Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982 5 Frá heimsmeistarakeppninni í Argeniínu 1980. Úr leik Argentínu og Perúmanna. Bein útsending frá HM Sú breyting verður á dag- skránni í sjónvarpinu í dag, að í stað sunnudagshugvekjunnar og barnaefnisins og enskukennsl- unnar verður bein útsending frá setningarathöfn og fyrsta leik heimsmeistara keppninnar í knattspyrnu, sem er milli Belgíu og núverandi heimsmeistara Argentínu. Þetta vekur eflaust óskipta gleði allra knattspyrnu- unnenda landsins. Útsendingin hefst kl. 17.15. LAGAMÁL í kvöld kl. 21.35 hefur göngu sína nýr þáttur, sem ber nafnið Lagamál, í umsjón Tryggva Agnarssonar laganema. Ætlun- in er að þátturinn verði vikulega í allt sumar. Að sögn umsjón- armanns, sem er laganemi að ljúka námi frá lagadeild Há- skóla Islands, er ætlunin að taka fyrir í þáttunum ýmis konar lögfræðileg efni og útskýra þau. Til að mynda eru tekin fyrir í fyrsta þættinum réttindi hand- tekins manns, erfðaskrár, þing- lýsingar, gjaldþrot, munnlegir samningar og borgaraleg hjóna- vígsla. Þá getur fólk, ef það hef- ur einhverjar sérstakar óskir fram að færa, haft samband við umsjónarmann þáttarins, en frá því verður nánar skýrt í þættin- um, sem er eins og áður var sagt í kvöld kl. hálf tíu. Það kennir margra grasa í þætt- inum Úr stúdíói 4, sem verður á dagskrá útvarpsins annað kvöld, eftir því sem Eðvarð Ingólfsson annar stjórnandi þáttarins sagði þegar Morgunblaðið talaði við hann. Það sem sennilega ber hæst, er viðtal við nýbakaða fegurðar- drottningu tslands, Guðrúnu Möll- er, en eins og kunnugt er var feg- urðardrottning íslands kjörin í síðustu viku. Þá verður farið í GuArún Möller, legurðardrottning ís- lands, en rætt verður við hana i þætt- inum Úr stúdíói 4, sem er á dagskrá útvarps annað kvöld kl. 11. Feliahelli og rætt við forstöðu- mann hans um væntanlegt starf í sumar og einnig verða nokkrir krakkar teknir tali. Bréfum verður svarað og skotið verður að fróð- leiksmolum úr ýmsum áttum. Síð- ast en ekki síst verður slegið á þráðinn til fólks og lagðar fyrir það spurningar. Aðall þáttarins er svo létt og fersk tónlist, sem er spiluð milli þess sem við fáum að heyra framangreint efni. „Úr stúdlói 4“ áRlMlNI 17. JUNI sértilboð og sérstök greiðslukjör í 3ja vikna ferð! Heimsmeistarakeppnin í knattspymu verður sýnd í beinni útsendingu í glæsilegu „útibíói” á Rimini. Á hverjum bar og hverju veitingahúsi er keppnin að sjálfsögðu einnig sýnd og fyrir knatt- spymuáhugamenn verður lífið á Rimini sann- kallað sældarlíf. í brottförinni 17. júní eigum við 9 sæti laus í 3ja vikna ferð. Sértilboð og sérstök greiðslukjör auðvelda ferðalagið enn frekar. SSSSSiSSU Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SIMAR 27077 & 28899 ÐMW Félagar jafnt sem fararskjótar BMW fákarnir sameinast um þá kosti, sem gæðingar einir hafa. Enginn kaupir gæðing óséðan og því bjóðum við þér að reyna BMW. Það er aðeins stigsmunur á þeim, eftir því úr hvaða flokki þeir eru. U' i SJt+.frs KRISTINN GUDHASON HF. _ _______________________ SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633 ... *. r .'*:V 4; m&mmm , •;, ’ W ., ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.