Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982 Bolli Gústavsson í Laufási: Nýstárlegt tónverk - um flutning Passíukórsina á African Sanctus Tíu ár eru nú liðin frá stofnun Passíukórsins á Akureyri. Stofn- andi hans og jafnframt stjórnandi þennan áratug er Norðmaðurinn, Roar Kvam, sem kom hingað til íslands árið 1971. Hann hefur skipað sér í sveit þeirra tónlist- armanna af erlendum uppruna, sem hafa verið kallaðir til þess að vekja okkur íslendinga til meðvit- undar um gildi æðri tónlistar fyrir blómlegt menningariíf og gert hana að andlegri heilsulind, sem almenningur vill ekki lengur án vera. Roar valdi sér réttan vett- vang, er hann kom tii Akureyrar. Þar var jarðvegur góður, sönghefð rótgróin, tónlistarlíf nokkuð staðnað og í brýnni þörf fyrir nýja strauma og tækifæri til verðugri átaka. Og Passíukórinn hefur sannarlega færst mikið í fang á þessum 10 árum og notið til þess ómetanlegs stuðnings Tónlistar- skólans á Akureyri, sem hefur eflst mjög á þessu tímabili. Jafn- framt því hefur kórinn átt gott samstarf við Sinfóníuhljómsveit íslands. Raunar má segja að kór- inn hafi hjálpað hljómsveitinni að rísa betur undir nafni, að verða fremur hljómsveit landsins með því að eiga þess kost að starfa með áhugasömu tónlistarfólki allt norður við Eyjafjörð. Meðal verkefna Passíukórsins á liðnum árum má nefna Missa brevis og Requiem eftir Mozart, Gloria og Magnificat eftir Vivaldi, C-dúr-messu Beethovens, Te De- um og Messías eftir Hándel. Öll heyra þau verk undir kirkjulega tónlist, en eins og Halldór Laxness komst eitt sinn að orði, þá birtist kristindómurinn í tónverkum eins og þeim „í heimssniði, kristindóm- urinn sem hámenníngin sjálf, ósértrúarlegt, alþjóðlegt menníng- arafl með öll fullkomnustu áhrifstæki listarinnar á valdi sínu“. Sú hefur orðið reynsla hlustenda á tónleikum Passíu- kórsins. En auk þess hefur okkur gefist færi á að heyra kórinn flytja veraldlegri verk eins og Árstíðirnar eftir Haydn og Carm- Passinkórinn á Aknreyri. mmmm ina Burana eftir Carl Orff. Á hverju ári hefur þessara tónlist- arviðburða verið beðið með eftir- væntingu norður á Akureyri og þeir aldrei valdið vonbrigðum. Ör- yggi og öguð vinnubrögð stjórn- andans ásamt með óbilandi trú hans á margþætt gildi þessa menningarstarfs, hafa gefið okkur nýja hátíð hér á norðurslóð, Vor- vöku, er hæfir vel heillandi töfra- birtu þess árstíma eftir langan og myrkan vetur. Við upphaf þessa sumars var okkur svo boðuð nýlunda, sem olli eftirvæntingu og ef til vill nokkr- um kvíða. Passíukórinn hafði þá æft af kappi glænýtt verk, African Sanctus, eftir David Fanshawe. Hér var valinn nýr farvegur, ekki hefðbundinn stíll þeirra verka, sem fyrr voru flutt, heldur nú- tímaverk, sem á að leiða í ljós skyldleika allrar tónlistar. Eins og nafnið gefur til kynna er hér á ferðinni trúarlegt tónverk. Höf- undurinn, David Fanshawe (f. 1942), samdi það eftir ferðir sínar um Norðaustur-Afríku árin 1969—1974. Verkið er byggt á venjulegu, kristnu messuformi og ber nöfn hinna ýmsu þátta guðs- þjónustunnar, Kyrie, Gloria, Credo, Sanctus, Agnus Dei o.s.frv. En hið nýstárlega við African Sanctus er, að þar er tónlist Afr- íkumanna felld að þessu messu- formi og réttilega hefur verið bent á, að í verkinu sé lögð sérstök áhersla á það, sem sameiginlegt er í tilbeiðslu allra manna, hvaða guði sem þeir tilbiðja. Höfundur- inn hefur látið þess getið, að söng- ur bænakallarans í Kairó (2. þátt- ur) hafi orðið kveikjan að þessu verki. í efnisskrá tónleika Passíu- kórsins er svo að orði komist: „Auk þess að vera á þennan hátt trúarlegt tónverk er African Sanctus einnig forvitnilegt frá tónlistarlegu sjónarmiði. Hér kemur glöggt í ljós skyldleiki allr- Hannes Þ. Hafstein og Brynjar Bjarnason ásamt hluta af þeim björgunarútbúnaði sem kynntur var. Slysavamafélag íslands: 65 slys af völdum smábáta hér við land á sl. 10 árum Slysavarnafélag íslands, Lands- samband stangaveiðifélaga og Landssamband veiðifélaga geng- ust nýlega fyrir blaðamannafundi til að kynna björgunarútbúnað á ám og vötnum en samkvæmt skýrslu frá Slysavarnafélaginu hafa orðið 65 slys á smábátum við land, í ám og á vötnum og 15 í lækjum og á tjörnum á síðastliðn- um 10 árum og vill Slysavarnafé- lagið vekja athygli á því að það eru einkum börn sem drukkna í lækj- um og tjörnum. Á síðastliðnu ári urðu aðeins tvö slys í lækjum og á tjörnum og ekkert á smábátum við land í ám eða á vötnum og vill Slysavarnafélagið þakka það auk- inni fræðslu um þessi mál. Á þessum fundi voru kynnt helstu bjargtæki sem nú eru á markaðnum svo sem mismun- andi bjargvesti, blys og annar sá útbúnaður sem ætti að vera sjálfsagður þegar lagt er upp í veiðiferðir. Einnig voru kynntar reglur um smíði og öryggisútbúnað báta minni en 6 metra á lengd. í skýrslunni segir meðal annars um öryggisútbúnað slíkra báta að þar skuli vera „eitt akkeri 10 kg á þyngd, 30 metra tóg, 14 mm í þvermál, bjargbelti fyrir alla um borð, þrjú rauð handblys, vatnshelt vasaljós og sjúkra- kassi í vatnsheldum umbúðum." Slysavarnafélagið vill einnig vekja athygli á happdrætti sínu, en félagið hefur í meira en 10 ár efnt til sölu á happdrættis- miðum á vorin og eru miðarnir með því sérstaka sniði, að þeir eru notaðir til að koma á fram- færi varnaðarorðum til almenn- ings. í fyrra voru til dæmis birt varnaðarorð í 10 liðum í sam- Brynjar og Guðjón hafa hvolft bátnum. Hér sýna þeir aðferð til að rétta bátinn við. bandi við ferðir við ár og vötn, í ár er vakin athygli á öðru vanda- máli, sem er áfengisneyzla manna við stjórn á bátum og bif- reiðum. Vígorðið í ár er: Ekki í báti — ekki í bifreið. Haraldur Henrysson forseti SVFÍ og Hannes Hafstein fram- kvæmdastjóri SVFÍ lögðu mikla áherslu á að menn öfluðu sér upplýsinga um þann öryggisút- búnað, sem á boðstólum er, og að menn klæddust skærlitum fatn: aði í óbyggða- og vatnaferðum. í fundarlok sýndu Brynjar Bjarnason og Guðjón Ólafsson félagar í sjóslysadeild björgun- arsveitarinnar 'Ingólfs leiðir til að rétta við báta sem hvolfir á ám og tjörnum.------------------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.