Morgunblaðið - 15.06.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1982
21
HM-keppnin:
Brasilía sigraði
Rússland 2-1 og
sýndi góðan leik
Rússar höfðu yfir í hálfleik, 1-0
Sevilla, Spáni. AP.
Brasilíumenn sigruðu Rússa 2—1,
í fyrsta leik liðanna í HM-keppninni.
Leikur liðanna þótti vel leikinn þó
alveg sérstaklega af hálfu Brasilíu-
manna sem sýndu oft á tiðum frá-
bæran sóknarleik. En þrátt fyrir það
tókst þeim illa að ráða við rússnesku
vörnina.
Það voru Rússar sem náðu for-
ystunni í leiknum. Á 35. mínútu
fyrri hálfleiksins átti Andrei Bal
þrumuskot að marki Brasilíu af
um 30 metra færi. Markvörður
Brasilíu misreiknaði skotið al-
gjörlega og í netið fór boltinn. Eft-
ir að hafa skorað markið léku
Rússar mjög stífan sóknarleik og
vörðust vel. Einstaka sinnum áttu
þeir þó mjög hættulegar skyndi-
sóknir og voru mjög nálægt því að
skora annað mark í fyrri hálf-
leiknum. En færið fór forgörðum
og staðan í hálfleik var 1—0.
í síðari hálfleik leit lengi vel út
fyrir að Rússum tækist að hanga á
markinu og ætluðu að fara með
sigur af hólmi í leiknum. En fyrir-
liði Brasilíumanna, læknirinn
Socrates, jafnaði leikinn á 72.
mínútu. Eftir glæsilega sóknar-
lotu fékk hann góða sendingu og
náði góðu skoti af um 30 metra
færi, og skoraði glæsilegt mark.
Við þetta elfdust Brasilíumenn og
sóttu nú án afláts. Sigurmark
þeirra skoraði svo Eder þegar að-
eins tvær mínútur voru til leiks-
loka. Hann skoraði fallegt mark
með skoti frá vítateigslínu. Gífur-
legur fögnuður braust út hjá leik-
mönnum Brasilíu þegar sigurinn
var í höfn. Leikmenn Brasiliu
sýndu í þessum leik svo ekki var
um að villast, að lið þeirra er mjög
sigurstranglegt í keppninni að
þessu sinni. En Brasilúmenn hafa
unnið HM-keppnína oftar en
nokkur önnur þjóð. Sóknarleikur
Brassanna í gærkvöldi var oft
stórkostlega góður. Og þrátt fyrir
mjög sterkan varnarleik og mikla
baráttu tókst rússneska birninum
ekki að halda markinu hreinu.
Þar sem blaðið fór snemma í
prentun í gær verður frekari frá-
sögn að bíða.
Pólski landsliðsþjálfarinn:
Það besta sem ég hef séð
til ítala í langan tíma
„Þetta voru góð úrslit fyrir okkur,
sérstaklega með tilliti til þess hvern-
ig leikurinn gekk fyrir sig,“ sagði
Antonie Piechniczek, þjálfari pólska
landsliðsins í knattspyrnu eftir að
Pólland og Ítalía höfðu skilið jöfn í
markalausum leik á HM í gær.
Hann hélt síðan áfram:
„Þetta var það besta sem ég hef
séð til ítala í langan tíma, þeir
voru betri en við, úthaldið var
betra, þeir voru fljótari og með
sterkari liðsheild."
Enzo Beerzot, þjálfari ítalska
liðsins var eftir atvikum ánægður
með úrslitin og frammistöðu sinna
manna. Hann sagði: „Það var mik-
ilvægt fyrir bæði liðin að tapa
ekki leiknum. Annars hefur ít-
alska liðið verið óheppið í síðustu
leikjum sínum. Við sköpum okkur
tækifæri, en nýtum þau ekki og
það er við engan að sakast, því
svona gengur þetta stundum. Und-
ir þessum kringumstæðum hefði
liðið ekki getað gert betur.“
„Ég hafði aðeins áhyggjur
snemma í síðari hálfleiknum, er
pólska liðið virtist ætla að ná tök-
um á vallarmiðjunni. En mínir
menn náðu sér aftur á strik og við
vorum nær sigri. Við áttum skot í
þverslá og áttum auk þess einu
marktækifærin sem buðust í
leiknum. Nokkrir af leikmönnum
mínum voru mjög þreyttir í leiks-
lok, til dæmis Paolo Rossi, en ég
vildi ekki breyta liðinu, því ég
óttaðist að nýr leikmaður myndi
raska jafnvæginu í leiknum og það
hefði getað komið niður á ítalska
liðinu ekki síður en því pólska."
Ólafur H. Jónsson
þjálfar Þrótt
1. deildar-lið Þróttar í handknatt-
leik hefur endurráðið Ólaf H. Jóns-
son til þjálfunarstarfa fyrir næsta
keppnistímabil. Ólafur hefur bæði
þjálfað og leikið með Þrótti síðustu
árin með mjög góðum árangri, undir
hans stjórn hefur liðið rifið sig upp
úr 2. deild upp i að vera eitt af bestu
liðum 1. deildarinnar. Óvíst er hvort
tílafur mun einnig leika með Þrótti,
það ræðst með tímanum. Félagið
hefur aðeins misst einn leikmann úr
sínum röðum, Gunnar Gunnarsson,
sem gekk aftur í Víking. Nær öruggt
er að Sigurður Sveinsson mun leika
áfram með liðinu, en vitað var að
hann átti möguleika á því að komast
til erlendra liða.
Þróttarar þreifuðu um tíma
fyrir sér fyrir austan tjald, skrif-
uðu Sovétmönnum og fleirum, en
enginn þessara aðila taldi sig hafa
frambærilega þjálfara á lausu
einsog staðan var. — gg.
Holmes gekk frá Cooney
í þrettándu lotu
Hnefaleikatröllið svarta, Larry
Holmes, varði þungavigtartitil sinn
um helgina í tólfta skiptið er hann
sigraði hinn hvíta Gerry Cooney á
tæknilegu rothöggi í 13. lotunni.
Þjálfari Cooneys, Victor Valle, stökk
inn í hringinn og tók Cooney undir
verndarvæng sinn eftir að Holmes
hafði lokið við að slá Cooney í gólfið
í annað sinn í sömu lotunni. Sýnt var
að Cooney var sigraður, úthaldið var
þrotið og kappinn vissi varla hvar
hann var staddur þó svo að hann
maldaði i móinn. Valle braut talsvert
af hnefaleikareglum með því að
stökkva inn í hringinn þegar hann
gerði það, en þeir mannúðlegu munu
ekki telja það eftir honum, hann og
Cooney hafa verið eins og feðgar ár-
um saman og Valle vildi binda endi
á slaginn áður en Cooney biði óbæt-
anlegan skaða af.
Valle faðmar strákinn sinn að sér,
en Gerry Cooney er bugaður.
Annars var það Cooney sem
hafði betur framan af, yngri,
þyngri og hærri virtist hann vera
sigurstranglegur meðan hann
dansaði í kring um Holmes fyrstu
5—6 loturnar. Cooney gerði Holm-
es lífið leitt með hættulegum
höggum, en Holmes gamli varðist
bara vel. Þá fór úthaldið að gefa
sig hjá Cooney og fór þeim mun
hraðar þverrandi þeim mun oftar
sem Holmes barði Cooney. Þegar
komið var fram í tólftu lotu hafði
Holmes náð algerum yfirburðum
og barði hann Cooney þá eins og
harðfisk. Þrettánda lotan hófst í
sama dúr og steinlá Cooney þá tví-
vegis áður en Valle hoppaði inn í
hringinn og stöðvaði leikinn. Var
Cooney þá illa leikinn, með stóran
og mikinn skurð á enninu og blóð-
ið fossandi um allt.
Cooney tv. og Holmes t.h. skiptmst i höggum og ef myndin prentast vel má sjá svitaflauminn þyrlast út i loftið.