Morgunblaðið - 26.05.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.05.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1982 3 1 Úrslitaleikurinn er í kvöld: 12 þúsund stuðningsmenn Aston Villa eru mættir Fá góðan bónus Rotterdam, 25. mmí. Frá Sjgtryggi Sigtryggssyni, fréttaxtjóra. — Ég verð ekki í byrjunarliði Bay- ern á morgun, en vonast til að fá að koma inná sem 12. maður ef ein- hverjar skiptingar eiga sér stað. Það væri gaman að enda feril sinn hjá Bayern scm Evrópumeistari með lið- inu, sagði Ásgeir Sigurvinsson við blaðamann Morgunblaðsins. En lið Bayern æfði hér í Rotterdam i dag og bjó sig undir úrslitaleikinn í Evr- ópukeppni meistaraliða. Bæði liðin verða með alla sína sterkustu leikmenn. Greinilegt er á ummælum þjálfara liðanna að þeir eru báðir hræddir við leikinn og óttast andstæðinginn. Báðir hafa lofað góðum leik. Það sem hefur vakið hvað mesta England sigraði Englendingar sigruðu Hollend- inga í vináttulandsleik í knattspyrnu á Wembley í gærkvöldi 2—0. Mörk Englands skoruðu þeir Tony Wood- cock á 47. mínútu og Paul Mariner á 53. mínútu. Lið Englands þótti mjög slakt í fyrri hálfleiknum, en náði sér vel á strik í þeim síðari. 69.000 áhorfendur voru á leiknum. 16 ára gutti stökk yfir 5,20 m í stangarstökki SEXTÁN ára finnskur frjálsíþrótta- maður, Arto Peltoniemi, setti óopin- bert heimsmet 16 ára og yngri í stangarstökki á frjálsíþróttamóti í Brahestad í Finnlandi um helgina. Peltoniemi stökk 5,20 metra, en fyrir stuttu setti hann heimsmet inn- anhúss í sama flokki, stökk 5,05 metra á móti í Vierumaki. Á mótinu stökk finnski stangarstökkvarinn Kimmo Pallonen 5,50 metra, sem er hans bezti árangur. 1-deild: KR mætir ÍA í kvöld í kvöld fer fram einn leikur í ís- landsmótinu 1. deild. KR leikur gegn ÍA á Laugardalsvellinum. Leik- ur liðanna hefst kl. 20.00. Þá fer fram fyrsta umferð í bikarkeppni KSÍ, alls 14 leikir. athygli hér í Rotterdam er 12 þús- und manna hópur enskra stuðn- ingsmanna Aston Villa. Mjög er óttast að allt fari úr böndum eins og átti sér stað er Villa lék gegn Anderlecht í Belgíu. Allir tiltækir lögreglumenn í Rotterdam og nágrenni verða viðstaddir leikinn, eða um 1100 talsins og allt verður gert til þess að ólæti brjótist ekki út. Menn minnast þess hér í Rott- erdam að fyrir nokkrum árum var allt lagt i rúst á Evrópuleik er Tottenham lék hér. Frá Sijftryggl Sigtrygg&Hyni frétUstjÓTA Mbl. í Rotterdam. Framkvæmdastjóri Bayern Miinchen, Uli Hoeness, lét hafa það eftir sér hér í dag, að tækist leikmönnum Bayern að sigra í úrslitaleik Evrópumeist- arakeppninnar í knattspyrnu gegn Aston Villa myndi bónus- greiðslur til þeirra nema 40 þúsund mörkum. Inni í þeim bónus er greiðsla fyrir sigurinn i þýsku bikarkeppninni. Það er því dágóð summa að fá tæplega 200 þúsund islenskar kronur fyrir að sigra i tveimur knatt- spyrnumótum. Bara sem auka- greiðslu. BallinMiv Kynnum nýjar eldhús- og baöinn- réttingar í sýn- ingarsal okkar í Sundaborg. Einnig úrval fataskápa. Af því tilefni og vegna mjög mikillar sölu á Ballingslöv- innréttingum til ís- lands, hefur okkur tekist aö ná samn- ingum um 15% verðlækkun á öll- um Ballingslöv- innréttingum til 6. júní 1982. Minnum jafnframt á mesta úrval landsins af parketi. Glæsilegu frönsku hreinlætistækin frá Selles koma eftir 2—3 daga. Ath: Pantanir á innréttingum sem afgreiöast eiga frá verksmiðjunni fyrir sumarleyfi þeirra í júlí, þurfa aö berast okkur fyrir 26. maí. ínnréttingaval hf. Sundaborg, sími 84333. Ath: innkayrtla Irá Klappaveg lokuð, aökoma frá Sundaborg. 25. maí biðlisti * <«> C 8. júní 2 vikur biðlisti 1 vika laus sæti 29. júní 27. júlí 31. ágúst 2 vikur fullbókaö i vika laus sæti 6. júlí 3 vikur 10 sæti lauá 2 vikur biölisti 3 vikur fullbókaö 2 vikur biðlisti 2 vikur biölisti 1 vika 4 sæti laus 10. ágúst 7. sept. 2 vikur biölisti 3 vikur laus sæti 1 vika biölisti / 2 vikur biðlisti 15. júní 20. júlí 17. ágúst 28. sept. nox/A/ 3 vikur laus sæti 2 vikur hiAIÍQti 3 uiknr hiAlicti laus Sæti M m •3 vikur laus sæti 2 vikur biölisti 2 vikur biðlisti 1 vika laus sæti 3 vikur biölisti 2 vikur biðlisti , VIÐ AUSTURVÖLL SÍMI: 26900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.