Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982 Rætt við Pál Sigurðsson hárskera á 75 ára afmæli rakarastofu Sigurðar Ólafssonar Allir Reykvíkingar þekkja rakarastofu Sigurðar Ólafssonar í Eimskipafélags- húsinu. Sú gamalkunna og virta rakara- stofa á 75 ára afmæli á þessu ári. Þar hefur Páll, sonur Sigurðar, staðið við rakarastólinn í nærfellt 47 ár. Það var árið 1906 sem tveir ung- ir menn af íslandi héldu til Dan- merkur að læra rakaraiðn. Þeir voru Kjartan Ólafsson og Sigurð- ur Ólafsson. Þeir komust strax inná rakarastofu í Kaupmanna- höfn og lærðu öll grundvallarat- riði rakaraiðnar á mettíma. Kjart- an hélt svo heim að undirbúa stofnun rakarastofu þeirra félaga, en Sigurður lærði eilítið lengur. Þeir keyptu sér nauðsynlegustu áhöld og stofnsettu síðan rakara- stofu í Lækjargötu 6 árið 1907. Nokkrum mánuðum síðar fluttu þeir í Melstedshúsið, sem stóð þar sem nú er Útvegsbanki. Klipping- in kostaði þá 25 aura, en rakstur 10 aura. Sigurður Ólafsson segir í samtali við VSV (Við sem byggð- um þessa borg, II), að tekjur sínar fyrstu mánuðina hafi verið sextíu krónur og vinnutíminn „brjálæði“. Mest var að gera á rakarastofunni í Melstedshúsi, þegar Friðrik sjöundi heilsaði uppá íslendinga. Þá stóðu menn í biðröðum að láta klippa sig og raka. Arið 1908 fluttu þeir í Hafnar- stræti 16 og þar störfuðu þeir saman næstu ellefu árin, að leiðir þeirra skildu. Sigurður keypti hlut Kjartans í fyrirtækinu. A þessum árum hófst bygging Eimskipafélagshússins. Sigurður tryggð* sér snemma rúm fyrir stofu sína á fyrstu hæð hússins og þar hefur hún verið í góðu sambýli við forráðamenn Eimskipafélags Islands. Það var vorið 1921 sem rakara- stofan flutti í þetta stórhýsi, og fjölmörg fyrirtæki önnur, en nú er svo komið að rakarastofa Sigurðar Ólafssonar er eina utanaðkomandi fyrirtækið í Eimskipafélagshús- inu, enda er stofan löngu orðin hluti þess húss og margir Reyk- víkingar myndu ekki þekkja Eim- skipafélagshúsið fyrir samt, ef rakarastofan hyrfi. Ég hef kynnst mönnum úr öllum stéttum Páll Sigurðsson og Eimskipafélagshúsið í bakgrunni, þar sem rakarastofa Sigurðar Ólafssonar hefur verið til húsa í 75 ár. Morgnnbwti*/ ói.K.Mng. í helgan stein. Og tekur nú Páll við frásögninni. Uppvöxtur Hárskerinn Sigurður segir m.a. í samtalinu við VSV: „Þegar ég flutti í Eimskipafé- lagshúsið, var raksturinn kominn upp í fjörutíu aura og klipping upp í eina krónu og sextíu. Nú er starf- ið orðið miklu einhæfara en það var áður fyrr. Raksturinn er að hverfa, og er bættur skaðinn. Já, það er rétt, ég hef svo að segja haft höfuð tugþúsunda manna í höndunum. Ekki hafa mennirnir breytzt til mikilla muna á þessum áratugum, sem ég hef staðið við stólinn og handfjatl- að mannshöfuðin. Vitanlega eru menn mismunandi undir hnífnum eða klippunum. Sumir eru kaldir viðkomu, viðskiptamenn eingöngu, þegjandalegir og rjúka burt að starfinu loknu, aðrir eru hlýir og skrafhreifir, ágætir að eiga við. Nei, ég held ekki að menn breytist við það að setjast í stólinn. En eitt hefur breytzt mjög og það er hreinlætið. Það var ljóta verkið að taka ýmsa menn til klippingar fyrr á tíð, sérstaklega voru ver- menn slæmir um lokin — og raun- ar fleiri, grálúsugir eða með nyt í hárinu. Mig hryllir enn við þessu þó að áratugir séu liðnir frá því að ég hef tekið slíkt höfuð til með- ferðar. Og svo lagði ég frá mér hnífinn og klippurnar. Þá hafði ég í raun og veru staðið við stólinn minn í hálfa öld. Þessi iðn sem ég gekk ungur á hönd og hef átt nokkurn þátt í að skapa, hefur verið mitt lifibrauð, byggt upp afkomu mína og minna, og veitt mér starfsgleði og hamingju." Páll vill sérstaklega taka undir þessi orð föður síns, þó enn sé Íangt í það að hann setjist sjálfur Páll Sigurðsson og meðeigandi hans, Lýður Sörlason, ásamt Önnu Maríu Valdimarsdóttur nema, Önnu Lísu Guðsteinsdóttur, hár- skera, og einum viðskiptavini. Páll •segir: Ég get aldrei fuííþakkað því góða starfsfólki sem ég hef verið svo gæfusamur að hafa á stofunni hjá mér alla tíð! MorgunblaAiA/ ÓI.K.Mag. Eg er fæddur í Reykjavík 4ða janúar 1918. Móðir mín var Hall- dóra Jónsdóttir frá Fljótstungu í Hvítársíðu. Úr þeirri ætt er Páls- nafnið. Við erum systkinasynir við Páll veðurfræðingur. Faðir minn var einnig Borgfirðingur, en flutti til Reykjavíkur með foreldrum sínum aldamótaárið. Ég fæddist að Hverfisgötu 56. Við vorum átta systkinin, fjórir bræður og fjórar systur. Ég minn- ist þess þegar ég kom úr sveitinni strákur á haustin heim á Hverf- isgötu, að maður varð að fara þar ferða sinna á vaðstígvélum. Hverfisgatan var þá ekkert nema svað í rigningum. Það var sam- taka hópur krakka við götuna í þá daga. Ég átti góða æsku og á ekki nema góðar minningar af verunni við Hverfisgötu. Heimili okkar var stórt og gestagangur mikill. Mamma hafði jafnan tvær vinnukonur, því hún átti við heilsuleysi að stríða. Pabbi vann óhemju mikið á rakarastof- unni. Hann opnaði klukkan hálf átta á morgnana og vann jafnan til níu á kvöldin, en til hálf tólf á laugardagskvöldum. Þá hafði hann opið frá klukkan 8—14 á sunnudögum. Það var varla að maður sæi hann fyrstu árin. Árið 1928 seldi faðir minn Hverfisgötu 56 og keypti sér lóð sunnan við Melana og reisti sér þar hús, sem hann nefndi Brú. Neðst á lóðinni var bær ásamt fjósi og hlöðu. Pabbi hafði þarna tvær kýr. Hann leigði bæinn og túnið og annaðist ábúandinn kýrnar fyrir hann. Pabba fannst hann hvílast mjög á kvöldum og um helgar við búskaparsýsl. Hann þóttist alltaf léttari á sér, þegar hann sleppti orfinu, en þegar hann tók það. Skólanám Ég var í tvö ár sem strákur hjá frændfólki uppí Borgarfirði og undi þar hag mínum vel. Ég var þar á miklu menningarheimili hjá Halldóri Helgasyni skáldi að Ásbjarnarstöðum, en hann var kvæntur móðursystur minni, Vigdísi. Frá því ég var 4ra ára hafði ég verið þar í sveit á sumr- um og mótaði þetta heimili mig mikið. Þar lærði ég meira en margar skólabækur kenna og þeg- ar ég kom í skóla í Reykjavík, eftir 2ja ára veruna, reyndist ég ekkert á eftir og hafði þó sleppt úr vetri. Mér gekk vel í barnaskóla. Var meðal annars hæstur yfir alla 6tu bekkinga í Reykjavík á sínum tíma. Svo hljóp ég yfir 7da bekk í 8da bekk að ráði kennara minna og fór í undirbúningsdeild hjá Einari Magnússyni, seinna rektor Menntaskólans í Reykjavík. En þá var komin í mig mikil náms- þreyta. Ég las aldrei neitt það vor og gerðist algerlega afhuga frek- ara námi. Ég varð 26ti í hópnum hjá Einari og sat eftir með sárt ennið því einungis 25 fengu inn- göngu í Menntaskólann. Þá reyndi ég fyrir mér í Ágústarskóla, en var vita áhugalaus og varð að hætta, þó þar væru afbragðs kennarar. Ég hef stundum hugsað um það hvað kom yfir mig á þess- um árum, en get ekki skýrt það með öðru en beinum námsleiða. Það stóð aldrei á foreldrum mín- um að mennta mig. Það var engu um að kenna nema sjálfum mér. Foreldrar mínir nefndu þessar hrakfarir mínar á námsbrautinni aldrei á nafn — en mér þótti það vandræðalegt, þegar ég var að læra á stofunni hjá pabba og hann var að klippa gamla kennara mína, sem þekktu mig ekki lengur Texti: Jakob F. Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.