Morgunblaðið - 23.05.1982, Side 41

Morgunblaðið - 23.05.1982, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ1982 41 ji ^ SZSteaÉP. 'Wg Við afgreidalu í Bamaskóianum (janúar 1977. Þáverandi bókavörður horfir þangaö sem aafnið var. (Myndin tekin 29. mars 1973.) Bókasafnið flutt undan jarðeldi Hinn 16. febrúar 1973 féll þak bókasafnsins undan miklum ösku- þunga. Leiðslur í húsinu sprungu og vatn lak víöa. Loftið seig og var ekki hættulaust að vera innan dyra. Voru þá settar stoðir undir loftið til öryggis. Gamlar neta- hrúgur voru uppi á loftinu yfir safninu og tóku mesta fallið af þakinu, sem annars hefði lagst með ofurþunga á bókaskápana og öngvu verið bjargað. Nokkrir heimamenn, björgunar- sveit, sem hélt til í húsi bókavarð- ar, brá við og bjargaði öllum bók- um, sem eftir voru í safninu og voru þær fluttar í hús Gagnfræða- skólans, sem stendur á hæð ofan við bæinn. Áður flutti bókavörður (höfundur þessarar greinar) dýrmætasta hluta safnsins í gám til Reykjavíkur. Síðasta daginn unnu nokkrir amerískir hermenn við flutninginn. Tveir menn sem að þessu verki unnu urðu veikir af vægri gaseitrun. Ekki er vitað til að almenn- ingsbókasafn hafi fyrr eða síðar verið flutt undan jarðeldi. Hinn 28. mars fór síðasta leigu- húsnæði Bókasafns Vestmanna- eyja undir hraun. Bókavörður var staddur í bænum og hann heldur eftir lyklunum að húsinu til minja um lok þessa kapítula í sögu safnsins. „Heima á ný“ Endurreisnarstarfið eftir eldgos hófst þegar björgunarstarfinu lauk, og þó heldur fyrr. Fjöldi fólks vann að hreinsun í bænum og við önnur störf, m.a. sjálfboða- liðar frá einum 30 löndum sumar- ið 1973. Bókavörður fór nú að gera því skóna að lána þessu ágæta fólki bækur. Fékkst greiðlega leyfi að flytja í Barnaskólann, því nú voru öll Eyjabörn víðsfjarri. En fyrst þurfti að hreinsa dyngjur af ösku og vikri innan skóla og ekki síst utan. Var nú tekið til við útlán 6. júlí. Ekki komu nema 10 fyrsta daginn, en viðskiptafólki fjölgaði brátt, og var af mörgum þjóðernum. í Barnaskólanum var safnið fjögur árin næstu, fyrst í tveimur skólastofum allstórum, en eftir tvö ár þurfti að nota aðra stofuna vegna kennslu, því þá voru mörg börn komin heim. Þá er gaus voru 4.000 bindi í útláni. Um 1.500 töpuðust undir hundrað metra hátt hraun, í flutn- ingum eða með öðrum hætti. Eitt sinn er bókavörður var að taka á móti lánsbókum í Reykja- vík, sagði kona nokkur um leið og hún skilaði fjórum bókum: „Það var sex metra öskulag yfir húsinu okkar, en það var grafið niður á þakið, því að við gátum haft mið af staur. Við náðum ýmsu úr hús- inu og hérna eru bækurnar." Hinn 6. júní 1974 hófst loks að nýju smíðavinna við Safnahúsið, og var henni lokið að mestu í nóv- ember 1977. 1. desember 1977 voru húsa- kynni bókasafnsins vígð við hátíð- lega athöfn. Daginn eftir voru fyrstu bókaútlán, þúsund bindi lánuð á þrem klukkustundum. Aðalsafnsalur er 250 ferm, barna- og unglingadeild 70 ferm, lesstofa 50 ferm og vinnustofur 100 ferm. Kjallara er skipt milli bóka- og skjalasafns. Þar er hita- kerfi og minjasafn hefur þar nokkurt rými. Hillubúnaður er frá dönsku fyrirtæki, Reska, en húsgögn að öðru leyti finnsk (Alvar Aalto) og íslensk. Frá því bókasafnið var stofnað 1862 hefur það verið flutt 20 sinn- um og 8 sinnum að öllu eða hluta þau 28 ár, sem skrifari þessa greinarkorns var bókavörður. Bókaverðir hafa verið 13 frá byrj- un. Þetta laustengda ágrip af sögu almenningsbókasafns á Islandi er líklega ekki ósvipað sögu ýmissa annarra slíkra safna. Með þeirri undantekningu þó, að hús Bóka- safns Vestmannaeyja eyddist í jarðeldi. Saga þessa litla safns í fiski- mannaplássi hefur verið baráttu- saga á ýmsa lund. Barátta við fjárskort, skilningsleysi og fyrir því að lenda ekki á götunni. En trúlega lýkur menningarbarátt- unni aldrei? í nýja bókasafninu 1. des. 1977 (hlutl af barnadsild). Sjóstangaveiðihjól hr Kkr ri A ! /% 2 gerðir. Verð kr. 974,- og kr. 1298,- utiuf Glæsibæ, sími 8 Sameiginleg verk- fallsstjórn 25. maí á vegum: Málarafélags Reykjavíkur, Múrarafélags Reykjavíkur, Sveinafélags bólstrara, Sveinaféiags húsgagnasmiöa, Sveinafélags pípulagningamanna, Trésmiöafélags Reykjavíkur og Veggfóörarafélags Reykjavíkur hefur aðsetur sitt aö Suöurlandsbraut 30, 2. hæö. Síminn er 39180 Félagsmenn fjölmennið á verkfallsvaktina. Verkfallsstjórnin. TÖSKU OG HANZKABUÐIN HF. SKOLAVORÐUSTIG 7 S.15814 REYKJAVIK.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.