Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1982 27 Viðtal við Hansínu Jensdóttur — Hús hafa alltaf heillað mig, sérstaklega gömul hús með hurð- um og gluggum, sagöi Hansína Jensdóttir og það kemur svo sann- arlega fram í verkum hennar, sem sjá má á nytjaskartssýningu ís- lenzks heimilisiðnaðar um þessar mundir. Formin í silfurskartgrip- unum hennar minna á glugga og Ijósmyndir af stórum útiskúlptúr- um á hurðir og glugga. Hansína er gullsmiður og er að auki að koma heim frá námi í höggmyndalist frá ('algary í Kanada, þar sem hún hefur m.a. unnið þrjá stóra skúlpt- úra, þar af einn fyrir olíufélagið Petro Canada, til að prýða nýbygg- ingu þess. Hansína á ekki langt að sækja listfengnina. Hún er dóttir Jens Guðjónssonar gullsmiðs og Ingi- bjargar Ólafsdóttur, og hefur starfað á verkstæði föður síns að smíði skartgripa. Og bæði hún og hálfbróðir hennar, Jón Snorri Sigurðsson, sem líka er gull- smiður og hefur áhuga á skúlpt- úr, sýna verk sín ásamt Jens á þessari sýningu í tilefni Lista- hátíðar. — Ég býst við að þetta umhverfi, sem ég er alin upp í, hafi haft áhrif á mig, segir Hansína. — Frá því ég var lítil hafði ég mikinn áhuga á að teikna og sá áhugi var endurvak- inn þegar ég byrjaði í Handíða- og myndlistarskóianum. En þá var ég líka byrjuð á gullsmíð- inni. Ég hefi alltaf haft mikinn áhuga á skúlptúr og það tafði mig dálítið í gullsmíðanáminu að ég hafði svo mikinn áhuga á myndlistinni sjálfri. En þar sem þeir höfðu þá ekki höggmynda- deild í Handíða- og myndlist- arskóla íslands, var ég í 2—3 ár í Myndlistarskóla Reykjavíkur og fór svo til Kanada, þar sem ég fékk inngöngu í South Alberta Institute of Technology í Calg- ary. Var þar í höggmyndadeild- inni. Þetta er fjögurra ára skóli og ég komst inn í þriðja árs deildina, eftir að hafa sýnt þeim verkin mín. „Segðu frá stóra skúlptúrnum, sem þú gerðir fyrir Petro Can- ada.“ — Það var fyrir jólin í fyrra að við vorum tvö fengin til að gera tillögu að þessu. Petro Canada er að reisa stórhýsi niðri í miðbæ, og var að hugsa um að fá skúlptúr í anddyrið, eða þá fyrir utan bygginguna. I Calgary er mikið gert af því að rífa gömlu húsin og borgin er ekki að verða neitt nema háhýsi. Og þá hefur vaknað áhugi á að bæta Hansína Jensdóttir við sýningarskáp með silfurskartgripum, sem hún hefur gert Ljiam. ói.K.Mag. Stórir skúlptúrar og skartgripir Hvort tveggja myndlist og um 4,60 metrar á lengd. Það er byggt úr tveimur helmingum, sem báðir hafa glugga en ekki á sömu stöðum, og þegar þeir eru settir saman þannig að myndin verður um 20 sm á þykkt, þá mynda þeir heildarform saman. Þetta verk var til bráðabirgða sett upp til eins árs í stórum garði á skólalóðinni, og er ekki endanlega ákveðið hvort það rúmast í anddyrinu eða fyrir utan Petro-bygginguna þegar hún er tilbúin. „Hvernig fer saman að vinna svona risastór verk, eins og þessi þrjú sem þú vannst í Kanada, og svo litla skartgripi, sem konur geta borið?" — Skartgripirnir eru skúlptúr út af fyrir sig. Ég fann það vel, að það gaf mér ferskar hug- myndir í skartgripi að læra í höggmyndadeild í þessum skóla. Mér finnst skipta mestu máli hvernig heildaryfirbragðið er á hlutnum og hvernig hann kemur fyrir sjónir. Gullsmiðir líta oft meira á handbragðið og iðnina en hlutinn sjálfan. Fyrir mér er hann myndlist. „Og hvað tekur nú við hjá þér?“ — Ég kunni vel við mig í Kanada, en datt ekkert annað í hug en að koma heim aftur. Og ég vinn á vinnustofunni hjá Pabba, Jens Guðjónssyni. Nú er ég að vinna að módelum, geri þau fyrst í pappa og svo breytast þau heilmikið í meðförunum. Ef eitthvert þeirra virkar nægilega vel á mig, þá tek ég mér kannski frí og fer að vinna það í stóra höggmynd. Ég ætla bara að vinna mínar hugmyndir, þar til ég hefi einhverja sem mig langar til að stækka. - E.Pá. Þennan skúlptúr gerði Hansína fyrir Petro Canada-olíufélagið. Hann er hátt í fjórða metra á hæð og 4,60 á breidd. útlitið og fá skúlptúra til að lífga uppá borgina. En Kanadamenn eiga marga góða myndhöggvara. Þessi skúlptúr, sem Hansfna vann í Kanada, er gerður úr hurðum og gluggum úr gömlum húsum, og komið fyrir í ramma. Ég gerði tillögu og var látin útfæra hana. Þetta er stórt verk úr tré og stáli, 3,60 metrar á hæð Hansína við eitt af verkum sfnum, sem er úr bronsi. Fyrir neðan er eitt af verkum bróður hennar, Jóns Snorra, sem unnið er úr silfri. URVAL VID Al W.JRVOLI SÍMI 26O00 23. október — 16. nóvember Fararstjóri: Sig. A. Magnússon Ógleymanleg ferð um framandi lönd undir leið- sögn frábærs fararstjóra. London — Bombay — Fílahellarnir Aurangabad — Ellorahofin — Pachora — Ajanta Dehli — Agra — Taj Mahal — Gwalior -- Varansi Gangesfljót — Bodh Gaya — Rajgir — Nalanda Patna — Katmandu í Neapal — Ghatgaon Calcutta — Bagdogra — Tígrishöfði með útsýni til Himalayafjalla — Ghoom klaustrið Darjeeling — Dehli — Bombay — London

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.