Morgunblaðið - 23.05.1982, Side 37

Morgunblaðið - 23.05.1982, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ1982 37 Hríseyjarrerjan Sævar hefur valdið byltingu í samgöngumálum Hríseyjar og siglir hún oft á dag milli lands og eyjar, auk þess sem hægt er að leigja hana til aukaferða. Mestu máli skipti fyrir mig, að þeg- ar ég kom hingað og byrjaði á þessu, voru hér málefnalegir menn, sem veittu mér byr og stuðning, þó aðrir væru mér andvígir. Ég held að einhverjir aðrir hafi verið að spá í þetta, en það er ekki nóg að ganga með hugmyndina í maganum, ef hún fæðist aldrei. Það var bara spurning um tíma og mann hvenær þessi veitingarekstur hæfist, því ferjan auðveldar ferðir hér á milli Hríseyjar og Árskógssands og er ódýr og hægt að leigja hana fyrir hópa. Ég kom hingað um miðjan júlí og keypti þetta hús. Það var þá í slæmu ástandi, nánast eins og fok- helt, en ég gerði það upp sjálfur og hef íbúð niðri og veitingastofuna uppi. Ég opnaði 4. september og þetta fór heldur hægt af stað, en ég var þó með fasta menn í fæði frá byggingarfélagi á Akureyri, sem hér byggði einingahús. Þá voru nokkur viðskipti við eyjarskeggja. Það var svo varla fyrr en um miðj- an janúar, að ég hélt kútmagakvöld, að fólk áttaði sig endanlega á því að staðurinn var til. Það komu hér um 40 manns eða um 20% eyjarskeggja og voru ánægðir með veitingarnar og tilbreytinguna. Síðan hef ég ver- ið hér með konukvöld og ýmislegt fleira og viðskiptin aukast stöðugt þrátt fyrir að ferðamenn séu ekki farnir að koma hér svo nokkru Segja má að ég sé í sjálfskipuðum fangabúðum „ I sumar set ég svo upp eins kon- ar útibú frá veitingastofunni, þar sem verða á boðstólum aðrar veit- ingar en heitur matur, og hreinlæt- isaðstaða opin öllum og verður hún sett upp í samvinnu við hrepps- nefndina. Þetta geri ég meðal ann- ars af því að ég er bjartsýnn á framhaldið, ég heid að annað sé ekki hægt vegna þess að það á að vera hægt að gera Hrísey að góðum ferðamannastað og í því tilefni væri bátaleiga álitlegur möguleiki. Bæði væri hægt að leigja út báta til fisk- veiða og einnig til einkaafnota. Hér er næg atvinna og einkaframtakið ryður sér stöðugt til rúms og ný- byggingum íbúðarhúsa fjölgar. Þetta bendir til þess að aukinn áhugi sé á eynni og fólk vilji í aukn- um mæli setjast hér að. Það kemur bara tvennt til með bættum sam- göngum eins og ferjunni, annað- hvort fjölgar hér eða fólk stingur af í stórum hópum og hér virðist ætla að fjölga. Ég er fæddur og uppalinn Strandamaður en hef búið bæði fyrir vestan og í Reykjavík. MesUn hluta ævi minnar hef ég verið matsveinn á sjó, eða síðan ég var 16 ára með nokkrum hléum. Ég er sem sagt dreifbýlismaður í eðli mínu og kann því vel við mig hér fjarri skarkala heimsins. Veitingastofan hjá mér er opin frá 8 á morgnana til 11 á kvöldin dag hvern svo það má segja að ég hafi sett mig sjálf- viljugan í fangabúðir hér, þar sem ég er enn einn um daglegan rekstur. Það hefur verið anzi erfitt að eiga við þetta allt einn, sérstaklega á þorranum, er ég seldi þorramat í eynni og allt út til Dalvíkur og inn á Það var kuldalegt þogar blaðamenn heimsóttu Hrísey og Hrísalundur víða hulinn snjó, en nú vorar þar og ferðamenn eru byrjaðir að heimsækja eyna. Akureyri, en nú fæ ég fljótlega að- stoð.“ Sitjum einir að Galloway-kjöt kötlunum „Þá er rétt að geta þess að Hrísa- lundur er eina veitingastofan á landinu, sem leyfi hefur til að selja Galloway-nautakjöt. Einangrun- arstöð holdanauta, sem hér er starfrækt, vinnur að því að koma upp þessum nautastofni með fram- leiðslu sæðis, sem flutt er í land. Kjötið má hins vegar ekki flytja í land og því sitjum við Hríseyingar og gestir okkar einir að þeim kjöt- kötlum. Þetta kjöt er nokkuð frá- brugðið íslenzka nautakjötinu, helzt vegna þess að það rýrnar ekki þó það hangi talsvert. Þá er það nokkuð bragðminna en það ís- lenzka, en þó mjög bragðgott miðað við að þetta kjöt, sem ég fæ, er yfir- leitt af 1 til 2 ára skepnum. Kostur- inn við þetta kjöt er sá að maður veit hvað maður er með í höndunum gagnstætt islenzka kjötinu, sem bæði er af nautum og beljum á öll- um hugsanlegum aldri. Það er full ástæða fyrir ferða- menn að koma til Eyjafjarðar og Hríseyjar. Þetta er eitthvert feg- ursta svæði landsins og það var ein- hver góður maður, sem sagði að Hrísey væri perla Eyjafjarðar," sagði Auðunn að lokum. Flugræningi yfirbugaður Obu, 21. maí. AP. FYRRVERANDI sykur- bóndi, sem rændi flugvél í innanlandsflugi á Fiiippseyj- um, var yfirbugaður í dag eft- ir að hann hafði haft flugvél- ina á valdi sínu í átta stundir. Engan sakaði. Flugræninginn var yfirbugaður er embættismenn komu um borð í þeim tilgangi að reyna samninga við hann. Er þeir réttu honum um- slag með peningum, stakk hann handsprengju sinni í jakkavasann og þá stukku farþegar og embætt- ismenn á hann. í sömu mund flýðu 40 farþegar út um afturdyr vélar- innar og 10 út um neyðardyr. Sykurbóndinn fékk að tala við fréttamenn eftir að hann var yfir- bugaður. Hann sagðist hafa rænt vélinni til að krefjast meira frelsis fyrir fjölmiðla, betri laun fyrir kennara og útflutningsfrelsi fyrir sykur- og kókóshnetubændur. Hann krafðist einnig vangoldinna bóta að upphæð 7.150 dollara fyrir sykurakur, sem hann missti vegna landbúnaðarstefnu stjórnarinnar. Ballingslöv Kynnum nýjar eldhús og baöinnréttingar í sýningarsal okkar í Sundaborg. Einnig úrval fataskápa. Af því tilefni og vegna mjög mikillar sölu á Ballingslöv innréttingum til íslands, 15% verölækkun á öllum Ballingslöv hefur okkur tekist aö ná samningum um innréttingum til 6. júní 1982. Minnum jafnframt á mesta úrval landsins af parketi. Glæsilegu frönsku hreinlætistækin frá Selles koma eftir 2—3 daga. Ath: Pantanir á innréttingum sem afgreiöast eiga frá verksmiöjunni fyrir sumarleyfi þeirra í júlí, þurfa aö berast okkur fyrir 26. maí. Opið í dag kl. 1—4 innréttingaval hf. Sundaborg, sími 84333. Ath: innkayrala frá Klappaveg lokuð, aökoma frá Sundaborg. Velkomin í sýningar- sal okkar í Sundaborg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.