Morgunblaðið - 15.06.1982, Síða 11

Morgunblaðið - 15.06.1982, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ1982 11 GflMLfl SflGRN Stöður hjá sjónvarpinu STÖÐUR dagskrárritstjóra og dagskrárgerðarmanns í frétta- og fræðsludeild sjónvarpsins hafa verið auglýstar lausar til umsóknar. Um- sóknarfrestur vegna fyrri stöðunnar rennur út 20. júní og vegna þeirrar síðari 27. júní. Það eru Halldór Halldórsson, sem lætur af störfum dagskrárrit- stjóra og Baldur Hermannsson, sem lætur af störfum dagskrár- gerðarmanns. Reiknað er með að nýir starfsmenn taki við þessum stöðum að loknu sumarfrí sjón- varpsins. Hafnarfjörður Öldugata 3ja herb. ca. 80 fm hæð í eldra tvíbýlishúsi. Utborgun 525 þús. Móabarð 3ja herb. ca. 80 fm ris hæð í þríbýlishúsi. Tjarnarbraut 4ra herb. 80 fm miöhæö í þrí- býlishúsi. Laus strax. Miðvangur Góð 140 fm 5—6 herb. íbúð í fjórbýlishúsi. Suðurgata í smíðum tvær góöar hæðir í þríbýlishúsi ca. 140 fm auk bílskúrs. Tilbúið til afhendingar í ágúst. Fokhelt. Verð: 850 þús. Fokhelt aö innan, tilbúiö aö utan með gleri og útihuröum kr. 950 þús. Breiðvangur 150 fm sér hæð í tvibýlishúsi, auk ca. 70 fm í kjallara. (Mögu- leiki á lítilli íbúö). 4 svefnherb. Góðar stofur og bílskúr. Hraunbrún Einbýlishús hlaðið og ris. Stærö 2x70 fm auk bílskúrs. Verð 1.3 millj. Norðurbær Gott einbýlishús 138 fm auk 50 fm bílskúr. Frágengin lóð. Vönduð eign, vandaðar innrétt- ingar. Kaplahraun lönaöarhúsnæöi i byggingu 760 fm. Tilbúið til afhendingar í sumar. Árni Grétar Finnsson hri. Strandgotu 25, Hafnarf sími 51 500 Athugasemd við „Gárur“ Elínar Pálmadóttur, sunnudaginn 13. júní Hingað til hef ég haft það álit á Elínu Pálmadóttur, að hún kynnti sér rækilega þau málefni, sem hún skrifar um í greinum sínum. Þetta álit mitt á Elínu beið mikinn hnekki við að lesa „gárur“ hennar í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, sem fjallar um gjöld til Pósts og sima af talfærum. Allt, sem kem- ur fram um þessi gjöld er annað hvort rangt eða mistúlkað og skora ég hér með á Elínu að leið- rétta þessa grein sína í næstu „gárum". Allir góðir blaðamenn ættu að starfa eftir því heilræði að hafa það sem sannara reynist. Athugsemdir við „gárur" Elín- ar: 1. í greininni segir Elín að leigu- gjald fyrir venjulegt talfæri sé kr. 10,12 á tveggja mánaða fresti og geri það kr. 121 á ári, kr. 1.214,40 á 20 árum og 2.428,80 á 40 árum. Svar: Rekstrargjald á árs- fjórðungi (3 mán.) með sölu- skatti af talfæri eins og Elínar er kr. 10,12 og því á ári kr. 40,48, á 20 árum kr. 809,60 og á 40 árum kr. 1.619,20. Af þessu rekstrargjaldi á ársfjórðungi fær Póstur og sími kr. 8,20, en kr. 1,92 er söluskattur, sem gengur til ríkisins. Elín tekur það fram á þrem stöðum í grein sinni að kr. 10,12 gjaldið sé fyrir tvo mánuði í stað árs- fjórðungs eða 3 mánuði. 2. í greininni fer Elín mörgum orðum um það hve talfærin séu miklar gullhænur og gersemar fyrir Póst og síma og að þau gefi látlaust af sér gullegg upp á rúmar 1.000 kr. gamlar á tveggja mánaða fresti. Með þessum orðum tjáir Elín þá meiningu sína að á móti talfæragjaldinu komi engin út- gjöld frá Pósti og síma. Svar: Rekstrargjaidið stendur undir öllu viðhaldi talfæranna vegna bilana, sem orsakast af eðlilegri notkun þeirra, en sé um skemmdir að ræða greiðast þær sérstaklega. Flestir sím- notendur hljóta að kannast við það, að þegar talfæri frá Pósti og síma bilar, þá er hringt í bilanatilkynningar, 05 og við- gerðarmaður er sendur heim til viðkomandi án þess að sérstak- ur reikningur komi þar fyrir. Rekstrargjaldið fer því í að standa undir launum viðgerð- armannanna og kostnaði við verkstæði, varahlutalager og bíla þeirra. 3 Elín hefur eftir einhverri stúlku hjá Pósti og síma að leiga af talfæri hafi áður verið innifalin í afnotagjaldi og ennfremur: „ Spurningu um hvort þessi leiga á talfærinu væri þá ekki dregin frá afnotagjaldinu og lækkaði það, var svarað neit- andi.“ Svar: Því miður eru ekki allar stúlkur hjá Pósti og síma nægi- lega upplýstar um gjald- skrármál eða ef til vill hefur þetta brenglast í meðförum hjá Elínu eins og annað í grein hennar. Hjá Pósti og síma er starfandi gjaldskrárnefnd og hefði Elín átt að snúa sér til hennar í leit að gjaldskrárupp- lýsingum og þá hefði hún fengið svar við spurningu sinni. Á miðju árinu 1981 (15. 06. 1981) gaf samgönguráðherra út reglur um heimild til annarra en Pósts og síma til þess að selja talfæri til símnotenda. í reglunum eru ákvæði um að innflytjendur talfæranna skyldu ábyrgjast viðhald á þeim. Eftir þessa breytingu var ekki mögulegt að hafa rekstr- argjaldið af aðaltalfærum inni- faiið í ársfjórðungsgjaldinu. Þess vegna var þetta rekstr- argjald tekið út úr ársfjórð- ungsgjaldinu við gjaldskrár- hækkunina 1. ágúst 1981, en þá fékk Póstur og sími heimilað 8% hækkum símgjalda. Ársfjórðungsgjaldið hefði átt að hækka úr kr. 171,10 í kr. 171,10X1,08=184,80 án sölu- skatts en hækkað aðeins upp í kr. 176,60, sem er kr. 184,80+ 8,20 en kr. 8,20 er einmitt rekstrargjald aðaltalfærisins á ársfjórðungi án söluskatts. Það rétta í þessu máli er því að rekstrargjald aðaltalfærisins var dregið frá ársfjórðungs- gjaldinu þegar þessi gjöld voru klofin í sundur. 4. Elín segist hafa greitt allan stofnkostnað við heimilissím- ann, þ.e. „símatalfæri, húslagn- ir og hvers konar búnað, sem setja þarf upp samkvæmt kostnaðarverði á hverjum tíma, Svar Gáruhöfundar Gárur eru persónulegur dálkur, skrifaður út frá því sem fyrir þá hversdagslegu persónu, gáruhöf- und, kemur í daglegu lífi og eigin hugleiðingar um það. Viðkomandi dálkur byggði á: 1. Meðfylgjandi reikningi símnot- anda, þar sem stendur júní—ágúst og neðar talfæri venjulegt kr. 10,12. 2. „Einhver stúlka" á símanum sat í gjaldkerastúku þeirri, sem símnotandinn þurfti að rétta inn um greiðsluna kr. 325.40 og tvístaðfesti að þetta væri greiðsla fyrir 2 mánaða leigu á símtóli. Nú kemur í ljós hennar misskilningur að þeir eru þrír. Svo og veitti hún aðrar upplýsingar, sem fram komu. Fleiri starfsmenn hlustuðu á og hæg heimatökin að fá það staðfest. Nú þegar upplýst er að sú afgreiðslustúlka hafi ekki umboð sem telst innkaupsverð eða framleiðsluverð að viðbættum umsýslukostnaði". Annars staðar í greininni nefnir Elín að hún hafi greitt af tækinu sínu í 15 ár. Svar: Engin talfæri voru seld á kostnaðarverði fyrr en eftir gjaldskrárbreytinguna 10. nóv- ember 1978. Öll aðaltalfæri fyrir þann tíma voru greidd með sameiginlegu stofngjaldi fyrir númer í stöð, línu óg tal- færi og var það stofngjald að- eins lítið brot af raunveru- legum kostnaði. Talfærið hjá Elínu er því eign Pósts og síma og hefur því Elín engan ráð- stöfunarrétt á því. 5. Elín segir að símnotandi hafi samkvæmt prentuðu reglunum um gjaldskrá „ráðstöfunarrétt á þeim búnaði, sem greiddur hefur verið á kostnaðarverði" með leyfi frá póst- og símamálastjóra þó. Svar: Enginh hemill er á ráðstöfunarréttinum á þeim búnaði, sem greiddur hefur ver- ið á kostnaðarverði, en óheimilt er að tengja hann við hið al- menna fjarskiptakerfi, nema með samþykki Póst- og síma- málastofnunarinnar og gegn greiðslu á rekstrargjaldi, en ekkert rekstrargjald er tekið fyrir ótengdan búnað. Mjög algengur misskilningur er að Póstur og sími sé fyrirtæki, sem græði á tá og fingri á of háum og óréttlátum gjöldum fyrir síma- til að veita upplýsingar um hvað gjaldendur eru að greiða fyrir og að símnotandi eigi að snúa sér til gjaldskrárnefndar í leit að upplýs- ingum, þarf að upplýsa hvar sú nefnd situr í húsinu og hvort hún er við og tiltæk á opnunartíma af- greiðslunnar. Gætu símnotendur þá fengið annað svar og „betra" við fyrirspurnum um reikninga sína. Gáruhöfundi datt það einfaldlega ekki í hug að stúlkurn- ar ættu bara að taka við pening- um, en gjaldskrárnefnd að veita upplýsingar um fyrir hvað. 3. Upplýsingar um stofngjald eru teknar á bls. 560 í símaskrá, þar væntanlega birtar til upplýsingar fyrir almenna símnotendur. Hafi komið í ljós að gáruhöfundur skildi þær ekki, þá verður að biðja forláts. En kannski finnast fleiri álíka tregir og mætti setja þær á skiljanlegra mál. Annars voru þær teknar upp orðrétt, svo langt sem þær náðu og lesendur ein- notkunina. Það sanna er að stofn- unin er rekin þannig að póst- og símagjöld standa undir öllum rekstri og framkvæmdum hennar og stefnt er að því að arður sé lítill sem enginn. Árlega eru gerðar rekstrar- og fjárfestingaráætlan- ir, sem sendar eru Samgönguráðu- neytinu og Alþingi (fjárveitinga- nefnd) til samþykktar og oftast eru áætlanirnar stórlega skornar niður í þeim umfjöllunum. Eftir að samþykktar áætlanir liggja fyrir á fjárlögum Aiþingis fer stofnunin fram á gjaldskrár- hækkanir sem nægja rétt fyrir rekstri og framkvæmdum án þess að skila ágóða. Oft kemur það fyrir að slíkar hækkunarbeiðnir ná ekki fram að ganga og er þá stofnunin neydd til þess að skera niður framkvæmdir, sem hafa hlotið heimild í fjárlög- um. Komið hefur fyrir að Alþingi hefur skyldað stofnunina til þess að leggja fram þjónustu án þess að fullt endurgjald komi fyrir, eins og gjaldfrjálsa síma til öryrkja og aldraðra með fullri tekjutrygg- ingu, 85% afslátt á uppsetningu og skrefum kosningasíma, stóraf- slætti á burðargjaldi blaða o.fl. Þessi síðustu atriði koma til með valda viðbótargjaldskrárhækkun hjá hinum almenna símnotenda og hefur þeim verið mótmælt bæði af starfsmönnum Pósts og síma, Verslunarráði o.fl. 13. júní, 1982, Þorvarður Jónsson, yfirverkfr. Pósts og síma. faldlega bent á að fletta því upp sjálfir. 4. Gáruhöfundur hefur hvorki nefnt „að síminn græði á tá og fingri á of háum og óréttlátum gjöldum fyrir símnotkunina“. Það eru orð yfirverkfræðingsins. Um vanrækslu gáruhöfundar að leita upplýsinga vísast til ofangreinds, og oftrúar á starfsfólki símans og prentuðum leiðbeiningum símans. Yfirverkfræðingurinn hefur ekki talað við höfund greinarinnar sjálfan, og getur þá að sjálfsögðu ekki orðið um persónuleg orða- skipti að ræða við embættismann- inn. Það er sem sagt í þessu langa bréfi komið í ljós að maður greiðir í leigu af símtóli kr. 10,12 á þriggja mánaða fresti, en ekki tveggja, og biður gáruhöfundur forláts á að hafa látið segja sér annað. En finnst enn að tólið hans sé býsna dýrmætur gripur. — E.Pá. PÓST- OG SlMAMALASTOFNUNIN omem* ELIN PALMADOTTIR SÍMAREIKNINGUR KLEPPSVEGI 120 104 RÉYKJAVIK fítHkmnytnúmm' tfncnúmer 91-82932 .IUNI-kGliST Ottgeelntng mrthninge -ll^JObíuJDLL. tMM|MI Mtmkv mtewðina 3.QJ1 FEBR. -APKIL Degimmmg T*g Tem Tií N-jmw 'Sitn | Fiá Ntet/L»od»r»krift j F|OWI •ímnge Ctning»r*^S V«rð ** AFNOTAGJALD BUNAÐAR: HEIMILISSIMI tNUMER OG LINA) 1 298,12 TALFARI VENJULEGT 1 10,12 HÍKKUN » AFNOTAGJALDI FRA 82.05.01 12,20 82.02.28 A1 ELIN PALMAOOTTIR. VEKJA KL.S.45 D - o • 1 1 4,94 4,95 Raðhús við Hvassaleiti Vorum aö fá til sölu 200 fm vandað raöhús viö Hvassaleiti meö innbyggöum bílskúr. Á neöri hæö Garóabær eru samliggjandi stofur, hol, eldhús, gestasnyrting, geymsla o.fl. Á efri hæö eru 4 rúmgóö svefnherb., fiölskylduherb., baöherb. og þvottaherb., gott skápa- rými Tvennar svalir. Góöur garöur. Laust eftir sam- komulagi. Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni. Til sölu er einbýlishús viö Smáraflöt í Garðabæ. Hús- ið er mjög vel staösett rétt viö verslanir og skóla. Húsiö er ca. 200 fm og er leyfi til byggingar á tvöföld- um bílskúr. 1200 fm vel ræktuö lóö. Upplýsingar gefa Svala Thorlacius hdl., Háaleitisbraut 68, r-Tl FASTEIGNA símar 81570, 81580, 81516 og (láJ MARKAÐURINN Hafsteinn Hafsteinsson hrl., Suðurlandsbraut 6, ! f Óðinsgölu 4. Símar 11540-21700. Jón Guðmundsson, Leó E Löve lögfr sími 81335.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.