Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 13. JÚNI1982 19 - o - Úlfur Sigurmundsson er fram- kvæmdastjóri Útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins. Morgunblaðið innti hann eftir mikilvægi hönn- unar- og vöruþróunar í íslenskum húsgagnaiðnaði og hvaða þýðingu þessir tveir þættir hafa, þegar far- ið verður að selja húsgagnafram- leiðsluna úti í hinum stóra heimi. Úlfur sagði: „Hönnun og vöruþróun eru for- senda þess að hægt sé að hefja útflutning á vöru. Varan verður að mótast af því, sem hönnuðurinn álítur henta þörfum markaðarins hverju sinni. Þess vegna er mikil- vægt að komi til, eins fljótt og hægt er, samstarf um gerð vör- unnar milli hönnuða og hugsan- legra markaðsaðila eða kaupenda. Til þess að hönnun vöru geti heppnast þarf að koma til gott samstarf milli hönnuðarins og framleiðandans. Enda þótt um góða hönnun sé að ræða þá kemur hún í langflestum tilvikum, sem frumdrög frá hendi hönnuðarins. Þau þarf að slípa til út frá sjónar- miði framleiðandans, sem hefur til aðstoðar verkstjóra og fulltrúa frá hinum ýmsu deildum fyrir- tækis síns. Þannig að þó hónnuð- urinn sé grundvallaratriði er hönnun í dag hópvinna. Það þarf hóp manna til að fjalla um vöruna til að öll sjónarmið komi fram. Lífstími húsgagna á markaðnum er ekki langur og þess vegna er mikilvægt að ölluni spurningum og vandamálum sé svarað strax í byrjun. Gott dæmi um frábæra hönnun og vel heppnaða hópvinnu er Stacco-stóll Péturs Lúterssonar. Hópvinna tryggði að varan kom algerlega fullbúin fram á sjón- arsviðið, enda var stólnum vel tek- ið af öllum. í dag er óhugsandi að koma með einn hlut á markaðinn og búið. Hluturinn verður að geta starfað á marga vegu og fullnægja fleiri en einni þörf. Stacco-stóllinn gerir það. Hægt er að tengja hann - O - Hjá forráðmönnum ullarút- flutningsfyrirtækisins Hildu hf. kom það fram að Hilda hf. var eitt af fyrstu fyrirtækjunum, sem þróuðu útflutning á ullarvörum en það fyrirtæki hóf starfsemi sína árið 1962. Álafoss, SÍS og Hilda hf. hafa með höndum um 90 pró- sent alls ullarútflutnings að sögn Þráins Þorvaldssonar, framkvæmdastjóra Hildu, en auk Þráins spjallaði Morgunblaðið við Tom Holton eiganda Hildu og Hönnu Hilton sem er yfirmaður könnunardeildar. Þau sögðu: „Hönnun er mjög mikilvæg en fólk misskilur yfirleitt hvað hún þýðir. Alvöru hönnuðir eru þeir Framleiðandi: Stáliðjan hf. Stoð- stólar með lág- og hábaki. Stólar fyrir skrifstofur og heimili úr rils anhúðuðu siáli, bólstraðír með ull aráklæði frá Álafossi hf. I lönnuður: Helgi Halldórsson. saman í raðir, hann getur verið hægindastóll með örmum. Markaðsstefnu þarf að taka inn í dæmið eins fljótt og hægt er. Eins og ég segi, helst í byrjun, þannig að kúnninn geti haft áhrif á vöruþróunina. Við erum nátt- úrulega ekki komin það langt að getað kallað á kúnnana, en kannski það geti orðið einhvern tíma. Útflutningur á húsgögnum er á tilraunastigi og erfitt er að spá um hvort það breytist. En eitt er víst. Hönnun og vöruþróun mun hjálpa verulega til í samkeppninni við innflutning á húsgögnum," sagði Úlfur í lokin. Framleiðandi: Smíðastofa Eyjólfs Eðvaldssonar. Invite-system. Grind- ur eru smíðaðar úr massífu Ijósu beyki. Samsetning: allar grindur eru grataðar saman. Lakkáferð: tvær umferðir af glæru lakki. Hengi og fylgihlutir eru úr nylonhúðuðu stáli. Hönnuður: Pétur B. Lúthersson. MorgunbUðio/ Guojón. sem gera eitthvað nýtt og frábært og það eru aðeins nokkrir þannig. Flestir leggja út af því, sem aðrir hafa fundið út. Við höfum til sölu 30 mismunandi gerðir af jökkum og það er hugsun á bak við hvern einasta. Þannig á það að vera. Það þarf líka að hanna línuna svo hún passi á sem flesta. Eftir 1975 var farið að hanna hlutina skipulega hjá okkur. Áður hannaði framleiðandi hjá hverri verksmiðju flík eftir sínu höfði. Það ríkti engin heildarlína. Kannski var eitt stykki mjög vel Framleiðandi á pessu hjónarúmi og náttborðum er Ingvar og Gylfi sf. Hönnuður er Þórdís Zoé'ga. Serían byggist á bogadregnum og beinum línum. Efni: massíft og spónlagt beyki. Áferð: glært lakk. Höfða- og fótagafl: rammi úr massífu beyki með innfelldu basti. Dýnur: íslensk- ar springdýnur. Náttborð úr sama efni. Morgunblaoið/ Guðjón. gert og smekklegt þegar annað var hreint hörmulegt. En 1975 stokk- uðum við þessi mál sem sagt upp. Við fengum bandarískan hönnuð til liðs við okkur, sem þekkti markaðinn og hvað gekk í fólk. Fengum síðan til okkar innlenda aðila, sem unnu að því að stórbæta gæði framleiðslunnar og settumst síðan niður og bjuggum til eina heildarlínu yfir fatnaðinn. Afleið- ingarnar eru þær að frá 1975 hef- ur salan aukist á hverju ári fram á þetta ár. Línan er þannig samsett að hún fullnægir þörfum sem flestra. Ákveðnar flíkur eru sígildar og ná til mjög stórs hóps og einnig eru flíkur, sem seljast í minna upp- lagi. Þannig er það alltaf. Við höf- um öll okkar skoðun á því hvað er fallegt. Það þarf að hafa sérstaka hæfileika í sér til að fullnægja krofum neytenda. Ekki er öllum gefið að finna það út hvað fólk vill. - O - Á hverju hausti boðar Hilda hf. til fundar, og boðið er ýmsum full- trúum kaupenda í Evrópu og Norður-Ameríku, en þar er aðal- markaöurinn fyrir Hildu. Á þess- um fundum, sem við köllum „hönnunarfundi" er rætt við kaup- endur um línuna eitt og hálft ár fram í tímann. Með þessum fund- um gerum við hönnuðum okkar kleift að komast í náin kynni við það fólk, sem skipt er við, kúnn- ann. Oft hjálpa þessir fundir til að leysa þau vandamál, sem upp koma. Hönnunin er undirstöðuatr- iði, svo er það framleiðslan og gott sölukerfi. Erfiðleikarnir við hönn- un í ullariðnaðinum er takmörkun á litum. Það er aðeins um sauða- litina að ræða og þeir takmarka möguleika á fjölbreytni. Efnis- hönnuðir okkar eiga því í stöðug- um erfiðleikum með að koma fram með eitthvað nýtt og ferskt. Ætli þeirra draumur sé ekki að sjá græna kind einhverstaðar. Fyrir sjö árum seldum við hluti, sem áttu einungis við um ísland og á Islandi en er nú tíska úti í heimi. Við gerðum það eitt sinn að gamni okkar, að koma okkur fyrir við breiðgötu í Toronto í Kanada og það var hrein unun að sjá allar vel klæddu konurnr í íslensku ull- arfötunum. Islendingar eru farnir að líta á ullarfatnaðinn, sem eitthvað sem er aðeins fyrir ferða- menn. Það gerðist fyrir stuttu að kona kom inn í ullarfataverslun í Reykjavík með dóttur sinni. Dótt- irin segir við mömmu sína: „Mikið er þetta falleg flík," og bendir á ullarjakka. En þá segir móðirin: SJÁ NÆSTU SÍÐU Þessi húsgagnasamstæða er hönnuð af Gunnari Magnússyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.