Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982 Fassbinder: Mistækur Sumir gagnrýnendur líktu Fassbinder við franska leikstjór- ann Jean-Luc Godard á meðan aðrir þóttust greina sterk áhrif frá Hollywood fimmta áratugar- ins. Og víst er að þó að Fassbinder flytti sig aldrei um set yfir Atl- antshafið, líkt og jafnaldrar hans margir í „þýska kvikmyndavor- inu“, var hann veikur fyrir Holly- wood-glitrinu — sérstaklega und- ir lokin — og þó að síðustu mynd- ir hans fylltu sjóðina betur en þær fyrri voru margir ósáttir við þá áherslu sem þeim fannst hann leggja á prjál og „mjúkar" linsur í myndum eins og „Lili Marleen", sem sýnd var nýverið á íslandi við mikla aðsókn, og „Lolu“, en eins og Mbl. hefur skýrt frá ætlaði Fassbinder sjálfur að vera við- staddur frumsýningu þeirrar myndar hér á landi eftir nokkrar vikur. „Ég er á móti þessu kerfi og reyndar öllum kerfum," segir Fassbinder í fyrrgreindu viðtali, aðspurður um pólitíska afstöðu sína,“ ... því mér finnst að mað- urinn eigi að vera fær um að skapa þjóðfélag án valdastofnana og ráðamanna. Þetta er mín bjargföst sannfæring og ég er viss um að þannig yrði til betra og fegurra mannlíf handa hverjum og einum. Þess vegna er ég aug- ljósiega gegn ríkinu," segir Fass- binder, en bætir við að varasamt sé að tala um stjórnleysisstefnu. „Slíkt er um of tengt hermdar- verkum eða hver veit hverju." í myndinni „Þýskaland að hausti", sem Fassbinder gerði reyndar í samvinnu við fleiri, er skýrt frá atburðum sem urðu í kringum dauða hryðjuverka- mannanna Andreasar Baader, Guðrúnar Bnslin og Ulriku Meinhof í Stammheim-fangelsinu 1976 og mátti að vissu marki túlka þá mynd sem stuðningsyf- irlýsingu við það fólk. En nokkr- um árum seinna sendi hann svo frá sér „Þriðju kynslóðina" og þar var fyrirbærið hermdarverka- starfsemi tekið fyrir frá ólíkum sjónarhóli. í „Þriðju kynslóðinni" er borgarskæruliðum, eða hermd- arverkamönnum, lýst sem úrkynj- uðu millistéttarfólki, sem þjáist af lífsleiða og mannfyrirlitningu, hefur misst alla viðmiðun og jafn- vel gefið í skyn að það sé á mála hjá þeim aðilum, sem það þykist stefna að eyðingu á. Hver er að gabba hvern? Hver hagnast á hryðjuverkum þegar upp er staðið og á hverjum vill Fassbinder klekkja? Svörin við þeim spurn- ingum eru eflaust jafn mörg og áhorfendurnir, sem kæra sig um að velta þeim fyrir sér. í „The International Film En- cyclopaedia" sem kom út 1979 seg- ir að R.W. Fassbinder sé manna líklegastur til að hefja þýska kvikmyndagerð á þann stall, sem hún eitt sinn skipaði. í AP-frétt, sem berst hingað inn á Morgun- blað í þann mund sem þessir þankar eru festir á blað, segir að þýskir sósíaldemókratar, undir forystu Helmuts Schmidts, kansl- ara ríkisins, hafi sent frá sér yfir- lýsingu þar sem R.W. Fassbinder er kallaður „risinn í kvikmynda- gerð eftirstríðsáranna í Þýska- landi, sem kom með þýskar kvikmyndir inn úr kuldanum og ávann þeim virðingu á alþjóða- vettvangi á ný.“ Rainer Werner Fassbinder er því kominn í faðm kerfisins, sem var honum svo lítt að skapi. Hann var mikilvirkur og mistækur, en hlífði heldur ekki sjálfum sér og enginn veit hvort honum fannst undir lokin enfaldlega nóg komið af svo góðu. Lykillinn að þeim krafti sem var driffjöðrin í mis- tækri og mótsagnakenndri snilli- gáfu hans liggur ef til vill í orðum Lolu (hann talaði mest í gegnum konur) í samnefndri kvikmynd, sem við Islendingar verðum víst að horfa á án félagsskapar höf- undarins: „Ég samlagast og því er ég spillt." . Fassbinder samlagaðist aldrei alveg. Hvort hann var fulltrúi spill- ingar eða sakleysis og vonar um betri heim greinir menn á um, en hann náði alltént að reisa sér óbrotgjarnan minnisvarða. HHS snillingur fallinn í valinn lokum sjálfsmorð. Sumum mun hafa fundist að þarna væri Fass- binder að velta sér upp úr ógæfu afbrigðilegra hvata, öðrum að hann væri að sýna neyð mann- eskju, sem komin er á ystu nöf, og fær ekki þrifist í hörðum heimi, þótt tilveruréttur hennar sé ekk- ert minni en okkar hinna. Enn öðrum að þetta óvenjulega efnis- val sé í beinum tengslum við kyn- villu Fassbinders sjálfs. Hana fór hann ekki dult með og hún hefur eflaust styrkt samúð hans með þeim, sem eiga undir högg að sækja. Þessa mynd gerði Fass- binder reyndar í minningu vinar síns, Armes, en sá framdi sjálfsmorð í ástarsorg út af Fass- binder. En Fassbinder var marg- slunginn og þótt deilt væri um af- stöðu hans með þeim rökum er fyrr greinir, voru sumar mynda hans svo hlýjar og mannlegar að ekki fór á milli mála hve vænt honum þótti um fólkið sem hann var að segja frá. „Ótti étur sálina" frá árinu 1973 segir ástarsögu miðaldra, útslitinnar þýskrar skúringakonu og ungs tyrknesks farandverkamanns, sem er firrtur og fyrirlitinn í framandi samfé- lagi. Ógæfulegra par er erfitt að hugsa sér. En í meðförum Fass- binders verður sagan lifandi dæmi um mannlegt hugrekki og reisn, sem getur sigrast á öllum hindrunum án þess að hún falli nokkru sinni í þá gryfju að vera væmin. „Hin bitni tár Petru von Kant“. Hanna Schygulla, uppáhaldsleikkona Fassbinders, t.h. (Kvikmyndabók, bls. 446.) „Þriðja kynslóðin". ....ég hata að ræða um það sem ég er að gera. Gæti ég skýrt það í orðum væri engin þörf á að kvik- mynda það, svo einfalt er það,“ sagði Fassbinder í viðtali, sem Kvik- myndablaðið birti við hann á síðasta ári. Þessi orð eru e.t.v. einkennandi fyrir þann pól, sem Fassbinder tók í hæðina er ræða átti inntak verka hans við hann og spurn- ingarnar sem ekki verður svarað. Þær kristallast í dauða hans í íbúð sinni í stúdentahverfinu Swaben í Múnchenarborg á fimmtudagsmorguninn var. Þegar þessar línur eru skrifaðar liggur dánarorsök ekki fyrir og mun kannski aidrei gera, en þeir sem í gegnum tiðina hafa velt fyrir sér manninum Rainer Werner Fass- binder og verkum hans hljóta að spyrja fleiri spurninga en þeirrar hvernig andlát hans hafi borið að höndum. Á hvaða leið var hann þegar klippt var á lífsþráðinn? Hvert hefði framhaldið orðið? Var Fass- binder útbrunninn eða var að vænta kúvendingar í listsköpun hans? Og, ef svo var í hvaða átt? Var maðurinn útsukkaður anark- isti, snillingur eða hvort tveggja og meira til? Var hann mótsagna- kenndur eða sjálfum sér sam- kvæmur? Hverja skoðun, sem menn kunna að hafa á verkum Fassbinders, er það staðreynd að hann skilur eftir sig spor í kvik- myndasögunni, sem ekki verða af- máð og lífsverki sínu skilaði hann af þvílikum fídonskrafti að ann- ars eins þekkjast ekki dæmi. Rainer Werner Fassbinder fæddist í Bæjaralandi i maí árið 1946 og varð því 36 ára gamall. Ekki hár aldur, en kvikmyndirnar sem hann hefur gert slaga hátt í fjóra tugi. Hann hóf feril sinn sem leikari hjá Action-leikhúsinu í Múnchen árið 1967 en hætti fljótlega og stofnaði sinn eigin leikhóp, Anti- Theater. Báðir þessir leikhópar lögðu megináherslu á tilrauna- starfsemi þar sem farið var út fyrir hefðbundna ramma í leiklist og nafnið á ieikhópi Fassbinders var einkennandi fyrir afstöðu hans gegn valdi, stofnunum, stjórnendum og flestu því, sem fól i sér forskriftir um það hvernig lifa ætti lífinu. Fassbinder var „á móti“. Hann fylgdi þeirri „ein- földu“ afstöðu sinni á endastöð með þeim hætti að beina jafnvel spjótum sínum að þeim, sem álitu hann samherja sinn og banda- mann eftir síðustu mynd en hrukku síðan í kút við þá næstu. Hann staldraði aldrei lengi við á sama básnum eins og saman- safnið af litríkum hugarfóstrum hans sýnir best. Þar ægir saman kerfisköllum og klæðaskiptingum, skúringakonum, hryðjuverka- mönnum, gleðikonum og græn- metissölum. Myndavélin tekur oftast sömu „hlutlausu" afstöðuna og leikstjórinn sjálfur í upphafs- orðum þessara lína og ruglaður áhorfandinn veltir því fyrir sér hvað sé verið að fara með því að teyma þvílíkt og annað eins gall- erí fram á hvíta tjaldið. í mynd- inni „Á ári með 13 mánuðum" seg- ir t.d. frá raunum karlmanns, sem látið hefur breyta sér í konu, get- ur í hvorugu kynhlutverkinu lifað mannsæmandi lífi og fremur að Úr „Ótti étur sálina“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.