Morgunblaðið - 23.05.1982, Síða 17

Morgunblaðið - 23.05.1982, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ1982 17 RÞFERÐ-fl Háiíb nisi rau mgjaf / /0-lookHz,20-4ökV fíÐFERÐ -JB HátíÚnisiraumgjQfi !0 - lövkHZ' 20 - VOkV ;e 11 RcfsHeu^t £/T+y^rutf E wv,o-i^rmt + Raf\W*ut ri&inmuhii ■ ffofslrau/ f I a -vt^yn^f ■Ví o <M <N Há/i ini- S pmn/r Háh lni ■ Srttnmir Einfaldaöar skýringarmyndir af tveim geröum kirlian-myndaUekja. Þessar teikningar eru teknar úr bókinni „The Human Aura“ eftir dr. W. Kilner. Kilner fullyrti að hann sæi blik í kringum fólk og af blikinu mætti ráða hvernig heilsufari þess væri varið, og greina sjúkdóma þess, jafnt sálræna sem líkamlega. Sumir telja að hluti þessa bliks komi fram á kirlian-myndum. Þannig lítur „draugafyrirbærið** út. Hluti af lauf- blaðinu hefur verið kiipptur burtu en samt sýnir kirlian-myndin Ijósþokumynd af hlutanum. Ekki eru menn á eitt sáttir um áreiðanleika þessara mynda. „Hið sterka blik sem er í kringum þennan fót bendir til góðrar heilsu. En takiö eftir að blikið er skert í kringum stóru- tána — það bendir til að við- komandi þjáist af höfuöverk." (Myndin ásamt textanum er tekin úr tímaritinu „The Un- explained“.) Tékkneski hugvitsmaðurinn N. Tesia starfaði lengst af í Bandar- íkjunum og var um skeið samstarfsmaður T.A. Edisons. Tesla tengdi háspennuriðstraumstæki við fólk þannig að það lýsti eins og neonljós. Enginn hefur þorað að endurtaka þessar tilraunir hans. Efri myndin var tekin af fingri huglæknisins séra Johan Scudd- er, þegar hann reyndi að „senda orku“ út frá fingrinum, en neðri myndin er af fingri hans þegar hann einbeitir sér ekki að neinu sérstöku til samanburðar. Ævar hefur tekið mjög hliö- stæðar myndir af fingrum þekkts íslenzks huglæknis, sem ný- lega er látinn. sjúkdómsgreiningar á fólki með þessari aðferð. Þarna hafa fengist niðurstöður sem virðast benda til þess að hægt sé að greina ýmsa sjúkdóma, s.s. krabbamein, með þessum hætti, löngu áður en nokk- ur einkenni, sem greinanleg eru með venjulegum aðferðum, koma í ljós. Ég get ekki borið um hvort þetta er satt eða ekki, en þetta hef ég lesið í tímaritum og bókum sem greina frá þessum rannsóknum. Þessar fullyrðingar hafa að sjálfsögðu vakið forvitni vísinda- manna á Vesturlöndum, en hins vegar hefur gengið erfiðlega að fá nákvæmar upplýsingar um þessa starfsemi frá Rússum og stundum er engu líkara en þeir leggi kapp á að halda öllu leyndu sem varðar þessa starfsemi. Á ofanverðum áttunda áratugnum fór bandaríski dularsálfræðingurinn Thelma Moss til Alma Ata-háskólans í Síberíu i þeim tilgangi að kynna sér þessa hluti nánar. Prófessor V. Inyushin tók henni vel í fyrstu, sýndi henni rannsóknarstofur og myndir sem henni þóttu afar merkilegar. Hann lofaði að daginn eftir skyldi hann afhenda henni ýmis gögn sem greindu frá afar merkilegum hlutum varðandi rannsóknir á Kirlian-myndum. En þegar Thelma Moss kom til háskólans daginn eftir var pró- fessorinn hinn vandræðalegasti og sagðist því miður ekki geta afhent henni nein gögn. Svo virðist sem einhversstaðar hafi verið kippt í spotta og lagt bann við að upplýs- ingar um þessar rannsóknir bær- ust til Vesturlanda." Telur þú að Rússar hafi náð meiri árangri í þessum rannsókn- um en vísindamenn hér á Vestur- löndum? „Það er ekki nokkur vafi. Það er staðreynd að Sovétmenn hafa veitt í þetta töluverðu fé og all stór hópur vísindamanna starfar þar eingöngu að þessum rann- sóknum. í Evrópu og Bandaríkj- unum hafa þessar rannsóknir hins vegar mest verið stundaðar af áhugamönnum, sem smíðað hafa tækin fyrir eigið fé. Það segir sig sjálft að með þeim hætti ná menn ekki miklum árangri. Vísinda- menn á Vesturlöndum hafa marg- ir hverjir litið á rannsóknir af þessu tagi sem hindurvitni og ekki viljað skoða þær sem „vísinda- legar". Ég tel hiklaust að þarna sé um fordómafull sjónarmið að ræða — þessar myndir sýna harla merkilega hluti, þó auðvitað megi menn ekki láta ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur hvað þetta varðar fremur en annað. Þarna þarf t.d. alls ekki að vera neitt dulrænt á ferð — hugsanlega sýna þessar myndir einhverja óþekkta tegund geisla sem mönnum hefur ekki tekist að greina ennþá. Kirlian-myndir og dulrænar kenningar Nú er það haft eftir „skyggnum" mönnum að þeir sjái blik eða áru umhverfis mannslíkamann, og sé hún afar misjöfn að formi og lita- samsetningu eftir því hvernig skapsmunum og heilsufari við- komandi er háttað. Telur þú að Kirlian-myndir renni stoðum und- ir þessa gömlu kennisetningu? „Það er erfitt að svara svona spurningu þannig að vel fari. Að öllu samanlögðu virðast Kirlian- myndirnar renna stoðum undir þessar kenningar fremur en hitt. Þær eru t.d. afar mismunandi bæði að lit og lögun eftir því hvar af mannslíkamanum þær eru teknar. Sjálfur á ég afar sérkenni- lega mynd sem ég tók af fingrum þekkts íslenzks huglæknis. Mynd- ina tók ég meðan hann var að lækna sjúkling sem hjá okkur var. Hvernig sem á því stendur er blik- ið í kringum fingur hans á þessari mynd mikið stærra og skýrara en á hliðstæðum myndum af fingrum venjulegs fólks, sem ég hef tekið hundruðum saman. Því er heldur ekki að leyna að Kirlian-myndum frá Rússlandi, sem ég hef séð, ber oft furðu vel saman við myndir sem „skyggnir" menn hafa teiknað af bliki mannslíkamans. Þá hafa sumir sálfræðingar haldið því fram að skapsmunir manna og jafnvel persónuleika megi ráða af Kirlian-myndum — það merkilega er, að séu menn í æstu skapi verð- ur blik þeirra á Kirlian-myndum kröftugra og stærra að umfangi. Ég held hins vegar að óskynsam- legt sé að mynda sér ákveðnar skoðanir á þessum hlutum áður en ítarlegri rannsóknir hafa farið fram á þessum fyrirbærum. Þess- ar gömlu hugmyndir um blik eða áru eru auðvitað skoðandi, en jafnvel þó eitthvað kunni að vera hæft í þeim eru þær sjálfsagt blandaðar hjátrú og hindurvitn- um. „Plasma“ fjórða ástand efnis Rússar eru miklir efnishyggju- menn og blanda því ógjarnan sam- an dulhyggju og vísindum. Ef til vill hefur það orðið til þess að þeim hefur orðið meira ágengt við rannsóknir á svonefndum dulræn- um fyrirbærum en Vesturlanda- mönnum. Tilgáta þeirra um bíó- plasma, sem ég minntist á áðan, er athyglisverð sem skýring á fyrir- bærum á Kirlian-myndum, og alls ekki úr lausu lofti gripin. Fyrri hluti orðsins, „bíó“, merkir líf. „Plasma" merkir eiginlega fjórða ástand efnis, og fjallar verulegur hluti nútíma eðlisfræði um það. Efni getur verið fast, fljótandi og loftkennt en einnig i þessu svonefnda „plasma“-ástandi. „Plasma“-ástand efnis næst hins vegar ekki nema við mikinn hita en t þvi ástandi hafa efni allt aðra eiginleika en í föstu, fljótandi eða loftkenndu formi. Kenning Sovétmanna er eigin- lega sú að hluti atóma í lifandi vef sé í þessu „plasma“-ástandi og gefi þau því frá sér útgeislun þá sem fram kemur á Kirlian-myndum. Samkvæmt þessari tilgátu er ekk- ert dulrænt við þessi fyrirbæri, heldur hefur mönnum opnast sýn inn á nýtt svið líffræðinnar — rannsóknarsvið sem hugsanlega gæti fært vísindamönnum aukna þekkingu á lífinu sjálfu og þar með á andstæðum þess, sjúkdóm- um og dauða."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.