Morgunblaðið - 26.05.1982, Síða 5

Morgunblaðið - 26.05.1982, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ1982 5 „Þórdís þjófamódir ...“ er lokaverkefni þeirra við leiklistarskólann. Nemendaleikhús Leiklistarskólans: Frumsýnir leikrit eft- ir Böðvar Guðmundsson Nemendaleikhús Leiklistarskóla íslands frumsýnir í dag, miðviku- daginn 26. maí, nýtt íslenskt leikrit eftir Böðvar Guðmundsson, „Þórdís þjófamóðir, börn, tengdabörn og barnabörn.“ Leikrit þetta er skrifað útfrá at- burðum sem gerðust á Snæfells- nesi árið 1749, og greinir frá fá- tæklingum, lífsbaráttu þeirra og samskiptum við yfirvöld, segir í frétt frá Nemendaleikhúsinu. Leikstjóri er Hallmar Sigurðs- son, leikmynd og búninga gerir Messíana Tómasdóttir, en tónlist og leikhljóð semur Karólína Ei- ríksdóttir. Aðeins fáar sýningar verða á þessu verki, sem er þriðja við- fangsefni Nemendaleikhússins á þessu leikári, og jafnframt loka- verkefni átta ungra leikara, sem nú útskrifast frá Leiklistarskóla Islands, en þeir eru: Arnór Benón- ýsson, Ellert A. Ingimundarson, Erla B. Skúladóttir, Kjartan Bjargmundsson, Pálmi Á. Gests- son, Ragnheiður Tryggvadóttir, Sólveig Pálsdóttir og Orn Árna- son. Styrkir úr sjóði Ludvigs Storr AUGLÝST er eftir umsóknum um styrki úr Menningar- og framfara- sjóði Ludvig Storr fyrir árið 1982. Sjóðurinn var formlega stofnað- ur árið 1979, en tilgangur hans er eins og stendur í skipulagsskrá: „Að stuðla að framförum á sviði jarðefnafræða, byggingariðnaðar og skipasmíða með því að styrkja vísindamenn á sviði jarðefna- fræða, verkfræðinga, arkitekta, tæknifræðinga og iðnaðarmenn til framhaldsnáms, svo og að veita styrki til rannsókna á hagnýtum úrlausnarefnum í þessum grein- um.“ Umsóknareyðublöð fást á skrif- stofu Háskólans og ber að skila umsóknum fyrir 10. júní. Júgóslavía PORTO Njótið hvítasunnuhátíðarinnar í Höfn rósanna Blómum skrýdd Portoroz — Höfn rósanna stendur í skjóli hæöanna viö Piran-flóann á vesturströnd Istria-skagans, frægur heilsubaöstaöur með röð nýtízku hótela og veitingahúsa við strandgötuna og skógi- vöxnum hæðum og vínekrum f kring. Frá flugvellinum, Rochi, handan við landamæri Ítalíu er aðeins klukkustundar akstur. Útsýn hefur náð samningum við beztu gisti- staðina, sem tryggja farþegum fyllstu þæg- Reykjavík: Austurstræti 17, sími 26611 og 20100. Akureyri: Kaupvangsstræti 4, simi 22911.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.