Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982 45 Ivar Gissurarson að vinnu við ijósaborð. Þessa mynd tók Pétur Thomsen af David Ben Gurion, þegar kom i heimsókn til íslands árið 1%2. Þáverandi forsætisráðherra Ólafur Thors er i baksýn. lést á síðastliðnu ári, þekkja flest- ir fyrir stórkostlegar manna- myndir hans, bæði ljósmyndir og ýmsir gamlir gripir úr ljós- myndastofu hans eru í Ljós- myndasafninu. Ljósmyndastofan Asis var starfrækt í Reykjavík á árunum 1946—1981. Ljósmyndar- arnir voru Ingibjörg Sigurðardótt- ir, Jóhanna Sigurjónsdóttir, Hanna Brynjólfsdóttir og Donald Ingólfsson. Inniheldur safn ljós- myndastofunnar um sextíu og fimm þúsund mannamyndir og eru þær til húsa í Ljósmyndasafn- inu. Gn það er ekki aðeins að safnið hafi í fórum sínum íslenskar ljósmyndir, heldur eru í safninu merkar myndir erlendra ljós- myndara, sem ferðuðust um ís- land á síðustu áratugum 19. aldar. Það má líka geta þess, að á döf- inni er að fá hingað erlendar ljósmyndasýningar og að sögn for- ráðamanna safnsins, er mikið af slíkum sýningum, sem fara á milli Bandaríkjanna og Evrópu og ætti ekki að vera erfitt að fá einhverjar þeirra hingað með ekki miklum tilkostnaði. Fjárskortur, en vilja ekki ríkisforsjá. Eins og áður segir, er Ljós- myndasafnið hlutafélag níu manna. Auk þeirra sem eru í stjórn og taldir hafa verð upp hér að framan, eru Kristján Pétur Guðnason, Sigrún Valbergsdóttir, Sigurgeir Sigurjónsson og Gísli Már Gíslason. Hafa hluthafarnir lagt á sig mikla vinnu og fé við að koma safninu á laggirnar. Til að afla sér þekkingar á upp- byggingu safns sem þessa, hafa forráðamenn safnsins notið leið- sagnar nágrannalandanna, þá einkum Noregs, sem hefur áratugareynslu í rekstri slíks safns. Þegar farið var út í starfsemina óraði engan hve hún yrði kostnað- arsöm. En þrátt fyrir peninga- áhyggjur og fjármagnsskort, kváðust aðstandendur safnsins vilja halda áfram að reka safnið sem hlutafélag, en treysta ekki á ríkisforsjá, því reynslan væri venjulega sú, að þegar þrengdist um í búi ríkisins, væri fyrst skorið niður í menningarmálum. Auðvit- að kváðust forráðamenn safnsins ekkert hafa á móti framlögum frá ríkinu og yrði styrkur þaðan safn- inu mikil hvatning. Enda þótt fjárhagsörðugleikar hafi verið töluverðir, sjá aðstendendur safnsins nú fram á að reksturinn standi undir sér. Að sögn starfsmanna safnsins hafa margir leitað til þess síðan það var stofnað, til dæmis bóka- útgefendur, fólk sem starfar að skipulagsmálum, húsagerðarmenn og fræðimenn, sem koma til að liggja yfir myndum. Starfandi ljósmyndarar hafa líka sýnt safninu mikinn áhuga og kváðust forráðamann safnsins vona að Ljósmyndasafnið gæti orðið miðstöð ljósmyndara hvað hina fræðilegu hlið varðar. Væri það von þeirra, sem stæðu að Ljósmyndasafninu, að eiga gott samstarf við alla þá aðila, sem hagsmuna eiga að gæta varðandi ljósmyndir hér á landi. Texti: Hildur Einarsdóttir Myndir: Kristján Einarsson UTBOÐ SAUÐÁRKRÓKUR Stjórn verkamannabústaða, Sauðárkróki, óskar eftir tilboðum í að fullgera, utan sem innan, fjórar íbúðir í raðhúsum, sem eru um það bil fokheld, en það eru Grenihlíð 7, Grenihlíð 12, Raftahlíð44 og Raftahlíð 48 á Sauðárkróki. Skal skila þeim fullbúnum hinn 29. október 1982. Bjóða má í hverja íbúð fyrir sig. Hafa skal samband við tækni- deild Sauðárkróks um það hvenær húsin verða til sýnis fyrir væntanlega bjóðendur. Afhending útboðsgagna er á Bæjar- skrifstofu Sauðárkróks og hjá Tækni- deild Húsnæðisstofnunar ríkisins Laugavegi 77, Reykjavík, frá miðviku- deginum 16. júní n.k. gegn kr. 2000, - skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sömu staði eigi síðar en miðvikudaginn 30. júní n.k. kl. 14.00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. f.h. stjórnar verkamannbústaða Tænideild Húsnæðisstofnunar ríkisins ^Húsnæðisstofnun ríkisim Cetec Benmar Course Keeper 210 Sjálfstýring Höfum nú fengiö lækkun á þessari frábæru stýringu fyrir stærri skip og báta. Þaö skal tekið fram aö möguleiki er á aö tengja þessa sjálfstýringu við Loran C, er býöur uppá ótrúlega möguleika á ná- kvæmni í stefnu. Til afgreiðslu strax RfcPÍlmll Bolholti 4, M «110 %J sími 219945 og 84077 EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU l.jósmyndir safnsins eru geymdar í eldtraustum skápum. i'iKbnynitiö(.í ^onUIÓ KÍ fijet/ líi.I ri-io i/rn*»iJ ri.'cousbla ii)lí cminöilð iitailaítöé

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.