Morgunblaðið - 15.06.1982, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1982
SeÖlabanki Islands:
Tekur 222,5
millj. króna
lán í Japan
SAMNINGUR um 5 milljaröa yena
(222,5 milljónir króna) lántöku
Seðlabanka íslands verður undir-
ritaður í Japan í dag. Lánið er til 15
ára og verður á 8,6% vöxtum.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins hélt Davíð Ólafsson,
bankastjóri Seðlabankans utan í
gær til að undirrita samninginn,
en hann er gerður við ýmis trygg-
ingafyrirtæki í Japan með milli-
göngu fjárfestingabankans Nikko
Securities og er hér um skulda-
bréfalán að ræða. Ákveðið hefur
verið að lán þetta verði síðan veitt
nýlegum hitaveitum til að breyta
skammtímalánum í langtímalán.
Þá má geta þess að íslenzka rík-
ið tók sams konar lán og að sömu
upphæð í Japan árið 1978.
Verkfallsbrot á skrif-
stofu Alþýðubandalags
leið um Grettisgötuna þegar þeir
veittu athygli ritvéladyn um opna
glugga á skrifstofuhúsnæði Al-
þýðubandalagsins. Bönkuðu þeir
upp á til þess að gæta hverju sá
dynur sætti og kom í ljós að á
skrifstofunni voru við vinnu Bald-
ur Óskarsson, framkvæmdastjóri
Alþýðubandalagsins, sem jafn-
framt á sæti í trúnaðarmannaráði
Verzlunarmannafélags Reykjavík-
ur og skrifstofustúlka sem var að
vinna við sína ritvél, en hafði ekki
heimild til vinnu í verkfallinu.
Verkfallsverðir Verzlun-
armannafélags Keykjavíkur
stóðu starfsmenn á skrifstofu
Alþýðubandalagsins í
Reykjavík að verkfallsbroti
seinni verkfallsdaginn í síð-
ustu viku. Verkfallsverðir
stöðvuðu þegar vinnu á
skrifstofunni.
Nokkrir verkfallsverðir frá
Verzlunarmannafélaginu voru á
Jón Gíslason
frá Hofí látinn
JON Gíslason, fyrrum bóndi á
Hofi í Svarfaðardal, lézt á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri síð-
astliðinn sunnudag, 81 árs að
aldri.
Jón fæddist á Syðra-Hvarfi í
Skíðadal 2. ágúst árið 1900. Hann
Jón Gislason
var sonur hjónanna Gísla Jóns-
sonar frá Syðra-Hvarfi og Ingi-
bjargar Þórðardóttur frá Hnjúki.
Hann fluttist ungur með foreldr-
um sínum að Hofi í Svarfaðardal
og tók þar við búi af föður sínum
1927. Hann lét af búskap árið
1964, er fóstursonur hans, Agnar
Þorsteinsson, tók við jörðinni og
bjó síðustu ár æfi sinnar hjá syni
sínum, Gísla Jónssyni á Akureyri.
Jón kvæntist Arnfríði Sigurhjart-
ardóttur frá Urðum árið 1924 og
eignuðust þau tvo syni, en annar
dó í æsku. Arnfríður Iézt árið
1952.
Að loknu barnaprófi sótti Jón
kennslu hjá Þórarni Eldjárn á
Tjörn í Svarfaðardal og var síðar
einn vetur á Bændaskólanum á
Hóium. Jón tók alla tíð mikinn
þátt í félags- og trúnaðarstörfum í
sinni sveit. Átti meðal annars þátt
í stofnun Ungmennafélags Dalvík-
ur, vann í flestum nefndum og fé-
lögum innan hreppsins og sat um
árabil í hreppsnefnd. Þá var hann
t Búnaðarfélaginu, Nautgripa-
ræktarfélaginu, nýbýlanefnd og
forðagæzlumaður í tugi ára.
Þrennt í slysadeild
Þrennt var flutt í slysadeild eftir árekstur á gatnamótum Barónsstígs og Eiríksgötu laust eftir kl. 16.30 á sunnudag.
Citröén-bifreið var ekið vestur Eiríksgötu og í veg fyrir Plymouth-bifreið, sem ekið var norður Barónsstíg, með þeim
afleiðingum að Citröén-bifreiðin valt. Ökumaður Citroen-bifreiðarinnar sinnti ekki stöðvunarskyldu en hann bar, að
hann hefði gleymt sér við aksturinn. Meiðsli fólksins eru ekki alvarleg.
Steinn Lárusson:
Vandræðaástand að skap-
ast í ferðamannaþjónustunni
ÁHRIFA yfirvofandi verkfalls þann
18. þesa mánaöar er þegar farið að
gæta innan ferðamanna þjónustunn-
ar. Sem dæmi um það má nefna, að
tveir 120 manna hópar frá Noregi,
sem væntanlegir voru hingað á veg-
um Ferðaskrifstofunnar Úrvals, hafa
hætt við að koma.
Steinn Lárusson, framkvæmda-
stjóri ferðaskrifstofunnar, sagði í
samtali við blaðið, að fyrri hópur-
inn, sem væntanlegur var í morg-
un, hefði verið hljómlistar- og
söngfólk og hefði átt að koma
óbeint inn í dagskrá Listahátíðar
og skemmta í Reykjavík á þjóð-
hátíðardaginn. Þegar það var ljóst
að verkfall var yfirvofandi og ekki
hægt að tryggja að mál leystust,
þannig að tryggt væri að hópurinn
kæmist úr landi án efiðleika var
hætt við ferðina. Steinn sagði
ennfremur, að ætlunin hefði verið
að nýta þetta flug með því að
senda um 100 manna hóp, þar á
99
Hell Drivers“
á Seyðisfirði
ÖKUNÍÐINGARNIR „The Hell Driv-
ers“ koma til íslands öðru sinni með
Smyrli í dag og munu þeir sýna listir
sínar víða um land. Annað kvöld sýna
þeir á Seyðisfirði klukkan 21.00.
Þar mun trúður sýna ýmsar
kúnstir á vélhjóli, stokkið verður 20
metra á vélhjólum og bílum og ekið
verður á tveimur hjólum, svo eitt-
hvað sé nefnt.
Frá Seyðisfirði fara„ The Hell
Drivers til Vestmannaeyja.
Erum alls ekki ánægðir með
tilboð fjármálaráðuneytisins
— segir Þórir Steingrímsson, tæknimaður útvarps
„TILBÖÐ fjármálaráðuney tisins
hljóðaði aðeins upp á eins launa-
flokkshækkun til tæknimanna og
nokkurra annarra félaga innan
Starfsmannafélagsins frá og með
fyrsta ágúst. Að mati okkar tækni-
manna er það hvergi nærri nóg og
vantar enn þrjá launaflokka upp á
að kröfum okkar sé fullnægt,“
sagði I»órir Steingrímsson, tækni-
maóur hjá útvarpinu, er Morgun-
blaðið innti hann álits á stöðu
samningamála.
Þórir sagði ennfremur, að þetta
væri flókið mál vegna þess að
óvænt hefði tilboð fjármálaráðu-
neytisins verið til alls
starfsmannafélagsins og því
þyrfti að ganga frá kröfugerð
starfsmannafélagsins og yrði hún
lögð fram á samningafundi á mið-
vikudag. Því væri enn ekki ljóst
hvað úr yrði, en hvað sem því liði
væru tæknimenn alls ekki ánægð-
ir. Þeirra krafa væri að laun yrðu
í samræmi við almennan vinnu-
markað, það er 19. launaflokk
BSRB eftir 5 ára starf. Tækni-
menn útvarps væru nú í 15. launa-
flokki eftir 5 ára starf og nú væri
boðin hækkun um einn launaflokk
frá og með 1. ágúst, þannig að enn
vantaði þrjá launaflokka upp á að
kröfum þeirra yrði fullnægt.
meðal um 50 eldri borgara í
Reykjavík, með vélinni til Noregs.
Það mál hefði þó tekizt að leysa og
færi hópurinn út í kvöld með
Flugleiðavél. Síðari hópurinn ætti
að koma hingað þann 21. þessa
mánaðar og væri það mál allt í
biðstöðu nú. Þá sagði Steinn, að
það virtist að hópferðir hingað,
sem væntanlegar hefðu verið á
næstunni, væru allar að riðlast og
hópar, sem væntanlegir hefðu ver-
ið um helgina hefðu hætt við.
Þetta gæti haft víðtæk áhrif, bæði
á framhaldið og hvað fjárhag
snerti. Ferðamenn tækju ekki
áhættuna á því að verða innlyksa
og því yrði nýting á hótelum léleg
og þá hefði þetta áhrif á alls konar
þjónustu. Það væri því hægt að
segja að vandræðaástand ríkti
vegna þessa.
Röntgen- og meina-
tæknar segja upp
frá 1. september nk.
RÖNTGEN- og meinatæknar á ríkis-
spítölunum og Landakoti hafa sagt
upp störfum frá 1. september nk„ en
Mbl. skýrði frá því i gær að sömu
stéttir hefðu sagt upp frá sama tíma á
Borgarspítalanum í Reykjavik.
Að sögn Davíðs Ólafssonar fram-
kvæmdastjóra ríkisspítalanna hafa
uppsagnir þessa starfsfólks verið að
5,29% hækk-
un dollara-
verðs á ein-
um mánuði
ERLENDIR gjaldmiðlar hækka
stöðugt dag frá degi og má nefna,
að á einni viku hefur dollaraverð
hækkað um 1,05%, en sölugengi
dollars var skráð 7. júní sl. 11,016
krónur, en í gærdag var það skráð
11,132 krónur.
Á einum mánuði hefur doll-
araverð hækkað um 5,29%, en
sölugengið var skráð 14. maí sl.
10,572 krónur, en 11,132 í gær-
dag. Ef þessi eins mánaðar
hækkun er framreiknuð í 12
mánuði kemur í ljós liðlega
85,63% hækkun.
Frá áramótum hefur dollara-
verð hins vegar hækkað um
tæplega 36%, en síðasta dag
ársins var sölugengi dollarans
skráð 8,185 krónur. Allt síðasta
ár hækkaði dollaraverð til sam-
anburðar um 31%.
berast síðustu daga, einnig hefur
borist sérstakt bréf frá Röntgen-
tæknafélaginu. Logi Guðbrandsson
framkvæmdastjóri Landakotsspít-
ala sagði að sömu starfsmenn þess
spítala hefðu einnig sagt upp frá
sama tíma.
í bréfi Röntgentæknafélagsins
segir: „Röntgentæknar samþykktu
einróma á félagsfundi 26. maí sl. að
grípa til þess neyðarúrræðis að
segja upp störfum sínum með
fjöldauppsögnum. Eins og hjá
mörgum öðrum heilbrigðisstéttum
virðist þetta eina færa leiðin til að
ná fram eðlilegri launahækkun
milli kjarasamninga til jafns við
aðrar starfsstéttir bæði innan
BSRB og utan. Röntgentæknar óska
eftir viðræðum um kröfugerð sína
með tilliti til þeirra launaflokka-
hækkaná sem hafa átt sér stað und-
anfarið."
Garðyrkjuþjónusta
Morgunblaðsins
MORGUNBLAÐIÐ minnir lesendur
sína á, að garðyrkjuþjónusta blaðsins
stendur aðeins út þessa viku. Þeir,
sem vilja koma fyrirspurnum á fram-
færi geta sem áður haft samband við
ritstjórn blaðsins á milli kl. 11 og 12 á
morgnana í síma 10100.
Blaðið kemur fyrirspurnum
áleiðis til Hafliöa Jónssonar, garð-
yrkjustjóra Reykjavíkurborgar, og
svör hans birtast síðan hér í blað-
inu. Munið að þetta er síðasta tæki-
færið til að koma fyrirspurnum á
framfæri að sinni.