Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982 Knattspyrnuskoli íþróttakennararnir Guömundur Þóröarson og Ársæll Hafsteinsson veröa meö námskeið fyrir pilta og stúlkur á aldrinum 7—12 ára á Breiöholtsvelli í sumar. 1. námskeið 14. júní — 25. júní 2. námskeið 28. júní — 9. júlí 3. námskeiö 12. júlí — 23. júlí 4. námskeið 26. júlí — 6. ágúst 5. námskeið 9. ágúst — 20. ágúst 6. námskeiö 23. ágúst — 3. september Þátttökugjald kr. 250.00 Innritun og upplýsingar í félagsheimili ÍR, Arnarbakka 2—4, sími 76615. Geymið auglýsinguna. Unimog — Diesel Dodge Weapon diesel Vil selja óvenju gott eintak af Unimog radarbíl (meö mjög góöu húsi). Bíllinn er meö frost- sprungnum bensínmótor, er hægt aö fá meö hon- um 5 cylindra Mercedes Bens dieselvél. Einnig er til sölu Dodge Weapon (gamli R-93) 12 manna meö góðri dieselvél. Upplýsingar frá 9—5 í síma 86644. Hef kynnst mönnum úr öllum stéttum sem þekkti ekki þéringar og smám saman lagðist þessi siður af. Nú- orðið þéra ég enga viðskiptamenn, nema helst erlenda sendiherra, sem þekkja ekki aðra framkomu af þjónustufólki og marga aðra erlenda menn sem ég veit að eru vanir þéringum. Einkalíf Það var árið 1943 sem ég kvænt- ist heitkonu minni, Kristbjörgu Hermannsdóttur Hermannssonar húsgagnasmiðs, en sá maður á fáa sína líka. Við hjónin áttum saman þrjú börn. Kolþeinn H. er elstur. Hann er sölufulltrúi hjá Flugleið- um og kvæntur Bryndísi Stefáns- dóttur, sem hefur verið honum einstakur lífsförunautur, og eiga þau þrjú börn. Dætur okkar eru Vigdís, sem er flugfreyja hjá Flugleiðum, og Sigurbjörg, sem nú er búsett í Bandaríkjönum ásamt manni sínum Ásgeiri Bjarnasyni, en hann stundar efnafræðinám þar í landi. Og vestur þar er yngsta barnabarnið, dóttir þeirra Sigurbjargar og Ásgeirs, Ragn- hildur Lilja, 2ja ára gömul og góð við afa sinn, en er sjálfsagt búin að gleyma kallinum núna. Nokkr- um árum áður en ég kynntist konu minni, átti ég son, sem Brynjar heitir. Kona hans er Vibekka Bang og eiga þau tvo syni. Brynjar er deildarstjóri hjá Kaupfélagi Sauð- árkróks. Það var mikið áfall fyrir mig og börnin, þegar ég missti konu mína sviplega fyrir um ellefu árum. Eins og ég hef minnst á, átti hún við vanheilsu að stríða um margra ára skeið, en hún gaf mér og börn- unum umhyggju sína og ástúð allt til hinstu stundar. Það er sagt að tíminn lækni öll sár — ég efa það — en með árunum dregur úr mestu sárindunum. Gunnar Thor- oddsen veitti mér mikinn styrk í sorg minni og mun ég minnast þeirra hjóna með þakklæti alla tíð. Lokaorð Rakarameistarinn verður að vera með á nótunum á hverju sem gengur. Viðskiptavinirnir eru mis- jafnir í geði, þegar þeir setjast í stólinn og hárskerinn verður að glíma við þá alla með það takmark í huga að allir viðskiptamenn, lundillir eða geðgóðir, gangi ánægðir burtu. Eg hef stundum sagt, að hárskeri í 40 ár ætti að fá réttindi sem sálfræðingur. Það skiptir miklu í þessu starfi að kunna að hegða sér. Rakarastarfið er viðkvæmt og það má lítið bera útaf. Eg hef aldrei séð eftir því að gerast rakari. Starfið hefur veitt mér svo mikið. Ég hef kynnst mönnum úr öllum stéttum þjóðfé- lagsins, góðum mönnum, sönnum mönnum. Þú ert ekki tekinn að lýjast eftir langan dag? Nei, síður en svo. Að vísu fer maður að draga saman seglin eftir 47 ára starf og losa sig úr ýmsu stússi, sem maður hefur gefið sig að í gegnum tíðina. Ég hef losað mig við félagsmálastússið að mestu. Ég var lengi formaður Meistarafélags hárskera og land- sambandsins okkar, og árin 1974—’78 sat ég í bankaráði Iðn- aðarbankans. Svo hef ég starfað nokkuð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. En ég hef reynt að losa mig úr þessu vafstri. En heilsu hef ég góða. Margir hárskerar kvarta undan því, að fæturnir bili snemma, en ég hef verið svo lánsamur, að vera sterk- ur í fótum. Hægri höndin er held- ur ekki farin að gefa sig, svo orð sé á gerandi. Þetta erfi ég frá föður mínum, sem var manna frískastur fram í andlátið. Fyrir fjórum árum gerðist Lýð- ur Sörlason meðeigandi minn, ágætur maður, og er alltaf annar hvor okkar til taks á stofunni. Lýður var áður á Rakarastofu Loftleiða og hefur unnið til margra verðlauna sem hárskeri. Samstarf okkar er hið besta. En ég er svo sem ekki kominn á gamalsár og við skulum fara að slá botn í þetta spjall, áður en ég gerist viðkvæmur. Ég vildi fá að ljúka þessu á orðum Ásgeirs Ás- geirssonar. Hann sagði eitt sinn við mig: Ég vona að Guð gefi íslensku þjóðinni að það myndist aldrei stéttamismunur í þessu landi. Það verður ekki ef menntafólkið tekur þátt í atvinnulífinu, þegar því gefst tóm frá skólanáminu og kynnist viðhorfum hins vinnandi manns. Ásgeir óttaðist að það myndað- ist stór menntastétt á íslandi og hún síðan einangrast frá verka- lýðnum. Ég er ansi smeykur um að þetta sé einmitt að koma á daginn! J.F.Á. Hjóllegusett á verkstæöislagerinn og í bílinn! KOSTABOÐ Viö getum enn boöiö fáeina Ford Econoline sendibíla af árgerö 1981 á sérstaklega góöu veröi og greiöslukjörum. ECONOLINE STYTTRI GERÐ VÖKVAST./ BEINSK. VERÐ KR. 198.000 ECONOLINE STYTTRI GERÐ VÖKVAST./ SJÁLFSK. VERO KR. 215.000 ECONOLINE LENGRI GERÐ VÖKVAST./ SJÁLFSK. VERÐ KR. 222.000 Athugið: Viö getum tekiö notaöa bíla í skiptum upp í hluta kaupverös. Sveinn Egilsson hf. Skeifan 17. Sími 85100. HJÓLLEGUR <ævit**A***&i- tsömoak&itrn c*Amt* íx>*0**t snœnm vauawt ■**''’**< FÁLKINN nwáitiMwrrrnr r tim •»♦«» og legulager Sérpakkað hjóllegusett í allflestar gerðir bifreiða. Sýnið fyrir hyggju og hafið viftureim og hjóllegusett ávallt í bílnum. Stærsta sérverslun landsins með legur, hjöruliði ásþétti og viftureimar. FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.