30 að íslenzkum tíma. Þyrlur fluttu vopn og birgðir án afláts. Veðurfarslýsingu hans bar ekki saman við lýsingu frétta- SimamyndAI*. Brezkir landgönguliðar draga brezka fánann að húni eftir upp- göngu Breta á eyjarnar. manns BBC, hann sagði liðið hafa lagt til uppgöngu við tunglsljós, að bjart hafi verið og kalt. „Þeir stóðu glaðværir í löngum biðröðum á skipunum, með mikla byrði vopna og vista í stórum bakpökkum. Einn hermaðurinn sagði að þeim væri ætlað að leggja undir sig strandlengjuna og sækja þaðan upp yfir fjöllin og setja upp varðstöðvar í fjallshlíðunum fjær. Það tók fjórar stundir að setja lið- ið á land og á meðan var haldið uppi skothríð á stöðvar Argentínu- manna upp til fjalla. Aðeins á ein- um stað var veitt mótspyrna. Landgöngusveitirnar björguðu 31 Falklendingi, þar af 14 börnum, úr litlu þorpi við eina víkina. Þeir eru allir heilir á húfi. Fyrr en varði mátti sjá að landgönguliðið var bú- ið að koma fyrir loftvarnabyssum í landi, byggja þyrluvelli, reisa tjöld, og Scorpion-skriðdrekarnir létt- byggðu fóru fyrir sveitunum, sem sóttu upp til fjalla. Fyrr en varði gerðu Argentínu- menn loftárás. Fyrst komu Puc- ara-flugvélar, þvfnæst Mirage- orrustuþotur. Var skotið án afláts á þær frá herskipunum, og sáum við hvernig eldflaugar eltu þær uppi og grönduðu tveimur rétt hjá okkur. Flugmennirnir sveigðu og beygðu á alla kanta til að sleppa undan flaugunum. Harrier-þotur frá Invineible og Hermes grönduðu sumum argentínsku flugvélunum áður en þær komust á vettvang, og einnig öðrum sem komust héðan,“ sagði fréttamaður ITN. Fréttamaður um borð i Hermes sagði skipin hafa siglt út úr Falk- landssundi þegar landgónguliðið hefði verið búið að konta sér fyrir í landi. Argentínumenn hefðu hald- ið uppi miklum loftárásum á skip- in og hæft þrjú þeirra. Tvö skip- anna hefðu laskast il'a, en óljóst væri um manntjón. Hann sagði mannfall mikið í liði Argentínu- manna og að rnargir þeirra hefðu gefist upp.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.