Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982 43 ar tónlistar. Hvort sem kórinn syngur í gregoríönskum stíl elleg- ar djassættað rokk er sá söngur aðeins tilbrigði við stef sem frum- byggjar Afríku syngja við sínar hátíðir." Það var sannkallað fagnaðar- efni, hve fyrri tónleikar Passíu- kórsins að þessu sinni voru fjöl- sóttir. Hvert sæti í íþróttaskemm- unni á Akureyri var setið og eftir- væntingin leyndi sér ekki. Hafi einhverjir kviðið því, að hér væri Roar Kvam að halda út á viðsjála braut með kórinn, þá hvarf sá kvíði brátt eins og dögg fyrir sólu. Óneitanlega var allt með nýjum brag, en sá bragur var heillandi og heilsteyptur. Enn sem fyrr kom í ljós hverjum viljastyrk stjórnand- inn er gæddur auk ótvíræðra hæfileika og menntunar. Hann laðaði fram litríka töfra verksins og gæddi það helgri reisn. Hlutur hljóðfæraleikara og einsöngvara var með ágætum og tæknistjórinn og hljóðblandarinn, Sigurður Rún- ar Jónsson, vann frábært verk. Ætlun mín er alls ekki sú, að rita hér gagnrýni um tónleikana, enda alls ekki á mínu færi. Tilgangur- inn með þessum línum er sá, að vekja athygli höfuðborgarbúa og annarra gesta Listahátíðar ’82 á því tækifæri, sem þeim gefst að kynnast athyglisverðu og nýstár- legu verki í Gamla bíói nú í kvöld, verki sem vel er til vandað. Það hlýtur að verða markmið þeirra, sem að hátíðinni standa, að reisn hennar og áhrifamagn verði í auknum mæli heimafengin, að hún sé borin uppi af íslensku fólki víðs vegar af landinu. Til þess bendir Listahátíð þessa árs. Meistarapróf í heimilis- lækningum 15. APRÍL sl. vardi Lúðvík Ólafsson læknir ritgerð til meistaragráðu i heimilislækningum við University of Western Ontario, London, Kanada. Kitgerð hans fjallaði um notkun hægðalyfja. Lúðvík er fæddur 1944 og lauk stúdentsprófi frá MR 1964 og embættisprófi í læknisfræði frá lláskóla íslands 1971. Hann tók kanadíska sérfræði- prófið í heimilislækningum 1979 og var viðurkenndur sérfræðingur í heimilislækningum á Islandi 1981. Hann starfar nú við heilsu- gæslustöðina í Breiðholti og sem lektor í heimilislækningum við Háskóla íslands. Foreldrar hans eru Ólafur Tryggvason læknir og Anna Lúðvíksdóttir, kona hans. Hann er kvæntur Hildi Viðars- dóttur lækni og eiga þau tvö börn. Stofiifundur Menningarsamtaka Norðlendinga Þann 18. júní nk. boðar félags- og menningarmálanefnd Fjórðungs- sambands Norðlendinga til stofn- fundar Menningarsamtaka Norö- lendinga í Stórutjarnarskóla í Ljósa- vatnsskarði, S-Þing. Hefst fundur- inn klukkan 13.15 og lýkur samdæg- urs. Á síðastliðnum árum hefur fé- lags- og menningarmálanefnd Fjórðungssambandsins unnið að stofnun heildarsamtaka þeirra sem vinna að menningarmálum á Norðurlandi. Á það rætur sínar að rekja til ályktunar Fjórðungs- þings frá 1979 þar sem nefndinni var falið „að stuðla að auknum samskiptum í fjórðungnum, milli áhugamanna um listir, í þeim til- gangi m.a. að auðvelda gagn- kvæmar heimsóknir og kynna frekar stöðu þessara mála í fjórð- ungnum." Þá hélt félags- og menn- ingarmálanefnd ráðstefnu um samskipti menningaraðila á Norð- urlandi 6. des. 1980. Ráðstefnan, sem var fjölmenn og skipuð fólki víðs vegar að úr fjórðungnum, samþykkti einróma, að rétt væri að efna til samtaka um þessi mál. Á ráðstefnunni var skipuð undir- búningsnefnd til að vinna að þessu í samvinnu við félags- og menn- ingarmálanefndina. í undirbún- ingsnefndinni eiga sæti: Kristinn G. Jóhannsson, Akureyri, Njáll Njálsson, Húsavík, Jón Hlöðver Askelsson, Akureyri, og örn Ingi Gíslason, Akureyri. Sumarið 1981 var á vegum þess- arar nefndar gerð könnun á að- stöðu til listiðkunar og menning- arstarfsemi vítt og breitt um Norðurland. Ennfremur var kann- aður vilji manna til stofnunar heildarsamtaka um þessi mál. Niðurstaða Arnar Inga, sem gerði þessa könnun, var sú, að gífurieg- ur mismunur væri milli listgreina °g byggðarlaga hvað varðar að- stöðu og iðkun. Ljóst er að fá- mennar byggðir eiga mest undir högg að sækja í þessum efnum. Síðustu mánuði hefur markvisst starf farið fram til að undirbúa stofnun Menningarsamtaka Norð- lendinga, að nokkru í samvinnu við þær samstarfsnefndir, sem til- nefndar voru sl. sumar víðs vegar um Norðurland, um leið og fyrr- nefnd könnun var gerð. I því starfi hefur enn frekar verið staðfest að stefna beri að þessari samtaka- stofnun. Á stofnfundi 18., júní nk., verð- ur frumvarp til laga um Menning- arsamtök Norðlendinga tekið til umræðu og afgreiðslu. Ennfremur verða umræður í hópum um hlut- verk og starf væntanlegra menn- ingarsamtaka. Formaður félags- og menningarmálanefndar er Björn Sigurbjörnsson á Blönduósi og varaformaður Anton V. Jó- hannsson á Siglufirði. Vegna ótrúlega hagstæðra samninga við verksmiðjumar getum við nú boðið nýjan Skoda á 59.700 kr. aðeins Við fengum ekki nema 200 bíla á þessum vildarkjörum svo nú er um að gera að panta strax Þetta er tilboð sem talandi er um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.