Morgunblaðið - 23.05.1982, Side 16

Morgunblaðið - 23.05.1982, Side 16
16 ____A------------------------------ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ1982 Ævar Jóhannesson við kirlian-myndatækið sem hann smíðaði. L^“m' Kris,j*n ^rn E,iaMon Hvað er það sem kemur fram á Kirlian-myndum? Kirlian-ljósmyndir, eins og þær sem eru hér á síðunni, hafa vakið ttíluverða umræðu í almennum tímaritum, sem fjalla um sálarfræði og líffræði eða skildar greinar. Ekki virðast menn á eitt sáttir um hvernig beri að túlka þetta fyrirbæri eða hvað það sé sem kemur fram á Kirlian-ljósmyndum, en ýmsar tilgátur hafa verið settar fram til að skýra það. Sumir hallast að dulrænum skýringum — að mtínnum hafi með þessari aðferð tekist að mynda blik mannsins eða áru sem „skyggnir“ menn hafa lýst — en aðrir telja að fyrirbærið eigi sér „eðlilegar" líffræðilegar skýringar. En hvað sem tíllum skýringum líður fannst blm. Mbl. að hér væri um forvitnilegt efni að „Það var rússneski rafmagns- fræðingurinn S. Kirlian sem upp- Kötvaði þessa Ijósmyndatækni í lok síðustu heimsstyrjaldar, nán- ast fyrir tilviljun. Reyndar hafði tékkneski vísindamaðurinn Nikola Tesla fengist við svipaðar rann- sóknir í lok síðustu aldar — hann tengdi geysiöflug háspennutæki við dauða hluti og fólk þannig að geislandi blik myndaðist í kring um það. Enginn hefur þorað að endurtaka þessar tilraunir Tesla á fólki, og féllu þessar aðferðir hans eiginlega í gleymsku að honum látnum. „Umhverfis hlutina myndaöist reglulegt ljósblik“ Kirlian uppgötvaði sama fyrir- bærið af tilviljun þegar hann var að gera við hátíðnispennutæki í myrkri, og fór að gera frekari til- raunir með það. Með því að leggja ýmsa hluti ofan á Ijósmyndafilmu og beina háspennuriðstraum síðan að þeim tókst honum að fá fram afar sérkennilegar myndir. Um- hverfis hlutina myndaðist reglu- legt Ijósblik sem virtist geisla út frá yfirborði þeirra. Það vakti strax athygli Kirlians að lifandi hlutir s.s. laufblöð og fingur höfðu allt öðruvísi blik en dauðir hlutir — blik þeirra hafði miklu flóknara mynstur og í því komu fram allir regnbogans litir, í stað þess blá- leita bjarma er stafaði af dauðum hlutum. Eftir að hafa rannsakað þessi fyrirbæri um nokkurn tíma rak Kirlian sig á nokkuð einkennilegt, sem átti eftir að hafa afdrifarík áhrif á rannsóknir hans. Einn daginn var hann að mynda hendur sínar með tækinu en allar tilraun- ir hans mistókust því lítið sem ekkert blik kom fram á filmunni. Hann fékk þá konu sína til að framkvæma tilraunirnar í sinn stað, og brá þá svo undarlega við að allar myndir heppnuðust ágæt- lega hjá henni. Skömmu síðar veiktist Kirlian hastalega og datt honum þá í hug að hugsanlega hyrfi blikið eða minnkaði þegar líkaminn væri sjúkur, og væri það skýringin á því að allar tilraunir hefðu mistekist hjá honum áður en hann veiktist, en kona hans fékk fram venjulegar myndir í sömu tækjum. Það furðulega er að sjúkdómar virðast koma fram á Kirlian-myndum, þannig að það dregur úr blikinu og það breytist ef viðkomandi vefur er sýktur. Eitt sinn komu tveir vísinda- menn heim til Kirlians og höfðu meðferðis tvö laufblöð sem þeir báðu hann að mynda. Honum tókst hins vegar aldrei að ná góðri mynd af öðru laufblaðinu, þó hitt myndaðist ágætlega. Er Kirlian skýrði þeim frá þessu urðu þeir kampakátir og sögðu: „Þér hefur þá tekist það.“ Laufblaðið sem ekkert blik myndaðist í kringum hafði nefnilega verið tekið af tré sem sýkt hafði verið — ómögulegt var hins vegar að greina þennan sjúkdóm með nokkurri þekktri að- ferð fyrr en að nokkrum mánuðum liðnum. Skömmu eftir þetta fékk Kirli- an rannsóknaraðstöðu við land- búnaðarháskóla við Svartahaf og ræða og |>egar ég frétti að Ævar Jóhannesson tækjafræðingur hjá Háskóla Islands hefði smíðað sér Kirlian-ljósmyndatæki ákvað ég að reyna að fá við hann viðtal. Það fylgdi reyndar sögunni að Ævar hefði verið fyrsti maðurinn í Evrópu sem smíðaði svona tæki, en þau höfðu þá verið til í Sovétríkjunum um nokkurt skeið. Ævar smíðaði sitt tæki eftir teikningum frá Moskvu-háskóla, en Kirlian-mynda- tæknin er rússnesk að uppruna og svo virðist sem Kússar hafi náð mun meiri árangri á þessu sviði en Vesturlandamenn. Ég hitti Ævar að máli þar sem hann var að sttírfum hjá Háskólanum og spurði hann fyrst hver væri uppruni Kirlian-myndatækninnar. Kirlian-hjónin sem uppgötvuðu kirlian-myndatæknina og hafa þau nú starfað við rannsóknir á henni um árabil. hefur starfað eingöngu að þessum rannsóknum síðan. Svo virðist sem Sovétmenn verji verulegu fé til þessara rannsókna og byndi við þær töluverðar vonir." Nú hefur verið talað um dulræn fyrirbæri í sambandi við Kirlian- ljósmyndir? „Phantom leaf effect“ — draugafyrirbærið „Ég veit ekki hvort á að kalla þau dulræn. Eitt fyrirbæri sker sig þó mjög úr, svonefnt „Phant- om leaf effect" eða draugafyrir- bærið, sem við getum kallað. Ef tekin er mynd af laufblaði sem skorinn hefur verið hluti af gerist það undarlega að Kirlian-myndin sýnir ljósþokumynstur þess hluta sem skorinn var burt. Svona myndir hafa verið teknar í Rúss- landi en hér á Vesturlöndum hefur það gengið erfiðlega að fá fyrir- bærið staðfest, þó einstakir aðilar fullyrði að þeir hafi náð svona myndum. Sjálfum hefur mér aldr- ei tekist að fá fram mynd sem sýn- ir þetta „draugafyrirbæri" í mínu tæki, en það getur átt sínar skýr- ingar. Mér skilst að myndatökur af þessu tagi misheppnist oft, þannig að menn þurfi að taka s.s. 100 myndir til að fá tvær sem sýna svona draugafyrirbæri. Eins gæti verið að ég sé ekki með nógu gott tæki. Það eru líka til athyglisverðar myndaraðir af blómum sem eru að deyja í Kirlian-myndatækjum. Fyrst er ljósblikið í kringum jurt- ina eðlilegt og einkennist af reglu- legri lögun og litadýrð. Eftir nokkra stund taka litirnir hins vegar að fölna og blikið verður óskýrara og óreglulegra. Loks verður Kirlian-mynd af blóminu eins og af dauðum hlut, pappírs- blaði eða einhverju þess háttar. Óþekkt orkusvið Rússar hafa sjálfir sett fram þá kenningu að umhverfis lifandi vefi sé orkusvið sem þeir nefna bíó- plasma-svið og sé það úr orku- sveiflum sem menn hafi ekki enn náð að greina. Tilgáta þeirra er að bíóplasma-sviðið sé þannig eins konar mynstur, sem rafeindirnar leiti eftir við Kirlian-myndatöku og komi þannig tiltölulega ná- kvæm eftirlíking af bíóplasma- sviðinu fram á filmunni. Til nánari útskýringar mætti líkja þessu við venjuleg segulsvið. Þú ert með segulstál en segulsvið- ið er að sjálfsögðu ósýnilegt. Ef þú leggur hins vegar pappírsblað yfir segulinn og dustar á það fínu járnsvarfi þá kemur lögun seg- ulsviðsins í ljós á því hvernig járnsvarfið raðar sér. í þessu dæmi samsvara rafeindirnar í Kirlian-ljósmyndatækninni járn- svarfinu en bíóplasma-sviðið seg- uisviðinu. Skýring Sovétmanna á „drauga- fyrirbærinu" er sú að bíóplasma- svið laufblaðs sem klippt hefur verið af geti varað heilt nokkra stund og komi því fram á Kirlian- myndum. Mér þykir þessi tilgáta Sovétmanna alveg skoðandi. Það eitt að slík tilgáta hafi verið sett fram er athyglisvert, þar sem það er regla í allri vísindastarfsemi að setja ekki fram nýjar tilgátur varðandi fyrirbæri nema það þyki fullreynt að eldri þekking dugi engan veginn til að skýra þau. Rússneskir vísindamenn líta þannig á málið að hér sé ekki dul- rænt fyrirbæri á ferð, heldur sé bíóplasma-sviðið einfaldlega teg- und geisla eða bylgjna sem menn hafa ekki ennþá náð að greina — rétt eins og gamma-geislar, sem fundust fyrir nokkrum áratugum, vöfðust á tímabili fyrir mönnum." Nú hefur verið talað um að Rússum hafi tekist að greina sjúkdóma á algjöru byrjunarstigi með þessari aðferð? Sjúkdómsgreiningar meÓ Kirlian-myndum „Já, og það virðist vera eitthvað til í því. Við Alma Ata-háskólann í Síberíu er sérstök deild undir stjórn dr. V. Inyushin prófessors, þar sem eingöngu er fengist við rannsóknir sem tengjast Kirlian- myndum, m.a. er fengist við

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.