Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982 Blaðamenn Morgunblaðsins tóku hús á Bjarna á fyrsta sumar- dag og sannarlega var sumar á Skagaströnd þann dag. Síðan hef- ur veturinn birzt í ýmsum mynd- um nyrðra og sjálfsagt hefur tíð- arfarið sett strik í reikninginn hjá Bjarna. Hann var rétt byrjaður á grásleppuveiðunum þennan fyrsta sumardag, en ekki var Bjarni ánaegður með árangurinn. „Eg skal segja þér, ég er búinn að vitja tvisvar um og hef hvorki fengið grásleppu né rauðmaga, ekki kvikindi. Grásleppan kom seint i fyrra og enn virðist henni vera að seinka. Ég get ekki skýrt það.“ Blaðamaður gat frætt Bjarna á því, að grásleppukarlar frá Reykjavík hefðu fengið tunnu af hrognum í sínum fyrsta túr. Það fannst Bjarna skrýtið. „Er hún komin fyrir sunnan, fengu þeir tunnu? Það hefði þótt gott hér. Hún hefur villzt eitthvað grá- sleppan. Venjulega kemur rauð- maginn á undan, en hann hefur heldur ekki sézt, kannski er þetta allt að breytast eins og svo margt annað. Núna veit ég ekki nema um einn rauðmaga, sem komið hefur hingað í plássið á þessari vertíð. Sá, sem fékk hann í netin, fékk fiskinn í annarri vitjun og er bú- inn að fara fjórum eða fimm sinn- um núna. Menn eru hálfpartinn að gefast upp á þessu. Það segir sig líka sjálft, að þetta gefur lítið í aðra „DANSINN KEMUR í VEG FYRIR KÖR“ Nú rær Bjarni til fiskjar á lítilli opinni trillu, Albert kallar hann bátinn. Nafnið er nafn fyrri eig- anda bátsins. Bjarni byrjaði á grásleppuveiðunum fyrir tæpum 20 árum og þá á stærri bát. „Ég byrjaði á grásleppuveiðum á bátnum mínum, Stíganda HU 9, 20 tonna bát, vorið 1965, ísavorið, en þá var ekki hægt að vera á línu vegna íss. ísinn skemmdi reyndar grásleppunetin líka, en maður reyndi að finna eyður til að leggja í. Tveimur árum síðar var ég aftur á grásleppu á Stíganda og frá 1970 hefur þetta verið minn aðalveiði- skapur. Ég vinn ekki við annað svo heit- ið geti. Það er helzt ef menn rífa nætur að ég rimpi í þær fyrir þá. Annars er ég ekki ánægður með að vera dæmdur úr leik. Við, sem komin erum á þennan aldur, erum lögboðnir ómagar í þessu þjóðfé- lagi. Margt af okkur eldra fólkinu gæti örugglega stundað einhverja léttari vinnu, sem færði þjóðar- búinu tekjur. Sjálfur hef ég örugg- Bjarni segir eldra fólkið dæmt úr leik og því lögboðna ómaga í þjóðfélaginu, en dansinn er hans hressingar- leikfimi lega notað minna af gjaldeyri en ég hef aflað. Hvað mig snertir, þá finn ég alltaf nóg að gera. Það er ekkert líf nema maður hafi vinnu.“ Þann dag, sem blaðamaður staldraði við á Skagaströnd, var Húnavaka í hámarki á Blönduósi. Bjarni sagðist aldrei hafa tekið þátt í þeirri hátíð, en að dansa á böllum heima á Skagaströnd, það var nú annað mál. „Ég fer mikið á þessi skröll, ég er eiginlega dansfífl. Nýja tónlist- in er ágæt og dansinn er eiginlega leikfimi. Ég held ég væri löngu kominn í kör ef ég dansaði ekki.“ HÆSTIR í ÖGURNESI VORIÐ 1917 Eins og í upphafi sagði hóf Bjarni sjómennsku vorið 1917, þá hönd og alltaf lækkar verðið. Ann- ars hef ég líka lagt hákarlalínu undanfarin ár og kasað hann í tunnur eins og venjulegt er. í vor hef ég heldur ekkert orðið var á línuna. Ekki kann ég heldur að skýra það.“ „Ekkert líf nema maður hafi eitthvað að gera“ Rabbað við Bjarna sægarp Helgason á Skagaströnd „Ég var brattur sem strákur, langur og mjór og léttur á mér og man ekki betur en ég hafi verið upp á heilan hlut fyrstu vertíðina mína, skárra væri það nú lika." Bjarni Helgason hefur orðið, Bjarni á Stíganda, ef menn þekkja hann betur undir því nafni, nú eða Bjarni á Eyri, fullu nafni Ásmundur Bjarni Helgason, sjómaður frá því hann var hálfs fjórtánda árs, en í verið í Ögurnesi við ísafjarðardjúp hélt hann á annan dag hvítasunnu 1917, daginn eftir fermingu. Nú tæpra 79 ára, fæddur 30.11. 1903 á Eyri við ísafjarðardjúp, hress i anda og ágætlega hraustur og stundar grásleppuveiðar frá Skagaströnd þar sem hann hefur búið frá 1947. Lagaforsendur fyrir banni við hundahaldi löngu brostnar - segir Jórunn Sörensen, formaður Sambands dýraverndunarfélaga, í tilefni af niðurstöðum skoðanakannana um hundahald. „ÉF HEF orðið þess mjög vör síðan úrslit skoðanakannana lágu fyrir, að fólk er óttaslegið. Það lítur á þessa könnun sem kosningu og af því að hún hafi farið svona verði allir hundar að hverfa. Þetta er auðvitað reginmisskilningur. Þessi úrslit geta engin önnur áhrif haft en þau að allt er við það sama í hundamálunum. Engin betrumbót á hundahaldi sem er nú þegar staðreynd í þessum bæjarfélögum, — engin lausn,“ sagði Jórunn Sörensen formaöur Sambands dýraverndunar- félaga á íslandi, er Mbl. ræddi við hana í tilefni af niðurstöð- um kannana í tveimur bæjarfélögum samhliða bæjarstjórn- arkosningunum um hvort hundahald skuli leyft eða ekki. Ljóon. MbL Frióa Proppó. Jórunn ásamt tveimur „réttlausum" Reykvíkingum og tveimur „forréttinda“-Garöb*ingum, en þeir erq: Táta, lengst til vinstri, þá Dimma, síðan Perla og Píla lengst til h*gri. TáU og Perla eru reykvískar m*ðgur, gestkomandi f Garðab* þessa dagana. Kannanir þessar fóru fram í Hafnarfirði og Kópavogi. í Hafn- arfirði voru 1.250 fylgjandi hundahaldi en á móti voru 4.605. í Kópavogi vildu 3.342 banna það al- farið, 1.196 bann með undantekn- ingum, 1.843 leyfa með ákveðnum skilyrðum og 224 leyfa án sér- stakra skilyrða. Stjórn Sambands dýraverndunarfélaga hefur nú rit- að bæjarstjórnum þessara bæjar- félaga bréf þar sem boðin er að-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.