Morgunblaðið - 15.06.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.06.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ1982 pinrfwMalillr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritsfjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 8 kr. eintakið. Fundir í Bonn og New York Það hefur ekki farið fram hjá neinum, sem sækir fróð- leik í fréttir íslensku ríkisfjölmiðlanna, að síðustu daga hefur verið efnt til svokallaðra friðarfunda bæði í Bonn og New York. Þessu hefur meira að segja verið haldið að þeim, sem setið hafa við útvarpstækin í því skyni að hlusta á tónlist, og þegar sjónvarpið sagði stuttlega frá leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsríkjanna í Bonn í fréttatíma sínum á föstudagskvöldið sýndi það ekki mynd frá NATO-fundinum heldur af þeim, sem komu saman til að andmæla þeim fundi. Vegna þess hve mikið hefur verið gert úr þessum fundum hér á landi en lítið sagt frá efni þeirra og skoðanaágrein- ingi milli hreyfinganna í Vestur-Þýskalandi og Bandaríkj- unum, er ástæða til að minna á nokkrar staðreyndir að þessu leyti. Er hér stuðst við úttekt, sem gerð var af John Vincour, fréttaritara bandaríska blaðsins New York Times í Bonn. Greinilegur ágreiningur er orðinn milli hreyfingar, sem á rætur í mótmælendakirkjunni í Vestur-Þýskalandi, og þeirra, er stjórnuðu fundinum í Bonn á fimmtudaginn. Varaði þessi kirkjuhreyfing ásamt friðarráði kirkjudeilda í Hollandi við fundinum í Bonn á þeirri forsendu, að mark- mið hans væru óljós og auðvelt væri að túlka þau fyrst og fremst sem andóf gegn Bandaríkjunum og NATO. Hol- lenskir baráttumenn gegn kjarnorkuvopnum hafa vaxandi áhyggjur af þróun mála í „friðarhreyfingunni" í Vestur- Þýskalandi, þar sem ýmislegt bendir til, að hún sé að taka á sig mynd vinstrisinnaðrar þjóðernishreyfingar, er telji „frið“ nátengdan sameiningu Vestur- og Austur-Þýska- lands í hlutlaust ríki, með slíku ríki skapist forsendur nýrrar skipunar í Evrópu. Hefur þetta verið baráttumál Kremlverja um áratuga skeið. Hinir „grænu", það er stjórnmálahreyfingin í Vestur-Þýskalandi, sem sækir skoðanir sínar einkum í sjónarmið umhverfisverndar- manna og berst ekki síst af þeim sökum gegn kjarnorku- vopnum, hafa mótmælt yfirgangi kommúnista í vestur- þýsku „friðarhreyfingunni" og ætluðu í fyrstu ekki að taka þátt í fundinum í Bonn. Astæða er til að vara menn við því, að setja fyrirvara- laust alla andstæðinga kjarnorkuvopna í Vestur-Evrópu í sömu skúffu. Eins og að framan greinir, er mikill munur á afstöðu þeirra hópa, sem að þessu máli starfa, eftir því hvort þeir eru andvígir Atlantshafsbandalaginu eða ekki. Og hvað sem baráttu þessara hópa líður, hefur síður en svo dregið úr stuðningi almennings í þeim löndum, þar sem þeir starfa, við Atlantshafsbandalagið, á þetta jafnt við um Vestur-Þýskaland, Holland og önnur ríki. Og það er með öllu rangt að láta sem svo, að hreyfingin á móti kjarnorkuvopnum í Bandaríkjunum sé andvíg varnarsam- starfi vestrænna þjóða. Hún er hins vegar andvíg kröfum þeirra í Vestur-Þýskalandi, sem krefjast einhliða kjarn- orkuafvopnunar Vesturlanda, svo að ekki sé minnst á hlutleysi Vestur-Þýskalands. Hugmyndir þær, sem kenndar eru við bandarísku þing- mennina Edward Kennedy og Mike Hatfield, miða að því, að framleiðsla allra kjarnorkuvopna verði stöðvuð bæði hjá Sovétmönnum og Bandaríkjamönnum og banninu verði fylgt fram með eftirliti. Bandarísku þingmennirnir vilja ekki, að bannið nái aðeins til Evrópu, og í hugmyndum þeirra felst raunar, að ákvörðun NATO frá 1979 um meðal- drægar kjarnorkueldflaugar í Evrópu verði framkvæmd, ef ekki næst samkomulag í INF-viðræðunum í Genf — geng- ur þetta þvert á helstu kröfu „friðarhreyfingarinnar" í Vestur-Þýskalandi og annars staðar í Vestur-Evrópu. Það'er svo sannarlega ástæða til að vara við einhliða fréttaflutningi, þar sem látið er að því liggja, að rætt hafi verið um sömu mál á útifundunum í Bonn og New York — það eru evrópskir „friðarhreyfingarmenn", sem vilja hafa þann blæ til draga úr því yfirbragði, er sviptir þá trausti, að þeir séu á móti Bandaríkjamönnum og NATO. Það var hart barist í úrslitunum. Rally Cross: Stórskemmtileg keppni og djarfur akstur þrem undangengnum umferðum. Þórður Valdimarsson á VW, Jón S. Halldórsson, BMW, sem sigrað hafði alla sína riðla, Birgir Braga- son í Datsun 2000 og síðast en ekki síst „áhorfandinn" Ólafur Árnason á VW. Þrír fyrsttöldu bíl- arnir áttu allir góða möguleika á sigri og var Ijóst að ekkert yrði gefið eftir. Það varð lika raunin, strax í startinu héldu þessir þrír bílar samhliða af stað. Birgir Bragason hægði á Datsun sínum fyrir krappa beygju, en VW Þórðar skall utan í BMW Jóns. Kastaðist við það bíll Jóns útaf háum kanti og endastakkst, hentist síðan upp i loft aftur á hliðinni. Datt bíllinn síðan sjálfur á hjólin og var ýtt aftur inn á braut af áhorfendum. Þórður Valdimarsson náði við þetta afgerandi forystu, sem hann hélt allt til loka. Brigir Bragason ók Datsun sinum upp í annað sæti, en hann hafði ekki nægan kraft til að veita Þórði verulega keppni. Ólafur Árnason hafði ekið VW bilnum áhyggjulaust, en Jón Hall- dórsson náði honum, þrátt fyrir veltuna. Ók Jón svo hratt að áhorf- endur voru með öndina í hálsinum og biðu eftir að eitthvað gerðist. Fór svo að vélin í BMWinum gafst upp í hamaganginum. Náði Ólafur Árnason á VWinum því þriðja sæti auðveldlega. Eftir þetta Rally cross er Ijóst að baráttan um íslandsmeistaratitil- inn verður hörð. Mesta möguleika eiga líklega Þórður Valdimarsson á VW, Birgir Bragason á Datsun og Jón S. Halldórsson á BMW. Myndir og texti: Gunnlaugur Rögnvaldsson Birgir Þór Bragason ók Datsun 2000 upp í annað sæti. Hann á eftir að standa sig vel í framtíðinni. BMW Jóns S. Halidórssonar endastakkst útaf og lenti á hliðinni í úrslitunum. Hann ofkeyrði síðan bílinn er hann reyndi að vinna upp tapaðan tíma. Áhorfandi náði þriðja sæti!! Djarfur akstur, veltur og stökk settu skemmtilegan svip á keppni í Rally cross, sem fram fór á Kjal- arnesi á laugardaginn. Hátt í 1300 áhorfendur fylgdust með aöförum ökumanna, sem slógu hvergi af í erfiðri brautinni. Sigurvegari varð Þórður Valdimarsson á VW og komst enginn í hálfkvisti við hann. í öðru sæti varð Birgir Þór Bragason á Datsun 2000. Þriðja sæti náði Ólafur J. Árnason á VW, en hann ætlaði í upphafi að vera áhorfandi að keppninni. Hann var hinsvegar dregin út í happdrætti, sem fylgdi aðgöngumiða að keppn- inni. Vinningurinn var að aka VW í keppninni. Stóð Ólafur sig mjög vel, þrátt fyrir það aö bíllinn væri einungis á sléttum sumardekkjum! Hreppti hann eins og áður sagði þriðja sæti eftir skemmtileg tilþrif. Það gekk á ýmsu í undankeppni fyrir úrslit. í fyrstu umferð ultu tveir bílar. Fiat Sigurjóns Krist- jánssonar fór útaf í beygju og rúll- aði á toppinn og lenti siðan á hjól- unum aftur. Sigurjón hélt ótrauður áfram en bíllinn bilaði fljótlega. Stuttu síðar fór Rafn Guðjónsson heilhring í loftköstum á Vauxhall Viva. Stöðvaðist hann á hliðinni og var bíllinn réttur við í skyndi, en bilaði það illa við þetta ævintýri að hann féll úr leik. Mikla athygli vakti frammistaða Njáls Sigurðs- sonar á Skoda, hann leiddi oft mun kraftmeiri bíla eftir brautinni og virtist nota hvert einasta brot af þeim fáu hestöflum, sem í bílnum voru. Honum tókst þó ekki að komast í úrslít, en þar mættu þeir fjórir bílar sem höfðu staðið best í Ekki fyrata og varla síðasta mynd af sigurvegaranum, Þórði Valdi- marssyni, I þessari stellingu. Hér sést Ólafur Árnason. Hann fékk að aka rally cross-bíl í keppn- inni sem verðlaun í happdrætti. Hann ók af stakri snilld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.