Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982 7 Það hefur orðið að sam- komulagi, að ég skrifi hug- vekjur hér í Morgunblaðið næstu vikurnar. Hin fyrsta þeirra tilheyrir 1. sunnudegi eftir trinitatis eða þrenning- arhátíð. Guðspjöllin, sem kirkjan ætlar söfnuðum sín- um að hugleiða um þessa helgi, fjalla öll um ríka menn. Þau eru um ríkan ungling, ríkan bónda og ríka manninn og Lasarus. Gnginn þessara manna er þó gagnrýndur fyrir það að vera vel efnum búinn, en Jesús segir í einu guðspjallanna, að fleira þurfi til að koma. Hann segir: „Þótt einhver hafi alls nægtir, þá er líf hans ekki tryggt með eig- um hans.“ Hann segir enn- fremur: „Svo fer þeim, er safnar sér fé, og er ekki ríkur hjá Guði.“ Það er hinn and- legi auður, sem máli skiptir. Sá, sem er ríkur af andlegum þroska og einlægu guðs- trausti, hann kemur best út, þegar lífið er gert upp. Hins vegar er hættan alltaf sú, að veraldleg verðmætasköpun verði svo sterk, að hin and- lega starfsemi bíði tjón af, og þá er maðurinn ævinlega í, hættu, hvenær sem verulega reynir á hann. Eitt sinn var ungur prestur á ferð um kall sitt, nýkominn til starfa. Hann hitti þar á förnum vegi einn sóknar- bænda sinna. Sá var einn hinna athafnasömustu og efnuðustu í sókninni, maður vel gerður á flesta lund. Þeir höfðu ekki hist áður, prestur- inn og hann. Þeir tóku nú tal saman og þar kom, að minnst var á starf prestsins, trúmál og kirkjusókn. Bóndi lét prestinn það á sér heyra, að hann hefði lítil afskipti haft af þeim málum, og mundi þar vart breyting á verða í fram- tíðirini, búið væri að ferma öll börnin og því ekki annað eftir en kasta rekunum á þau hjón- in, er þar að kæmi. Bóndi sagði, að kirkjulegur boð- skapur hefði lítt hrifið sig til þessa. Hann kvaðst, af eigin áhuga, reyna að vanda breytni sína sem best hann gæti gagnvart náunganum, og slíkt léti hann nægja. Presturinn sagði fátt um þetta. Þeir skildu með vin- semd og óskuðu hvor öðrum góðs. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Eigi alllöngu síðar varð fjölskylda bóndans fyrir því, að mikill og erfiður sjúkdómur lagðist á heimilið. Sjúkdómurinn var ekki ban- vænn en langvinnur og mjög erfiður viðfangs. Efni voru næg og ekkert til sparað að leita lækninga. En allar vonir í þeim efnum brugðust. Og þá Auðlegð trúar- innar gerðist það dag einn, að bónd- inn kom til prestsins í leit að hjálp. Hann fann, að hann gat ekki borið byrðar sínar einn. Hann fann, að ef hann átti ekki að kikna undir þeim þunga, sem lífið lagði á hann, þá varð sterkara afl að koma til en eiginn kraftur og fjár- magn. í þeim samtölum, sem á eftir fylgdu og af eigin knýj- andi þörf, fann hinn vel gerði maður, að Guð verður aldrei sniðgenginn í lífinu. Hann fann hitt jafn vel, að erfið- leikarnir urðu það ekki held- ur. En hann eignaðist aðra dýrmæta reynslu, þá, að í gegnum bæn sína og trú öðl- aðist hann styrk til að horf- ast í augu við og bera erfið- leikana, sem við blöstu í veik- indum ástvina hans. Sú hugs- un hvarflaði reyndar stund- um að, að lífið væri honum ekki réttlátt. En fljótlega fann hann, að slíkt var ekki hægt að segja. Þegar trú hans á Guð var orðin lifandi og ör- ugg, þá fylgdi hún með vissan um, „að spölur aðeins er á leið/ vor ævi í þessum heim“. Lífið nemur ekki staðar við gröf. Það heldur áfram, en í gröfinni skilur það eftir hjúp- inn, sem er ófullkomleikanum háður og verður oft að erfið- um fjötri. En þegar hann er farinn, þá er frelsi fengið. Og þroski þess manns, sem með hjálp trúar sinnar og andleg- um styrk hefur yfirunnið böl jarðlífsins og hafið sig yfir neikvæð áhrif þess, er þá orð- inn í ætt við það, sem Einar Benediktsson kallar „auðlegð á vöxtum í guðanna ríki“. Trú bóndans á framhald lífsins leysti fyrir hann vandamálið um réttlætið í lífinu. Fullviss- an um réttlæti að lokum var í rauninni hluti af trausti hans til Guðs. Þeir urðu góðir vinir prest- urinn og bóndinn. Bóndinn minntist stundum á þeirra fyrsta fund. Þá var ég skammsýnn, sagði hann, skammsýnn og barnalegur í hugsun. En hann er ekki einn um það. Þetta er býsna algeng saga. Vaxandi velferð í þjóð- félagslegum efnum fylgir oft sú hætta, að menn villist á lífsþægindum og lífsham- ingju. Hvort tveggja er af hinu góða. Leiðin til að öðlast þægindin er auðrötuð. Krist- ur hefur ekki á móti henni. Hann vill aðeins, að ganga þín þar verði ekki til þess að þú gleymir raunverulegri hamingju þinni eða því á hvaða leiðum hún verður höndluð. Listahátíð 1982 & Islensk tónlist að Kjarvalsstöðum Tónlist Jón Ásgeirsson Það virðist sem stjórn Kjarvalsstaða hafi tekið sér það hlutverk að kynna íslenska tónsköpun án þess að stjórn Listahátíðar 1982 legði þar hönd á bagga að nokkru leyti. Það er ástæða til að þakka for- ráðamönnum Kjarvalsstaða fyrir þarft verk og ekki við þá að sakast, þó aðstæður að Kjarvalsstöðum séu erfiðar bæði vegna húsaskipunar og uppsetninga iistasýninga, sem auðvitað fara eftir þörf sýn- enda og sýningarefni, en ekki því hvort halda eigi tónleika samtímis sýningunum. Samtímis, sem ber að þakka stjórnendum Kjarvalsstaða fyrir það sem vel er gert, verð- ur ekki komist hjá því að strjúka stjórn Listahátíðar að- eins um vangann fyrir áhuga- leysi á flutningi íslenskrar tón- listar, samtímis því sem erlend tónlist og flytjendur eru svo mjög í hávegum hafðir. Á þriðju kammertónleikunum á Kjarvalsstöðum var flutt tón- list eftir John Speight. Hann er giftur Sveinbjörgu Vilhjálms- dóttur, píanóleikara, og hefur starfað hér á landi sem kenn- ari, söngvari og tónskáld í nokkur ár og helgað sér rétt, samkvæmt þeirri reglu er gilt hefur frá landnámi, til búsetu og allra umsvifa að jöfnu við þá, sem fyrir eru í landinu. Tvö verk voru flutt eftir John Speight, Strengjakvartett II og tríó, er hann kallar Verses and Cadenzas. Bæði verkin eru vel unnin, skýr í formi og lagræn, þar sem teflt er saman sterk- um andstæðum, sérstaklega í Verses and Cadenzas. Flytj- endur voru Einar Jóhannesson, Hafsteinn Guðmundsson, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, Rut Ingólfsdóttir, Helga Hauksdóttir, Sesselja Hall- dórsdóttir og Pétur Þor- valdsson og var allur flutning- ur verkanna vel unninn, sem segja má að eigi ekki lítinn hlut í því hversu áheyrileg verkin voru. Bræðraborgastígur Vorum aö fá í einkasölu stórglæsilega 3ja herb. íbúö á 1. hæö í nýlegu húsi. J.P. innréttingar, góö teppi, sér hiti, litað gler, tvennar svalir, tvö geymsluherb. og bílskúr. Fasteignir sf. SSSc Vcröbréíamarkaóur Fjárfestingarfélagsins GENGI VERÐBRÉFA 13. JÚNÍ 1982 VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Sölugengi pr. kr. 100.- 1970 1. flokkur 8.988,07 1970 2. flokkur 7.265.48 1971 1. flokkur 6.421,73 1972 1. flokkur 5.565,18 1972 2. flokkur 4.719.06 1973 1. flokkur A 3.435,46 1973 2. flokkur 3.164,45 1974 1. flokkur 2.184,56 1975 1. flokkur 1.792,50 1975 2. flokkur 1.350,19 1976 1. flokkur 1.278,92 1976 2. flokkur 1.025,31 1977 1. flokkur 951,10 1977 2. flokkur 794,28 1978 1. flokkur 644,86 1978 2. flokkur 507,46 1979 1. flokkur 427,74 1979 2. flokkur 330,66 1980 1. flokkur 249,36 1980 2. flokkur 195,97 1981 1. flokkur 168,37 1981 2. flokkur 125,05 Meðalávöxtun ofangreindra flokka um- fr«m verötryggingu mr 3,7—5%. VEÐSKULDABRÉF ÓVERÐTRYGGD: Sölugongi m.v. nafnvuxti (HLV) 12% 14% 16% 18% 20% 40% 1 ár 68 69 70 72 73 82 2 ár 57 59 60 62 63 77 3 ár 49 51 53 54 56 73 4 ár 43 45 47 49 51 71 5 ár 38 40 42 44 46 68 VEÐSKULDABRÉF MED LÁNSKJARAVÍSITÖLU: Sölugengi nafn- Ávöxtun m.v. vaxtir umfram 2 afb./éri (HLV) varötr. 1 ár 96,49 2%5 7% 2 ár 94,28 2% 7% 3 ár 92,96 2 %% 7% 4 ár 91,14 2V4% 7% 5 ár 90,59 3% 7% 6 ár 88,50 3% 7%% 7 ár 87,01 3% 7'/4% 8 ár 84,85 3% 7%% 9 ár 83,43 3% 7%% 10 ár 80,40 3% 8% 15 ár 74,05 3% 8% VERÐTRYGGD HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS pTEw!!- B — 1973 2,715,42 C — 1973 2.309,24 D — 1974 1.958,25 E — 1974 1.339,56 F — 1974 1.339,56 Q — 1975 888,58 H — 1976 846,63 I — 1976 644,18 J — 1977 599,43 1.fl. — 1981 119,55 TÖKUM OFANSKRÁÐ VERDBRÉF í UMBOÐSSÖLU Verbbréfamarkaöur Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lónaóarbankahusinu Simi 28566 TSílamalkadutinn ^■lattisfótu 12-18 Honda Civic 1980 Lancer1980 Orapplitur, ekinn 28 þús., út- varp, segulband, snjó- og sumar- dekk. Verö: 108 þús. Toyota Hilux 4x4 1982 Hvítur, ekinn 1500 þús. Verð: 250 þús. Plymouth Voiare Preier Station 1979 Hvítur, ekinn 44 þús., sjálfskiptur aflstýri, útvarp og segulband. Verö: 155 þús. (Skipti möguleg á ódýrari). < Citroen GSAx3 1980 Ljósbeis, ekinn 21 þús., 5 gíra. Verö: 105 þús. Vínrauður, ekinn 22 þús., 5 gíra, skipti ath. Verö: 100 þús. Toyota Corina GL 1981 Blá-sanseraöur, ekinn 20 þús., sjálfskiptur, útvarp. Verö: 138 þús. Mazda 323 saloon 1981 Blá-sanseraöur, ekinn 13 þús., 1500 vél, 5 gíra, útvarþ. Verö: 112 þús. Galant GL 1978 Brúnn, ekinn 60 þús., útvarp. Verð: 73 þús. Toyota Crown 1980 Rauöur, ekinn 75 þús., aflstýri, útvarp. Diesel. Verö: 150 þús., ath. skipti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.