Morgunblaðið - 15.06.1982, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ1982
5
MORGUNBLAÐIÐ birti sl. fóstu-
dag frásögn af grein Alfreðs Þor-
steinssonar í Timanum og ummæli
Kristjáns Benediktssonar vegna
hennar, en í greininni deildi Alfreð
m.a. á Kristján fyrir frammistöðu
hans í borgarstjórn og þá ákvörðun
hans að gefa kost á sér áfram. í gær
hafði Alfreð eftirfarandi að segja í
tilefni ummæla Kristjáns:
„Ég veit ekki, hvort ég á að segja,
að svör Kristjáns Benediktssonar
hafi beinlinis komið mér á óvart.
Það vill oft verða þannig, þegar
menn hafa slæman málstað, að þeir
ýmist svara ekki efnisatriðum eða
grípa til ósanninda. Hvort tveggja
henti Kristján Benediktsson í um-
ræddu Morgunblaðsviðtali. Þögn
hans við helztu gagnrýnisatriðum
má kannski túlka svo, að hann sé
sammála gagnrýni minni, og verður
þá ekki annað sagt en að batnandi
manni sé bezt að lifa.
En varðandi meintan áhuga
minn á borgarfulltrúastarfi skaut
Kristján óþarflega langt yfir
markið. Hann ætti að minnast
þess, að á sama fundi hjá Fram-
sóknarflokknum og hann var
varaður við ýmsum yfirvofandi
skyssum í borgarmálum, lýsti ég
því yfir, að ég sæktist ekki eftir
borgarfulltrúastarfi. Við þá yfir-
lýsingu stóð ég, þrátt fyrir áskor-
anir um að taka þátt í prófkjöri.
Ég óttaðist ekki, að ég fengi ekki
viðunandi fylgi, en ég kæri mig
hreinlega ekki um að starfa að
jafnveigamiklum málum og borg-
arstjórnarmálum nema í sam-
vinnu við dugandi og hugmynda-
ríka menn. Það segir sig sjálft, að
þegar menn eru búnir að starfa að
borgarmálum um 20 ára skeið og
INNLENT
Tveir sækja
um Bjarnar-
nesprestakall
Alfreð Þorsteinsson:
Þegar menn hafa
slæman málstað...
SIGURÐUR Arngrímsson og Önund-
ur Björnsson guðfræðingar, hafa sótt
um Bjarnanesprestakall í Skafta-
fellsprófastsdæmi, en sr. Gylfi Jóns-
son sem þar hefur þjónað hefur verið
skipaður Skálholtsrektor.
Sigurður lauk guðfræðiprófi nú í
vor, en Önundur í janúar sl. Um-
sóknarfrestur rann út 10. júní og
verður væntanlega kosið í júlíbyrj-
un, segir í frétt frá Biskupsstofu.
Söðulsholtsprestakall hefur ver-
ið auglýst laust til umsóknar með
umsóknarfresti til 18. júlí, en séra
Einar Jónsson í Söðulsholti var
kjörinn prestur að Árnesi á
Ströndum 16. maí sl.
Aðalfund-
ur SÍF
hefst í dag
AÐALFUNDUR Sölusambands ísl.
fiskframleiðenda hefst klukkan 9.15
árdegis í dag, þriðjudag, að Hótel
Sögu.
Að þessu sinni stendur aðal-
fundurinn í tvo daga og á
aðalfundinum verður minnst 50
ára afmælis, SÍF.
PORTOROZ
Næsta brottför
18. júní — nokkur sæti laus. 9. júlí — uppselt.
Hinn rómaði dvalarstaður viö Adriahafiö. Frábærir gististaöir og aöstaöa til íþróttaiökana hin
ákjósanlegasta. Ógleymanlegar kynnisferöir og fjörugir skemmtistaöir.
Austurstræti 17, Reykjavík, símar 26611 og 20100.
Kaupvangsstræti 4, Akureyri, sími 96-22911.
ekkert fararsnið á þeim, þá staðna
þeir. Þetta er nokkuð almenn
regla og alls ekki bundin við
Kristján Benediktsson einan.
Eftir stendur að Framsóknar-
flokkurinn fékk mjög slæma kosn-
ingu í Reykjavík, svo slæma, að ef
um þingkosningar hefði verið að
ræða, hefði hann aðeins náð inn
einum manni. Það er langt í frá,
að ég sé eini framsóknarmaðurinn
í Reykjavík sem hef áhyggjur af
þessari þróun. En það er líka rétt,
að til eru menn í Framsóknar-
flokknum af sama sauðahúsi og
Kristján Benediktsson, sem kjósa
að loka augunum fyrir staðreynd-
um.“
37 erindi um manninn og stjórnmálin
RÁÐSTTEFNAN um Manninn og
stjórnmálin, sem Líf og land efndi til á
sunnudag, stóð frá kl. 10 um morgun-
inn og fram undir kl. 7 síðdegis og
voru þar flutt 37 erindi um viðfangs-
efnið út frá ýmsum sjónarhornum.
Var töluverð aðsókn allan daginn,
sumir komu og fóru en aðrir sátu
sem fastast allan daginn. Undir lok-
in komu fulltrúar stjórnmálaflokk-
anna og skýrðu í stuttu máli frjáls-
hyggjuna, sósíalismann, samvinnu-
hugsjónina og jafnaðarstefnuna.
Hér er í ræðustól Friðrik Sophusson,
sem talaði um frjálshyggjuna. Fund-
arstjóri á þessum síðasta hluta
fundarins var Ester Guðmundsdótt-
ir. í öllum þessum erindum er mikill
og aðgengilegur fróðleikur, en þau
lágu fyrir í bókaflokki Lífs og lands
og eru þar fáanleg.
' > i-v
* '
ORFA SÆTI ENN LAUS 17. OG 24. JUNI
í SUMARLEYFISPARADÍSINNI
COSTA DEL SOL
Vettvangur heimsviöburöa á sviöi íþrótta og lista, dýrölegt veöur og rómaður
aðbúnaöur Útsýnarfarþega.
GRÍPIÐTÆKIFÆRIÐ! SÉRSTÖK GREIÐSLUKJÖR
NÆSTU FERDIR Á EFTIR UPPSELDAR
KVEÐJA FRA LIGNANO:
Viö kunnum okkur ekki læti, þetta er algjör paradís, sólskin og veöursæld dag eftir dag, ströndin sú
yndislegasta sem viö þekkjum. Viö höfum veriö hér áöur, en staöurinn og aöstaöan er betri en
nokkru sinni fyrr, nýir frábærir veitingastaöir og skemmtistaöir aö ógieymdum hinum rómuöu
kynnisferðum t.d. þriggja landa sýn og Rómarferðinni ógleymanlegu. Hér er nóg viö aö verafyrir alla
á öllum aldri og staöur númer 1 fyrir börnin. Mælum meö lignano viö alla okkar vini og kunningja.
Þakklótir farþegar í Lignano.
Næsta brottför 18. júní — nokkur sæti laus. 9. júlí — uppselt.