Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982
29
á fjórtánda ári og þó svo hann hafi
skroppið í land á milli og stundað
ýmis stðrf með fast land undir fót-
um í einhver ár, er lífshlaup hans
sjómennska, því verður varla mót-
mælt.
„Ég reri þessa fyrstu vertíð á
bát, sem bar hálft tonn. Einu sinni
koraum við með 1100 pund af fiski.
Þá var þrauthlaðið. Við vorum
hæstir í Ogurnesinu, þeirri gömlu
verstöð, þetta vor, bæði í afla og
hlut, en það fer ekki alltaf saman
þó menn gleymi því oft. Þetta var
mikil vinna og oft fengum við ekki
nema tveggja tíma svefn á sól-
arhring. Mín frumraun var sú að
róa heiman frá Eyri í ögurnes; sjö
tíma lota. Við beittum kræklingi
og fórum sjálfir á fjöru, um annað
var ekki að ræða.“
Bjarni var síðan á ýmsum bát-
um og skipum. 1924 réði hann sig
á færaskip frá ísafjarðarkaup-
stað, árið 1933 réði hann sig á tog-
ara með Kristjáni Kristjánssyni á
Andra, síðan Braga, sem Geir
Thorsteinsson átti, hann var á
norsku skipi og fleiri skip mætti
nefna. Af ævintýrum og lífsháska
hefur Bjarni persónuleg kynni.
Nítján ára gamall tók Bjarni við
formennsku á vélbátnum Von frá
ísafirði og mörgum skipum hefur
hann stjórnað, en smábátapróf
tók Bjarni árið 1933.
Árið 1947 keypti Bjarni Stíg-
anda og reri margar vertíðir með
handfæri frá Vestmannaeyjum.
Þá voru iðulega Færeyingar með
honum og lætur Bjarni vel af sam-
skiptum sínum við þá. Bjarni hélt
oftast frá Skagaströnd í janúar-
mánuði áleiðis til Vestmannaeyja.
Hann var gjarnan einn á bátnum
á leiðinni suður, skipstjóri, háseti
og allt þar á milli.
í Reykjavik stoppaði hann iðu-
lega í nokkra daga, leit á lífið í
borginni og beið Færeyinganna
sinna. Eitt sinn er hann gerði slík-
an stanz, nánar tiltekið veturinn
1958, hitti Matthías Johannessen,
ritstjóri Morgunblaðsins, Bjarna
að máli og átti samtal við sægarp-
inn Ásmund Bjarna Helgason.
Fyrirsögn þess var: „Ég vil heldur
vera á framfæri Ægis konungs en
Eysteins." Við grípum niður í
samtalið:
„GOTT AÐ HAFA
ÆFINGU í AÐ
DRAGA LÚÐUNA“
„Ég hitti Ásmund Bjarna
nokkrum sinnum á meðan hann
dvaldist hér í Reykjavík og beið
eftir skipshöfn sinni, Hallgrími
Sigurðssyni, Skagstrendingi og
þremur Færeyingum. Eru þeir nú
allir komnir á handfæraveiðar við
Vestmannaeyjar. — Ásmundur
Bjarni sagðist hafa keypt Stíg-
anda 1947 til þess að stunda á hon-
um snurvoð í Húnaflóa en varð að
hætta, þegar landhelgin var færð
út
— Þá varð ég að snúa mér að
línuveiðum, en hef stundað lítils
háttar færaveiðar á sumrin. Og
það get ég sagt þér, að marga lúð-
una hef ég dregið vel feita.
— Er ekki báturinn orðinn all-
gamall, Bjarni?
— Ójú, það er hann. En ágætur
samt, þó að vélin sé farin að gefa
sig. Ég keypti hann á 85 þúsund
krónur af Friðriki Guðjónssyni á
Siglufirði og þóttist gera ágæt
kaup.
— Það voru ekki svo litlir pen-
ingar í þá daga. Þú hefur auðvitað
átt nóg af þeim?
— Jú, jú, peninga skorti mig
ekki. Ég held það hafi verið 30
krónur í buddunni minni, þegar ég
keypti bátinn.
— Útgerðin hefur gengið vel?
— Hún gekk vel fyrstu árin,
meðan okkur var leyft að stunda
snurvoðina. Eftir það fór að síga á
ógæfuhliðina og nú má ég ekki við
miklum skakkaföllum.
— Ég gæti trúað, að þú ætlaðir
þér að græða á handfæraveiðun-
um í vetur?
— Ojú, en það er ekki þar með
sagt að ég geri það. Þar kemur
margt til greina. Éf Færeyingarn-
ir verða til dæmis einhverjir
kjötrassar, getur olíukostnaðurinn
farið upp úr öllu valdi. — Annars
þarf ég að fá mér nýja vél í bátinn
og hef verið að basla í því. Það er
allt hægt að gera, ef maður á pen-
inga, hérna megin að minnsta
kosti. Nú á ég vél í pöntun.
— En hún kostar mikla pen-
inga?
— Jú, jú, en ég sagðist ekki
hafa neinar fjárfúlgur handa
milli. Ég sagðist aðeins eiga vél í
pöntun.
— Hvað kostar slík vél?
— Um 200 þúsund krónur með
tolli, en tollurinn er algert auka-
atriði í samanburði við þá ánægju,
sem maður hefur af því að styrkja
ríkissjóð. Annars lofuðu þeir, ef ég
man rétt, að afnema þessa tolla,
en ætli þeir efni það frekar en
annað. Ekki dettur mér í hug að
ætlast til svo mikils. — Ja, ríkis-
styrk? Onei, ég held þeir hafi allir
siglt fram hjá minni buddu. Ég er
ekki heldur neitt hrifinn af slíkum
styrkjum, hef meiri ánægju af því
að vera á framfæri Ægis konungs
en Eysteins.
— En hefur þú ekki fengið lán
úr bönkum?
— ójú, en stundum reynist það
erfitt. Sumir bankastjórarnir eru
nefnilega dálítið á eftir tímanum.
Þeir hrökkva við ef maður nefnir
10 þúsund krónur og sumir þeirra
halda að 1000 krónur séu pen-
ingar. Þegar sá gállinn er á þeim,
er gott að hafa æfingu í að draga
lúðuna. Það getur oft komið sér
vel.“
Texti: Ágúst Ingi Jónsson
Myndir: Ragnar Axelsson
stoð til að leysa þessi mál.
Við báðum Jórunni fyrst að
segja álit sitt á niðurstöðum kann-
ananna. Hún sagði: „Úrslit þess-
ara skoðanakannana eru hreint
ekki eins slæm og margir álíta. í
Hafnarfirði eru það rúmlega 1.200
manns sem óska eftir að hunda-
hald verði leyft og í Kópavogi eru
það 68 af hundraði sem samþykkja
hundahald í einhverri mynd. Þó
eru auðvitað margir sem telja sig
andvíga hundahaldi í þéttbýli og
er ekki við öðru að búast í okkar
þjóðfélagi þar sem viðhorf yfir-
valda er mjög neikvætt og látlaust
hamrað á því sem miður fer eða
getur farið. Þetta leiðir til ein-
hliða skoðanamyndunar hjá al-
menningi, því fólk trúir blint á
þessar furðulegu hugmyndir sem
hér eru rikjandi viðvíkjandi
hundahaldi og reyndar heimilis-
dýrahaldi yfirleitt."
— Nú er staðreynd Jórunn, að í
þessum bæjarfélögum báðum er
aragrúi hunda, þrátt fyrir að
hundahald sé bannað. Hvað viltu
segja um það?
„Við skulum aðeins líta á þær
forsendur er liggja til þess að bæj-
um og sveitafélögum var heimilað
að banna eða leyfa hundahald.
Það var gert með lögum um
hundahald og varnir gegn sulla-
veiki frá 1953. Þessar forsendur
eru nú löngu brostnar því sulla-
veiki hefur verið útrýmt með
bættri meðferð sláturúrgangs."
— Fjöldi fólks segist vera á
móti hundahaldi í þéttbýli hund-
anna vegna. Þeim líði best uppi í
sveit og að það sé illa gert þeirra
vegna að vera með þá í þéttbýli?
„Það hefur löngum verið okkur
dýraverndunarfólki þyrnir í aug-
um að margir þeir, sem telja sig á
móti hundahaldi í þéttbýli, segjast
vera það af því að þeir séu svo
miklir dýravinir. Það hefur auð-
vitað ekki við nein rök að styðjast
að hundum þurfi að líða verr í
þéttbýli en dreifbýli. Hundurinn
er elsta húsdýr mannsins. Hann er
svo tryggur manninum að hann
fylgir honum glaður hvert sem
maðurinn flækist. Þegar menn
benda á íslensku sveitina sem það
eina sæluríki sem hundi sé bjóð-
andi sýnir það ótrúlega þröngsýni.
Það er þá illa komið fyrir hundum
veraldarinnar ef miðað er við hve
lítið brot þeirra býr í íslenskri
sveit. Nei, það eru allt aðrir hlutir
sem gera hundinn hamingjusam-
an en búseta hans, og geta þeir
hlutir farið úrskeiðis bæði í sveit
og borg.
Til þess að hundahald sé í lagi
þarf þekking og skilningur á þörf-
um og eðli hundsins að vera fyrir
hendi. Stjórnarmenn í SDÍ hafa
farið út á þá braut að halda fyrir-
lestra og svara fyrirspurnum í
heimahúsum um grundvallar-
atriði í hundahaldi og þau réttindi
sem „réttlaus" hundaeigandi þrátt
fyrir allt hefur. Ég vil nota þetta
tækifæri til að benda fólki, sem
áhuga hefur á að notfæra sér slíka
þjónustu, að hafa samband við
okkur."
— En hvernig verða þessi mál
best leyst í þéttbýli að þínu mati?
„Ég á því láni að fagna að búa í
Garðabæ og get átt minn hund þar
í friði fyrir lögum og mönnum.
Þar er hundahald leyft með
ákveðnum skilyrðum og þeim fylgt
eftir af mjög virkum hundaeftir-
litsmanni. Hundahald í Garðabæ
er til fyrirmyndar og þau tilfelli
þar sem eitthvað fer úrskeiðis
mjög fá. Þessi mál verða ekki leyst
betur á annan hátt.
En í sambandi við slíkar heim-
ildir, þá er ég á móti óheyrilega
háum sköttum sem lagðir eru á
hundaeigendur víða þar sem
hundahald er leyft. Það þekkist
hvergi annars staðar í heiminum
að slíkur refsiskattur sé lagður á
fólk, þó það haldi hund. En hunda
þarf auðvitað að skrá og tryggja.
Einnig þarf að koma á heilsu-
gæslu. Þar sem hún er einhver
miðast hún við að hundarnir fái
lyf gegn bandormi en engar bólu-
setningar, ekki einu sinni gegn
þeim sjúkdómum sem eru hundum
hættulegastir. „Heilsugæzla" dýr-
anna miðast sem sagt við að
hreinsa þau af ormum er gætu
borist í manninn, en ekki við að
fyrirbyggja sjúkdóma er gætu lagt
dýrið að velli. Þetta sýnir að mínu
mati í hnotskurn viðhorf yfirvalda
til hunda.“
Jórunn sagði að lokum: „Ég vil
að endingu skora á hundaeigendur
að gæta dýra sinna vel. Láta
hundana ekki ganga lausa og
kynna sér rétta meðferð þeirra. Ef
lausir hundar heyrðu til algjörra
undantekninga og hundar væru
ekki bundnir úti langtímum sam-
an, gjammandi, stæðu hundaeig-
endur ekki í þessum erfiðu sporum
í dag.“ — F.P.
Hvalveiði í
brennidepli
Washington, 10. júni. AP.
FRAMKVÆMDAKÁÐ Ronald Keagans, Bandaríkjaforseta, lýsti því yfir í
gær aA þaA myndi beita þrýstingi á fundi alþjóAa hvalveiAiráAsins í næsta
mánuAi, til þess aA banna hvalveiAar í fjáröfiunartilgangi, en talsmaAur
friAunarsinna kvartaAi undan því aA framlag Bandaríkjanna til málsins væri
„máttlaust".
Fulltrúi Bandaríkjanna í Al-
þjóðanefndinni, John Byrne, tjáði
hins vegar bandarískri þingnefnd
að bannkröfunni yrði fylgt eftir.
Byrne kvaðst mundu reyna að fá
eins marga af nefndarmönnum og
hægt væri á sitt band, en bætti því
við að það væri ekkert undarlegt
að þau lönd, sem mestan hag hefðu
af hvalveiðum hertu nú andstöðu
sína gegn því, sem að hans mati
væri óhjákvæmileg niðurstaða,
fyrr eða síðar, þ.e. alþjóðlegt bann
við hvalveiðum.
Craig van Note, framkvæmda-
stjóri Monitor, sem eru samtök
hvalfriðunarhópa, segir að banda-
rísk stjórnvöld hafa staðið sig slæ-
lega á þessum vettvangi og telur
frammistöðu þeirra í hróplegu
ósamræmi við þann gtfurlega áróð-
ur sem Japanir hafa undanfarna
mánuði haft í frammi gegn Banda-
ríkjunum á þessu sviði. En verði
bannið samþykkt, sjá Japanir fram
á að verða beittir efnahagslegum
refsiaðgerðum, haldi þeir það ekki.
Formaður þingnefndarinnar,
repúblikaninn Don Bonker, sagði
að hvalveiðiþjóðir yrðu að gera sér
ljós bandarísk lög um hvalveiðar,
ella kynnu þeir að missa réttinn til
veiða innan 200 mílna lögsögu
N-Ameríku og e.t.v. yrðu einnig
afturkölluð innflutningsleyfi
þeirra þjóða sem ekki virtu bann
við veiðum á búrhvölum og notkun
á „köldum" skutlum.
Van Note deildi hart á Alþjóða
hvalveiðinefndina, m.a. fyrir að
láta Sovétmenn komast upp með
„rányrkju og skilyrðislaus brot á
alþjóðlegum reglugerðum ár eftir
ár“.
Sem dæmi tók hann Kaliforníu-
gráhvelin 179, sem Sovétmönnum
er leyft að veiða ár hvert. „Að
nafninu til eru þessir hvalir fæða
íbúa í nokkrum eskimóaþorpum í
Síberíu," sagði Van Noten. En í
raun og veru eru þeir aðaluppi-
staðan í minkafóðri í geysistórum
loðdýrabúum, sem staðsett eru
víðs vegar á strönd Síberíu. Minka-
skinnin eru síðan seld á Vestur-
löndum og afla þannig Rússum
gjaldeyris frá þeim löndum sem
sum hver leggjast hvað harðast
gegn rányrkju á hvalastofninum."